Dagur - 27.08.1992, Síða 4

Dagur - 27.08.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 27. ágúst 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BÉRGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (SauöárkróKi vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hagræðingarsjóður Samkvæmt útreikningum sjávarútvegsráðuneytisins verður heildaraflamark landsmanna á komandi fiskveiði- ári 408,637 tonn í stað 429,948 tonna á því fiskveiðitíma- bili sem nú er að ljúka. Samdrátturinn verður því 4,96% ef engar viðbótar veiðiheimildir verða veittar. Ef farið hefði verið eftir hugmyndum sjávarútvegsráherra og aflaheim- ildum Hagræðingarsjóðs úthlutað hefði heildaraflamark orðið 420.506 tonn og skerðing á milli fiskveiðiáranna aðeins 2,20%. Auk þess sem aflaskerðingin er hátt í fimm af hundraði kemur hún mjög misjafnlega niður eftir landshlutum og jafnvel einstökum byggðarlögum. Þannig verður afla- skerðing á Vestfjörðum 8,81% á meðan Sunnlendingar þurfa aðeins að draga veiðar saman um 0,20% og Reykvík- ingar um 0,59%. Norðlendingar fara illa út ur aflasam- drættinum, eins og flestir landsbyggðarmenn og tapar Norðurland eystra 7,44% af aflaheimildum en Norðurland vestra missir 6,47% aflakvóta síns. Eins og sjá má af framangreindum tölum kemur afla- skerðingin illa niður á landsbyggðinni samanborið við Reykjavíkursvæðið og Vestmannaeyjar. Ástæður þess eru einkum þær að í stað þorsks hefur verið úthlutað auknum aflaheimildum í öðrum fisktegundum sem skapa stærra hlutfall af heildarafla á Suður- og Suðvesturlandi en í öðrum landshlutum. Niðurstöður kvótaúthlutunar- innar þýða einnig aflaaukningu margra skipa, sem eiga stærstan hluta fiskveiðikvóta síns í öðrum tegundum en þorski á meðan afli dregst saman hjá öðrum. Þannig hafa þær aðgerðir, er gripið hefur verið til vegna veikrar stöðu þorsksins valdið mikilli misskiptingu sem ekki verður séð að nein sátt geti náðst um. Eftir að ríkisstjórnin kaus af hafna hugmyndum sjávar- útvegsráðherra um að nota aflaheimildir Hagræðingar- sjóðs til jöfnunar á skiptingu sjávarafla en fól Byggða- stofnun þess í stað að semja tillögur um úrbætur virðist að um fáar raunhæfar leiðir sé að velja. Byggðastofnun ræður ekki yfir neinum úrræðum sem duga til að jafna þann mismun, sem aflaskerðingin hefur skapað og tæp- ast verður því trúað að stjórnarflokkarnir séu tilbúnir að leysa vanda einstakra skipa, útgerðaraðila og byggðar- laga með fjárframlögum eftir margar yfirlýsingar um hið gagnstæða. Vegna hins mikla vanda sem nú blasir við í mörgum byggðarlögum hafa átta þingmenn Framsóknarflokksins með Halldór Ásgrímsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra, í broddi fylkingar flutt frumvarp á Alþingi um að sjávarút- vegsráðherra verði heimilað að úthluta endurgjaldslaust aflaheimildum Hagræðingarsjóðs til jöfnunar í samráði við sjávarútvegsnefnd Alþingis og hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi. Ljóst er að hugmyndin um að beita Hagræðing- arsjóði til þess að jafna að nokkru leyti hið mikla áfall vegna skertra aflaheimilda á næsta fiskveiðiári á mikinn hljómgrunn á meðal útvegsmanna og annarra er byggja afkomu sína á sjávarafla. Eftir viðtölum við einstaka ráð- herra og þingmenn að dæma virðist hugmyndin um notk- un Hagræðingasjóðs eiga fylgi innan þingflokka beggja stjórnarflokkanna. Aðeins er eftir að koma í ljós hvort þeir þingmenn kjósa að fylgja sannfæringu sinni og létta sjáv- arútveginum og íbúum landsbyggðarinnar þær byrðar sem á þá eru nú lagðar eða lúta flokksaga og nota veiði- heimildir Hagræðingarsjóðs til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. ÞI Að ná íslenskum lögum Fáum árum eftir lok hernáms nasistanna í Noregi dvaldi ég þar nokkra daga í fögrum firði í hópi fólks - Islendinga og Norðmanna - er plantaði til skógar. Ógnir hernámsára voru þá mjög í minni og okkur bent til vettvangs hermdarverka og harmsagna. Svo oft nefndu þeir nafn Snorra Sturlusonar að við spurðum hvort þetta væri ekki að nokkru kurteisistal við okkur íslendinga. „Síður en svo,“ fullyrtu þeir. „Snorri var einn besti bandamað- ur okkar í stríðinu. Næst á eftir Biblíunni var Heimskringla fjöl- lesnust bók í Noregi þessi erfiðu ár. Það efldi okkur kjark undir kúgunarhrammi að kynnast í Noregssögu Snorra fjölmörgu litríku fólki og skipulegu samfé- lagi frá þeim tíma þegar forsaga „Húnanna" hefði engu sambæri- legu að skarta." I Heimskringlu segir Snorri frá því er Ólafur digri (helgi) Nor- egskonungur sendi skömmu eftir árið 1000 Þórarin Nefjólfsson með kveðju til íslendinga, „. . . at han vill vera yðar dróttinn, ef þér vilið vera hans þegnar, en hvárir annarra vinir ok fulltingismenn til allra góðra hluta.“ Einnig beiddist hann í vináttu af Norðlendingum, „at þeir gefi honum ey eða útsker, er liggr fyrir Eyjafirði, er menn kalla Grímsey; vill þar í mót leggja þau gæði af sínu landi, er menn kunnu honum til at segja . . .“ Ýmsir tóku erindinu vel og kváðu konungsvináttu góða. Þá spurðu menn Einar Þveræing hví hann ræddi ekki um. „Þykkir oss hann kunna,“ segja þeir, „flest glöggst at sjá.“ Þá svarar Einarr: „Því em ek fáræðinn um þetta mál, at engi hefir mik at kvatt. En ef ek skal segja mína ætlan, þá hygg ek, at sá myni til vera hér- landsmönnum at ganga eigi undir skattgjafar við Ólaf konung ok allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefir við menn í Noregi. Ok munu vér eigi þat ófrelsi gera ein- um oss til handa, heldur bæði oss ok sonum várum ok allri ætt várri, þeiri er þetta land byggvir, ok mun ánauð sú aldrigi ganga eða hverfa af þessu landi. En þótt konungur sjá sé góðr maðr, sem ek trúi vel, at sé, þá mun þat fara Hlöðver Þ. Hlöðversson. héðan frá sem hingat til, þá er konungaskipti verðr, at þeir eru ójafnir, sumir góðir, en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft, síðan er land þetta byggðisk, þá mun sá til vera at ljá konungi enskis fangstaðar á, hvártki um landaeign hér né um þat at gjalda heðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi metask. En hitt kalla ek vel fallit, at menn sendi konungi vingjafar, þeir er þat vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti, er sendiligir eru. Er því þá vel varit, ef vinátta kömr í mót. En um Grímsey er þat at ræða, ef þaðan er engi hlutr fluttr, sá er til mat- fanga er, þá má þar fæða her manns. Ok ef þar er útlendr herr ok fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ek mörgum kot- bóndunum munu þykkja þröngt fyrir durum.“ Ok þegar Einarr hafði þetta mælt ... þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fásk.“ Svo lýkur Snorri frá þessu að segja og er efalaust að hann á sviðsetningu og orðalag í frásögn af meir en 200 ára atburði og höfðar hér til samtíðarmanna sinna, að varast ásælni Hákonar gamla. Ekki verður sú flókna harmsaga rakin hér, er leiddi til að Hákon skipaði hirðmanni sínum, óláns og harmamanninum Gissuri Þorvaldssyni að koma Snorra á sinn fund, eða drepa ella og fæst raunar aldrei ótvírætt svar um það, hvort Árni beiskur átti að höggva. Ekki heldur verð- ur hér sagt frá sívaxandi bragð- vísi Noregskonungs við að þvæla íslenska höfðingja í neti sínu þar til gerður var „Gizurarsáttmáli“ 1262 þar sem menn sóru Hákoni konungi og eftirmönnum hans land og þegna og ævinlegan skatt undir skilyrðum sáttmálans. Jafnan síðan hefur verið bent á Gissur Þorvaldsson sem höfuð- svikara og aðalmann þess að koma þjóðinni undir erlent vald, Gæta þurfum við að því, að þessi „gamli maður í jörðu“ verði ekki of hart úti í mannjöfnuði við samtíð okkar nú. 1) Hann sárbað þingmenn sína (fylgismenn) að gangast undir samninginn, annað væri fjörráð við sig, og þarf ekki að efa. 2) „Konungur skal láta oss ná friði og íslenskum lögum“. 3) Gizurarsáttmáli varð, með nokkurri viðbót árið 1302, Gamli sáttmáli, sterkasta réttarskjal sögu okkar allt fram á daga Jóns Sigurðssonar. Svörum nú, hvert fyrir sig: Getum við hugsað okkur að íslensk lög verði til undir þeirri nauðung að hraðvaltað sé yfir Alþingi eins og að er stefnt næstu mánuði? Hver telur líklegt að „nýi sátt- máli“ verði öflugt réttarskjal í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar fimm - sex aldir fram? Þingmenn sverja eið að stjórn- arskránni. Sá trúnaður við grund- vallarlögin skal vera afdráttarlaus og algjör að viðlögðu eiðrofi. Þar gildir ekki „ef til vill“ eða „kannski". Stjórnmálamenn, sem réttilega vilja breyta stjórnarskrá til að afgreiða E.E.S. samning verða að skilgreina skýrt hvað þeir meina. Vilja þeir skýrt ákvæði um 3/4 atkvæða meirihluta á Alþingi um mál, er varða stjórn- arskrá - um stjórnlagadómstól, er leysi af ráðherraskipaðar vil- hallanefndir - og glögga fyrirsögn um þjóðaratkvæði, hvenær og hvernig megi til þess stofna og ótvírætt úrslitavægi. Hlöðver Þ. Hlöðversson. Höfundur er stjórnarmaður í Samstöðu. Vilja Norðlendingar syngja með Pavarotti? Fyrirspurnir hafa borist til for- ráðamanna Islandsdeildar Heimskórsins frá áhugasömu fólki á landsbyggðinni um aðild að kórnum á nýju starfs- ári. Forráðamenn kórsins vilja koma því á framfæri við Norð- lendinga að fáist nægileg þátt- taka er raunhæfur möguleiki á að stofna sérstaka deild á Norðurlandi. Þannig getur norðlenskt söngáhugafólk ver- ið með, án þess að leggja á sig langar ferðir til Reykjavíkur til að sækja æfingar. Til þess að af þessu getið orðið þarf u.þ.b. 50 kórfélaga á Norðurlandi til þess að hægt sé að útvega bæði kórstjóra og undirleikara. Þá munu æfingar fara fram á heimaslóðum norðlenskra kór- félaga. Samkvæmt upplýsingum er Degi hafa borist er nú þegar haf- inn undirbúningur fyrir sérstaka Norðurlandsdeild og er áhuga- sömum aðilum bent á að hafa | samband við Pétur Garðarsson skólastjóra á Siglufirði til að fá nánari upplýsingar um kórinn. „Þar sem söngáhugi er almenn- ur og ótrúlega margir íslendingar eru starfandi í kórum vítt og breitt um landið var ákveðið að freista þess að stofna sérstaka deild Heimskórsins hér á landi og var það gert í september 1991. The World Festival Choir eins og kórinn nefnist erlendis var upp- haflega stofnaður í Noregi árið 1984. í kórnum eru nú 4500 ein- staklingar frá 9 þjóðum. Kórinn hefur haldið rúmlega 40 tónleika vfðsvegar um heim, en hæst ber þó tónleika sem haldnir voru í Veróna á Ítalíu sumarið 1990. Þar tóku 3000 kórfélagar víðs vegar úr heiminum þátt í flutn- ingi á verkinu Messa di Requiem eftir Guiseppi Verdi. Stjórnandi var hinn heimsþekkti Laurin Maazel. Fílharmoníuhljómsveit Moskvuborgar lék og heims- þekktir einsöngvarar fluttu verk- ið með kórnum. Þar á meðal söng hinn víðkunni tenórsöngv- ari Luciano Pavarotti. Þessir tón- leikar tókust framar öllum von- uin og gerðu forráðamenn Heimskórsins samning við Pavar- otti um að hann syngi á 13 Verdi- tónleikum í framtíðinni. í apríl sl. héldu 22 kórfélagar frá íslandi á sína fyrstu tónleika með kórnum. Flutt var verkið Requiem eftir Verdi og var Pavarotti aftur einn af einsöngv- urunum á þremur tónleikum sem haldnir voru í Stokkhólmi og Osló. Nú er íslandsdeild Heimskórs- ins að hefja annað starfsár sitt. Næstu Verdi-tónleikar Heims- kórsins verða haldnir í Munchen 23. og 24. janúar 1993 og hefst undirbúningur fyrir þá tónleika í byrjun september. Allir geta orð- ið félagar í Heimskórnum, hvort sem þeir eru starfandi með öðr- um kórum eða ekki. Ekki er raddprófað í kórinn og kórfélagi þarf ekki að kunna að lesa nót- ur,“ segir Pétur Garðarsson. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.