Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 22. ágúst 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Og sagan heldur áfram Með falli kommúnismans vöknuðu vonir margra um friðvænlegri og betri heim. Stjórnmálastefna sem í raun byggðist á misbeitingu valds á flestum sviðum og hélt hluta mannkyns í heljargreipum hafði liðið undir lok án þess að vera sigr- uð af neinum nema sjálfri sér. Heimur bættra lífshátta blasti við í augum margra Vesturlandabúa þegar múrarnir féllu og gömlu mennirnir í austri, sem trúðu á alræði „öreiganna" í skjóli lögreglu og vopnavalds hurfu af braut hinna brostnu vona. Skipting heimsins í austur og vestur virtist úr sögunni og menn gátu snúið sér að nýjum viðfangsefnum í stað þess að gæta þeirra landamæra sem hin ólíku stjórnkerfi skópu. Fáir voru þó svo grunnhyggnir að ímynda sér að alhliða þjóðfélags- breytingar gætu átt sér stað við hin fyrstu stjórnarskipti og flestum ljóst að talsverðan tíma tæki að leiða þær þjóðir er búið höfðu við kommúnískt stjórnarfar til vest- rænna lífshátta. Sú hefur einnig orðið raunin. Vandamál þessara ríkja eru af margvíslegum toga. Framleiðslu- hættir eru áratugum á eftir þeirri þróun sem átt hefur sér stað á Vesturlöndum og nokkurn tíma tekur að byggja upp hagkerfi við- skipta þar sem slíkt var nánast ekki til ef frá er talin sá svarta- markaður sem ætið þrífst í skjóli boða og banna. Stríðsátök hafa einnig brotist út á nokkrum stöð- um þar sem fólk af mismunandi þjóðernum vill komast hjá að deila kjörum með hvað öðru þegar því er ekki lengur ógnað til þess með drápstólum stjórnvalda. Slík átök hafa þó orðið vonum minni ef frá er talin hin illskeitta og blóðuga bar- átta Serba á Balkanskaga við að halda saman einhverju af þeim þjóðum sem áður mynduðu sam- bandsríki Júgóslavíu. Þótt enn sé langt í land að veru- legur árangur náist í efnahagsleg- um úrbótum virðast ríki Austur- Evrópu vera á réttri leið hvað upp- byggingu varðar og þar reynir fyrst og fremst á þolinmæði fólks- ins sjálfs - hvort það hefur biðlund eftir þeim lífskjörum sem lengi hafa staðið þegnum vestar í álf- unni til boða. Ljóst er þó að lítið má fara úrskeiðis til að sú biðlund raskist og yngri kynslóðir þessara ríkja bíða óþreyjufullar eftir nýjum tímum á sviði lífsgæða. En hver sem hin efnahagslega þróun í Austur-Evrópu verður er langt frá því að vandi heimsins hafi verið leystur í eitt skipti fyrir öll. Þótt kommúnismi þeirra Marx, Engels, Leníns og Stalíns hafi mis- tekist og sé nú að hverfa á spjöld sögunnar sem rannsóknarefni fræðimanna á komandi tímum búa margar þjóðir og þjóðarbrot við ömurleg lífskjör sem illmögulegt er fyrir Vesturlandabúa að gera sér grein fyrir. Þótt stjórnarskipti í ísrael hafi dregið úr spennu - að minnsta kosti um tíma - magnast að sama skapi spennan í kringum Saddam Hussein, sem ótrauður eflir herafla sinn á ný eftir lok eyði- merkurstríðsins á síðasta ári. Hörmungar íbúa Sómalíu á vestur- strönd Afríku eru með öllu ólýsan- legar og víðar eiga jarðarbúar óra- langt í land með að tileinka sér þau lífskjör sem Vesturlandabúar hafa skapað og telja undirstöðu viðun- andi mannlífs. Saga jarðarbúa er saga átaka og baráttu. Hið mannlega eðli lætur ekki að sér hæða þrátt fyrir að margvíslegar kenningar um trú, siðfræði og' stjórnmál hafi verið skráðar og ætlað að beina hugsun manna og þjóða í tiltekna farvegi. Þótt slakni á spennu í löndum eða heimshlutum um tíma virðist sem átök og ófriður fari ætíð af stað á nýjan leik. Þótt miklar breytingar hafi vissulega orðið með falli kommúnismans og opnað fjöl- mörgu fólki nýjar leiðir er langt frá því að átök hafi verið aflögð hér á jörð. Ný tilefni virðast ætíð gefast til þess að höggva náunga sinn og í því efni heldur sagan áfram eins og á öðrum sviðum. ÞI ÍAKÞANKAR Kristinn G. Jóhannsson Um sérkennilegt verðlag og gjaldeyrismál Það var í fréttum íslenska útvarpsins á miðvikudaginn var að nú væri svo komið í Tallinn, höfuðborg Eistlands að ekki væri lengur hægt að hita upp vatnið fyrir íbúana þar sem ekk- ert fé væri til að kaupa olíu sem til þarf. Þetta varð mér tilefni til að rifja upp veru okkar þar í sumar. Við höfðum farið frá Péturs- borg um morguninn og greið- lega gekk að komast yfir landa- mærin. Við komum við í gömlu hesthúsi sem breytt hafði verið í myndarlegan veitingastað og fengum ágætan hádegisverð en síðan tók við langur akstur til Tallinn. Hótel Olumpia var ágætt við fyrstu kynni eða allt til kom að matsalnum og peningamálun- um. Þannig stóð nefnilega á að Eistlendingar höfðu fyrir fáum dögum ákveðið að hætta að nota rúblu sem gjaldmiðil en taka upp eistlenska krónu í staðinn (sbr. mynd). Það var auðvitað einn liður í sjálfstæðis- baráttu þeirra og ekki nema gott eitt um það að segja svo langt sem það náði. Sérfræðingur okkar í gjaldeyrismálum komst fljótt að því að ætlast væri til að fyrir einn bandarískan dal fengju menn tólf eistlenskar krónur. Sem sagt gott. Þar sem okkur hafði verið gert viðvart um að Eistlendingar vildu helst ekki nota annan gjaldmiðil en sinn eigin í við- skiptum höfðum við reynt að losa okkur viö rúblurnar hinu megin landamæranna og ætl- uðum nú að skipta ferðatékkum og dölum í splunkunýjar eist- lenskar sjálfstæðiskrónur. En þá fór í verra. Við reyndum auðvitað fyrst í bankastúku hótelsins og það gekk ágætlega að skipta dölum til að byrja með eða þangað til skyndilega gatinu var lokaö og okkur sagt að ekki væri fleiri seðla að fá þann daginn. Kom nú í Ijós að prentverk og dreif- ing hinna nýju seðla hafði ekki við eftirspurninni. í bönkunum var sami skortur og gjaldkerar lokuðu afgreiðslugötum sínum fyrirvaralaust þegar ekki voru fleiri eistlenskar krónur til. Þetta var hvimleitt. Fyrir mína dali fékk ég eingöngu einnar krónu seðla og hefi ekki oft haft slíka seðlabunka í höndum, nýprent- aðir seðlar og varla þornaðir. Það kom svo líka í Ijós að þeir sem þjónuðu í verslunum og veitingabúðum voru fjarri því að vera vissir um verðgildi nýju peninganna. Hér erdæmi þess: I góðri list- munaverslun niðri í staðnum keyptum við dálítinn refil, hand- ofinn. Hann kostaði fimmtíu og níu eistlenskar krónur. Þegar við hugðumst síðan kaupa okk- ur „sjampó" í verslun hótelsins kostaði eitt glas af slíku sextíu og fimm krónur, og innflutt koníak hundrað go fimmtán eist- lenskar krónur, bjór kostaði á veitingastað tuttugu krónur en pepsí eina krónu og þrjátíu en annars staðar fimmtán krónur. Gamanið kárnaði svo veru- lega þegar greiða átti fyrir veit- ingar á hótelinu. I Ijós kom að þjónarnir voru ekki yfir sig hrifnir af nýju krónunni og þá einkum vegna þess sögðu þeir að hún væri hvergi skráð og því hvergi gjaldgeng utanlands. Þeir voru því furðu kærulausir um að telja seðlabunkana sem við réttum þeim til greiðslu og stungu í vasann athugasemdalaust ef maður hafði áður gaukað að þeim fáeinum dölum í þjórfé. Hótelið var greinilega enn í opinberri eigu og ekki virtist skipta máli fyrir starfsfólkið hvernig skil yrðu á greiðslu enda kom það í Ijós eitt kvöldið að ekki fékk nema helmingur gestanna mat þar sem þjónun- um og eldhúsliðinu þótti greini- lega nóg um erilinn og tóku upp heyrnarleysi og axlaypptingar í varnarskyni. Þannig var auðséð að enn var löng barátta fram- undan áður en eistlenska krón- an og nýtt og stoltara vinnulag kæmist til valda. Það bar svo einnig við þarna í staðnum að við vorum að virða fyrir okkur hóp leigubíla sem átti samastað fyrir framan hótelið. Það voru ekki nýir bílar og ekki allir fallegir. Þeir voru flestir af gerðunum Volga og Lada. Einn kom kunnuglega fyrir sjónir, einkum fótabúnað- urinn. Þarna stóð sem sagt heldur krambúleruð Lada í þrjátíu stiga hita á negldum snjódekkjum. Ég er viss um að þarna var kominn einn togara- farþeginn frá íslandi og hafði nú fengið þetta nýja hlutverk að vera leigubíll. Þótt svona hafi nú ástandið verið í peningamálunum var Ijóst að nýfengið frelsi hafði aukið mönnum bjartsýni til að takast á við þá erfiðleika sem við blöstu og okkur virtust næsta óviðráðanlegir. P.S. Þess má svo geta að gullaugað og glóðaraugað halda áfram á þroskabrautinni í garðshorninu og rabbarbarinn stendur nú með alvæpni vörð um velferð þeirra. Ég hefi frétt af Gústa og hann er í góðum höndum. Ég er við það sama. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.