Dagur - 03.11.1992, Side 9

Dagur - 03.11.1992, Side 9
Þriðjudagur 3. nóvember 1992 - DAGUR - 9 Halldór Arinbjarnarson Blak, 1. deild karla: Nýliðar Stjömuimar höfðu betur - sigruðu bikarmeistara KA 3:2 „Þetta var í mjög svipuðum dúr og síðasti leikur okkar,“ sagði Stefán Jóhannesson þjálfari karlaliðs KA í blaki um leik KA og Stjörnunnar sem fram fór á föstudagskvöld- ið. KA náði ekki að vinna sig- ur en hélt uppteknum hætti og krækti í 2 stig engu að síður. KA vann 1. hrinuna 15:10 og var sá sigur aldrei í hættu. „Síðan var þetta bara tóm vitleysa í 2. hrinunni,“ sagði Stefán, en henni tapaði KA 3:15. Síðan náði liðið aftur saman og vann stórsigur í þeirri 3., 15:7. Aftur virtist sem allur vindur væri úr liðinu og Stjarnan vann 4. hrinuna auð- veldlega, sem og oddahrinuna sem vannst 15:9. Leikurinn end- aði því 3:2 fyrir Stjörnuna sem kom upp úr 2. deild síðasta vor. Liðið er ungt en mjög efnilegt og þegar með þeim bestu á landinu. „Við fáum aftur upp þessa stöðu að vera yfir 2:1 og hafa 2 möguleika á að vinna leikinn. Pressan er öll á hinu liðinu en, samt tapast þetta. Þó ýmislegt smávægilegt megi finna að tækni- Iega þá er það þetta stemmnings- leysi sem er aðal orsökin fyrir því að botninn dettur úr þessu hjá okkur. Það virðist vanta smá neista til að klára þetta,“ sagði Stefán. Undanfarið hefur liðið þurft að leika nokkuð þétt og því ekki gefist tími til að setjast niður og meta einstaka leiki. Nú verður hins vegar 3 vikna hlé sem blak- menn munu án efa nota til að búa sig undir átök vetrarins en mikið er eftir enn þar sem leikin er fjórföld umferð og síðan úrslita- keppni. Körfubolti, 1. deild karla: Reynir sterkari í framlengingu Lið Ungmennafélags Akureyr- ar var aðeins hársbreidd frá sigri er það tók á móti Reyni í 1. deild Islandsmótsins í körfu- bolta á laugardaginn. Gestirnir leiddu þar til um miðjan seinni hálfleik, er UFA náði að þétta vörn sína, jafna leikinn og komast yfír. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og því þurfti framlengingu til að fá fram úrslit. Þar voru Reynis- menn sterkari og sigruðu í leiknum með 107 stigum gegn 96. UFA sýndi skemmtilegt spil á köflum, mun skemmtilegra en Reynismenn. Þeir byggðu mest á að koma boltanum undir körfuna á Toomer Magi sem skoraði 41 stig í leiknum og var lang stiga- hæstur í sínu liði. Toomer vakti athygli í hálfleik er hann gekk um áhorfendastúkuna og bauð upp á sælgæti. Hlaut þetta uppátæki góðar undirtektir meðal yngstu áhorfendanna. Reynir náði snemma forskoti í leiknum og leiddi með 10 stiga mun í hálfleik, 41:31. Reynis- menn voru grimmari í sóknarað- gerðum sínum og UFA-vörninni gekk illa að ráða við þá. Eftir að UFA hóf að leika maður á mann, jafnaðist leikurinn á skammri stund og skiptust liðin síðan á um forustuna. Staðan var jöfn 85:85 og stutt til leiksloka þegar Sveinn Gíslason skoraði 3 stiga körfu fyrir Reyni. Útlitið var því dökkt hjá heimamönnum er þeir héldu í sókn en Guðmundur Björnsson stillti sér sallarólegur upp fyrir utan 3 stiga línuna og sendi bolt- ann rakleiðis í körfuna. Staðan var því jöfn að loknum venjuleg- um leiktíma og í framlengingunni voru Reynismenn mun sterkari og sigruðu í leiknum, 107:96. „Við fórum of seint að leika maður á mann,“ sagði Guðbjörn Garðarsson hjá UFA eftir leik- inn. „Við vorum líka í vandræð- um með villur og hefðum þurft að hafa fleiri menn á bekknum sem skipt gætu inná.“ Næsti leik- ur UFA er á miðvikudagskvöldið og þá verður leikið í Skemmunni. Þar er stefnt á að ná upp hinni einu og sönnu Skemmustemmn- ingu sem þekktist á árum áður meðan Skemman íþróttahús bæjarins. var aðal Gangur leiksins: 2:2, 10:13, 17:21,19:29, 23:35, 32:48, 39:51, 50:5, 57:58, 65:64, 77:75, 84:85, 88:88, 93:100, 96:107. Stig UFA: Mattías Jónasson 29, Guð- mundur Björnsson 28, Jóhann Sigurðs- son 17, Ágúst Guðmundsson 15, Þórður Kárason 3, Eiríkur Sigurðsson 2 og Jón G. Guðlaugsson 2. Stig Reynis: Toomer Magi 41, Jón Guð- brandsson 14, Gestur Gylfason 13, Sveinn Gíslason 9, Sigurþór Þórarinsson 9, Hólmgeir Hólmgeirsson 8, Anthony Stisse 7, Daði Bcrgþórsson 2 og Gísli Gíslason 2. Matthías Jónasson var stigahæstur hjá UFA. Liðið er í greinilegri sókn eftir því sem leikmenn fá meiri samæfingu. Handbolti, 1. deild: Jaftit í toppslagnum Toppliðin í 1. deild karla í handbolta, FH og Valur, áttust við á laugardaginn. Leiknum var flýtt vegna þátttöku lið- anna í Evrópukeppninni. Fyrir leikinn voru liðin jöfn í 1. sæti, bæði með 11 stig og sú staða breyttist ekki þar sem liðin skildu jöfn 20:20. Markmenn liðanna þeir Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Bergsveinsson voru í aðalhlutverki í leiknum og sýndu að þeir eru verðugir lands- liðssætisins. Valsmenn voru nær sigri en FH jafnaði á síðustu stundu. „Það kemur að því að við vinnum leik,“ sagði Stefán Jóhannesson sem er hér næstur okkur á myndinni að fylgjast með aðförum sinna manna. Svona á að gera hlutina. Vonandi taka leikmenn KA þjálfarann sér til fyrirmyndar. Alli o g Kristján sýna réttu handtökin í nýjasta tímariti Alþjóða handknattleikssambandsims (IHF) sem kemur út tvisvar á ári, er grein um þá þróun sem handboltinn í heiminum er að taka og hvert stefnir á næstu árum. Tímaritið er gefíð út á 3 tungumálum, þýsku, ensku og frönsku og lesið um allan heim. Greinin er með fjölda skýring- armynda þar sem hin ýmsu leik- afbrigði eru sýnd. Það voru þeir Alfreð Gíslason og Kristján Ara- son sem fengnir voru til að sýna lesendum blaðsins réttu handtök- in. Myndirnar bera það reyndar með sér að vera ekki alveg nýjar og sagði Alfreð Gíslason þær vera teknar fyrir 4 til 5 árum. En greinin er ný og margt athyglis- vert sem þar kemur fram. Þar er því spáð að ýmsar útfærslur á langskotum, þar sem saman fara mikill líkamlegur styrkur en einnig iipurð og snerpa, muni verða meira áberandi á næstunni í alþjóðlegum handknattleik. Einnig að meira verði lagt upp úr vel útfærðum leikkerfum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.