Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. ágúst 1992 - DAGUR - 19 Eitt er ao vilja en annað að geta - eða hvað? Blúsmaðurinn og Telecastergít- arsnillingurinn Albert Collins sagði eitt sinn í viðtali við annan mann: „Blúsinn mun aldrei deyja. Hann er líkt og loftið sem við öndum að okkur. Alltaf til staðar, jafnvel þó við tökum ekki eftir því.“ Þetta eru orð að sönnu hjá Collins, því blústilfinningin, treginn, hefur fylgt mann- skepnuninni frá öndverðu sem og sú tilhneiging að tjá hana/ hann á einhvern hátt. Sá tjáning- armáti sem eflaust hefur reynst áhrifamestur í þessum efnum er einmitt sá sem í daglegu tali er einfaldlega nefndur blús (Blues); hljómfallið sem fluttist með og þróaðist hjá svörtum þrælum frá Afríku og afkomendum þeirra. Er það nánar tiltekið blúsinn sem Albert Collins á við. Ekki bara hin almenna tilfinning, heldur einnig tjáningarform hennar. Með skilgetnu afkvæmi sínu, rokkinu, sem síðan kenndi hvíta manninum loks að meta blúsinn sjálfan, hefur blúsinn haft meiri áhrif á tónlistarsögu seinni hluta tuttugustu aldar en nokkuð ann- að og er þá ekki ofmælt. En síðan fæðing rokksins varð hefur auðvitað heilmikið vatn runnið til sjávar. Frá Chuck Berry og Presley til Bítlannaog Rolling Stones og frá þeim til Zeþpelin, Doors og Hendrix o.s.frv., allt til þess sem við þekkjum í dag, alls- herjarhrærigraut af létt-popp/ rokki til Death/speed rokks. Eitt afsprengi rokkþróunarinn- ar eru hinir svokölluðu Nýju gít- Richie Kotzen er meðal annarra gít- arsnillinga sem fram koma á L.A. Blues Authority. armeistarar (New guitar Masters) sem fyrst komu fram í sviðsljósið í kringum 1983-4. Var í flestum ef ekki öllum tilvikum um að ræða hámenntaða menn í klassískum fræðum sem höfðu snúið sér að rokki í þyngri kantin- um, að mestu fyrir tilstilli manns að nafni Mike Varney og fyrirtækis hans Sharpnel. Hafa margir þessara gítarleikara náð ansi langt, bæði undir eigin nafni og innan hljómsveita. Fyrir skömmu kallaði Varney nokkra þeirra saman ásamt sumum félaga þeirra í taktspili og söng (sem Leinnig eru hámenntaðir sumir hverjir) til að setja jú, vel að merkja, túlkanir þeirra á frægum blúsum á plötu. Jafnvel hjá þeim gætti áhrifa frá blúsnum. Er nú afraksturinn af þessu samkrulli, þar sem gítarleikarar eins og Paul Gilbert (Mr. Big), George Lynch (Dokken m.a.), Richie Kotzen (Poison), Tony MacAlpine o.fl. koma við sögu, komið út undir nafninu L.A. Blues Authority. Það er stundum sagt að eitt sé að vilja framkvæma eitthvað, annað að geta það svo vel sé. Hér á það að mörgu leyti við, því þótt ekki skorti viljann og almenna getu hvað spila- mennskuna snertir, þá skortir til- finninguna að mestu hjá rokkhetjunum. Það er jú tilfinn- ingin og túlkun hennar sem blúsinn snýst um. L.a.B.A. er þó langt í frá alslæm og eru ágætis rokkútgáfur á blús- unum inn á milli, t.d. á Rumblin’ of my mind eftir Robert Johnson þar sem MacAlpine og Jeff Wat- son (Night Ranger) fara á kost- um og á B.B. King blúsaranum How blue can you get, en þar fer Kotzen hamförum og Kevin DuBrow, fyrrum Quiet Riot maður, syngur af innlifun. Er því einna helst hægt að mæla með plötunni við þá sem gaman hafa af blúsuðu rokki, en líka þeim sem dunda sér við að læra á gítar, því hér fá þeir tækifæri til að kynnast blúsnum á vissan hátt. Ekki kannski á hinn eina sanna hátt, en þó þannig að viðkomandi sjái og heyri hversu blúsinn er máttugur og áhrifamikill. áttum Úr ýmsum Ibeinu framhaldi af umfjöllun um útgáfu Geimsteins frá því í siðustu viku, hefur nú bæst við á vegum útgáfunnar nýr diskur með Deep Jimi and the Zep Creams. Það er þó raunar ekki Geimsteinn sem gefur diskinn út heldur fyrirtækið Technicolour Record i New York, en dreifingin hér á landi er í höndum Geim- steins. Nánar til tekiö er um að ræða fjögurra laga tónleikadisk sem tekinn var upp í einum af frægari klúbbum New York borgar, CBGB.s. Mun diskurinn aðeins vera byrjunin á umsvifum Deep Jimi..., því von er á frekari útgáfu innan skamms í formi hljóðvers- verks. Hljómsveitina skipa fjórir ungir menn, Sigurður Jóhannesson söngur, Þór Sigurðsson gítar, Björn Árnason bassi og Júlíus Guðmundsson trommur (sonur G. Rúnars Júlíussonar), en þeir eru einmitt þeir sömu og komu fram undir nafni Pandóru. Tónlist þeirra félaga er í anda rokksins á sjöunda áratuginum eins og nafn hljómsveitarinnar gefur skýrt til kynna og fellur hún svo sannar- lega vel inn í flokk fortíðar- hyggjunnar sem nú nýtur hylli og sem Poppskrifara hefur orðið tíörætt um. Dansdúettinn Was (not Was) nýtur þessa dagana vax- andi vinsælda með laginu Shake your head, en það hefur náð í fimmta sæti breska smáskífulist- ans þegar þetta er ritað. For- sprakki dúettsins er Don nokkur Was, en hann hefur ekki síður gert garðinn frægan sem upp- tökustjóri m.a. hjá Bob Dylan, Iggy Pop og fleirum. I sjálfu sér væru vinsældir Shake your head, sem er hiö þokkalegasta danslag, ekki frekar í frásögu færandi nema af þeim sökum að söngvararnir eru ansi hreint óvenjulegir fyrir þessa teg- und tónlistar og ólíkir. Eru það nefnilega leikkonan snopþufríða Kim Bassinger og... Ozzy Osbourne, sá „alræmdi” þunga- rokkari, sem þar kyrja saman með þessum líka góða árangri. Nú er spurningin sú hvort hér sé kominn forsmekkurinn af því sem koma skal hjá Ozzy, en hann hefur boðað breytingar á sínum ferli í komandi framtíð, eins og komið hefur fram áður í Poppi. Vince Neil, fyrrum söngvari Motley Crue, hefur fengið til liðs við sig gítarleikarann Steve Stevens í hina nýju hljómsveit sína sem hann er að mynda í kringum sólóferil sinn. Áður gerði Stefens m.a. garðinn frægan með Billy Idol auk þess að starf- rækja um skeið hljómsveitina Atomic Playboys, en með tak- mörkuðum árangri. Munu þeir Neil og Stevens nú vera byrjaðir að setja saman lög í sameiningu fyrir sólóplötu Neils sem væntan- lega mun koma út fyrir lok ársins. Gera má því skóna að MTV verðlaunaathöfnin í ár, sem fram fer í næsta mánuði, verði ein sú mest rokkaðasta frá upphafi. Munu Nirvana, U2 og Red Hot Chili Peppers koma þar fram og spila fyrir gesti, en þær eru allar vel hlaðnar tilnefningum til verðlauna af ýmsu tagi auk Pearl Jam og Metallica. Öllu poppaðari listamenn sem einnig eru vel tilnefndir eru m.a. Prince og „íslandsvinurinn" þokkafulli Tori Amos. Fyrst Prince ber á góma má bæta því við um hann ofan á fregnir um nýju plötuna hans frá því í síðustu viku, að nýtt mynd- band er komið út með honum, sem geymir ýmsar glefsur frá fyrri tíð á ferli hans. Eru þar á meðal viðtöl við ýmsa fjölskyldu- meðlimi hans og nána vini auk eldri kynningarbrota. Ein af efnilegri rokksveitum Ástralíu um þessar mundir, Sreaming Jets, er nú í hljóðveri að leggja síðustu hönd á aðra plötu sína. Vakti hún mikla athygli með frumburðinum All for one sem kom út í fyrra, en þar blandar hún á skemmtilegan hátt allskyns rokki, poppi og blús saman. Hópbifreiðapróf Próf til að aka hópbifreið verða haldin af Umferðarráði á næstunni. Umsóknum skulu fylgja eftirtalin gögn: Læknisvottorð, sakavottorð, afrit af ökuskírteini, prófgjald, kr. 11.000,- Nánari upplýsingar um fyrirkomulag undirbúnings fyrir prófið fást viö innritun. Innritun fer fram á umsóknareyðublöðum sem fást hjá Umferðarráði, Borgartúni 33, Reykjavík (s. 91-625590), eða Lögreglustöðinni, Akureyri (s. 96-26765). Innritunarfrestur er til 1. september nk. Ekki verður tekið við umsóknum sem berast síðar. UMFERÐAR RÁÐ - ökunámsdeild. Menntamálaráðuneytið Laus staða Staða deildarsérfræðings í lista- og safnadeild mennta- málaráðuneytisins er laus til umsóknar. Háskólamenntun er æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. september 1992. Menntamálaráðuneytið 18. ágúst 1992. Vélavörður óskast á 147 tonna bát, Sólrúnu EA-351 frá Árskógs- sandi. Upplýsingar í síma 985-22551 og 96-61098. Starfsfólk vantar til rækjuvinnslu hjá Söltunarfélagi Dalvíkur á Dalvík og á Árskógsströnd frá 26. ágúst til 15. september. Upplýsingar veittar í símum 61475 og 61395. Tónmenntakennarar Tónmenntakennara vantar að Grunnskóla Eyja- fjarðarsveitar næsta skólaár. Upplýsingar gefur skólastjóri eöa aöstoöarskólastjóri í síma 31137. Matsmaður Óskum að ráða löggiltan matsmann til starfa um borð í frystitogarann Sigurbjörgu ÓF 1. Nánari upplýsingar veitir Svavar eöa Sigurgeir í síma 96-62337. Hótel á Akureyri auglýsir eftir konu til að annast morgunverð og fleiri störf. Um 1/2 starf er aö ræöa. Þeir sem áhuga hafa, sendi nafn, kennitölu, síma- númer, ásamt öörum upplýsingum sem máli skiptatil afgreiðslu Dags, merkt: „Hótel“, fyrir miövikudaginn 26. ágúst nk. Vantar starfskraft til afgreiðslu í stóra sérverslun á Akureyri. Um heilsdagsstarf er aö ræða. Áhugasamar sendi nafn, kennitölu, símanúmer og upplýsingar er máli skipta til afgreiðslu Dags fyrir miövikudaginn 26. ágúst merkt: „Sérverslun“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.