Dagur


Dagur - 27.08.1992, Qupperneq 9

Dagur - 27.08.1992, Qupperneq 9
Fimmtudagur 27. ágúst 1992 - DAGUR - 9 Dagskrá fjölmiðla I kvöld, kl. 19.00, hefjast í Sjónvarpinu sýningar á áströlskum framhaldsmyndaflokki, Auö- legð og ástríður, sem leysir Fjölskyldulíf af hólmi. Þættirnir gerast meðal ríka og fræga fólks- ins í Ástralíu. Hér er sögð sagan af þremur systrum, þeim Ellen, Önnu og Kathryn, og þeirri ringulreið sem verður í lífi þeirra þegar karl faðir þeirra snýr aftur eftir tíu ára fjarveru, en hann er harðsvíraður bissnessmaður og hefur safnað gífurlegum auði. Alls eru þættirnir 168 talsins og verða sýndir á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Sjónvarpið Fimmtudagur 27. ágúst 18.00 Fjörkálfar (6). (Alvin and the Chipmunks). 18.30 Kobbi og klíkan (23). (The Cobi Troupe). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Auðlegð og ástríður (1). (The Power, the Passion) Ástralskur framhalds- myndaflokkur í 168 þáttum. 19.25 Sókn í stöðutákn (5). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Blóm dagsins. klóefling (equisetum arvense). 20.40 Til bjargar jörðinni (8). Meiri nýtni, minna sorp. (Race To Save the Planet: Waste Not, Want not). í þessum þætti verður fjallað um eyðingu og urðun sorps og þau úrræði sem menn geta gripið til í þeim efnum. 21.25 Upp, upp mín sál (22). (I'll Fly Away.) Lokaþáttur. 22.25 Úr frændgarði. Fréttir frá hinum dreifðu byggðum Norðurlanda. 23.00 Ellefufréttir og skák- skýringar. 23.25 Grænir fingur.(12) Þáttur um garðrækt í umsjón Hafsteins Hafliðasonar. í þessum þætti er fjallað um garða á Vestfjörðum og staldrað við á Þingeyri 23.40 Dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 27. ágúst 16.45 Nágrannar. 17.30 í draumalandi. 17.50 Æskudraumar. 18.40 Feldur. 19.19 19:19. 20.15 Fótboltaliðsstýran II. (The Manageress n) Annar hluti myndaflokksins um Gabríelu og lið hennar sem ætlar sér stóra hluti á nýju tímabili. 21.10 „Hesturinn, skaparans meistaramynd". í þessum þætti verður brugðið upp svipmyndum frá íslandsmóti í hestaíþrótt- um sem fram fór dagana 14.- 16. ágúst að Fáksheimilinu. Keppt var í öllum greinum hestaíþrótta en þarna voru samankomnir margir af okk- ar snjöllustu knöpum og glæsilegustu hestum landsins. 22.00 Virðingarvottur.# (Vestige of Honour). Sautján árum eftir að Víetnamstríðinu lauk komst stríðshetjan Don Scott að því að víetnömskum fjallabúum, sem vegna samvinnu í stríð- inu hafði verið lofað hæli í Bandaríkjunum, hefði í raun verið slátrað af hinum sigur- sælu Víetnömum. Aðeins 213 manns af 4400 voru enn á lífi í flóttamannabúðum í Thailandi. Hann ákvað að efna loforðið við þá upp á eigin spýtur. Aðalhlutverk: Gerald McRaney, Michael Gross. Bönnuð börnum. 23.30 Ódæði. (Unspeakable Acts) Átakanleg mynd um hjón sem komast að því að böm þeirra hafa verið misnotuð á barnaheimili einu. Aðalhlutverk: Jill Clayburgh og Brad Davis. Bönnuð börnum. 01.05 Dagskrárlok. Rásl Fimmtudagur 27. ágúst MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00. 06.45 Veðurfregnir. Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. Heimsbyggð - Sýn til Evrópu. Óðinn Jónsson. Daglegt mál, Ari Páll Krist- insson flytur þáttinn. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.40 Bara í París. Hallgrímur Helgason flytur hugleiðingar sínar. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. 09.45 Segðu mér sögu, „Nomin frá Svörtutjöm" eft- ir Elisabehth Spear (9). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóm Björnsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Árdegistónar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 Hádegisleikrit Útvarps- leikhússins, „Djákninn á Myrká og svartur bíll" eftir Jónas Jónasson. 9. þáttur af 10. 13.15 Suðurlandssyrpa. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, „Vetrar- börn" eftir Deu Trier Mörk. Nína Björk Ámadóttir les (17). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Sumarspjall. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Sumargaman. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lög frá ýmsum löndum. 16.30 í dagsins önn - Hátíð á Hólum. Umsjón: Margrét Erlends- dóttir. (Frá Akureyri.) 17.00 Fréttir. 17.03 Sólstafir. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarþel. Eyvindur P. Eiríksson les Bárðar sögu Snæfellsáss (9). 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Tónvakinn. Tónlistarverðlaun Ríkis- útvarpsins 1992. Úrslitakeppni í beinni útsendingu úr Útvarpshús- inu. 22.00 Fréttir. Heimsbyggð, endurtekin úr Morgunþætti. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins ■ Dagskrá morgundagsins. 22.20 ísland og EES. Fréttamenn útvarps segja frá umræðum á Alþingi um EEs samninginn. 23.10 Fimmtudagsumræðan 24.00 Fréttir. 00.10 Sólstafir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Fimmtudagur 27. ágúst 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Eiríkur Hjálmarsson og Leif- ur Hauksson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Auður Haralds segir fréttir úr Borginni eilífu. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturluson. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fróttir. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fróttir. 19.32 Út um allt! Kvölddagskrá Rásar tvö fyrir ferðamenn og útiverufólk sem vill fylgjast með. Umsjón: Gyða Dröfn Tryggvadóttir, Andrea Jóns- dóttir og Darri Ólafsson. 22.10 Landið og miðin. Umsjón: Darri Ólason. 00.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur ljúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7,7.30,8, 8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Næturtónar. 02.00 Fróttir. - Næturtónar. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fróttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 27. ágúst 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Fimmtudagur 27. ágúst 07.00 Fréttir. 07.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 7.30. 08.00 Fréttir. 08.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 8.30. 09.05 Tveir með öllu á Bylgjunni. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason eru þekktir fyrir allt annað en lognmollu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Rokk og rólegheit. 13.00 íþróttafróttir eitt. Allt það helsta úr íþrótta- heiminum frá íþróttadeild Bylgjunnar og Stöðvar 2. 13.05 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir á Bylgjunni í bland við létt spjall um daginn og veginn. 14.00 Rokk og rólegheit. Bibba lætur í sér heyra. 16.00 Reykjavík síðdegis. Steingrímur Ólafsson og Hallgrímur Thorsteinsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. Þjóðlífið og dægurmálin í bland við góða tónlist og skemmtilegt spjall. 18.00 Fréttir. 18.05 Landssíminn. Bjami Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Síminn er 671111. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fróttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 22.00 Tónlistarsumar á Púlsinum og Bylgjunni. í sumar verða beinar útsendingar frá veitinga- staðnum Púlsinum þar sem verður flutt lifandi tónlist. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 27. ágúst 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son velur úrvalstónlist við allra hæfi. Síminn 27711 er opinn fyrir afmæliskveðjur. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 18.00. (0 fiC u • Tilbrigöi við fréttir Sigfús Þorsteinsson á Hauganesi er dyggur lesandi Dags og sér oft spaugilegar hliðar á fréttunum. í blaðinu 19. ágúst birtist frétt undir fyrirsögninni: Andastofninn er í rusli hvað unga snertir - segir Árni Einarsson. Þá varð Sigfúsi að orði: Ekki er von að ungar busli eða leiki við hvern sinn fingur, því andastofninn er í rusli. Það Árni segir, liffræðingur. Þriðjudaginn 25. ágúst var síðan frétt undir fyrirsögn- inni: „Sjófuglar fljúga með lokuð augu yfir Langanes" - segir trillusjómaður á Þórshöfn. Þá kvað Sigfús: Hjá sjófuglum ekki byrlega biés og biluðu því á taugunum. Ef leið eiga yfir Langanes loka þeir hreinlega augunum! # Óbrigðult ráð gegn mývargi! Tveir kunningjar að sunnan brugðu sér í sumarleyfinu norður í land til þess að veiða silung. Þeir fengu inni á gísti- stað f fagurri sveit, stutt frá veiðisvæðinu. Sá galli var á þessu gistihúsi, að mýflugan kunni þar einstaklega vel við sig og hafði þar jafnan nátt- stað í þúsundatali. Flugurnar gistu þar ekki til að sofa, heldur að því er virtist til þess að varna öðrum gestum svefns, og á því fengu þeir félagar óspart að kenna strax fyrstu nóttina. Þeim kom ekki dúr á auga og háðu látlaust strið við óvinaherinn fram á morgun. Þegar þeir komu niður til þess að fá sér morgunkaffið kvörtuðu þeir undan ófögn- uðinum við þjóninn. Hann var fullur samúðar og skilnings, enda kvaðst hann sjálfur heyja stríð við þennan djöfla- her á hverri nóttu. Og svo bætti hann við: „Ég þekki ekki nema einn mann, sem kann óbrigðult ráð gegn þessari flugnaplágu, og það er gestgjafinn hér. Hann fer aldrei að hátta fyrr en hann er orðinn svo blindfullur, að hann veit ekki af mývarginum fyrri hluta næturinnar, en síð- ari hlutann eru flugurnar orðnar svo fullar, að þær vita ekkert af gestgjafanum.11

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.