Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 18. nóvember 1992 Dagdvelja Stjörnuspá " eftir Athenu lee * Miðvikudagur 18. nóvember G Vatnsberi (20.Jan.-18. feb.) ) Þú ert friðlaus og það angrar þig mjög. Reyndu að láta það lítt á þig fá og stefndu að því að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld. Fiskar (19. feb.-20. mars) Reyndu að greina á milli þeirra sem einlæglega vilja hjálpa þér og hinna. Hugaðu að því sem þú hefur trassað undanfarið. Happatölurnar eru 9, 20 og 32. C Hrútur (21. mars-19. aprfl) Það borgar sig ekki að stinga vandamálunum undir stól því þau geymast ekki vel. Kvöldið verður rómantískt. Naut (20. apríl-20. maf) Dagurinn er sérlega gefandi fyrir þá sem vinna í beinum tengslum við annað fólk. Hins vegar kann að reyna á þolinmæðina heima- fyrir. d Tvíburar (21. maf-20. Júnl) J Auðugt ímyndunarafl þessa dag- ana er árangursríkt í skapandi störfum. Fjölskyldumálin krefjast athygli þinnar. d Krabbi (21. JúnI-22. Júll) J Þér hættir til að vera of örlátur á tíma þinn og aðrir munu notfæra sér það. Þú átt ekki að láta aðra hafa áhrif á þig. IJón (23. Júlf-22. ágúst) J Ekki taka vanhugsaðar ákvarð- anir því málin eru flóknari en við fyrstu sýn. Taktu þátt f sam- kvæmi í kvöld. (1 Meyja (23. ágúst-22. sept.) J Gættu að því hvað þú segir og við hvern því þú veist ekki hverj- um er treystandi. Vertu hreinskil- inn heimavið. Happatölur eru 4, 13 og 26. Q Vog (23. sept.-22. okt. D Það ríkir þægilegt og hamingju- ríkt andrúmsloft í einkalifinu. Fólk sem þú telur hlédrægt kann að sýna á sér nýjar hliðar. C Sporðdreln\ (23.okt.-21.n6v.) J Opinberar fréttir munu hreinsa burt ákveðnar efasemdir. Þá munu vinsamleg samskipti gefa góða raun þótt síðar verði. (±_ Bogmaöur ^ (22.n6v.-21.des.) J dag skaltu gera áætlanir tengd- ar fjárhag og frama. Líttu sér- staklega á gildi persónulegra sambanda. Steingeit 'N (22. des-19.Jan.) J Fortíðin tengist tilfinningalegum vandamálum svo þú skalt gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar. En þetta verður ekkert mál ef þú ert vel vakandi. mm; A nóturium Hjúskaparbrot? í munnlegu lögfræðiprófi í háskólanum: Prófessorinn: „Mér hefur skilist að þú sért trúlofaður. Segðu mér, væri það hjúskaparbrot ef ég færi með unnustu þinni í sumarleyfi?" Lögfræðineminn: „Já, alveg tvímælalaust.“ Prófessorinn: „Ertu nú alveg viss um það? Mundu, að þú ert ekki kvæntur henni. Lögfræðineminn: „Nei, en þú ert kvæntur, mundu það!“ Þetta verður eitt af betri árunum þótt þú megir ekki ætlast til að allt verði dans á rósum. Einhver vandamál og vonbrigði koma upp um mitt árið. Það verður mikið um gleðskap og sam- kvæmi en gleymdu þér samt ekki. Síðari hluta ársins hefur þú e.t.v. möguleika á að auka hróð- ur þinn og rómatíkin verður ekki langt undan. Þetta þarftti Samvaxnir tvíburar Vitað er um a.m.k. eitt tilfelli að fæðst hafa samvaxnir tvíburar á Islandi. Árið 1745 eignaðist kona á Ker- hóli í Eyjafirði tvíbura, stúlkur, sem voru samvaxnar frá viðbeini og niður undir nafla. Stúlkurnar lifðu í nokkra mánuði en létust þá með fárra klukkustunda millibili. OrbtakSb Að taka djúpt í árinni Orðtakið merkir að fullyrða mikið eða vera ómyrkur í máli. Það á rætur að rekja til sjómennsku. Eiginleg/upprunaleg merking orðtaksins er að róa þannig að ár sé djúpt í sjó. Á seinni tímum hafa margir not- að þolfall og sagt „að taka djúpt í árina". Þágufallsmyndin er rétt- ari. Andstætt orðtak er „að taka grunnt í árinni". Það merkir að vera hóflegur eða kröfulítill. Afrek! „Hann hefur verið giftur tvisvar sinnum og auk þess tekið þátt í seinni heimsstyrjöldinni." Ókunnur höfundur. STORT Milljónagufubað Á þessum síð- ustu og verstu tímum að- haldssemi og sparnaðar til sjós og lands hafa hinir háu herrar í fjár- málaráðuneyt- inu gert þá stórmerku uppgötvun að til þess að auka afköst starfs- manna verði að sótthreinsa alla starfsmenn hátt og lágt, og það helst daglega ef vel á að vera. Það fannst sum sé einhver kompa í kjallara ráðu- neytisins, þar sem setja á upp gufubað fyrir einhverjar millj- ónir sem engin not eru fyrir! Nema þar séu að koma í dagsljósið aurarnir sem að undanförnu hafa verið klipnir af ellilífeyri þeirra „hátekju- manna“ sem reyna að vinna fyrr nauðþurftum sínum og sinna og hafa meira en 66 þúsund krónur í mánaðarlaun. En sjálfsagt er þetta „hið besta mál“ því: Óhreinindi hafa á ýmsa svifið sem ösla í svaðinu gott efráðamenn geta sig þrifið í gufubaðinu. Betur má ef duga skal í „Gæslutíðindum", riti Land- helgisgæslunnar, er m.a. rætt um búnaðarskoðanir varð- skipsmanna um borð í fiskiskipum og sagt að þar komi ýmislegt í Ijós sem betur mætti fara. Varðskipsmenn af Ægi fóru nýlega um borð í íslenskan fiskibát og geröu eftirfarandi athugasemdir auk þess sem báturinn var hið snarasta sendur í land. 1. Veiðileyfi ekki um borð, var hjá útgerðarmanni og gefið út á annan bát með sama nafni. 2. Haffærisskírteini ekki um borð, geymt hjá útgerðar- manni. 3. Bjarghringir merktir öðrum báti. 4. Lögskráning ekki um borð. 5. Atvinnu- skírteini ekki um borð. 6. Þjóð- ernisskírteini og mælibréf ekki útgefið á rétt skipsnafn. 7. Ekki vitað hvenær gúmbátar voru skoðaðir. Og svo er verið að tala um að (slendingar eigi besta fiskiflota á norðurhveli jarðar... Litlir og Ijótir Maístjörnuna eftir Laxnes þekkja flestir nemendur og syngja oft við raust. Er nem- endur 8. bekkj- ar, busarnir, mættu í skól- ann eitt haust- ið tóku nemendur 10. bekkjar á móti þeim kyrjandi þessa nýja útgáfu af Maístjörnunni: Ó hve litlir og Ijótir þessir vesalingar eru aðeins í áttundu gráðu ofverndaðir aular. En við tíundu bekkir erum svo mergjaðir þið hafið ekkert að bjóða nema dugleysi og hor.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.