Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 18. nóvember 1992 Fréttir Styrktartónleikar fyrir Kammerhljómsveit Akureyrar nk. sunnudag: Tónlistarveisla í Gryflimni - í burðarliðnum er þríhliða samningur um rekstur Kammerhljómsveitarinnar Forráðamenn Kammerhljóm- sveitar Akureyrar vonast til að innan skamms verði gengið frá þríhliða samningi sveitarinnar, ríkisins og Akureyrarbæjar um rekstur Kammerhljómsveitar- innar, sem muni gera henni kleift að halda 5-6 tónleika á ári. Fjárhagur sveitarinnar hef- ur verið ákaflega erfiður og eftir síðasta starfsár skuldaði hún á aðra milljón króna. Til þess að reyna að laga stöðuna verður efnt til styrktartónleika í Gryfjunni, sal Verkmennta- skólans á Akureyri, nk. sunnu- dag kl. 16. Á blaðamannafundi í gær um tónleikana á sunnudag og rekstur Kammerhljómsveitarinnar kom fram að menntamálaráðherra og aðrir sem að þessu máli hafa komið, hafi sýnt því mikinn áhuga að tryggja rekstur sveitar- innar. Menn séu því vongóðir um að hægt verði að ganga frá þrí- hiiða samningi innan skamms. Tónleikarnir á sunnudag verða sannkölluð tónlistarveisla. Fram koma um 130 flytjendur, þar af Kammerhljómsveitin og Kórar Akureyrarkirkju og Glerár- kirkju. Af öðrum flytjendum má nefna Christopher Á. Thornton, sópransaxafónn, Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, píanó, Hólmfríði Benediktsdóttur, sópran, Pálma Gunnarsson, dægurlagasöngv- ara, Sigurð Bernhöft, tenór, (nemandi Sigurðar V. Demetz, sem verður viðstaddur tónleik- ana), Óskar Péturson, tenór, Jacqueline F. Simm, óbó og Tom Higgerson, píanó, Jennifer Spear, gítar og Moira Lang, sópran, óbókvartett Tónlistar- skólans á Akureyri, stórsveit Lúðrasveitar Akureyrar og tvö- falt djasstríó. Reiknað er með að tónleikarn- ir taki rúma tvo tíma. Eins og áður segir verða þeir haldnir í samkomusal Verkmenntaskólans á Akureyri, Gryfjunni. Jón Hlöðver Áskelsson, fram- kvæmdastjóri Kammerhljóm- sveitarinnar, vildi koma á fram- færi sérstöku þakklæti til for- ráðamanna skólans fyrir afnot af þessu húsnæði, en þetta eru í fyrsta skipti sem slíkir tónleikar eru haldnir þar. Kammerhljómsveit Akureyrar hefur starfað í fimm ár og á þeim tíma haldið 24 tónleika. Áheyr- endur eru orðnir um 5000. Guð- mundur Óli Gunnarsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akur- eyri, hefur verið ráðinn aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar og eru þetta fyrstu tónleikarnir sem hann stjórnar henni eftir að geng- ið var frá þeirri ráðningu. Fyrstu tónleikar Kammer- hljómsveitarinnar eftir áramót verða 7. febrúar í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Meðal annars verður frumflutt nýtt verk eftir Atla Ingólfsson. Aðrir tón- leikarnir verða 7. mars í íþrótta- skemmunni. Flutt verður Vínar- tónlist undir stjóm Páls Pampichl- ers Pálssonar. Einsöngvarar verða Jón Þorsteinsson, tenór og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran. Priðju tónleikarnir verða á kirkjulistaviku í Akuureyrar- Á blaðamannafundi í gær kynntu þeir Gunnar Frímannsson, rekstrarstjóri Tónlistarskólans á Akureyri og Jón Hlöðver Áskelsson, framkvæmdastjóri Kammerhljómsveitar Akureyrar, tónleika á sunnudag og greindu frá fjár- hagsstöðu hljómsveitarinnar. Mynd: Robyn kirkju 9. maí. Þar flytur hljóm- sveitin ásamt Kór Akureyrar- kirkju og einsöngvurunum Michael Jóni Clarke, tenór og Margréti Bóasdóttur, sópran, sálumessu Gabriels Faurés. óþh Skagaströnd: Útvarp Kántrýbær hefiir útsendingar Sl. laugardag hóf Villfa vestrið á Skagaströnd útsendingar á Útvarpi Kántrýbæ. Það er enginn annar en kántrýsöngv- arinn Hallbjörn Hjartarson sem stendur fyrir þessu uppá- tæki. Að sögn Hallbjarnar verður sent út um helgar til að byrja með. Útsendingartímar verða frá kl. 18 til 2 á nóttunni, föstudaga til sunnudaga. Nær eingöngu verður útvarpað kántrýtónlist, að sögn Hallbjarnar, en það gæti breyst síðar. í framtíðinni segist Hall- björn geta hugsað sér að vera með fréttaþætti og spjall við Hallbjörn er eini starfsmaðurinn. hlustendur, auk auglýsinga sem hann vonast til að fá. Sent er út á FM 100,7 en Hallbjörn segir útsendinguna ekki ná eins víða og hann hafi vonast til. Hann er eini starfsmaður útvarpsins, sér um tæknihliðina sem og annað. Útvarpið er staðsett uppi á lofti í Kántrýbæ, en þar er einnig opið um helgar, en Hallbjörn segir lít- ið að gera þar, hins vegar hafi verið nóg að gera sl. sumar. Hann sagðist ekki hafa fengið mikil viðbrögð við framtaki sínu ennþá, fólk haldi eflaust að hann sé geggjaður en hann kveðst van- ur slíku og ekki kippa sér upp við það. sþ TILROÐ Grilloður kjúklingur 498 pr. stk. Úr kjötborði Þurrkryddoöur höggvinn lombohryggur nvoxtofylltur lombobógur Hvftloukslegið lombolæri Svíno-, lombo- og noutopottréttir Svínokjöt of nýslótruðu í úrvoli Kýr- og noutokjöt of nýslótruðu í úrvoli Nýsteiktor fronskor kortöflur ollon doginn Matvöru- markaðurinn Kaupangi Opið virka daga kl. 9-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Héraðsráð Eyjaíjarðar: Bjöm Valur tekur sæti Bjama Með brottvikningu meirihluta bæjarstjórnar Ólafsfjarðar á Bjarna Grímssyni úr stól bæjarstjóra víkur hann einnig sæti í héraðsráði Eyjafjarðar. Hans sæti tekur Björn Vahir Gíslason, bæjarfulltrúi vinstri- manna í Ólafsflrði. Samkvæmt upplýsingum Hall- dórs Jónssonar, bæjarstjóra á Akureyri og formanns héraðs- ráðs Eyjafjarðar, er Björn Valur varamaður Bjama í ráðinu. Aðrir fulltrúar í héraðsráði eru svo Birgir Þórðarson, oddviti sveitar- stjórnar Eyjafjarðarsveitar, Fiskmiölun Noröurlands á Dalvík - Fiskverö á markaöl vikuna 08.11-14.111992 Tegund Hámarks- Lágmarks- Meðalverð Magn Verðmæti verð verö (kr/kg) (kg) Grálúöa 74 60 65,33 1.651 107.852 Hlýri 45 44 44,43 14 622 Karfi 27 25 25,35 91 2.307 Keila 20 20 20,00 18 360 Lúöa 250 250 250,00 29 7.250 Skötubörð 10 10 10,00 185 1.850 Steinbítur 50 43 45,96 393 18.061 Ufsi 20 20 20,00 10 200 Undirmál þ. 60 60 60,00 289 17.340 Ýsa 94 70 90,25 352 31.768 Þorskur 82 72 76,80 3.978 305.514 Samtals 70,35 7.010 493.124 Flskmarkaöurinn á Skagaströnd hf. - Sala 01.11-13.111992 Tegund Hámarks- Lágmarks- Meðalverð Magn Verðmæti verð verð (kr/kg) (kg) Þorskur 101 70 93,20 7.782 725.311 Þorskur (und.) 71 62 66,97 4.118 275.780 Ýsa 103 90 91,80 7.060 648.109 Karfi 58 40 40,29 2.517 101.418 Lúða 450 450 450,00 34 15.300 Keila 47 47 47,00 145 6.815 Grálúöa 79 79 79,00 711 56.169 Skarkoli 61 61 61,00 260 15.860 Steinbítur 52 52 52,00 1.101 57.252 Ufsi 37 37 37,00 5.567 205.979 Samtals 71,96 29.295 2.107.993 Dagur blrtir vikulega töflu yflr fiskverð h]á Fiakmiðlun Norburlands á Dalvik og nú elnnlg hjá Flsk- markaðlnum á Skagastrónd og grelnlr trá verðinu sem fékkst I vtkunnl á undan. Þetta er gett i Ijðsl þoss að hlutverk flskmarkaða i verðmyndun [slenskra sjávarafuröa hefur vaxlð hröðum skrefum og því sjálfsagt að gera lesendum blaðslns kleift eð fylgjast með þróun markaösverðs á fiskl hér á Norðurlandi. Kristján Pór Júlíusson, bæjar- stjóri á Dalvík og Guðný Sverris- dóttir, sveitarstjóri í Grýtu- bakkahreppi. Héraðsráð mun koma saman til fundar í næstu viku. JÓH Póstur og sími: Fólkfari að huga að jólasendingum erlendis Nú eru ekki nema flmm vikur til jóla og því vill Póstur og sími minna fólk á að vera tímanlega á ferðinni með bögglapóst til vina og ættingja erlendis. Frestur til að póstleggja böggla í skip til Norðurlanda rennur út nk. mánudag, 23. nóvember, en eigi að tryggja að bögglapóstur með flugi til Norðurlanda (A- póstur), Evrópulanda, Kanada og austurhluta Bandaríkjanna komist til viðtakenda fyrir jól eru síðustu forvöð að póstleggja hann 4. desember nk. Viðmiðun- ardagur fyrir bögglapóst (A-póst) til annarra landa er 2. desember. Um jólapóst (jólakort og smá- bögglar) gilda aðrar dagsetning- ar. Jólapóst til Norðurlanda ber að póstleggja í síðasta lagi 16. desember, annarra Evrópulanda 14. desember, Bandaríkjanna 11. desember, Kanada 4. desember og annarra landa 11. desember. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.