Dagur - 03.11.1992, Side 2

Dagur - 03.11.1992, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 3. nóvember 1992 Fréttir Fyrsta vísindaþing Félags íslenskra heimilislækna: „Vid hlökkum til framhaldsins“ „Framkvæmd þingsins og efn- isinnihald gerði mikia lukku og þetta gekk alveg óskaplega vel, framar björtustu vonum,“ sagði Sigurður Guðjónsson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvar- innar á Húsavík, aðspurður um fyrsta þing Félags íslenskra heimilislækna, sem haldið var á Húsavík um helgina. Um 60 þátttakendur víðs vegar að af landinu sóttu þingið, auk tveggja erlendra prófessora. Dagskrá þingsins var mjög yfirgripsmikil og þar voru flutt 34 erindi, eða að rannsóknarverk- efni voru í sumum tilfellanna kynnt á veggspjöldum. Sigurður sagði að efni erindanna hefði ver- segir Sigurður Guðjónsson, Heilsugæslustöðvarinnar á ið mjög víðtækt, og erfitt að gera upp á milli þeirra, þegar hann var spurður hver hefðu verið athygl- isverðust. Efni erindanna var allt frá því að menn væru að skoða eigin starfshætti og upp í úrvinnslu á stórum hóprannsóknum. Tölu- vert mikið efni kom frá læknum á Norðurlandi. yfirlæknir Húsavík Ákveðið hefur verið að næsta þing verði haldið á Egilsstöðum 1995. „Ég heyrði ekki neinar óánægjuraddir á þinginu og allir voru feikilega ánægðir með aðbúnað og góðan mat á hótel- inu. Allt gekk vel og hnökralaust og var heimamönnum til sóma. Mér fannst óskaplega skemmti- legt að þingið skyldí vera haldið á ALMENNAR KAUPLEIGUÍBÚÐIR Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir umsóknum um þrjár íbúðir í fjölbýlishúsi við Helga- magrastræti 53, tvær þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja. Einnig er auglýst eftir umsóknum um íbúðir í fjölbýlishúsum eða raðhúsum sem byggðar eða keyptar verða á frjálsum markaði út á heimildir þessa árs. Hámarkslánshlutfall er 90%, 20% til 5 ára og 70% til 43 ára með 4,5% vöxtum. Réttur til kaupa á almennri kaupleiguíbúð er ekki bundinn skilyrðum um tekju- og eignamörk. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á Húsnæðisskrifstofunni, Skipagötu 12, sími 25311. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00. Umsóknarfrestur rennur út þann 9. nóvember nk. Húsnaeðisnefnd Akureyrar. VETRARSKOÐUN Chrysler • |eep • Peugeot • Skoda Það er nauðsynlegt að láta yfirfara bílinn fyrir veturinn, bæði til að tryggja notagildi hans í öllum veðrum og koma í veg fyrir óþarfa eldsneytisnotkun. Við bjóðum upp á fyrirbyggjandi vetrarskoðun fyrir fast verð. 4 cyl. bifreið kr. 6.500,- 6 cyl bifreið kr. 7.400,- 8 cyl. bifreið kr. 8.300,- Við framkvæmum eftirtalin atriði: » Rafgeymasambönd ath. | Viftureim athuguð. | Rafgeymir og hleðsla mæld. | Vél þjöppumæld. t Skipt um platínur. t Skipt um kerti. | Frostþol mælt. | Vél stillt með nákvæmri stillitölvu. | Loftsía athuguð. t Kúpling stillt. I Öll Ijós yfirfarin. » Aðalljós stillt. » Hemlar reyndir. » Rúðuþurrkur ath. » Frostvari settur á rúðusprautu. Innifalið efni: Kerti, platínurogfrostvari á rúðusprautu SHDDR 1 ('HRYSLER PANTIÐ TÍMA í SÍMA 22255. Skábfell sf. Draupnisgötu 4, sími 22255 Húsavík og það hlýtur að teljast heiður fyrir staðinn að vera val- inn sem vettvangur þessa fyrsta þings. Við hlökkum til fram- haldsins," sagði Sigurður í sam- tali við Dag. IM Þormóður rammi hf. á Siglufirði: Hlutaflárútboð hefst á finuntudag Næstkomandi fimmtudag hefst útboö á nýju hlutafé í Þormóði ramma hf. á Sigiufirði. Svan- björn Thoroddsen, forstöðu- maður Verðbréfamarkaðar Islandsbanka, segir að hér sé um að ræða fyrsta almenna útboð á hlutabréfum á þessu ári. Hlutafjárútboðið er að nafn- virði 50 milljónir króna, en 20 milljónum króna hefur þegar ver- ið ráðstafað vegna kaupa Þor- móðs ramma á meirihluta hluta- bréfa í Skildi á Sauðárkróki. Þeg- ar gengið var frá þeim kaupum í maí sl. gerði Þormóður rammi samkomulag við Burðarás, Jökla (eigandi Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna), Hagkaup, ístak, Smáragarða (eigandi Byko) og Snasa (eigandi Tryggingarmið- stöðin) um kaup þeirra á hluta- bréfum í Þormóði ramma, sam- tals að nafnvirði 20 milljónir króna. Eftir standa 30 milljónir króna og það er í raun sú upphæð sem boðin er út. Gengi bréfanna verður 2,30 og því er söluverð- mæti bréfanna 69 milljónir króna. Fyrir þetta hlutafjárútboð er Marteinn Haraldsson hf. (að stærstum hluta í eigu Ólafs Marteinssonar, framkvæmda- stjóra Þormóðs ramma, Haraldar Marteinssonar, rekstrarstjóra, og Rúnars Marteinssonar, rekstrar- íslandsflug kaupir Dornier skrúfuþotu - flugtími á flugleiðum félagsins styttist verulega íslandsflug hf. hefur fest kaup á 19 sæta flugvél af gerðinni Dornier 228-202. Flugvélin er nýleg og hefur aðeins flogið sem samsvarar liðlega ársnotk- un. Dornier er þýsk flugvél með ameríska Garret hverfi- hreyfla. Markaðsverð vélar íslandsflugs er á bilinu 120-140 milljónir króna. Að sögn forsvarsmanna íslandsflugs hefur flugvélin ein- staka flugeiginleika vegna hins háþróaða vængs en lögun hans gerir henni kleift að fljúga bæði mjög hægt og einnig hratt. Þetta gerir það mögulegt að Doriner 228 getur notað allar flugbrautir landsins, einnig þær stystu og athafnað sig í þröngum fjörðum sem einkenna svo mjög íslenskt landslag. Einnig hefur flugvélin einstaka eiginleika við slæm flugbrautar- skilyrði, sem oft há flugi yfir vetrarmánuðina, jafnvel þó hægt sé að fljúga sökum veðurs. Flughraði er mikill eða um 220 sjómílur á klst. (407 km/klst.). íslandsflugsmenn segja að Domier flugvélin sameini kosti hinnar hægfleygu Twin Otter flugvélar og hraðfleygra nútíma skrúfu- þotna. Þannig mun flugtími á leiðum félagsins styttast veru- lega. Farþegarýmið er eitt það stærsta og besta sem gerist í flug- vélum af þessari stærð. Einnig hentar vélin til vöruflugs innan- lands og milli landa, þar sem hún hefur stórar vörudyr og fljótlegt er að taka sætin úr. Flugþol vél- arinnar er mjög mikið, eða um 8 klst. Hin nýja Dornier vél íslands- flugs, verður notuð á áætlunar- leiðum félagsins innanlands og til leiguverkefna. Félagið flýgur til 8 áætlunarstaða, Vestmannaeyja, Bíldudals, Flateyrar, Hólmavík- ur, Gjögurs, Norðfjarðar, Rifs og Siglufjarðar. Á síðasta ári flutti Islandsflug um 36.000 far- þega og um 360 tonn af vörum. Hjá fyrirtækinu starfa nú 40 manns. Gunnar Þorvaldsson framkvæmdastjóri Islandsflugs og Birgir Agústsson, stjórnarmaður, við nýju Dorniervél félagsins. Mynd: hb stjóra, og fjölskyldna þeirra) stærsti hluthafi í Þormóði ramma með 36,3% hlutafjár. Síðan koma ríkissjóður með 20% hluta- fjár, Verðbréfasjóður VÍB hf. með 9,4%, Ráeyri hf. með 7,1%, Staðarhóll hf. með 6,6% (Ráeyri hf. og Staðarhóll hf. eru í eigu Róberts Guðfinnssonar, fram- kvæmdastjóra Þormóðs ramma og fjölskyldu hans), og Hluta- bréfasjóðurinn hf. með 3,1%. Á aðalfundi Þormóðs ramma í maí sl. var stjórn félagsins heimilað að auka hlutafé með útgáfu nýrra hlutabréfa að lág- marki 50 milljónir króna og að hámarki 100 milljónir. Þá sam- þykktu hluthafar í félaginu á aðalfundinum að falla frá for- kaupsrétti að hlutabréfum í þessu útboði. Svanbjörn Thoroddsen segir að útboð hlutafjár í Þor- móði ramma sé mjög áhugavert. Hann segir að fyrirtækið sé öflugt og því sé hann í engum vafa um að bréfin seljist, þrátt fyrir að deyfð hafi verið yfir hlutabréfa- markaðnum að undanförnu. „Við viljum halda því fram að vegna þess að verð hafa lækkað að undanförnu sé óhagstætt að selja hlutabréf um þessar mundir, en hins vegar hagstætt að kaupa bréf,“ sagði Svanbjörn. óþh Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: Steftit að fyrri umræðu 17. nóv. Ennþá er stefnt að því að fyrri umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar verði 17. nóvember nk. Gangi það eftir segist Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjar- ráðs, binda vonir við að unnt verði að ljúka síðari umræðu fyr- ir áramót. Hann segir þó að hug- myndir um breytingu á tekju- stofnum sveitarfélaga, t.d. afnám aðstöðugjalds, gætu breytt mál- inu verulega. óþh íslensk getspá: Þrefaldur pottur til tveggja - átta með bónusvinning Lottópotturinn var þrefaldur um sl. helgi og gekk út. Samkvæmt upplýsingum frá íslenskri getspá var spilað um tæpar 14 milljónir um sl. helgi. Er upp var staðið reyndust tveir hafa allar tölur réttar og fengu í sinn hlut rúmar 6,9 milljónir hvor. Annar vinningshafinn er frá Vestmannaeyjum en hinn úr Reykjavík. Átta hlutu bón- usvinning sem nú var 161 þúsund. ój

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.