Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 18.11.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. nóvember 1992 - DAGUR - 11 Íþróttir Rögnvaldur segir sig úr skíöalandslíðinu Skíðagöngumaðurinn Rögn- valdur Ingþórsson frá Akur- eyri hefur nú sagt sig úr skíða- landsliðinu með formlegum hætti. Astæðuna segir hann fyrst og fremst vera óánægju sína með vinnubrögð SKI í málefnum skíðagöngumanna. Knattspyrnuiið Þryms á Sauð- árkróki hefur nú gengið frá ráðningu þjálfara. Tindastóls- maðurinn og markahrellirinn Guðbrandur Guðbrandsson mun þjálfa liðið næsta sumar, ásamt því að leika með. Honum til aðstoðar verður Þórarinn Thorlacius sem þjálfaði Þrym á síðasta ári og verður hann jafnframt liðsstjóri. Annar Tinda- stólsmaður hefur einnig gengið í raðir Þryms. Það er hinn 18 ára Finnur Kristinsson. Mikill fengur er að þessum mönnum fyrir liðið. Guðbrandur er mikill marka- skorari en þurfti talvert að sitja á bekknum hjá Tindastól í sumar. Hann hefur m.a. verið kosinn knattspyrnumaður Sauðárkróks og verður spennandi að fylgjast Daníel Jakobsson er því orð- inn eini skíðagöngumaðurinn í A-landsIiðinu. Rögnvaldur er einn okkar besti skíðamaður og tók meðal annars þátt í Ólympíuleikunum á síðasta vetri. „Þessi ákvörðun er í raun viðbrögð mín við því að með árangri hans sem þjálfara og hvort slagorð Þrymsmanna verð- ur loks að veruleika, þ.e. Þrymur í 3. deild. Guðbrandur mun hrella markverði 4. deildarinnar næsta sumar ásamt því að þjálfa Þrym. Skíðasambandið ákvað að skera niður fjárframlög til skíða- göngumanna um 60% miðað við það sem áður var búið að segja og var það þó lítið. Þetta varð til þess að maður fór að hugsa sinn gang. Einnig hefur allur undir- búningur verið í óvissu og maður hefur ekki getað skipulagt neitt varðandi æfingar eða persónulegt líf. Með þessu útiloka ég einn óvissuþátt og get skipulagt hlut- ina sjálfur," sagði Rögnvaldur þegar Dagur sló á þráðinn til hans til Umeá í Svíþjóð þar sem hann stundar nám. Hann sagist þó alls ekki hættur á skíðunum og hefði í raun aldrei verið í betra formi. Aðstæður til æfinga í Umeá eru eins og best verður á kosið og hefur hann úr 6 mismun- andi göngubrautum að velja. „Á þessu stigi hef ég ákveðið að miða undirbúninginn við Ólympíuleikana í Lillehammer á næsta ári en HM í Falum nú í vet- ur er kannski meira aukaatriði þó ég kannski keppi ef ég verð í góðu formi." Það er því ljóst að þó Rögnvaldur hafi sagt skilið við Skíðasambandið má búast við frekari afrekum af hans hálfu á næstunni. „Nú hef ég tíma til að æfa meira og betur en nokkru sinni fyrr,“ sagði Rögnvaldur Ing- þórsson að lokum. Guðbrandur Guðbrands- son þjálfar Þrym Rúnar Sigtryggsson verður fjarri góðu gamni í kvöld þegar Þór mætir ÍR. Vonir standa til að hann verði til í slaginn í næstu umferð en liðböndin eru ekki slitin eins og óttast var í fyrstu. Mynd: Robyn íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Spennandi leikir í 10. umferð í kvöld verður leikin 10. umferðin í 1. deildinni í hand- bolta. KA-menn spila annan útileikinn í röð er þeir mæta ÍBV í eyjum, en liðin sem komu upp úr 2. deild í fyrra, Þór og IR, eigast við í íþrótta- höllinni á Akureyri. Fleiri athyglisverðir leikir fara fram. Hans Guðmundsson mætir sínum gömlu félögum í FH og erki óvinirnir Valur og Víkingur keppa að Hlíðarenda. En þá að leik kvöldsins á Akureyri. Haft var samband við þjálfara liðanna og þeir spurðir um leikinn. Jan Larsen, Þór: „Ég er bjartsýnn á leikinn í kvöld. Við höfum verið að spila vel og svo verður heppnin von- andi okkar megin í kvöld. Það má alls ekki gefast upp þó móti blási. Auðvitað er slæmt að hafa ekki Rúnar en það kemur maður í manns stað og nú verður bara að treysta á aðra. Stuðningur áhorfenda skipti verulega sköpun síðast og ég vona að það verði eins í kvöld því ég lofa skemmti- legum leik,“ sagði Jan Larsen. Brynjar Kvaran, ÍR. Brynjar Kvaran er Akureyring- um að góðu kunnur þar sem hann þjálfaði lið KA fyrir nokkru síðan. Hann er að gera góða hluti með ÍR og hefur frammistaða liðsins komið verulega á óvart. Hann bjost við spennandi leik. „Það er alltaf erfitt að leika fyrir utan höfuðborgarsvæðið, enda mörg liðin með sterkan heima- völl. Þórsarar hafa komið Bikarkeppni í handbolta Þá eru komnar endanlegar dagsetningar á bikarleikina í hadboltanum í 16 liða úrslitum karla og kvenna. Leikirnir verða sem hér segir: Kvennaflokkur: Föstudagur 20 nóv.: FH-Haukar kl. 19.00 Sunnudagur 22. nóv.: Fram-Ármann kl. 18.30 KR-Víkingur kl. 20.00 Mánudagur 23. nóv.: Stjarnan Selfoss kl. 20.00 Karlaflokkur: Laugardagur 21. nóv.: FH b-Valur kl. 15.30 ÍR-ÍBV kl. 16.30 ÍR b-Grótta kl. 18.00 Sunudagur 22. nóv.: UBK-Fram kl. 18.30 Fram b-Haukar kl. 21.30 Selfoss-HK kl. 20.00 ÍH-KA kl. 16.30 UMFA-Víkingur kl. 20.00 skemmtilega á óvart og því má búast við hörkuleik,“ sagði Brynjar Kvaran. Leik Þórs og Skallagríms flýtt Nokkrar breytingar hafa nú orðið á áður birtri leikja- niðurröðun í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. Meðal annars hefur leik Þórs og Skallagríms verið flýtt um 2 daga. Hann verður næstkomandi föstudagskvöld kl. 20.00 í Borg- arnesi. Þá verður leikur Tinda- stóls og Njarðvíkinga f 1. deild kvenna, sem frestað var um síð- ustu helgi, leikinn 6. febrúar. Halldór Arinbjarnarson Rögnvaldur Ingþórsson hefur nú ákveðið að skipuleggja sínar æflngar sjálf- ur frekar en vera í sífelldri óvissu um hvað Skíðasamband íslands ætlast fyrir. © < 46. -tyrirþlg ogþina fjölskyldu! leikvikd Logi Már Einarsson lagði Alla Gísla Logi Már Einarsson náði að vinna Alfreð Gíslason í síðustu umferð. Báðir náðu reyndar ágætis árangri. Alfreð var með 8 rétta en Logi Már 9. Þeir félagar virðast í meira lagi samhentir því þeir voru með alla sömu leikina rétta og aðeins leikur Reading og Birmingham skildi á milli. En 1 leikur er nóg og því er þátttöku Alfreðs Gíslasonar í getraunaleik Dags lokið að þessu sinni og því getur hann einbeitt sér að handboltanum. Leikurinn berst nú áfram um KA-liðiö þvi Logi Már skoraði á Pétur Bjarnason hornamann í Ldeildar liði KA í handbolta. „Ég ákvað aö velja einhvern sem hefur eitthvað smá vit á þessu," sagði Logi. „Annars er ég alveg öruggur með að vinna þrátt fyrir það. Þó ég hafi ekki minnsta áhuga á þessum málum eða íþróttum yfirleitt, eins og þeir sem mig þekkja geta vitnað um, þá hef ég heilmikiö vit á þessu," sagði Logi einnig. Pétur tók vel i áskorun Loga og sagöist mundu gera sitt besta. „Reyndar sakna ég þess að sjá ekki mína menn á seðlinum, en það eru að sjálfsögðu Úlfarnir." Um næstu helai kemur síöan í Ijós hvor hefur betur. islendingar verða heldur betur að herða sig i „tippinu" þvi enn einu sinni náði enginn öllum 13 leikjunum réttum. Það voru hins vegar 217 getspakir Svíar sem það gerðu. Er með hreinum ólikindum hversu illa okkur virðist ganga að spá í leikina. Salan á getraunaseðlum var svipuð í síðustu viku og verið hefur, en hér á landi var selt fyrir 7 milljónir. Ekkert var leikið í úrvalsdeildinni ensku og því voru allir leikirnir á seðlinum úr 2. deild. Nú eru hins vegar 9 af 13 leikjum úr úrvalsdeildinni, og þá er bara að drífa sig út á næsta sölustað. Logi u ♦-» Q- ‘flj Q. I/> C JX 1. Coventry-Man. City 12 1 2. Crystal Pal.-Nott. Forest 1X 2 3. Everton-Chelsea 1X 1X 4. Leeds-Arsenal 1 12 5. Man. Utd.-Oldham 1 1 6. Middlesbro-Wimbledon 1 1X 7. Norwich-Sheff Utd. 1 1 8. Sheff. Wed.-lpswich 1 X 9. Tottenham-Aston Villa 12 2 10. Barnsley-Birmingham 1 1X 11. Bristol City-Swindon 1 12 12. Luton-Millwall 12 X2 13. Portsmouth-Tranmere 12 2 Upplýsingar um rétta röð og vinningsupphæðir: Lukkulínan 99-1000 • Textavarpið síða 455 Símsvari 91-814590 • Grænt númer 99-6888

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.