Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. ágúst 1992 - DAGUR - 5 EFST í HUGA Jóhann Ólafur Halldórsson Draumurínn um að fá allt fyrír ekki neitt Þó ekki geti ég skipað mér á bekk með vönustu hálendismönnum landsins þá hafa þau fáu skipti sem ég hef klifrað upp úr byggð smitað mig lítillega af fjallaferðum. Þetta smit er í það minnsta nægilega mikið til þess að mig setti hálf- þartinn hljóðan af undrun fyrir framan útvarpstækið um daginn þegar hrundið var af stað umræðu um gjaldtöku á ásetnum áningarstöðum á hálendinu. Tilefnið voru víst kvartanir manns af Blönduósi sem hafði farið með hóp erlendra ferðamanna yfir Kjalveg og stoppað með hann á Hveravöllum þar sem staðarvörður mun hafa fært í tal við hóþstjórann að greiða gjald sem tekið væri af ferðahópum sem notfærðu sér aðstöðuna á staðnum. Af þessu máli spratt hin mesta umræða í útvarpinu mínu þar sem hver hlustandi í kapp við annan lýsti andstöðu við nokkra gjald- töku á hálendinu. Þessa skattgreiðend- ur, sem líkast til búa flestir í þéttbýli, þætti mér gaman að spyrja hvort þeir séu tilbúnir að standa fyrir uppbyggingu ferðamannaaðstöðu á þéttbýlisstöðun- um í gegnum bæjarfélögin og afhenda svo allt heila klabbið í hendur ferðamann- anna til ókeypis afnota. Nei, mér hefur helst heyrst að það þurfi að hafa eftirlit með svona aðstöðu — og hún kostar. Og til að hafa upp í kostnaðinn við það þá verði að taka gjald fyrir notkun á aðstöð- unni. Og það er einmitt mergurinn máls- ins með þessa hálendisstaði. í fyrsta lagi hafa góðir áningarstaðir eins og Hveravellir ekki sprottið upp af áburði - eða þá býr verksmiðjan í Gufu- nesi heldur en ekki yfir kyngikrafti. Svona staðir eru orðnir til fyrir ódrepandi áhuga manna, fórnfýsi og umtalsverðan kostnað. Og til að ferðamaðurinn geti notið þess — og yfir höfuð átt þess kost að stoppa á svona stöðum — þá verður að hafa gæslu sem greiða verður með peningum sem gestirnir borga. Hér verð- ur líka að hafa í huga að gjaldið er ekki umtalsvert. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en til síðasta vetrar til að finna umræðu sem þá var uppi um gæslu á náttúruperl- um landsins. Ríkissjóður skar niður fjár- veitingar til Náttúruverndarráðs sem aft- ur þurfti að boða minni gæslu. Þá sýndi sig að aðilar voru reiðubúnir að ganga til samstarfs við Náttúruverndarráð til að verja landið. Það eru því sem betur fer ekki allir sem eru tilbúnir til að leyfa óhefta umferð um hálendið og fjölförn- ustu ferðamannastaðina. Fólki til umhugsunar langar mig svo að nefna staðreynd sem verðir á ferða- mannastöðum á hálendinu eru byrjaðir að verða varir við. Þess eru dæmi að fólk komi á dýru og fínu jeppunum sínum mjög seint að kvöldi í þessa náttstaði, notfæri sér gistiaðstöðuna og láti sig svo hverfa á sömu milljónajeppunum fyrir fótaferðartíma eftirlitsfólksins. Einhverj- um kann að þykja þetta fínn ferðamáti en fyrir mér líkist þetta ótrúlega mikið stuldi. Fréttagetraun DáflUE Vd kLrddur i folum írá llcrrgbv j!n rjrSHTg 24 síiga hiti á „Costa SSjgS—? SSSSl dd Haufarhofn“ í j(ær 1. Hverju var Ríkisútvarpið á Akureyri að fagna á dögunum og hvað heitir deildarstjórinn? 2. „Andastofninn er í rusli hvað unga snertir.“ Hver mælti svo? 3. Hvað heitir félagsheimilið á Raufar- höfn og hvað er það gamalt? 4. „Þetta var alveg rosalegt.“ Hver tók svo til orða og hvert var tilefnið? 5. Hvað kom fyrir tíu bíla á Siglufirði? 6. Enn er beðið eftir viðbrögðum frá Svíþjóð. í hvaða máli? 7. Hvers vegna fékk Bjarni Sveinbjörns- son viðurnefnið prúði? 8. Hver var í síðasta helgarviðtali Dags? 9. „Farið með gát og virðið siðareglur.“ Til hverra er þessum orðum beint? 10. Orðabókarspurning: Hvað þýðir lýsing- arorðið kveistinn? SS uuiSæquiajAj 'z ‘BijnE -sjbs jijXj jnuiæAjjQiA ‘jn -UIBSJJBA5J ‘jnpuX|BUIV 'I '01 JE -QISABSæS B nu }SEt>(>lX]J UI3S BUUEU11Q13AJ05JS BJJE -uub So BJBjuajd Bqqajs 6 'IQJEQ J UOSSUIA -Sjotg ijjbjs JnuijjSjOti g 'BS!A So js^ JB SUIJBQBUBUl jnQBUIJJIOI ijsBQrud uuiso>i jba uubh ' L •QESuBcj iXaq B niQS QIA ipUBqUIBS J '9 •judoASSa Q3U1 IQBdsiJ njOA JI3tJ 'g !H3ASnu -JBQJBtjSJEIQ 9 QfddBQQ uossmajjEj/^ Jnjag 'p ’bjb sz 'SiQfqjjUH e unSujQæjj -jjl ‘uossjbuih pjy 'Z •uossjjnBH IIBJ JEUJV 'ÍISUJJB BJB 01 'X UOAS Mengunarvarnabúnaður Innkaupadeild ríkisins, f.h. Hafnamálastofnunar, óskareft- ir tilboðum í mengunarvarnabúnað fyrir 7 hafnir á Norður- og Austurlandi. Útboðslýsingar á íslensku og ensku fást á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 10. sept- ember nk. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 SIMI 26844 Helgarferð til Færeyja með Norrænu 27. ágúst til 1. september í tilefni þess að Norræna er nú að Ijúka 10. siglingaári sínu bjóðum við helgar- ferð til Færeyja með gistingu á Hótel Föroyar í þrjá daga frá aðeins kr. 13.300. Norræna ferðaskrifstofan Austfar hf. Seyðisfirði, sími 97-21111.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.