Dagur - 03.11.1992, Síða 5

Dagur - 03.11.1992, Síða 5
Þriðjudagur 3. nóvember 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Bliki EA við bryggju á Dalvík í síðustu viku. Mynd: GG Bliki EA-12 á Dalvík: Söluverðmæti afla hefur lækkað um 13% á átta mánuðum Frystiskipið Bliki EA-12 á Dal- vík iandaði föstudaginn 23. október sl. 70 tonnum af sjó- frystum afurðum, en aflinn var mjög blandaður þ.e. grálúða, ufsi, steinbítur, ýsa, karfi og þorskur. Þessi afli fékkst eftir 25 daga útivist. Aflaverðmæti Blika EA er um 14 milljónir króna, en vegna gengislækkunar pundsins og óstöðugleika á gjaldeyrismörkuð- um er ekki fjarri lagi að álykta að útgerð Blika EA hefði fengið um tveimur milljónum meira í sinn hlut ef þessi afli hefði verið á boðstólum fyrir hræringarnar á evrópsku gjaldeyrismörkuðun- um. Skráð gengi pundsins sl. föstudag var 90,25 en var í mars- byrjun 103,45 eða lækkun 'um ca.13%. Frystiskipið Ásgeir Frímanns ÓF-21 sem gerður er út á línu landaði 74 tonnum af heilfrystum, hausuðum þorski, keilu og löngu á Ólafsfirði nýlega. 54 tonn af aflanum voru þídd upp og endur unnin hjá Sæunni Axels hf. í Ólafsfirði og sett í gáma á Ítalíu- markað. Þorskurinn er flattur en keilan og langan eru aðallega flökuð en einnig er eilítið flatt. Áætlað er að svipaður háttur verður á meðferð þess afla sem kemur af Ásgeiri Frímanns ÓF út febrúarmánuð á næsta ári. Næsta löndun er fyrirhuguð 10. nóvem- ■ber nk. GG Skagafjörður: Haustslátrun lokið - meðalvigt heldur lakari en í fyrra Haustslátrun lauk fyrir nokkru hjá Sláturhúsi KS á Sauðár- króki og sl. þriðjudag hjá Slát- ursamlagi Skagfirðinga. Meöal- vigtin er heldur lakari en í fyrra. Hjá Siátursamlagi Skagfirð- inga var slátrað 13000 dilkum sem er nokkru færra en í fyrra, en að sögn Smára Borgarssonar sláturhússtjóra er eftir að slátra 1-200 lömbum. Stendur það væntanlega fram að jólum. Slátr- að var 1600-1700 fullorðnu fé sem einnig er fleira en í fyrra, vegna niðurskurðar í landbúnaði. Meðalvigt dilka var 14,3 kg sem er heldur lægra en í fyrra. Að sögn Smára er nú verið í folalda- slátrun og slátrun hrossa á Japansmarkað. Hjá Sláturhúsi KS fengust þær upplýsingar að slátrað hefði verið rúmum 26 þúsund dilkum og um 2600 fullorðnum ám. Meðalfall- þungi dilka var 14,31 kg sem er heldur minna en í fyrra, en þá var meðalvigtin um 14,8 kg. Haust- slátrun lauk 16. október hjá KS og að sögn Árna Egilssonar slát- urhússtjóra er nú verið að slátra folöldum. Er folaldakjöt yfir- greitt um 10%, eða 205 kr. á kílóið. sþ Smíði fiskvinnsluvéla JAT á Akureyri: n*** •11 • y • f* * Sjo milljonir fra Framkvæmdasjóði Á fundi bæjarráðs Akureyrar sl. fimmtudag var ákveðið að veita 7 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði bæjarins til smíði vélabúnaðar, sem Jón Pálmason (JAT) hefur hannað. Um er að ræða vél til nota í fiskiðnaði, sem þegar hefur verið smíðuð til reynslu og líkað vel, en hugmyndin er að fleiri vélar af sömu gerð verði smíðaðar í Slippstöðinni og verða þessar 7 milljónir m.a. nýttar til að fjár- magna smíðina. Sigurður J. Sig- urðsson, formaður bæjarráðs, sagði að þetta væri í raun þróun- arframlag. „Þetta er bundið því að ef framleiðsla og sala gengur upp, þá er gert ráð fyrir að endurgreiða Framkvæmdasjóði þessa peninga að fullu. Við ákváðum að leggja þetta fram í þeirri von að hægt verði að koma hlutunum af stað,“ sagði Sigurð- ur. óþh Félagsmálaráð- herraáferðum Norðausturland Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, er þessa dagana á ferð um Norðausturland og heldur fundi með sveitar- stjórnum og heimsækir vinnu- staði. I gær heimsótti Jóhanna Sigurðardóttir Þórshöfn og Raufarhöfn og í dag sækir hún Kópaskersbúa og Húsvíkinga heim. Tilgangur ferðarinnar er að kynna heimamönnum þau verk- efni sem verið er að vinna að á vegum félagsmálaráðuneytisins, svo sem á sviði húsnæðismála og sveitarstjórnarmála og að kynn- ast viðhorfum heimamanna á þessum stöðum. í för með ráð- herra eru Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður ráðherra og Hún- bogi Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri félagsmálaráðuneytisins. Einnig gefst heimamönnum tækifæri á að hitta ráðherra í sér- stökum viðtalstímum á skrifstof- um sveitarstjórnanna. í dag milli kl. 11 og 12 verður ráðherra með viðtalstíma á Kópaskeri og milli 116.30 og 17.30 á Húsavík. -KK Byggðastofnun Húseign til sölu Byggðastofnun auglýsir til sölu húseignina Furuvelli 1, Akureyri. Húsið er tveggja hæða steinsteypt bygging um 1.250 rrr ásamt áföstu stálgrindarhúsi á einni hæð um 400 m2. Húsnæðið má nýta undir fjölbreytta starfsemi s.s. verslanir, iðnaðarframleiðslu, skrifstofur og fleira. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Guðmundsson Byggóastofnun Akureyri í síma 96-21210. Ferskar fréttirmeð morgunkaffinu Áskriftar'Sr 96-24222 Breyting ó meíjeri bréfapósts til útlanda og ný gjaldshrd Frá og með 1. nóvember 1992 verður sú breyting á meðferð bréfapósts til útlanda að hætt verður að flokka sendingar eftir innihaldi heldur tekinn upp A- og B-póstur eftir því hvað fljótt bréfið á að berast viðtakanda, Framvegis þarf að rnerkja allan bréfapóst til útlanda með sérstökum miða, bláum (A-póstur) eða grænum (B-póstur). Gjaldskrá fyrir póstþjónustu hækkar einnig frá 1. nóvember um 7% að meðaltali. Þó er vert að benda á að: • gjald íyrir 20 gr. bréf innanlands verður óbreytt • gjald fyrir böggla innanlands verður óbreytt • gjald fyrir póstfaxþjónustu verður óbreytt • tekið er upp nýtt 50 gr. þyngdarmark • burðargjald til Norðurlanda verður það sama og til annarra Evrópulanda. Helstu póstburðargjöld 01.11.1992 Þyngd INNAN- LÖNDÍ LÖND UTAN grömm LANDS EVRÖPU EVROPU Bréfapóstur A-póstur B-póstur A-póstur B-póstur Til og meö 20g 30 35 30 55 35 20g - 50g 40 70 50 110 60 50g - lOOg 50 90 60 180 75 10Og - 250g 90 180 120 385 175 250g - 500g 125 340 180 710 325 500g - 1000g 190 585 340 1250 640 1000g - 2000g 265 960 570 2300 1100 Ábyrgðargjald 110 110 110 110 110 Hraðboðagjald 250 250 250 250 250 PÓSTUR OG SÍMI Viö spönnn þér sporiii Kynningarbæklingur um A- og B-póst hefur verið sendur á öll heimili en ítarlegri bækling um A- og B-póst auk nýrrar gjaldskrár er hægt að fá á öllum póst- og símstöðvum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.