Dagur - 28.11.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. nóvember 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Skýrsla fyrir Héraðsráð Eyjafjarðar um flutninga í Eyjafirði:
Mikið framboð á vöruflutningum
vekur spurningar um dreiflngarkostnað
Á fundi Héraðsráðs Eyjafjarð-
ar í gær var kynnt skýrsla um
flutninga í Eyjafirði, sem
Byggðastofnun vann að beiðni
Héraðsráðs. Hjalti Jóhanns-
son, Iandfræðingur, vann
skýrsluna að mestu fyrir hönd
Byggðastofnunar.
Iþessari skýrslu er gefið yfirlit
yfir stöðu flutningamála í Eyja-
firði, þ.m.t. flutningar á landi,
fólksflutninga, vöruflutninga,
flutninga á sjó, flutninga í lofti og
póstflutninga. Pá er fjallað um
skólaakstur og sorpflutninga. í
lok skýrslunnar er flutningaþörf í
Eyjafirði metin og gerðar tillögur
að breytingum á skipulagi flutn-
ingsmála.
í tillögum um fólksflutninga
kemur fram að hugsanlegt sé að
nýta að einhverju leyti til
almenningssamgangna þá bifreið
sem nú er ekið leiðina Kristnes-
Akureyri fyrir starfsfólk Krist-
nesspítala. Þennan akstur væri
hugsanlegt að tengja Hrafnagili.
Um tengsl Þelamerkurskóla
við Akureyri segir í skýrslunni:
„Tengsl staðarins við Akureyri
mætti leysa að hluta með því að
nota skólabíl sem sækir skóla-
börn inn Glæsibæjarhrepp að
bæjarmörkum Akureyrar.“
Lagt er til athugað verði hvort
ferð sérleyfishafa frá Ólafsfirði
og Dalvík geti hafist fyrr á
morgnana með þarfir framhalds-
skólafólks og annarra í huga sem
þurfa að komst til Akureyrar fyr-
ir kl. 8.
Um vöruflutninga segir orð-
rétt: „Framboð á vöruflutningum
á svæðinu virðist vera mikið.
Framleiðendur og umboðsaðilar
á matvörumarkaði hafa t.d. oft
hver sitt dreifikerfi. Þetta vekur
upp spurningar um hvort dreif-
ingarkostnaður verður ekki of
stór hluti af vöruverði. Vegna
þess hve samkeppnin er hörð er
Umsjón Hængsmanna með ASÍ þinghaldinu:
„Þetta heftir þjappað klóbbfélögum samaif
- segir formaður undirbúningsnefndar
„Þetta gekk í stórum dráttum
vel og áfallalaust. Að vísu
stríddi okkur hljóðmagnari á
miðvikudag en mér heyrist á
þingfulltrúum og þeim sem
stjórna þinginu að þingið hafi
tekist vel. Hér sé aðbúnaður
góður og Höllin henti vel til
þinghaldsins," sagði Kristján
Kristjánsson, formaður undir-
búningsnefndar Lionsklúbbs-
ins Hængs vegna ASI þings á
Akureyri. Sem kunnugt er
hafði klúbburinn umsjón með
undirbúningi og framkvæmd
þinghaldsins.
Akureyri sem sá um sölu á mat í
húsinu. En það sem hann segist
ánægðastur með er áhugi klúbb-
félaga á starfi kringum þingið.
„Ég tel að þetta hafi þjappað
klúbbfélögum saman. Þetta er
það stærsta sem við höfum tekið
að okkur. Og fyrir okkur
er
ánægjulegast að heyra í þingfull-
trúum með hvernig til hafi
tekist,“ sagði Kristján.
Að jafnaði voru 6-7 klúbb-
félagar að störfum í Höllinni en
jafnframt komu fjölskyldur
félaga að þessu starfi. JÓH
sennilega ákaflega hæpið að aðil-
ar geti sameinast um flutninga
eða notað áætlunarferðir sem fyr-
ir hendi eru. Frá hagkvæmnis-
sjónarmiði væri slíkt þó æskilegt,
en þar sem um einkarekstur er að
ræða er að þetta að sjálfsögðu
mál þeirra sem hann stunda."
Fram kemur í skýrslunni að í
athugun sé hjá Pósti og síma að
bjóða út landpóstaflutninga á
fjórum svæðum innan Eyjafjarð-
arsvæðisins. Um flutninga á pósti
á milli pósthúsa segir orðrétt:
„Athuga þarf hvort hægt er að
aðlaga ferðir sérleyfishafans frá
Akureyri til Dalvíkur og annarra
staða við utanverðan Eyjafjörð
að vestan að þörfum póstþjónust-
unnar fyrir flutning á póstpokum.
Til þess þyrftu ferðir að hefjast
ekki seinna en 9 virka daga, en
um þessar mundir hefjast þær kl.
12.30. Með þessu móti kæmist
póstur fyrr í dreifingu á umræddu
svæði.“
Um sorpflutninga segir í
skýrslunni að líklega sé hægt að
auka hagræðingu og samræmingu
á þjónustu með því að bjóða í
auknum mæli út sorpflutninga á
Héraðsnefndarsvæðinu og er í
því sambandi bent á samvinnu
sveitarfélaga við utanverðan
Eyjafjörð að vestan. óþh
Léttsteypan:
Steypt á
Muígær
„Við erum að steypa hér á
fullu í dag,“ sagði Hinrik
Árni Bóasson, stjórnarfor-
maður Léttsteypunnar hf. í
Mývatnssveit í gær. Eins og
fram kom í Degi hefur Jón
Árni Sigfússon keypt hús-
næði og vélar Léttsteypunn-
ar, en eftir er að ganga frá
samningum um hvernig
rekstri hennar verður hagað
í framtíðinni.
„Þetta er óbreytt ennþá en
það eiga eftir að fara fram við-
ræður um hvernig áframhaldið
verður. Við vonum að þetta sé
hið besta mál, en það er eftir
að útkljá hvort það verður
Léttsteypan sem rekur þetta,
eða hver það verður. Mikil-
vægast var að húsið kæmist í
eigu heimamanna á ný,“ sagði
Hinrik Árni.
f gær voru fjórir starfsmenn
að vinna hjá Léttsteypunni og
tiltölulega mikið hefur verið
að gera, að sögn Hinriks Áma.
„Það hefur verið óvenjú lífleg
sala, miðað við barlóminn t
þjóðfélaginu. Það er mest að
gera við innveggjahellurnar.
Eg hef trú á að þetta verði rek-
ið áfram í hvers nafni sem það
verður,“ sagi Hinrik Ámi. IM
Hluthafafundur Hagfélagsins á Hvammstanga:
Ákveðið að afla félaginu rekstrarQár
Kristján sagði gott samstarf
hafa verið með Bautanum á
Hagfélagið hf. á Hvammstanga
hélt hluthafafund sl. fimmtu-
Magnús Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Víking Brugg og Örn Ingi,
hönnuður umbúða, dreypa á jólamiðinum. Mynd: gg
Jólabjór Víking-Brugg hf. á markaðinn:
Myndlistamaður hannar
umbúðir bjórsins
Nokkur sl. ár hefur Víking-
Brugg hf. sett á markaðinn sér-
stakann jólabjór og svo er
einnig nú. Að þessu sinni er
farin svolítið óvenjuleg leið,
þ.e. myndlistamanni er boðið
að sjá um hönnun á umbúðum
á jólabjórnum og er hugmynd-
in að valinn verði nýr mynd-
listamaður ár hvert.
Á vaðið ríður myndlistamað-
urinn Örn Ingi og hefur tekist
mjög vel til með fyrstu myndina
sem prýðir bolmiða flöskunnar
en hún heitir „Nú sefur jörðin“
og er af Súlum. Á bakhlið er sagt
frá jólahaldi í kristni og heiðni.
Magnús Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Víking-Brugg hf.
segir að gerð hafi verið eftir-
prentun af myndinni og þegar
fleiri verk hafi bæst í hópinn að
nokkrum árum liðnum er áætlað
að gefa út sérstaka möppu með
eftirprentununum.
Ásprent hf. sá um prentun og
prentvinnu flöskumiðans.
Jólabjór Víking-Brugg hf. kom
á markaðinn í gær. GG
dagskvöld. Þar var ákveðið að
halda starfseminni áfram með
líku sniði og verið hefur, að
sögn Karls Sigurgeirssonar
framkvæmdastjóra félagsins.
Hagfélagið hf. er hlutafélag
Héraðsnefndar V-Hún., Byggða-
stofnunar, Iðnþróunarfélags
Norðurlands vestra og ýmissa
Ólafsfjörður:
Bæjarráð
QaJlar aftur
umtiUögu
minnihlutans
Á næsta fundi bæjarráðs
Olafsfjarðar verður væntan-
lega tekin endanleg afstaða til
tillögu minnihluta bæjarstjórn-
ar um að bæjarstjórn standi
sameiginlega að beiðni um
opinbera rannsókn á viðskipt-
um Fiskmars hf. við bæjarsjóð
Ólafsfjarðar.
Á stormasömum bæjarstjórn-
arfundi 11. nóvember var tillögu
minnihlutans um þetta vísað til
bæjarráðs og á fundi þess sl.
fimmtudag var málið rætt, en
ekki endanlega afgreitt og vísað
til næsta bæjarráðsfundar.
Eins og fram hefur komið hef-
ur ríkissaksóknari hafnað beiðni
Sigurðar Björnssonar, bæjarfull-
trúa sjálfstæðismanna, um að
fram fari opinber rannsókn á
afskiptum hans af ábyrgðarveit-
ingu bæjarstjórnar Ólafsfjarðar
til Fiskmars hf. óþh
aðila í atvinnulífi sýslunnar, s.s.
Kaupfélags og Sparisjóðs V-Hún.
Héraðsnefndin er stærsti hluthaf-
inn. Markmið Hagfélagsins er
m.a. að auka atvinnu í héraðinu,
fylgjast með atvinnuástandi og
leita nýrra leiða. Hagfélagið sinn-
ir einnig menningarmálum, enda
ekki nóg að byggja upp atvinnu-
lífið, það þarf líka að hlúa að
mannlífinu, að mati Karls.
Á fundinum var ákveðið að
leita leiða til að afla félaginu
rekstrarfjár. „Síðan verður að
koma í ljós hver árangurinn verð-
ur og haga starfseminni sam-
kvæmt því,“ sagði Karl. Hann
segir Hagfélagið byggja á fyrir-
greiðslu, og nú sé t.d. óvíst um
áframhaldandi hlut Byggðastofn-
unar. Hvað starfsemi félagsins
áhrærir segir Karl hafa verið um
tvær leiðir að gera, að hafa ekki
fastan starfsmann, heldur ráða
sérfræðing í hvert skipti sem unn-
ið verði að verkefni, eða að halda
líku sniði með því að halda úti
opinni starfsstöð og föstum
starfsmanni. Síðarnefnda leiðin
var ákveðin, þ.e. að halda áfram
með svipuðu sniði og verið hefur.
sþ
Auglýsing um
starfslaun listamanna
Starfslaun handa listamönnum.
Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun til
handa listamönnum árið 1993, í samræmi við
ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úr
fjórum sjóðum þ.e.:
1. Launasjóði rithöfunda.
2. Launasjóöi myndlistarmanna.
3. Tónskáldasjóði.
4. Listasjóði.
Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna,
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 15.
janúar 1993. Umsóknir skulu aúðkenndar „Starfs-
laun listamanna“ og tilgreina þann sjóð er sótt er um
laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamála-
ráðuneytinu.
Reykjavík, 25. nóvember 1992.
Stjórn listamannalauna.