Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 18. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Mývatnssveit Á fá byggðarlög er hallað þótt fullyrt sé að Mývatnssveit sé eitthvert sérstæðasta landssvæði á íslandi. í Mývatns- sveit er andstæðum náttúrunnar teflt saman með svo hstilegum hætti að forvitni og aðdáun vekur. Eldvirkni og jarðhiti minna á nálgæð þess afls sem leynist í iðrum jarðar. í nálægð við úfið hraun eru gróðurvinjar að ógleymdu einu fjölskrúðugasta fulgalífi hér á landi. Mývatnssveit hggur hátt - langt inni í landi og af þeim sökum gætir áhrifa meginlandsloftslags meira en á öðr- um byggðum bólum. Þannig eru hlýir sumardagar og kuldi vetrarins hluti af hinum náttúrulegu andstæðum sem þetta landssvæði býr yfir. Af þessum sökum er mönnum annt um Mývatnssveit - bæði heimamönnum og öðrum. Af þessum sökum hefur þetta byggðarlag laðað til sín ferðafólk í meira mæli en aðrir staðir og er ofarlega á blaði þegar fjallað er um leiðir til að auka atvinnu við ferðaþjónustu hér á landi. Að undanförnu hefur hallað á atvinnumöguleika Mývetninga eins og margra er til sveita búa. Samdráttur- inn í landbúnaði hefur tekið sinn toh af afkomu mý- vetnskra bænda eins og annarra. Til viðbótar því er nauð- synlegt að gæta vel að gróðurfari og takmarkar það möguleika manna til ræktunar búfjár - einkum sauðkind- arinnar, sem verið hefur uppistaða í landbúnaði Mývetn- inga í gegnum tíðina. Fyrir um aldarfjórðungi var reist verksmiðja til að vinna kísilgúr úr Mývatni. Með tilkomu hennar sköpuðust ný tækifæri í atvinnumálum auk þess sem íslenskt hráefni er nýtt til framleiðslu á útflutningsvöru. Enginn vafi er á því að tilkoma Kísiliðjunnar hefur veitt umtalsverðu fjár- magni inn í mývetnskt samfélag og skapað lífsskilyrði fyrir fjölda fólks. Þrátt fyrir það hefur aldrei orðið sátt um þennan atvinnurekstur á meðal Mývetninga. Þar ráða til- finningar manna til sveitarinnar og þeirrar sérstæðu og dýrmætu náttúrufegurðar sem hún býr yfir að öhum lík- indum mestu um. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, benti nýlega á í viðtali við Dag að ef ekki hefði verið hafist handa við framleiðslu á kísilgúr á sínum tíma væri Ytriflói í Mývatni nú trúlega fullur og að breyt- ast í fast land. Þetta er einnig áht ýmissa vísindamanna, sem rannsakað hafa lífríki Mývatns, þótt vissulega séu skoðanir nokkuð skiptar á meðal þeirra. Nú starfa um 60 manns hjá þessu fyrirtæki og liðlega 200 einstakhngar byggja afkomu sína á rekstri þess. Þeg- ar tekið er tillit til þess að íbúar Skútustaðahrepps eru um 520 er þetta hátt hlutfall. Borið saman við Reykjavík þýddi sama hlutfah lífsafkomu fyrir aht að 50 þúsund manns. Af þessu er ljóst að mikið er í húfi að rekstur Kísihðj- unnar haldi áfram. Tilvera Mývatnssveitar sem öflugrar byggðar felst í að ólíkir atvinnuvegir geti lifað þar í sátt og samlyndi - bæði við náttúruna og hið mannlega sam- félag, þannig að enginn skaði hljótist af. Rekstur Kísihðj- unnar er þar ein af meginstoðum, auk þess sem efla þarf ferðamannaþjónustuna eftir föngum. Einnig þarf að við- halda þeim landbúnaði sem nú er stundaður og aukin landgræðslustörf gætu orðið hður í því efni. Ef þetta tekst á Mývatnssveit ekki síðri möguleika en aðrar byggðir landsins til að viðhalda öflugri atvinnustarfsemi og gró- andi mannlífi. ÞI Tónlist Óvenjulegur tónlistaratburður - fiðla og píanó á Sal Tónlistarskólans Nokkuð óvenjulegur tónlistarat- burður átti sér stað á Akureyri föstudaginn 13. nóvember. Þá efndu Hiroto Yashima, japansk- ur fiðluleikari, og Hrólfur Vagnsson, harmonikuleikari, til tónleika á Sal Tónlistarskóla Akureyrar. Hljóðfærasamsetning af þessu tagi er ekki tíð að minnsta kosti hér á landi. Það gerði tónleikana forvitnilega. Hvort sem þetta hefur valdið eður ei, voru þeir vel sóttir og var sem næst hvert sæti skipað. Hiroto Yashima er snjall fiðlu- leikari. Hann lék Sex rúmenska dansa eftir Béla Bartók, Zigeun- erweisen eftir Pablo de Sarasate, Liebesfreud, Liebeslied og Schön Rosmarin eftir Fritz Kreisler, Tango eftir Isaac Albeniz í útsetningu Kreislers og Czardas eftir Vittorio Monti af tæknilegri snilld. Einungis örsjaldan kom fyrir, að tónn var ekki alveg réttur, en í heild var leikur hans snjall, hraður, öruggur og feiru- laus. Hrólfur Vagnsson var í hlutverki undirleikara í þessum verkum. Þrátt fyrir mikla tæknilega getu, skorti mikilvægan þátt í góðan leik Hirotos Yashimas. Innlifun var ekki með sem skyldi. Fyrir vikið var leikurinn á köflum nánast vélrænn. Fiðluleikarinn virtist ekki leyfa sér að hrífast með; láta gamminn geysa og hleypa funa í leik sinn, eins og við á í mörgum þeirra verka, sem hér um ræðir, svo sem í rúmensku dönsunum, Zigeunerweise og Czardas. Það var í raun ekki fyrr en í skemmtilegu aukalagi, sem hann brá nokkuð á leik og leyfði tjáningu að komast að eins og við átti. Við annan tón brá í flutningi Hirotos Yashimas á Schenes III fyrir einleiksfiðlu eftír Japanann Toshi Ichiyanagi. Þar virtist fiðluleikarinn vera kominn á svið, þar sem hann gat beitt túlk- unarhæfni sinni. Þetta marg- slungna, fínlega og hugljúfa verk flutti Hiroto Yashima afar fallega og af næmni og snilld, sem hlaut að hrífa hvern þann, sem á heyrði. Hrólfur Vagnsson flutti verkið Dinosaurus fyrir segulband og harmoniku eftir Arne Nordheim. Honum fórst það áfallalaust og faglega úr hendi, en væntanlega hefði verið æskilegt að hafa mann við stilliborð til þess að laga styrk og blæ segulbandsins að spili harmonikunnar, en hún hvarf á stundum nálega alveg í hljóðin af segulbandinu. Þá fluttu Hiroto Yashima og Hrólfur Vagnsson verkið Visio Triformis eftir Peter Wessel. Þetta er nútímalegt verk, þar sem tónskáldið gerir tilraunir með takt eða taktleysu og form. Flutningur þeirra félaga var góð- ur og forvitnilegur. Tilraunir sem þessar eru góðra gjalda verðar og ætíð skemmtilegt að heyra hvað tónskáldum hefur dottið í hug að reyna í verkum sínum. Hrólfur Vagnsson býr og starf- ar í Þýskalandi, en hefur gert talsvert af því að koma heim og halda tónleika. Ætíð flytur hann með sér eitthvað sérkennilegt og skemmtilegt. Því er hann líka kærkominn gestur þá hann kemur. Vonandi verður því ekki langt að bíða þess, að tónlistar- unnendum gefist aftur kostur á því að njóta einhvers þess, sem hann vill bjóða. Haukur Ágústsson. Siðblinda Hitaveitu Akureyrar - svar frá Neytendafélagi Akureyrar og nágrennis Prúðmennið Baldur bæjarlög- maður, var látinn kasta að mér smá viðarteinungi í blaðagrein í gær, þar sem hann vænir mig um að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. En sannleikurinn er sá að lög- maðurinn er sjálfur blindaður og sér ekki skilningstréð fyrir laga- greinum. Baldur minn! nú vil ég taka þig á hné mér, ekki til að rassskella þig, heldur til að reyna að opna augu þín fyrir kjarna málsins, mannlega þættinum. Til þess þarf ég að endurtaka nokkrar stað- reyndir. Vita skaltu, að ég tel innheimt- una löglega, en aðferðina sið- lausa. Því skulum við, Baldur, klippa lagagreinarnar af, líta á tréð, og vita hvort þú sérð ekki siðleysið. 1. Hitaveitan hefur tekið á móti greiðslum frá fjölskyldunum tveim vegna notkunar þeirra á kranavatni. Með því hefur Hita- veitan viðurkennt áætlað notkun- arhlutfall þeirra og tekið við greiðslum í samræmi við það. Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal: Óánægja með fyrirhugaða lokun Krist- nesspítala Á fundi hjá Kvenfélaginu Til- raun í Svarfaðardal, sem hald- inn var 7. nóvember sl., var samþykkt ályktun til að mót- mæla fyrirhugaðri Iokun Krist- nesspítala. „Fundurinn lýsir einróma yfir óánægju með ef Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit verður lagður niður og biður því heilbrigðisráð- herra að gera allt sem í hans valdi stendur til að svo verði ekki,“ segir í ályktuninni. 2. í sumar lokaði Hitaveitan ekki fyrir kranavatnið hjá barna- fjölskyldunum tveim, vegna þess að hún taldi líkur á að hún næði að innheimta skuld hjá þáverandi eigendum íbúðarinnar, og það tókst. Þegar Hitaveitan hins veg- ar frétti að íbúðin hefði komist í hendur manns sem borgaði illa skuldir sínar, snéri hún við blað- inu og lokaði fyrir kranavatnið hjá barnafjölskyldunum og neyddi þær þannig til að þrýsta á nýja íbúðareigandann vegna hans skulda, en það virkaði ekki eins og ljóst er. Baldur minn! Siðleysið felst í því að beita barnafjölskyldunum fyrir sig þrátt fyrir að þær hafi borgað. Til hvers og fyrir hvað var Hitaveitan þá að láta þær borga, ef þær öðluðust engan rétt við það? 3. Hitaveitan bauð barnafjöl- skyldunum að útvega þeim skuldabréf til að þær gætu greitt upp skuld óreiðumannsins. Þetta var eins og ég hef áður sagt engin gjöf eða vinargreiði, því fjöl- skyldurnar áttu sjálfar að bera alla áhættu og kostnað af skuld- inni og meðfylgjandi málaferlum. Núna eftir að málið er orðið opinbert hafið þið loksins haft nægan tíma og þolinmæði til að útskýra lagagreinarnar fyrir fjöl- Dr. Hermann Pálsson, pró- fessor emeritus við Háskólann í Edinborg, flytur fyrirlestur við Háskólann á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 19. nóvember. Fyrirlesturinn nefnir Hermann „Kringum Völu- spá“. Dr. Hermann Pálsson er einn skyldunum og ekki skemmir það heldur ef þú leiðbeinir þeim í gegnum lagafrumskóginn og sérð til þess að þær þurfi ekki að bera nokkurn kostnað af lántöku og innheimtuaðgerðum. Það er þarna sem Hitaveitan brást, þið gáfuð ykkur ekki næg- an tíma til að kanna og kynna málið. Þegar þið eruð loksins neyddir til þess með opinberri umfjöllun að gefa því nægan gaum, verða viðbrögð þessa ólánsama fólks, eins og þú kemst svo fallega að orði, Baldur minn, „hvers vegna var okkur ekki sagt þetta“? Þarna liggur nefnilega vandinn, enginn hafði nennt eða gefið sér nægan tíma til að útskýra þá þröngu stöðu sem Hitaveitan er í, heldur bara látið kné fylgja kviði í nafni laganna. Eftir að vera búnar að vera vatnslausar í um einn mánuð, og ekkert útlit fyrir lausn í sjónmáli, snéru fjölskyldurnar sér til Neyt- endafélagsins. Árangur: Nú eru þær aftur komnar með heitt vatn, og þið sjónina aftur. Það nægir mér. Fyrir hönd Neytendafélags Akureyrar og nágrennis: Vilhjálmur Ingi Árnason. af kunnustu rýnendum íslenskra fræða. Hann hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um hugðarefni sín og er einn mikilvirkasti þýð- andi íslenskra fornbókmennta á enska tungu frá upphafi vega. Fyrirlestur Dr. Hermanns hefst kl. 17.30 í stofu 24 í aðal- byggingu Háskólans við Þing- vallastræti 23. Háskólinn á Akureyri: Dr. Hennaim Pálsson flyt- ur fvrirlestur um Völuspá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.