Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. ágúst 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Hh » & & Laufás: íslensk börn og útlendingar sýna bænum mesta athygli Þónokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína að Laufási í Grýtubakkahreppi í sumar. Aðsóknin hefur þó verið nokk- uð sveiflukennd og er nú held- ur farið að draga úr henni. Til stendur að reyna að auka enn á ferðamannastrauminn með betri kynningu og leiðsagnar- hæklingi um gamla bæinn. „Júnímánuður var heldur rýr enda var veðráttan ekki mjög skemmtileg en júlí var aftur á móti mjög góður. Það er enn nokkur aðsókn þótt heldur sé far- ið að draga úr,“ sagði sr. Pétur Þórarinsson í Laufási. Pétur sagði um eða yfir 3000 manns hafa komið í sumar til að skoða gamla bæinn en erfitt væri að gefa nákvæma tölu þar sem börn yngri en 12 ára borguðu ekki aðgangseyri. Einnig fá skólabörn frítt inn og í maí var mikið um að skólahópar kæmu, allt frá grunnskólabörnum upp í menntskælinga. „Kennarar virð- ast vera að vakna til vitundar um að þetta sé ágætt bæði sem ferða- lag og til fræðslu," sagði Pétur. Nokkuð er um að ferðamenn af skemmtiferðaskipum komi við í Laufási en oft er keyrður hringur með þá út frá Akureyri. Pétur sagði íslensk börn og útlendinga sýna bænum einna mesta athygli og því þyrftu íslenskir foreldrar að vakna til vitundar og sýna börnum sínum hvernig fólk bjó hér áður fyrr. Upplýsingastreymi hefur verið lítið frá Laufásbænum undanfar- in ár og stefnt er á að gefa út auglýsingabæklinga í vetur. Einnig er ætlunin að útbúa bækl- ing sem ferðamenn geta haft í höndunum þegar þeir ganga um bæinn en slíkt hefur ekki verið til staðar. KR Alþýðuhúsið á Akureyri: Iifeyrissjóðir og stéttarfélög ráða sameiginlegaii lögfræðing Átta stéttarféíög í Alþýðuhús- inu á Akureyri ásamt þremur lífeyrissjóðum hafa í samein- ingu ráðið Ingu Þöll Þórgnýs- dóttur, lögfræðing, í fullt starf. Hún verður staðsett í Alþýðu- húsinu á Akureyri og hefur störf 1. september. Félögin átta eru Eining, Iðja, Félag verlsunar- og skrifstofu- fólks, Félag málmiðnaðarmanna, Trésmiðafélag Akureyrar, Sjó- mannafélag Eyjafjarðar, Skip- stjórafélag Norðlendinga og Vélstjórafélag Íslands-Akureyri. Auk þess mun lögfræðingurinn Blönduós: Góð aðsókn að tjald- stæðunum í sumar Aðsókn að tjaldstæðunum á Blönduósi hefur verið vaxandi í sumar að sögn Heiðars Svans- sonar ferðamálafulltrúa. í sumar hefur verið unnið að ýmsum endurbótum á svæðinu og það betur merkt og hefur það haft sitt að segja hvað aðsókn varðar. Eitt af þeim atriðum sem miklu máli skipta er opnun upplýsinga- miðstöðvarinnar, en hún var formlega opnuð 18. júní sl. Ýmislegt hefur verið gert til að fegra og laga tjaldsvæðið, m.a. gróðursett og lagðar hellur og sett upp borð. Einnig er verið að gera göngustíg út í Hrútey sem er friðuð og mjög falleg og vinsæll staður af ferðamönnum. Nýting í júní var tiltölulega lítil, ekki síst vegna kuldakasts- ins. Þá voru 5 tjöld að meðaltali á nóttu á tjaldstæðunum. í júlí var meðaltalið 16 tjöld á nóttu og það sem af er ágúst eru það 13 tjöld á nóttu. Þetta gæti þýtt á þriðja þúsund manns yfir sumar- ið. Um verslunarmannahelgina gistu á þriðja hundrað manns eina nótt og þá var tjaldstæðið fullt að sögn Heiðars. Hann sagð- ist ekki hafa tölur til samanburð- ar, en greinilegt væri að aukning- in væri mikil frá því í fyrra. íslendingar eru í meirihluta gesta, en alltaf er eitthvað af útlendingum á svæðinu og oft hópar frá bæði innlendum og erlendum ferðaskrifstofum. sþ Akureyri: Norræn ráðstefina í Verkmenntaskólanum Á morgun, sunnudag, hefst í VerkmenntaskóIaniííB á 4kur- eyri norræn ráðsteí; j um vél- arhússherma. Rádstefnuna sem stendur fram á þriðjudag, sækja um 40 aðilar frá öilum Norðurlöndunum. Hér um að ræða fræðilega ráð- stefnu, þar sem fluttir verða fyrir- lestrar, farið yfir kennslubækur, helstu nýjungar og margt fleira. Ráðstefnan hefst kl. 10 á sunnudagsmorgun og fer að mestu fram í Verkmenntaskólan- um en auk þess verður farið í skoðunarferð í Mývatnssveit og Kröfluvirkjun og um Akureyri. -KK starfa fyrir Lífeyrisjóðinn Sam- einingu, Lífeyrissjóð Iðju og Líf- eyrissjóð trésmiða. Björn Snæbjörnsson, formað- ur Einingar, segir að tilkoma lög- fræðings hjá þessum félögum sé mikið framfaraspor. Félögin og lífeyrissjóðirnir hafi þurft að leita lögfræðiaðstoðar hjá almennum lögfræðistofum auk þess að leita til lögfræðinga Alþýðusambands íslands en þessi ráðning auðveldi starfsemina nokkuð. Starfssvið lögfræðingsins verð- ur t.d. ráðgjöf, innheimta fyrir lífeyrissjóðina og réttindamál fyrir félögin en Björn segir að í gegnum félögin verði réttinda- málum félagsmanna væntanlega vísað til lögfræðingsins. „Ég tel þetta því tvímælalaust mikið framfaraspor fyrir þessa aðila,“ sagði Björn. JÓH Breyttur afgreiðslutími Frá og með 24. ágúst breytum við afgreiðslutímanum Mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9.00-18.30. Föstudaga frá kl. 9.00-19.30. Laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Sunnudaga frá kl. 13.00-17.00. Veríð velkomin HAGKAUP Akureyri Ferðir sem beðið hefur verið eftir Dublin * Dublin Fjórar ferðir beint frá Akureyri! 1/10, þrjár nætur, örfá sæti laus, 4/10, þrjár nætur, laus sæti, 7/10, fjórar nætur, biðlisti, 11/10, þrjár nætur, laus sæti. Gist á hinu ágæta fimm stjörnu Burlington hóteli. innifalið í verði: Flug, gisting í 2ja manna herbergi, írskur morgunverður, akstur af og á flugvöll erlendis, íslensk fararstjórn, skattar og forfallatrygging. Verð aðeins kr. 27.350,- fyrir 3ja nátta ferð. Verð aðeins kr. 28.590,- fyrir 4ra nátta ferð. Ekki innifalið: Hugsanlegur aukakostnaður sem gæti komið til vegna veðurskilyrða á Akureyri. Saiiiviiiiiulsi’úir-LíUiilsi/ii Ráðhústorgi 1 - Sími 27200 24 MYNDA FILMA FYLGIR HVERRI FRAMKÖLLUN /A: >■// GERIÐ VERÐSAMANBURÐ FRAMKOLLUN Óskum eftir filmumóttökustöðum utan Akureyrar. Uppl. í síma 96-27422 Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti 106, Akureyri. Sími: 27422. Filmumóttökustaðir: Esso-nesti Tryggvabraut, Veganesti v/Hörgárbraut, KEA Byggðavegi 98, Brynja Aðalstræti 3, Radíóvinnustofan Kaupangi, Esja Norðurgötu 8, Rafland Sunnuhlíð, Síða Kjalarsíðu 1, Sæland Móasíðu 1. KEA verslun Ólafsfirði. Sólrún, verslun, Öldugötu 18 Árskógssandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.