Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 22. ágúst 1992
Dulspeki
Einar Guðmann
Zen-sögur
Smásögur úr tímaritinu Gangleri
Tveir Zen-munkar, Tanzan og
Ekido, voru einu sinni á ferð um
forugan veg í mikilli rigningu.
Þeir gengu fram á unga fallega
stúlku í dýrindis silkiklæðnaði.
Stúlkan gat ekki komist yfir veg-
inn vegna forarinnar.
„Komdu hér, góða,“ sagði
Tanzan strax, tók hana í fangið
og bar hana yfir veginn. Ekido
sagði ekkert fyrr en um kvöldið
þegar þeir komu heim í klaustr-
ið, þá gat hann ekki á sér setið
lengur og sagði: „Hvers vegna
gerðirðu þetta? Munkar eiga
ekki að koma nálægt kvenfólki,
einkum ef það er ungt og fal-
legt!“ „Minn kæri,“ svaraði
Tanzan, „ég skildi stúlkuna eftir
inni í borginni, en þú berð hana
enn þá með þér.“
Zen-meistari nokkur, Ryokan
að nafni, lifði einföldu lífi í hell-
isskúta við fjallsrætur. Kvöld eitt
kom þjófur að skútanum til þess
að kanna hvort þar væri ekki
eitthvað sem hægt væri að stela.
Ryokan hafði verið úti við, en
þegar hann gekk í skútann kom
hann að þjófnum við iðju sína.
„Þú hlýtur að hafa komið langt
að til þess að heimsækja mig,“
sagði Ryokan við þjófinn, „og
það væri illa gert að láta þig fara
tómhentan. Gerðu svo vel,
þiggðu fötin mín að gjöf.“ Þjóf-
urinn varð mjög undrandi, en tók
samt við fötunum og drattaðist
burt.
Ryokan sat eftir alls nakinn
og horfði á tunglið. „Vesalings
maðurinn," muldraði hann með
sjálfum sér, „ég vildi óska að ég
hefði getað gefið.honum þetta
fallega tungl.“
Nemandi kom til meistarans
Bankei. Hann kvaðst þjást af
geðvonsku og bað meistarann að
hjálpa sér við að losna við þenn-
an skapbrest. „Sýndu mér þetta
vonda skap,“ sagði Bankei. „Það
gæti orðið spennandi að fá að sjá
það.“ „Eg er ekki í vondu skapi
núna, og þess vegna get ég ekki
sýnt þér það,“ svaraði nemand-
inn. „Allt í lagi,“ sagði Bankei,
„komdu þegar þú ert í illu
skapi.“ „En það þýðir ekki fyrir
mig að koma og sýna þér það
þegar svo stendur á,“ mótmælti
nemandinn, „áður en ég kemst til
þín er það án efa rokið út í veður
og vind.“ „Þá virðist mér“ sagði
Bankei, „að þetta vonda skap sé
ekki þáttur í þínu sanna eðli. Ef
það er ekki hlutur af þér, hlýtur
það að vera eitthvað utanaðkom-
andi. Ég legg til að þú berjir
sjálfan þig með staf í hvert skipti
sem geðvonskan herjar á þig,
þangað til hún þolir ekki við
lengur og (lýr burt!“
Joshu byrjaði að nema Zen
þegar hann var sextíu ára og hélt
því áfram fram að áttræðu. En þá
skildi hann Zen. Hann kenndi frá
áttatíu ára aldri til hundrað og
tuttugu ára aldurs.
Nemandi sagði eitt sinn við
Joshu: „Þú kennir okkur að við
eigum að tæma hugann. En ég
hef ekkert í huganum. Hvað á ég
að gera?“
„Fleygðu því út,“ svaraði
Johsu.
„En ég hef ekkert í huganum,
hvemig get ég þá fleygt því út?“
„Ef þú getur ekki kastað því
út, þá berðu það út, rektu það út,
ýttu því út, en stattu ekki þama
eins og þvara fyrir framan mig
með ekkert í huganum!“
Forvitinn munkur spurði Zen-
meistara: „Hvað er vegurinn?"
„Hann er beint fyrir framan
þig,“ svaraði meistarinn.
„Hvers vegna sé ég hann þá
ekki?“
„Vegna þess að þú hugsar um
sjálfan þig.“
„Hvað um þig, sérð þú veg-
inn?“ spurði nemandinn.
„Á meðan maður sér tvöfalt
og hugsar: „ég geri“ eða „ég geri
ekki,“ em augu manns blinduð,"
svaraði meistarinn.
„Getur maður séð hann ef í
viðhorfi manns er hvorki „ég“ né
„þú“?“
„Þegar ekki er lengur „ég“
eða „þú“, hver er það þá sem vill
sjá veginn?" svaraði meistarinn.
Að lokum fylgir hér ein saga
sem oft er notuð til útskýringar á
Zen: Fiskur fór einu sinni til
drottningarfisks og spurði: „Ég
heyri alltaf að verið er að tala
við mig um sjóinn. Hvað er þessi
sjór eiginlega og hvar er hann?“
Drottningarfiskurinn svaraði:
„Þú lifir og hrærist og hefur alla
þína veru í sjónum. Sjórinn er
hið innra með þér og sjórinn er
utan við þig. Þú ert gerður úr sjó
og í sjónum verður skapdægur
þitt. Sjórinn umlykur þig eins og
eigin vera þín.“
ÚR DAGBÓK FLAKKARA
Jens Kristjánsson
Flakkarinn og vændiskonan
4th Street og klukkan er átta.
Morgunsólin teygir gyllta anga
sína á gráfurótt malbikið, snert-
ir það varlega, hikandi; eins og
henni finnist að eitthvað geti
komið fyrir ef hún passi sig ekki.
Bíll rúntar rólega til vesturs,
framhjá knæpum og topplausum
dansstöðum, snýr við undir
brúnni og kemur til baka. Ljós-
hærða stúlkan á gangstéttinni lít-
ur á bílinn, fylgist með, sér hann
fara eina umferð og svo aðra:
Hver er þetta? Er þetta kúnni?
Er þetta lögga? Blimskakkar
hyldjúpum, starandi augum en
lætur sem ekkert sé: hún gengur
rólega eftir gangstéttinni, galla-
buxurnar þröngar, bolurinn
hvítur, ljósgullið hárið fallegt í
mjúkri golu morgunsins.
Ég sting upp í mig seinasta
beikonstrimlinum, næ kámugri
eggjarauðu upp með kraminni
kartöflu, skef diskinn aftur og
rym nautnalega. Sýp á kaffinu,
fæ meira kaffi í plastglas með
loki, borga og fer út.
Ljóshærða stúlkan er ennþá á
gangstéttinni andsæpnis kránni.
Hún sér mig ekki: hún sér ekki
mig heldur bíl sem er að koma
upp götuna. Annan bíl, bíl með
einum manni undir stýri, bíl sem
ekur rólega nálægt gangstéttinni
líkt og hann sé í skoðunarferð.
Ég geng inn í portið, sest undir
stýri á mínum eigin bíl, klappa
vídeóvélinni sem bíður hljóð í
aftursætinu og starta. Set í Drive,
rúlla út á götu og beygi til hægri.
Tendra pípuna á ferð og sötra
kaffið. Yndislegir, svona
morgnar.
Stúlkan sér bílinn minn. Sér
News 4 með gulrauðum, æpandi
stöfum á hvítri hurð og stirðnar.
Hafði snápurinn náð einhverju?
Hafði hún gert eitthvað sem svo
myndi birtast í kvöldfréttunum
klukkan fimm, sex og ellefu, gert
eitthvað sem myndi notað sem
grunnur í frétt um 4th street,
þessa ömurlegu götu, þennan
blett á siðaðra manna samfélagi,
þetta...
Ég brosti til hennar gegnum
hálfopna rúðuna og reisi kaffi-
glasið mitt í kveðjuskyni.
Stúlkan slaknar, brosir á móti
og veifar hendi. Svo heldur hún
göngunni áfram.
Hún er að leita sér að pening
fyrir morgunmat. Morgunmat
sem hún getur sett í sprautu.
4TH STREET, eða fjórða
gata eins og landinn myndi vafa-
laust þýða það, er bein og nokk-
uð breið gata sem liggur út úr
miðborginni. Á kvöldin sérðu
Harley Davidson mótórhjól fyrir
utan krár og topplausa staði, sérð
menn í þungum stígvélum sitja
við barborð úr eik, sérð létt-
klæddar, brosmildar konur rölta
eftir gangstéttum; þú heyrir
sveitatónlist og rokk hljóma úr
jukeboxunum og þú hreinlega
ferð ekki þangað nema þú hafir
fæðst vitlausu megin við strikið.
4th Street í fréttum í blaði eða
sjónvarpi og þú sperrir umsvifa-
laust eyrun. Þú veist að nú skal
rætt um kúlu í hausinn eða hníf í
bakið eða hnefa í tennurnar; um
lögreglu sem gerir víðreist og
handtekur hórur svo tugum
skiptir; um nafnlaus lík sem finn-
ast í mótelherbergjum; þú veist
að nú skal rætt um allt það sem
miður fer í siðaðra manna þjóð-
félagi.
Og þú ert hræddur. Þú vilt ekki
fara þangað einn. Þú heldur að
eitthvað hryllilegt komi fyrir, að
menn sjái umsvifalaust á þér að
þú fæddist réttu megin við
strikið, að þú ert gestkomandi,
að þú ert bara þarna til að horfa.
Eins og maður sem fer í bíó til að
upplifa eitthvað annað. Eitthvað
sem er ekki til í hans heimi, sem
hann veit um frá blöðum og sjón-
varpi og bölvar hástöfum í sið-
aðra manna samræðum en
samt... hvernig ætli það sé?
ÉGLEGG MÍNUM átta
gata einkabíl hjá kránni og stíg
út. Ég er hræddur. Ég horfi í
kringum mig, sé draug í hverju
horni, sé byssuhlaup í hverju gliti
og veit ekki hvort ég þori.
Þetta er mörgum mánuðum
fyrr og ég hef aldrei komið á 4th
Street. Ekki einn. Ekki að
kvöldi. Ekki nema eitthvað hafi
gerst sem þurfti að komast í frétt-
ir og þá voru allir aðrir þarna
líka, menn frá öllum sjónvarps-
stöðvunum, frá blöðum og út-
varpi og svo líka lögreglan. Lög-
reglan sem myndi passa mig ef
eitthvað færi úrskeiðis.
Ég opna dyrnar á kránni var-
lega, hikandi, á von á að fá flösku
í hausinn ásamt blótsyrðum... en
kráin er hálftóm. Hálfrökkrið er
notalegt, ljósin dauf, viðurinn
dökkur á veggjum og gólfi.
Nokkrir menn við biljarðborð,
bjórglös og kjuðar, krít í hendi,
„four in the corner“ og þeir líta
upp, horfa á mig, sjá ekkert og
snúa sér aftur að leiknum.
Rauðhærð kona situr við firna-
stórt barborð úr eik, snýr baki að
dyrunum; hún lítur við þegar
bjallan ómar og sér mig, brosir
og bendir mér að koma til sín.
Setjast hjá sér.
Eg hika. Hjartað eins og fall-
hamar í brjóstinu, svitinn klepr-
aður í handarkrikunum og svo
tek ég mér tak, geng skrefin að
borðinu og sest við hlið hennar.
Hæ, segir hún. Hvernig hefurðu
það?
Sú útlistun myndi taka árið. Ég
lít strekktur í kringum mig, sé
nokkrar konur með veggjum og
nokkra karlmenn, fólk með bjór-
glös og sígarettur sem horfir á
mig með spurn í svip. Hissa.
Undrandi. Hver fjandinn er að
gerast? Og hver er þessi gutti?
Og hvers vegna sest hann við
hliðina á Red eins og hann þekki
hana, eins og þau séu vinir, eins
og þau eigi eitthvað saman að
sælda sem kemur vinnu ekki við?
Konan með blóðrauða hárið
hóar í bardömuna. Láttu mig fá
annan, segir hún og bendir á glas-
ið sitt. Og þetta er Jen. Hann er
vinur minn. Hann vill bjór.
Bardaman starir andartak á
mig en brosir svo og réttir hend-
ina yfir skenkinn. Hæ, segir hún
og kynnir sig. Gaman að kynnast
þér.
Ég tek í hendina á henni og
þrýsti að. Húðin er hlý. Handtak-
ið vingjarnlegt. Traustvekjandi.
Og ég er vinur Red þannig að ég
hlýt að vera í lagi.
Red fékk nafnið út af blóð-
rauða hárinu. Red er búin að
vera þarna lengi, þekkir allt og
þekkir alla og vann hjá manni
áður en hún fór á götuna og gerð-
ist sjálfstæð. Þetta er betra, segir
hún. Maður fær meiri pening.
Tíminn líður og við sitjum og
kjöftum. Menn og konur koma
að barborðinu og heilsa upp á
Red: hæ, segja þau og hvernig
hefurðu það og hún segir bara
bærilegt og kynnir mig. Kynnir
mig fyrir öllum og menn brosa og
taka mér opnum örmum og mér
líður vel.
Ég hafði oft farið á staði þar
sem siðaðir menn og konur áttu
sín stefnumót, þar sem diskó-
popp var spilað og stúlkur gengu
um með glimmer í hárinu og
karlmenn voru fínir og vel ættað-
ir. Þangað hafði ég farið einn og
með félögum og við hefðum getað
verið þar í tíu ár og samt verið frá
Mars. Verið húsgagn. Verið ryk
á gólfinu.
Hérna voru gallabuxur og
þung stígvél, sígarettur í munn-
viki og tveggja daga skeggrót...
og ég ákvað að koma aftur. Oft.
Red lítur á mig og brosir, fer
ofan í veskið sitt og vantar
pening. En veskið er tómt.
Ég borga, segi ég samstundis.
Láttu ekki eins og fífl, segir
hún, biður mig að passa glasið
sitt og bætir við: Ég verð komin
aftur eftir tíu mínútur. Kortér í
það mesta.
Hún stendur upp, fleygir til
eldrauðum makkanum og gengur
út á götu. Ég fylgist með, sé hana
fara hjá glugganum og hverfa
sýnum.
Bílarnir liðast eftir götunni
hver á fætur öðrum; bílstjórar
líta í kringum sig, horfa, meta,
velja, stoppa stundum og ræða
við stúlku á gangstétt eða dreng.
Stundum er klifrað um borð og
stundum ekki, haldið á bak við
horn eða á mótelherbergi eða
lengra. Allt eftir því hvað kúnn-
inn vill.
Ég sit við barborðið og sötra
bjórinn minn, ræði við bardöm-
una og fólkið í kring og hef auga
með glugganum.
Red kemur aftur eftir kortér,
sest á stólinn við hlið mér og sýp-
ur á drykknum. Fer ofan í veskið
sitt og dregur upp seðlahrúgu.
Þarna, segir hún og réttir bar-
dömunni. Nú á ég fyrir þessu.