Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. nóvember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Yfirlit um atvinnuástandið í október: Atvmnuleysisdögum fækkar á landsbyggðiimi í októbermánuði sl. voru skráðir 82 þúsund atvinnuleys- isdagar á landinu öllu, þar af 45 þúsund hjá konum en 37 þúsund hjá körlum. Sam- kvæmt þessu hefur skráðum atvinnuleysisdögum á landinu fjölgað um tæplega 5 þúsund frá mánuðinum á undan og er aukningin að þessu sinni meiri hjá körlum en konum, eða 4 þúsund dagar á móti þúsund dögum hjá konum. Annað sem athygli vekur er fjölgun skráðra atvinnuleysis- daga á höfuðborgarsvæðinu um 7 þúsund daga á sama tíma og nettó fækkun nemur 2 þúsund dögum á landsbyggðinni. Er hlut- deild höfuðborgarsvæðisins í skráðu atvinnuleysi nú komin í 58% af heildinni. Þetta kemur fram í yfirliti um atvinnuástandið frá vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Fjöldi skráðra atvinnuleysis- daga í októbermánuði sl. svarar til þess að 3.800 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum en það jafn- gildir 2,9% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, sem er aukning um 0,2 prósentustig frá septembermánuði. Til saman- burðar var atvinnuleysið 1,2% í október 1991. Síðasta virka dag októbermán- aðar sl. voru 4.200 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu, eða 400 fleiri en nemur meðaltali mánaðarins sem gefur til kynna að atvinnuleysi hafi aukist þegar leið á mánuðinn. -KK íslensk tónbönd í Ólafsfirði: Kynning á JUVENA snyrtivörum fimmtudaginn 19. nóv. kl. 13-18 Nýjar vörur fyrir dömur og herra Símar 30451 og 30452 Framleiða hljóðsnældur Fyrirtækiö Islensk tónbönd í Ólafsfirði hóf starfsemi sína árið 1991 og er starfsemin einkum fólgin í framleiðslu óátekinna hljóðsnælda sem heita „Studio sound“. Eigend- ur eru hjónin Bjarkey Gunn- arsdóttir og Helgi Jóhannsson. En hver var ástæða þess að ráðist var í þennan frekar óvenjulega atvinnurekstur? „Við sáum auglýsingu í Morg- unblaðinu þar sem fyrirtækið var auglýst til sölu, og sáum þarna möguleika á því að láta það sem aðeins hafði verið rætt fram að því verða að veruleika,“ segir Helgi. „Tækjakosturinn er tvær vélar sem sjá um að spóla þræðinum inn á spólurnar, og svo er önnur vél sem notuð er við fjölföldun. Hulstrin og spólurnar koma frá Hong Kong en þráður- inn frá Þýskalandi, en alla nauð- synlega prentun kaupum við á Akureyri. Við kaupin á fyrirtækinu fylgdu með nokkrir fastir við- skiptavinir, en síðan hefur verið unnið að undirbúningi frekari markaðssetningar og hefur það gengið mjög vel, en Reykjavík- ursvæðið er þó enn óplægður markaður." Fyrsta verkefni íslenskra Tón- banda í fjölföldun var 90 mín. langar Jólasögur fyrír börn en sögumaður er Ólafsfirðingurinn Guðmundur Ólafsson leikari. Hljóðsnældan kom út í desem- bermánuði í fyrra og hlaut góðar viðtökur. GG Karlakór Akureyrar/Geysir: Býöur öldruðum á tónleika Karlakór Akureyrar/Geysir heldur tónleika í Akureyrar- kirkju nk. fimmtudag kl. 20 og hefur öllum vistmönnum á Hlíð, Skjaldarvík, Kristnes- spítala og Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík sérstaklega verið boðið. Öllum öðrum er boðið að hlýða á tónleikana gegn vægu gjaldi, en kórinn mun flytja þar þá söngskrá sem hann bauð upp á í nýlegri ferð suður yfir heiðar. Hafnar eru æfingar fyrir Lúcíu- hátíð sem fram fer 11. og 12. des- ember, en sú hátíð er í margra aug- um orðin ómissandi þáttur í jóla- undirbúningnum. GG Nýjar myndasöguhetjur í Degi: Útivimiandi móðir og ungl- ingamir í Brekkuþorpi Tvær nýjar teiknimyndasögur og stjörnuspá eru meðal efnis sem lesendur Dags fá aukalega með morgunkaffinu frá og með deginum í dag. Teikni- myndasögurnar eru um fólkið í Brekkuþorpi og Salvöru Finns- dóttur, útivinnandi móður sem SALV©R Finnsdóttir - Saga útivinnandi móður Ný myndasaga í Degi - byrjar í dag margir munu örugglega kann- ast við. í gegnum árin hafa lesendur Dags oft óskað eftir því að birt verði stjörnuspá í blaðinu og verður nú orðið við þeirri ósk. Lesendur er þó beðnir um að taka spánni með vissum fyrirvara og líta á hana sem dægradvöl. Báðar nýju teiknimyndasög- urnar njóta mikilla vinsælda erlendis og voru sérstaklega vald- ar fyrir lesendur Dags. Salvör, hin útivinnandi móðir, er meðal þeirra allra vinsælustu í Banda- ríkjunum enda kannast vel flestir við þau vandamál sem hún stend- ur oft andspænis. Þrír unglingspiltar í Brekku- þorpi eru aðal hetjurnar í hinni sögunni og ber þar ýmislegt á góma svo sem stefnumót, algebra, foreldrar og önnur „fullorðins- vandamál.“ Tvær litlar systur eiga það til að angra drengina og auðvitað koma foreldrar þeirra líka við sögu. VG meof oörnin á veroi mrir luo Stór herbergi og stór rúm er só staóall sem Holiday Inn byggir ó. Við ó Holiday Inn höfum því ákveðið að bjóða "Fjölskyldupakka" um helgar í vetur, þar sem hjón geta komið með börnin og átt notalega helgi þar sem ýmislegt er á boðstólum s.s. frítt í sundlaugarnar í Laugardal, HúsdýragarSinn og skautasvelliS. En þessir staðir eru allir í næsta nágrenni við hótelið. Fjölskyldan getur nýtt sér allan sunnudaginn (dví þaS þarf ekki að losa herbergiS fyrr en síðdegis á sunnudegi í stað hádegis eins og tíðkast á hótelum. Veró á herbercji fyrir sólarhringinn 4.900,- með morgunmat Utvegum barnagæslu ef þess er óskab Losun herbergja eftir kl. 5 á sunnudegi Miósvæóis en samt í rólegu umhverfi Þar sem börnin eru í fyrirrúmi Sigtúni 38 - Upplýsingar í síma 91 -689000 - Fax: 91 -680675 NÝR DAGUR AUGLÝSINGASTOFA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.