Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 12
Póstafgreiöslan við Fjölnisgötu verður opin til jóla. Fyrst um sinn verður opið virka daga frá kl. 9 til 16.30, en í des- ember lengist opnunartíminn. Hér er Steinunn Sigvaldadóttir fyrir innan afgreiðsluborðið í gærmorgun. Mynd: Robyn Akureyri: Afgreiðsla Pósts og síma opnuð við Fjölnisgötu Mjolkurvinnslan: Samstarfssamningur mjólkursamlaga - norðlenskt skyr og jógúrt á Reykj avíkurmarkað Samkomulag hefur verið gert milli Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, Flóabúsins á Sel- fóssi, Mjólkursamlags Kaup- félags Eytirðinga og Mjólkur- samlags Kaupfélags Þingey- inga um verkaskiptingu á framleiðslu og sölu tiltekinna mjólkurafurða. Um tvo að- skilda samninga er að ræða; annars vegar á milli Mjólkur- samsölunnar, Flóabúsins og Kaupfélags Eyfirðinga en hins vegar á milli sunnlensku mjólkurvinnslustöðvanna og Kaupfélags Þingeyinga. Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri á Akureyri, sagði í samtali við Dag að samningur- inn á milli MS, Flóabúsins og KÞ byggist á því að Samsalan muni hefja dreifingu á Húsavíkur- jógúrt mjög fljótlega en síðan sé stefnt að því að Flóabúið hætti framleiðslu á jógúrt með tíman- um en jógúrtframleiðslan færist til Húsavíkur. Þá sé til umræðu að Kaupfélag Eyfirðinga taki einnig að sér dreifingu á Húsa- víkurjógúrt. Samningurinn á milli MS, Flóabúsins og Kaupfélags Eyfirð- inga felst síðan í því að Mjólkur- samsalan mun um næstu áramót hefja dreifingu á 200 gramma pakkningum af skyri frá Kaupfé- lagi Eyfirðinga og síðan verður stefnt að því að hætt verði að pakka skyri frá Flóabúinu í þess- ar pakkningar. Þarna er um framleiðslu á um 80 tonnum af skyri að ræða á ársgrundvelli. í þessu sambandi er um byrjun á samstarfi að ræða og ætlunin að þróa það frekar í framtíðinni. Þórarinn sagði að þessi samning- ur fæli engin tímamót í sér en væri ákveðið svar mjólkurbúanna við kröfum um aukna hagræð- ingu. ÞI í gær var opnuð afgreiðsla Pósts og síma í Glerárhverfi, nánar tiltekið á jarðhæð húss Pósts og síma við Fjölnisgötu. Að sögn Gísla Eylands, stöðv- arstjóra Pósts og síma á Akur- eyri, er ætlunin að hafa afgreiðsl- una opna til jóla. „Með þessu ætti að létta á póstafgreiðslunni hérna í miðbænum,“ sagði Gísli. Fyrst í stað verða tveir starfs- menn við útibúið, en í desember verða þeir væntanlega fleiri. „Þarna verður öll þjónusta. Tek- ið verður á móti pósti, ábyrgð- arbréfum og bögglum og sömu- leiðis verður póstur afhentur íbúum fyrir norðan Glerá, þ.m.t. ábyrgðarbréf. Við munum til- greina á tilkynningum hvar póst- urinn verður til afhendingar,“ sagði Gísli Eyland. óþh Embætti ríkissaksóknara: Erindi Sigurðar Björnssonar komið - óvíst hvenær málið verður tekið fyrir Embætti ríkissaksóknara hefur borist í hendur beiðni Sigurður Björnssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Olafsfirði, þar sem hann óskar eftir rann- sókn á viðskiptum Fiskmars hf. og bæjarsjóðs Ólafsfjarðar. Sigurður var sem kunnugt er framkvæmdastjóri og einn eig- enda Fiskmars hf. en fyrirtæk- Þrotabú Kjarabótar á Húsavík: Skiptafimdur í febrúar Tilboðsfrestur í eignir þrota- bús Kjarabótar hf. á Húsavík er til hádegis í dag. Bústjóri, Örlygur Hnefill Jónsson hdl., varðist allra frétta í gær um hvort tilboð hefðu borist í eignirnar. Fyrsti skiptafundur í búinu verður haldinn 19. febrúar nk. Þær eignir sem eru til sölu eru; fasteign að Garðarsbraut 62, auk verslunarlagers, tækja, áhalda og O VEÐRIÐ Norðanskotið sem olli snjó- komu um landið norðanvert í gær heyrir sögunni til. Búist er við suöaustlægri átt í dag með vægu frosti. Næstu daga er spáð hæglætis veðri. Gert er ráð fyrir að á morgun, föstu- dag og laugardag verði hæg breytileg átt og él um allt land - hiti undir frostmarki. sendibíls. Bústjóri vildi ekkert um það segja í gær hvort komin væru tilboð í eignirnar, eða hvort hann ætti von á mörgum tilboð- um. IM ið varð gjaldþrota. Sigurður lýsti því yfir á þriðju- dag í síðustu viku að vegna bókunar Bjarna Grímssonar, fráfarandi þæjarstjóra, ætlaði hann að vísa til embættis rfkis- saksóknara hvort eitthvað sak- næmt hafi verið í viðskiptum Fiskmars við bæjarsjóð Olafs- fjarðar. Tap Ólafsfjarðarbæjar vegna gjaldþrots Fiskmars hf. varð um 7 milljónir króna. Erindi Sigurðar Björnssonar barst ríkissaksóknara í fyrradag en ekki fengust upplýsingar um það hjá embættinu í gær hvenær málið fengi meðferð þar á bæ. JÓH Norðurland vestra: Víða jólafrí í frystihúsunum Þessa dagana er nóg að gera í frystihúsum á Norðvesturlandi, en misjafnt er hvernig vinnu þar verður háttað um jólin. Einar Svansson framkvæmda- stjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. sagði að vinna yfir jólin færi eftir því hvort keyptur yrði meiri Rússafiskur. Fiskiðjan er þessa dagana að athuga um kaup á rúmum 200 tonnum af frystum fiski af rússneskum togara sem staddur er á Sauðárkróki. Ef nóg verður af fiski verður unnið eins og hægt er að sögn Einars. Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Skildi hf. á Sauðárkróki sagði að líklega verði unnið fram til 20. des. eða þar um bil og síðan verði frí fram í miðjan janúar. Kári Snorrason framkvæmdastjóri Særúnar hf. á Blönduósi sagðist ekki geta sagt ákveðið til um hvernig þessu yrði háttað þar, en Húsavík: Þokkaleg rækjuveiði í Skjálfanda - þrír rækjubátar landa daglega Aron ÞH-105 hóf rækjuveiðar á Skjálfanda sl. föstudag. Tvo undanfarna vetur hafa tilrauna- veiðar verið leyfðar í flóanum en nú var úthlutað þar 300 tonna kvóta, 100 tonnum á hvern bát og það eru Guðrún Björg og Fanney sem eru við þessar veiðar auk Arons. Veiðitímabilið hefst 1. okt. og því lýkur 1. maí. í fyrra hafði Aron heimild til að veiða 80' tonn, þá hóf hann veiðarnar á svipuðum tíma og nú en lauk þeim um 20. janúar. Rækjubátarnir þrír landa dag- lega. Rækjan er af millistærð og veiðin þokkaleg. „Það hefur verið lítill fiskur hér, á þessum hefðbundnu mið- um fyrir Norðurlandi, svo við höfum farið suður á netavertíð í febrúar, til Þorlákshafnar. Það er humarkvóti á þessum bát, en hann er ekki til fyrir Norður- landi, svo við höfum haldið áfram á humarveiðunum fyrir sunnan, en verið á rækjuveiðum fyrir norðan og kannski farið á fiskitroll í millitíðinni," sagði Guðmundur A. Hólmgeirsson, skipstjóri á Aron. Hann sagðist alltaf vera að vona að fiskgengd lagaðist fyrir Norðurlandi og skil- yrði væru í sjónum fyrir því að hún gæti lagast. Guðmundur sagði að mikið virtist vera af hrefnu í flóanum og meira yrði vart við hana en áður. IM líklega verði stoppað rétt fyrir jól og þá fram yfir áramót. Hjá Hólanesi hf. á Skagaströnd feng- ust þær fréttir að vinnsla fari eftir því hvenær togarinn landi í síð- asta sinn, verði það rétt fyrir jól muni verða unnið milli jóla og nýárs. Starfsmenn í frystihúsi Hólaness láta af störfum um ára- mót ef ekki tekst að finna nýja leið til bjargar. sþ Tíðar landanir hjá ÚA: Þorskur í mimiihluta - fiski ekið norður frá Þorlákshöfn Tíðar landanir hafa verið að undanförnu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Aflinn sem borist hefur er af ýmsum toga, þorskur hefur verið í minni- hluta. Hrímbakur EA landaði á fimmtudaginn 76 tonnum, þar af voru 26 tonn þorskur. Ufsatonn- in voru 32 og kolinn reyndist 8 tonn. Sama dag bárust 36 tonn frá bátunum Eldeyjar-Hjalta og Eldeyjarboða. Aflanum var land- að í Þorlákshöfn og honum ekið norður. Á mánudaginn kom Árbakur EA með 118 tonn. Uppistaða afl- ans var ufsi, karfi og grálúða. Þorsktonnin voru aðeins tvö. Frosti ÞH landaði í gær 80 tonnum, þar af var ufsi rúmlega 50 tonn, og frystitogarinn Sól- bakur EA kom í nótt til löndun- ar. Aflinn, 131 tonn frosin, er að verðmæti 21 milljón. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.