Dagur - 19.11.1992, Síða 3
Fimmtudagur 19: nóvember 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Sauðárkrókur:
Bflaviðskipti blómleg
Skipverjar á rússneska togar-
anum Poljarnoe sem nú er
staddur á Sauðárkróki hafa
gert það gott í Lödu-kaupum
undanfarna daga. Að sögn
Baldurs Heiðdal, bflasala á
Sauðárkróki, er sannkölluð
jólavertíð hjá honum.
Rússarnir fengu útborgað á
þriðjudag og þá voru miklar ann-
ir á bílasölunni. Segist Baldur
hafa selt þó nokkuð margar Löd-
ur af ýmsum árgerðum. Sú elsta
var fólksbíll af ’78 árgerð. Sölu-
verð bílanna er frá 20-100 þúsund
krónur, en „draumaverð“ Rúss-
anna segir Baldur vera á bilinu
50-60 þúsund.
Þetta hefur reynst kjörið tæki-
færi fyrir þá sem eiga Lödur er
þeir vilja losna við. Rússarnir
sækjast mest eftir þessari gerð
bíla, en líta einnig á aðrar gerðir,
helst evrópska. Heyrst hefur að
rússneskir sjómenn eigi viðskipti
með vodka að skiptimynt, en að
þessu sinni fer lítið fyrir því. Þeir
borga orðið með dollurum.
Sumir bílanna eru númerslaus-
ir og að sögn lögreglu á Sauðár-
króki stöðvuðu þeir einn sjó-
mannanna á þriðjudag, þegar
hann læddist á Lödunni sinni til
að ná sér í bensín. Var bíllinn
dreginn á bryggjuna aftur. sþ
Skólanefnd fyrir Menntaskólann á Akureyri:
Mótmælir seinagangi við undir-
búning byggingafranikvæmda
- hvergi í framhaldsskóla jafn lítið rými á nemanda
Skipverjar á rússneska togaranum Poljarnoe hafa gert það gott í Lödu-kaup-
um undanfarna daga. Mynd: sþ
Bólumarkaðurinn
Skólanefnd fyrir Menntaskól-
ann á Akureyri samþykkti á
fundi sínum á þriðjudag hörð
mótmæli vegna seinagangs
sem nefndin segir að hafi ein-
kennt undirbúning bygginga-
framkvæmda við skólann.
Skorað er á Alþingi og Hér-
aðsnefnd Eyjafjarðar að veita
skólanum öflugan stuðning og
hraða framkvæmdum, jafnvel
með lántökum ef hagkvæmt
þyki.
Samþykkt skólanefndar fyrir
Menntaskólann á Akureyri er
svohljóðandi:
„Með tilvísun til nýrrar skýrslu
Tryggva Gíslasonar skólameist-
ara um byggingamál Menntaskól-
ans á Akureyri mótmælir skóla-
nefnd harðlega þeim seinagangi
sem einkennt hefur undirbúning
byggingaframkvæmda. Nefndin
vekur athygli á þeirri staðreynd
að rými fyrir hvern nemanda í
nothæfu kennsluhúsnæði er
Nýi Kodak-litmyndastækkarinn veitir mikla möguleika.
Pedrómyndir á Akureyri:
Ný þjónusta í
stækkun litmynda
„„Create a print“, Iitmynda-
stækkarann sá ég fyrst á stórri
vörusýningu í Bandaríkjunum
árið 1988. Stækkarinn vakti þá
þegar mikla eftirtekt, en skil-
aði ekki jafn miklum gæðum
og sá stækkari sem nú er kom-
in á markað. Þegar við fluttum
í nýja verslunarhúsnæðið í
sumar þótti sjálfsagt að taka í
notkun stækkara af annarri
kynslóð þessa undratækis frá
Kodak,“ segir Friðrik Vest-
mann, eigandi fyrirtækisins
Pedrómyndir hf. á Akureyri
sem starfrækt er við Skipa-
götuna í nýju húsi.
Að sögn Friðriks gefur lit-
myndastækkarinn nær ótæmandi
möguleika. Negatfv litfilman er
sett í stækkarann og af filmunni
er sú mynd valin sem stækka á.
Myndin kemur upp á tölvuskjá
og þar er hægt að velta henni að
vild og velja blæbrigði og birtu-
stig. Stærsti möguleiki til stækk-
unar er 28x35 cm. Jafnframt er
hægt að afmarka hluta myndar-
innar og stækka hann síðan.
„Þeir viðskiptavinir sem hafa
reynt þessa þjónustu eru mjög
ánægðir. Myndirnar eru settar á
þykkan Royal-pappír frá Kodak,
sem er hinn besti sem fyrirtækið
framleiðir. Hægt er að velja
nokkrar stærðir og viðskiptavin-
urinn er með fingurna á hvernig
hann vill hagræða myndefninu í
myndfletinum. Þjónusta þessi er
á mjög viðráðanlegu verði. Já, ég
vil segja að þetta sé ódýrt. Ef við-
skiptavinurinn vill fá karton um
myndina þá eigum við slíkt og
hér er úrval ramma á boðstól-
um,“ segir Friðrik Vestmann í
| Pedrómyndum.
aðeins 4,4 fermetrar, sem er það
lakasta er þekkist í nokkrum
framhaldsskóla á landinu. Af
þeim sökum ætti Menntaskólinn
á Akureyri að njóta forgangs við
úthlutun framkvæmdafjár.
Skólanefnd lýsir andstöðu sinni
við hugmyndir um hvika frá
þeirri stefnu menntamálaráðu-
neytis að skólinn rými 600
nemendur á meðan eftirspurn
eftir skólavist er slík sem raun
ber vitni. Með hliðsjón af þeirri
menningarlegu og efnahagslegu
þýðingu sem öflugur menntaskóli
hefur fyrir Eyjafjarðarsvæðið
skorar skólanefnd fyrir Mennta-
skólann á Akureyri á Héraðs-
nefnd Eyjafjarðar og Alþingi að
veita skólanum öflugan stuðning
og hraða framkvæmdum eins og
unnt er - með lántökum ef hag-
kvæmt þykir.“ JÓH
a5 Eiðsvallagötu 6
verður opinn laugardaginn 21. nóvember kl. 11-15
og sunnudaginn 22. nóvember kl. 13-16.
Nú líður senn að jólum og tilvalið að
fara að huga að jólagjöfum!
Um helgina verður meðal annars boðið upp á:
Heimatilbúnar nælur og hálsfestar, sængurverasett,
íslensk framleiðsla, gammosíur, skó, sælgæti,
myndbönd, reyktan silung, kartöflur
og sitthvað fyrir safnara og fleira og fleira.
Haddýarbrauð verður á sínum stað.
Á Bólumarkaðnum verður hægt að finna ýmsa
nytjahluti, sem ekki eru á boðstólum annars staðar.
Nánari upplýsingar í síma 26869 (Ásthildur).
k.....
HRÍSALUNDUR
jk Herragallabuxur áður kr. 2995 nú 1995
Dömupeysur áður kr. 2495 nú 1495
* Dömujogginggallar áður 2995 nú 1995
Jólatilboð
Kynning
á bökunarvörum
og niðursoðnu
grænmeti
á Ariel Color
föstudag
kl. 14-19
Tilboð Spánskar
Sælkeraverslun ém
stórmarkadsverdi
Nýtt!
Heilsu sælgæti
i úrvali
Jóla-
vörur i
úrvali