Dagur - 03.11.1992, Síða 3
Þriðjudagur 3. nóvember 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Akureyri:
Fyrstu börnin komu á Klappir í gær
Tekið var á móti fyrstu börn-
unum á nýjum leikskóla á
Akureyri í gær, Klöppum,
númer 34 við Brekkugötu.
Starfsemin fer þó ekki í fullan
gang fyrr en að nokkrum dög-
um liðnum þar sem m.a. er
unnið að frágangi lóðar.
Á fyrsta starfsdegi Klappa í
gær var tekið á móti átta börnum,
en þegar starfsemin verður kom-
in í fullan gang verða þar 30 börn
samtímis.
Leikskólastjóri á Klöppum er
Aðalheiður Hreiðarsdóttir. Auk
hennar munu starfa þar tvær
fóstrur, en til að byrja með verða
tvær fóstrur við skólann. Stöðu-
gildi við Klappir verða 7,4.
Ingibjörg Eyfells, deildarstjóri
Dagvistadeildar Akureyrarbæj-
ar, segir að þrátt fyrir þennan
nýja leikskóla sé biðlisti eftir
leikskólaplássum enn mjög lang-
ur og segir hún að nærri láti að
200 börn bíði eftir plássi.
Samkvæmt þriggja ára áætlun
um framkvæmdir og rekstur
Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir
samtals 40 milljónum króna til
dagvista á árunum 1993 og 1994.
Ingibjörg segir ekki ljóst með
ráðstöfun þesssara fjármuna, en
hins vegar sé vilji fyrir því hjá
Dagvistadeild að byggja næst
þriggja eða fjögurra deilda leik-
skóla í Giljahverfi. óþh
Góöur gangur í endurbótum á Siglfiröingi
Endurbótum á Siglfirðingi SI á
Siglufirði miðar vel. Skipt hef-
ur verið um aðalvél skipsins og
unnið er af kappi að viðgerð á
millidekki. Að sögn Jóns Dýr-
fjörð hjá Vélaverkstæði Jóns
og Erlings á Siglufirði, sem sér
að stærstum hluta um endur-
bæturnar, er gert ráð fyrir að
verkinu Ijúki um næstu mán-
Bolfiski úr Barentshafi landað á Akureyri:
Góðar vonir um
íramhald landanna
Löndun hófst á mánudags-
morgun úr rússneska togaran-
um Minkino, en eins og áður
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráði hefur borist upp-
gjör á kostnaði við breytingar
á húsnæði tækni- og umhverf-
issviðs að Geislagötu 9, 3. og
4. hæð. Heildarkostnaður við
framkvæmdina var 6,8 millj-
ónir króna.
■ Bygginganefnd hefur tekið
jákvætt í erindi frá Svani
Eiríkssyni, þar sem hann f.h.
Kirkjugarða Akureyrar, spyrst
fyrir um hvort leyfi fengist til
að byggja líkhús, kapellu og
útfararþjónustu úr steinsteypu
á höfðanum norðan Kirkju-
garða Akureyrar.
■ Skipulagsnel'nd hefur bor-
ist erindi frá Sigurborgu Daða-
dóttur, f.h. Hestamannafé-
lagsins Léttis, þar sem óskað
er eftir stækkun á svæði félags-
ins í Hlíðarholti. Nefndin
samþykkir að svæðið verði
afmarkað skv. tillögu skipu-
lagsstjóra sem kynnt var og
áréttar að deiliskipulagstillögu
af svæðinu skuli leggja fyrir
nefndina til samþykktar.
■ Dagvistarfulltrúi, Ingibjörg
Eyfells, lagði fram og kynnti
drög að rekstraráætlun dag-
vistardeildar fyrir árið 1993, á
fundi félagsmálaráðs nýlega. í
áætluninni er gert ráð fyrir að
fjölga hádegisplássum á leik-
skólanum Flúðum úr 8 í 16 og
að rekstur skóladagheimil-
anna Brekkukoti og Hamar-
koti verði sameinaður í júní
og júlí eins og gert var í
sumar.
■ Jafnréttisnefnd telur að
fenginni reynslu fyrsta starfsár
jafnréttis- og fræðslufulltrúa,
brýna þörf fyrir ritara í 50%
stöðu fyrir jafnréttis- og
fræðslufulltrúa. Með skírskot-
un til þess að fjárhagsáætlun
ársins er ekki fullnýtt vegna
meiri tekjuöflunar en gert var
ráð fyrir, leggur nefndin til að
ráðið verði í stöðuna frá 1.
nóv. sl.
hefur veriö skýrt frá er þessi
löndun árangur samstarfs 16
norðlenskra fyrirtækja. Um
dreifingu sér Fiskmiðlun
Norðurlands á Dalvík fyrir
hönd seljanda, Barents Com-
pany í Kirkenes í Noregi og
Murmansk.
Togarinn er með um 130 tonn
af heilfrystum þorski og 3 tonn af
hlýra og er verðið um 109 krónur
á kíló, eða um 1850 dollar
tonnið, en innifalið í verðinu er
yfirvigt sem er nokkuð rífleg.
Stærsti kaupandinn er Fiskiðju-
samlag Húsavíkur hf. með 75
tonn, en aðrir kaupendur eru
Útgerðarfélag Akureyringa hf.,
Kaldbakur hf. á Grenivík, Skag-
firðingur hf. á Sauðárkróki og
Sigvaldi Þorleifsson hf. í Ólafs-
firði.
„Góðar vonir eru með fram-
hald á þessum viðskiptum og að
sögn Jóns Helgasonar fiskmats-
manns hjá Ríkismati sjávar-
afurða er hér um að ræða þann
besta fisk sem hann hefur séð af
rússneskum togurum," segir
Hilmar Daníelsson hjá Fiskmiðl-
un Norðurlands hf. GG
Leikfélag Akureyrar:
Sýningar faíla
niðurvegnaradd-
leysis leikara
Sýningum á Línu langsokk hjá
Leikfélagi Akureyrar hefur
verið aflýst næstkomandi mið-
vikudag og fimmtudag vegna
veikinda og raddleysis Ieikara.
Um 200 manns áttu bókaða
miða á hvora sýningu um sig.
Samkvæmt upplýsingum
Signýjar Pálsdóttur, leikhússtjóra,
hefur skæður vírus sem herjað
hefur á landann undanfarið ekki
látið leikara félagsins óáreitta og
þykir sýnt að leikarar í mikilvæg-
um hlutverkum þurfa að taka sér
hvíld í nokkra daga til að endur-
heimta röddina. Gestirnir sem
vera áttu á sýningunum á mið-
vikudag og fimmtudag verða á
sýningum sömu daga í næstu
viku. JÓH
aðamót.
Hér er um töluvert stórt verk
að ræða og er athyglivert að það er
að langmestu leyti unnið af iðnað-
armönnum á Siglufirði og Sauð-
árkróki. Auk Vélaverkstæðis
Jóns og Erlings gerðu Vélsmiðja
Síldarverksmiðja ríkisins og
Vélsmiðja Heiðars í Reykjavík
tilboð í smíði vinnslulínunnar að
hluta og þá sér Vélsmiðjan Oddi
á Akureyri um frystibúnaðinn.
Skipt var um aðalvél skipsins
og allt millidekkið tekið í gegn,
skipt þar um klæðningu og tækja-
búnað. Gamla vél skipsins var
um 1500 hestöfl, en sú nýja er um
500 hestöflum öflugari.
„Þetta hefur gengið mjög vel,
áhöfn skipsins hefur verið okkur
til aðstoðar og flýtt mjög fyrir.
Það er virðingarvert hvernig eig-
endur skipsins hafa staðið að
þessu,“ sagði Jón Dýrfjörð, hjá
Vélaverkstæði Jóns og Erlings, í
samtali við Dag. óþh
IMI55AN
VETRARSKOÐUN
Það margborgar sig að fara í vetrarskoðun
því allt þetta er innifalið:
1. Skipt um kerti.
2. Athuga bensínsíu.
3. Vélarstilling i tölvu.
4. Ástand loftsíu athugað.
5. Viftureim strekkt.
6. Kúpling stillt.
7. Olía mæld á vél og gírkassa.
8. Rafgeymir mældur og rafpólar
hreinsaðir.
9. Frostþol kælivökva vélar mælt,
frostlegi bætt á ef með þarf.
10. Ástand pústkerfis athugað.
11. Bremsur reyndar i fullkomnum
tækjum.
12. Isvara bætt á rúðusprautur.
13. Hurðarlæsingar og lamir smurðar.
14. Silikonbomir þéttikantar á hurðum.
15. Loftþrýstingur hjólbarða mældur.
16. Stýrisbúnaður kannaður.
17. Hjólalegur athugaðar.
18. Ástand rúðuþurrka skoðað.
19. Ljósastilling.
20. Reynsluakstur.
21. Öryggisbelti prófuð.
Verð aðeins krónur 6.700.
Ath! Bíllinn settur í fullkomna mótortölvu og bremsu-
próftæki.
Betur veröur vart boðið.
Einnig getum við boðið upp á hjólastillingu í einni af
betri hjólastillingatölvunum.
Hafið samband við Bifreiðaverkstæði Sigurðar
Valdimarssonar og ykkur verður vel tekið.
BSV
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri