Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 22. ágúst 1992 Gistiheimilið Engimýri Heimafólk - Ferðamenn Hvernig væri að fara í helgarkaffi á laugardag eða sunnudag á kr. 500 og ef til vill á hestbak eða upp að Hraunsvatni með silungastöngina í leiðinni? Góðar viðtökur, fagurt umhverfi. Gistiheimilið Engimýri í Öxnadal Vegna 130 ára afmœlis Akureyrarbœjar, laugar- daginn 29. ágúst, mun Dagurtileinka blaðið þann dag afmœlinu. Þeir sem vilja senda afmœlisbarninu kveðjur á síðum Dags, vinsam- legast hafið samband sem fyrst. auglýsingadeild, sími 24222. Opið virka daga frá kl. 8-17 nema föstudaga frá kl. 8-16. Ath! Opið í hádeginu. Bækur Tryggð við fomar hefðir - um ljóðabók Sigurðar Ingólfssonar, Heim til þín Sigurður Ingólfsson, skáld, er ungur að árum, en hann hefur þegar kveðið sér hljóðs nokkrum sinnum og hefur nú sent frá sér þriðju ljóðabók sína. Bókin ber heitið Heim til þín og geymir ljóð, sem samin eru í Montpellier í Frakklandi, þar sem Sigurður stundar framhaldsnám í bók- menntafræði. Eins og heiti bókarinnar ber með sér, eru hér ekki síst á ferð ljóð ort til ættjarðarinnar og mörg hver gegnsýrð þeim trega, sem ættjarðarsækinn íslendingur finnur til, þegar heimþrá herjar á hann og hann tekur að sakna hvers eina heima fyrir; hins smæsta ekki síður en þess, sem stærra er. Sigurður hefur ljúft lag á því að tjá trega sinn í smáum næmun myndum, sem segja mikið meira en orðanna hljóðan gefur ein sér: Á rabbarbara liggur daggardropi í dropahóp sem gufar upp og þornar á þröskuldinum stend ég stundarkorn en stíg svo áfram, svona fyrst að morgnar. Rabbabarann ríf ég síðan upp með rót, en moidin stynur lágvært „blupp“. Ég ét hann fyrst en læðist aftur inn og upp í rúm með daggir undir kinn. Einnig er í þessari ljóðabók Sigurðar að finna ljúf og hlý ijóð, sem ort eru til sonar hans ungs eða fyrir orðastað hans. Þar má til nefna sonnetturnar Sonur minn og vorið og Ungbarn ræðir við snuð sitt, sem reyndar eru ekki gallalausar en bera báðar vott um lipurð í orðfæri og næmni á það, sem ekki verður séð, heldur einungis numið. Tindilfætt er vorið vinur minn er vaknar líkt og þú með bros í augum, kyndirupphjá döprum vetrardraugum sem drjúpa afhúsum niðrí grassvörðinn. Svo iaumast vorið Ictt um mínar dyr og iæðist upp að hijóðri vöggu þinni, kyssir þig með ást frá eilífðinni og ilm afgrasi og ferskan sjávarbyr. Og veröldin er aftur orðin fögur og undarlegri og stærri en ég skil þó sonur minn og vorið viti allt þvíhann og vorið segja ótal sögur afsólinni með því að vera til - og hús mitt verður aidrei aftur kalt. Eitt er það, sem er einkar ánægjulegt í ljóðabók Sigurðar Ingólfssonar, Heim til þín, en það er tryggð hans við fornar hefðir íslensks kveðskapar. Á tímum, þegar fátt er eftir, sem talist getur séríslenskt í menn- ingu okkar, þegar erlendir bók- menntastraumar leika um okkur, þegar myndmál framandi þjóða berst okkur að augum og yfir- gnæfir að langmestu það, sem innlent er, þegar heimasamin tónlist er í mörgum tilfellum bergmál hins aðfengna, er full ástæða til þess að fagna því, að til skuli vera á meðal okkar ungir menn, sem enn hafa á valdi sínu í marktækum skáldskap að binda mál sitt í stuðla og höfuðstafi. Þeir eru sérkenni íslensks skáld- skapar - ef til vill sem næst það eina, sem við getum státað af í bókmenntum sem séríslenskum arfi við ljóðagerð. Ekki ber svo að skilja, að allt í bók Sigurðar sé jafngott, enda ekki við slíku að búast og gerist aldrei í neinu ljóðasafni. Hins vegar er óhætt að segja, að Sigurður Ingólfsson er á meðal athyglisverðustu ungu mann- anna, sem eru að hefja skáldferil sinn þessi árin. Haukur Ágústsson. Nýtt! Handhægt! Rafmagnsgrill í eldhúsið — garðhúsið — sumarbústaðinn og á svalirnar Nú er hægt að grilla allt árið Matarkrókarnir á Stfl, f.v.: Orn Viðar Erlendsson, Gunnar Jónasson, Hallgrímur Ingólfsson, Guðbrandur Siglaugs- son, Edda Hermannsdóttir, Halldór Kristinsson og Baldvin Björnsson. Mynd: Goii Teiknistofan Stíll: „Maturinn er fyrir öllu“ nestin Einkunnarorð starfsmanna á Teiknistofunni Stfl á Akureyri hljóta að vera „matur er mannsins megin“, eða jafnvel „enginn kann öðrum mat að kjósa“. Það vill nefnilega svo undarlega til að allir starfs- menn teiknistofunnar hafa gef- ið lesendum Dags uppskriftir í matarkróknum í helgarblað- inu. Starfsfólki Stíls er greinilega fleira til lista lagt en auglýsinga- JML ÓKEYPIS JUL SKEMMTUN í SVEITINNI Kynntu þér ágústtilboð Ferðaþjónustu bænda Allar upplýsingar gefur skrifstofa Ferðaþjónustu bænda Bændahöllinni v/Hagatorg, símar 91-623640 og 91-623643, fax 91-623644 og skiltagerð og raunar furða að það skuli ekki bera matarástina utan á sér í ríkari mæli en á myndinni má sjá því „mathákn- um nægir aldrei nóg“. En „fleira er matur en feitt kjöt“ og „af mörgu skal mat hafa“, svo ekki sé talað um að „allt er það matur í magann kemst nema holtarætur einar“. Matarkrókarnir sjö stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Dags nýverið og sögðu stundarhátt: „Maturinn er fyrir öllu“. Ekki kæmi á óvart þótt þessi fríði flokkur tæki sig til og gæfi út mat- aruppskriftabók með „stíliseruð- um“ uppskriftum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.