Dagur - 03.11.1992, Qupperneq 13
Þriðjudagur 3. nóvember 1992 - DAGUR - 13
MENOR - menningar-
dagskrá í nóvember
TÓNLEIKAR
Laugardagur 7. nóvember,
kl. 12:00.
Hádegistónleikar Bjöms Stein-
ars Sólbergssonar í Akureyar-
kirkju.
Laugardagur 7. nóvember, kl.
17:00. Vocis Thulis og félagar
úr CAPUT í Akureyrarkirkju.
Tónleikamir eru á vegum Tón-
listarfélags Akureyrar.
Miðvikudagur 11. nóvember,
k. 20:30.
Ungverjinn Melinda Kistétényi,
orgelleikari. Hún verður ekki
með fyrirfram samið prógram
heldur leikur af fingrum fram
yfir stef sem tónleikagestir
leggja fram. Tónleikamir eru í
Akureyarkirkju.
Fimmtudagur 12. nóvember,
kl. 20:30.
Fiðlarinn, 4. hæð Alþýðu-
húsinu. Kvartett Paul Weeden.
Sigurður Flosason, saxafónn,
Tómas R. Einarsson, bassi,
Einar Scheving, trommur.
Tónleikamir em á vegum Tón-
listarskólans á Akureyri.
Föstudagur 13. nóvember, kl.
20:30.
Hrólfur Vagnsson, harmoniku-
leikari leikur blandað efni á sal
Tóníistarskólans.
Laugardagur 14. nóvember
kl. 16:00.
Salur Tónlistarskólans, Hafnar-
stræti 81.
Tónleikar píanódeildar Tónlist-
arskólans á Akureyri.
Sunnudagur 15. nóvember,
kl. 16:00.
Árskógarskóli. Rokkhátíð bama.
Petta er liður í Menningarhátíð
við utanverðan Eyjafjörð.
Fimmtudagur 19. nóvember,
kl. 21:00.
Dalvíkurkirkja. Björk Jónsdótt-
ir sópran syngur við undirleik
Svönu Víkingsdóttur píanóleik-
ara.
Laugardagur 21. nóvember,
kl. 16:00.
Tjamarborg, Ólafsfirði. Djazz-
tónleikar. Paul Weeden, gítar-
leikari, Sigurður Flosason,
saxafónn, Tómas R. Einarsson,
bassi, Guðmundur R. Einars-
son, trommur.
Sunnudagur 22. nóvember,
kl. 16:00.
Dalvíkurkirkja. Tjamarkvartett-
inn heldur fyrstu opinberu tón-
leika sína.
Miðvikudagur 25. nóvember,
kl. 20:30.
Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju.
Söngtónleikar söngdeildar Tón-
listarskólans á Akureyri.
Laugardagur 28. nóvember,
kl. 16:00.
Salur Menntaskólans á Akur-
eyri.
Tónleikar strengjadeildar Tón-
listarskólans á Akureyri.
MYNDLIST
Laugardagur 7. nóvember.
Gallerí AllraHanda. Daði Guð-
bjömsson opnar myndlistarsýn-
ingu og stendur hún næstu 2
vikumar.
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar. Lína
langsokkur. Sýningar laugar-
daga og sunnudaga, miðviku-
daga og fimmtudaga. Frekari
upplýsingar í Samkomuhúsinu í
síma 2 40 73
F élagsmálaráðuneytið:
Úthlutar styrkjum til að efla
atviimumál kvenna á landsbyggðinni
Félagsmálaráðuneytið hefur
nú í annað sinn úthlutað
styrkjum til að efla atvinnnmál
kvenna á landsbyggðinni. Á
þessu ári er 15 milljónum
króna varið til málefnisins.
Sömu upphæð var úthlutað á
sl. ári. I Ijósi þess að atvinnu-
leysið hefur bitnað þyngra á
konum en körlum á lands-
byggðinni að undanförnu, er
sérstök hvatning og stuðningur
til þeirra tímabær.
Leiðréttingar
Nokkrar villur slæddust inn í
greinina um Kristnesspítala, sem
birtist í síðasta helgarblaði Dags.
í greininni var rætt við einn
sjúkling á endurhæfingadeild og
var hann sagður heita Guðmund-
ur Óli Vignisson. Hið rétta er að
hann heitir Gunnar Óli Vignis-
son. Þá var Ólöf Leifsdóttir titluð
sjúkraþjálfari í greininni en er
iðjuþjálfi. Loks ber að geta þess
að með grein um iðjuþjálfun birt-
ist mynd úr sjúkraþjálfun. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
HVÍTUR STAFUR
er aðal hjálpartæki
blindra og
sjónskertra
í umferðinni
BUNDRAFÉLAGIÐ ||UMFEROAR
Prád
Á þriðja tug styrkja hafa verið
veittir í ár, en alls bárust ráðu-
neytinu rúmlega 40 umsóknir
víðs vegar af landinu. Við úthlut-
un fjárins naut félagsmálaráðu-
neytið ráðgjafar Byggðastofnun-
ar og hóps kvenna, sem atvinnu-
þróunarfélögin í hverju kjör-
dæmi höfðu tilnefnt í. Áhersla er
lögð á þróunarverkefni sem
þykja líkleg til að fjölga atvinnu-
tækifærum kvenna á viðkomandi
svæðum og ráðgjöf til kvenna
sem hyggjast stofna fyrirtæki og
fara út í atvinnurekstur.
í ár og í fyrra hafa verið veittir
samtals hátt í 60 styrkir sem
dreifst hafa um allt land. Verk-
efnin eru mismunandi en sam-
merkt með þeim öllum er að þau
nýtast sérstaklega konum og kon-
ur eru í forsvari fyrir flestum
umsóknunum. Fjármagnið í ár
dreifist nokkuð jafnt um landið,
en hæsta upphæðin rennur til
Suðurnesja samtals 2xh milljón
króna sem fyrirhugað er að nota í
sérstakt átaksverkefni til atvinnu-
þróunar fyrir konur. í fjárlögum
næsta árs er áfram gert ráð fyrir
því að 15 milljónum verði varið
til atvinnumála kvenna á lands-
byggðinni, en þar er atvinnuleys-
ið mest.
Styrkir voru veittir til ferða-
mannaþjónustu, markaðs- og
þróunarátaka, smáiðnaðar s.s. við
matvælaframleiðslu, fataiðnað og
minjagripagerð. Einnig er um að
ræða verkefni sem ekki eru stað-
sett í einstaka kjördæmi heldur
nýtast konum um allt land.
Félagsmálaráðuneytið hefur
einnig styrkt undirbúning og
samantekt námsgagna sem notuð
verða á námskeiðum fyrir konur í
dreifbýli sem hug hafa á því að
setja á stofn fyrirtæki. Á þessum
námskeiðum verður m.a. fjallað
um skipulega úrvinnslu hug-
mynda og hefur styrkur ráðu-
neytisins gert það kleift að halda
námskeiðin gegn vægu þátttöku-
gjaldi í hverju kjördæmi.
iti
Systir okkar,
SIGURHELGA PÁLSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Dvergabakka 26, Reykjavík,
lést ( Borgarspítalanum 1. nóvember.
Kristín Pálsdóttir,
Erling Pálsson.
SIGURPALL HALLGRÍMSSON
frá Melum, Svarfaðardal,
vistmaður á Dalbæ, Dalvík,
lést föstudaginn 30. október síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri.
Jónas Hallgrímsson,
Guðlaug Sigurjónsdóttir.
Styrktarfélag vangefinna
á Norðurlandi
Áríðandi félagsfundur
verður haldinn að Iðjulundi, fimmtudaginn 5.
nóvember, kl. 20.00.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Athygli er vakin á, að breyting hefur orðið á
símatímum lækna Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Frá og með 1. nóvember 1992 eru
símatímar lækna eftirfarandi:
Ari H. Ólafsson Miðvikudaga ............. kl. 15.15-15.45
Baldur Jónsson Mánudaga-föstudaga ...... kl. 11.00-11.30
Brynjólfur Ingvarsson Mánudaga-föstudaga ...... kl. 10.00-10.30
Edward Kiernan Þriðjudaga ............... kl. 13.00-14.00
Fimmtudaga .............. kl. 13.00-14.00
Friðrik E. Yngvason Miðvikudaga .............. kl. 13.00-14.00
Föstudaga ............... kl. 13.00-14.00
Geir Friðgeirsson Mánudaga-föstudaga ....... kl. 11.30-12.00
IngvarTeitsson Mánudaga-fimmtudaga ...... kl. 12.00-12.30
Jón Ingvar Ragnarsson Miðvikudaga ............. kl. 13.30-14.00
Jón Þór Sverrisson Mánudaga ................. kl. 13.00-14.00
Föstudaga ............... kl. 13.00-14.00
JúlíusGestsson Miðvikudaga ............. kl. 14.15-14.45 '
Magnús Stefánsson Mánudaga-föstudaga ....... kl. 10.30-11.00
NickCariglia Föstudaga ................ kl. 11.00-12.00
PállTryggvason Mánudaga-föstudaga ....... kl. 10.00-10.45
SigmundurSigfússon Mánudaga ................. kl. 10.00-10.30
Fimmtudaga .............. kl. 10.00-10.30
Þorkell Guðbrandsson Mánudaga ................. kl. 11.00-11.30
Miðvikudaga ............. kl. 11.00-11.30
Föstudaga ............... kl. 11.00-11.30
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
m
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkur til handritarannsókna
í Kaupmannahöfn
í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk
stjórnvöld að veita íslenskum fræðimanni styrk til
handritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar
(Det Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn.
Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og
nemur nú um 16.300 dönskum krónum á mánuði,
auk ferðakostnaðar.
Styrkur Árna Magnússonar
(Det Arnamagnæanske Legat)
Með sameiningu eftirtalinna sjóða, Det Arna-
magnæanske Legat (frá 1760), Konrad Gíslason
Fond (frá 1891) og Bogi Th. Melsteds Historikerfond
(frá 1926) hefur verið stofnaður einn sjóður, Det
Arnamagnæanske Legat. Verkefni hins nýja sjóðs er
að veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rann-
sókna í Árnasafni eða í öðrum söfnum í Kaup-
mannahöfn. Styrkir verða veittir námsmönnum og
kandidötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á
sviði norrænnar eða íslenskrartungu, sögu eða bók-
mennta, að vænta megi að þeir muni inna af hendi
verk í þessum greinum, sem þættu skara fram úr.
Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 25.
nóvember nk., en umsóknir ber að stíla til Árna-
nefndar (Den Arnamagnæanske Kommission) í
Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og
tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu,
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu
heimspekideildar Háskóla íslands.
Menntamálaráðuneytið,
28. október 1992.