Dagur - 28.11.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 28.11.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 28. nóvember 1992 Fréttir Aukning í rækjuvinnslu á Siglufirði: Viraislan ran 4200 torai á Ólafsfjörður: 15 umsóknir um bæjarstjórann Fimmtán umsóknir bárust um stöðu bæjarstjóra í Ólafsfirði, en eins og kunn- ugt er sagði meirihluti bæjarstjórnar Bjarna Kr. Grímssyni upp störfum. Unnið er að því að yfirfara umsóknirnar og er gert ráð fyrir að bæjarstjórn Ólafs- fjarðar staðfesti ráðningu nýs bæjarstjóra á fundi 8. desem- ber nk. og að ölium líkindum tekur nýr bæjarstjóri við stjórnartaumunum 1. janúar 1993. Kristinn Hreinsson, bæjar- ritari, gegnir nú stöðu bæjar- stjóra. óþh Mikil vinna hefur verið í rækju- vinnslu á Siglufirði að undan- förnu. Hjá Þormóði ramma hf. hefur verið unnið frá sjö á morgnana til sex á daginn, sex daga vikunnar, og hefur þar eingöngu verið um tvífrosna rækju að ræða. Hjá Þormóði ramma hefur fersk rækja aðeins borist verk- smiðjunni á sumrin en yfir vetrar- tímann hefur aflinn borist af Sunnu SI, Drangavík ST og Pétri Jónssyni RE, sem öll eru á djúp- rækjuveiðum og frysta aflann um borð. Stærsta rækjan fer beint á markað í Austurlöndum fjær, aðallega Japan og Kóreu, en sú smærri til vinnslu í landi. Vinnsla hófst hjá Þormóði ramma hf. í febrúarmánuði vegna breytinga sem var verið að ljúka við í verksmiðjunni, en á árinu hefur vinnslan verið um 1450 tonn, en á árinu 1991 var vinnslan um 1050 tonn. Stefnt er að því að vinna um 2300 tonn á árinu 1993. Unnið verður fram að Þorláksmessu og byrjað aftur af krafti strax í ársbyrjun, að sögn verkstjóra, ef gengi punds- ins verður ekki komið niður úr öllu valdi. Fyrirhugað er að setja tvö troll um borð í Sunnu SI, þ.e. veitt verður með tveimur trollum í einu og er reiknað með að það skili um 40% aukningu. Þessi aðferð var reynd á humarveiðum og skilaði mjög góðum árangri. Fremur rólegt hefur verið í haust í rækjuverksmiðju Ingi- mundar hf. en verksmiðjan er með tvo báta á sínum snærum, Helgu RE og Ögmund RE en auk þess var Höfrungur AK í við- skiptum hjá verksmiðjunni sl. sumar. Rækjan hefur verið frem- ur smá síðustu vikurnar, en nokkuð er það breytilegt eftir veiðisvæðum. Ögmundur RE er á veiðum í Eyjafjarðarál og Helga RE suð- austur af Kolbeinsey í kaldaskít og hefur tíðin verið heldur rysjótt og afli almennt tregur. Rækja hefur verið að finnast norður af Hala, í hólfi 723, og hafa nokkrir bátar haldið þangað vestur, aðal- lega vegna brælu á Kolbeinseyj- ar- og Langanessvæðinu. Búist er við að þeim fjölgi verði eitthvert framhald á góðri veiði á þeim árinu slóðum. Sæmilega rækju, en fremur smáa, hafa nokkrir bátar verið að fá austan við Grímsey. Á árinu 1991 voru unnin 2800 tonn hjá verksmiðjunni, en á þessu ári er vinnslan enn undir því magni og vafasamt að því magni verði náð það sem eftir lif- ir þessa árs. Heimabátarnir hafa þó veitt meira á þessu ári en því síðasta en Höfrungur AK minna og eins hefur minna verið keypt af sjófrystri rækju af Rússum. Að sögn verkstjóra eru menn tvístíg- andi í þeim viðskiptum vegna umræðu og athugana á uppruna- vottorðum. Unnið verður í verksmiðjunni allt fram undir vetrarsólstöður, og vinnsla hafin aftur á nýju ári kringum þrettándann. GG Skagaströnd: Starfsmenn rækjuverksmiðju fá mánaðarlangt jólaleyfi Sflórn Stéttarsambands bænda: Hafnar álögum á búvöruframleiðslu Stjórn Stéttarsambands bænda hafnar álögum á búvörufram- leiðsluna og Iækkun endur- greiðslna ríkisins á virðisauka- skatti, en þær voru teknar upp þegar matarskatturinn svokall- aði var lagður á innlenda búvöruframleiðslu. í samþykkt stjómar Stéttar- sambandsins um þetta mál segir: „Bændur hafa með búvörusamn- ingi skuldbundið sig til að lækka búvöruverð í trausti þess að þær aðgerðir skili sér í lækkuðu vöru- verði til neytenda. Óþolandi er að ríkisvaldið komi með aukinni skattlagningu í veg fyrir að slík verðlækkun á innlendum búvör- um náist fram. Samkeppnisstaða eggja-, kjúklinga-, svína- og nautakjötsframleiðslu veikist sér- staklega í kjölfar fyrrgreindra aðgerða. Allar slíkar aðgerðir vinna gegn hagsmunum neytenda og bænda og veikja stöðu íslenskrar framleiðslu. í þessu sambandi skal sérstaklega minnt á yfirlýsingu forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, frá 18.11. sl. um að „óheiðarlegt og ósann- gjarnt sé að leggja meiri byrðar á bændastéttina en þegar hafi verið gert.“ I samþykkt stjórnar Stéttar- sambandsins kemur einnig fram að hún sé tilbúin til viðræðna um framkvæmd búvörusamnings að því er varðar frestun framlags í Framleiðnisjóð og fyrirkomulag á greiðslu vaxta- og geymslu- gjalds vegna kindakjöts. Þá vill stjórn Stéttarsambandsins taka fram að hún styðji afnám aðstöðugjaldsins og áhersla verði lögð á að vinna áfram að lækkun gjalda og í því sambandi er bent á tryggingargjaldið. óþh Rækjuverksmiðja Hólanes hf. á Skagaströnd hefur nægjan- legt hráefni til vinnslu og fer vinnslan fram á tveimur átta tíma vöktum fram til 15. des- ember nk. Þá verður verk- smiðjunni lokað fram í miðjan janúarmánuð vegna jólaleyfa og nauðsynlegrar viðhalds- vinnu í verksmiðjunni. Verksmiðjan hefur haft nokk- uð af frystu hráefni og eins hefur aflast þokkalega á Húnaflóa í haust auk þess sem einn bátur hefur verið á úthafsrækju og afl- að ágætlega. Þessi mánaðarlokun er hefð- bundin á þessum árstíma og hef- ur mælst mjög vel fyrir hjá starfs- fólkinu, en í svartasta skamm- deginu er veiðitími bátanna styst- ur því innfjarðarrækjan veiðist aðeins í dagsbirtunni og má því segja að í þessu langa jólaleyfi fari saman hagsmunir starfsmanna og vinnuveitandans. GG Hraðfrystihús Pórshafnar hf.: Iiðlega sjöunda hver sfld fer tfl vinnslu hafnar að undanförnu, en á mánudag lönduðu tveir bátar þar loðnu, Svanur RE og Björg Jóns- dóttir ÞH, samtals um 650 tonn- um. Bræla var í gær á loðnumið- unum norðaustur af Langanesi en sæmilegt veður á síldarmið- unum, en síldin stendur sem fyrr mjög djúpt og því erfitt að nálg- ast hana. Hilmar Hilmarsson, verk- smiðjustjóri, segist vera ósam- mála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið að undanförnu um síldveiðar loðnubátanna, þeir moki síldinni í land og það ein- göngu til bræðslu. Hann segir að öll sú síld sem hafi komið til Hraðfrystistöðvarinnar á þessu hausti hafa fengist af loðnubátun- um. Þórshamar GK hafi t.d. komið með megnið af síldarafla sínum til vinnslu, bæði til Þórs- hafnar og Neskaupstaðar. GG Húsavík: Bændur læra notkun Búbótar Á þesssu hausti hafa um 7000 tonn af sfld borist til Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. en um sjöundi hluti þess hefur farið til vinnslu, mestmegnis verið flakað. Vinna við sfldar- vinnslu skapar mikla vinnu hjá Hraðfrystistöðinni og eykur jafnframt á fjölbreytni þeirra verka sem starfsfólkinu stend- ur jafnan til boða. Fimm bátar hafa landað sfld á Þórshöfn og er Ifldegt að flestir þeirra verði búnir að veiða þann kvóta sem þeim var úthlutað fyrir árslok. Útlfutningsverðmæti þeirrar síldar sem fer til vinnslu er fimm- falt hærra en útflutningsverðmæti þeirrar síldar sem lendir í bræðslu, og því er það þjóðhags- lega hagkvæmt að sem mest af þeirri síld sem veiðist fari til vinnslu. Engin síld hefur borist til Þórs- Búnaðarsamband Suður-Þing- eyinga og Tölvuþjónustan á Húsavík tóku höndum saman um námskeiðshald fyrir bændur. Hafa 24 bændur úr Þingeyjarsýslu skráð sig á tveggja daga námskeið, þau fyrstu af þessu tagi sem hald- in eru á svæðinu. Leiðbeinandi á námskeiðun- um er Jón Sigurðsson frá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar, en Tölvuþjónustan sér um að útvega húsnæði, búnað og bækur. Leiðbeint er um notkun Búbótar, þróaðs forrits sem Búnaðarfélag íslands hefur lát- ið vinna að í nokkur ár. „Þetta cr mjög góð aðsókn, hér koma bændur frá Keldu- hverfi til Mývatnssveitar og frá nærsveitum,“ sagði Einar Kol- beinsson eigandi Tölvuþjónust- unnar. „Ég er mjög ánægöur með þær viðtökur sem starfsemi fyrirtækisins hefur fengið,“ sagði Einar, en hann opnaði Tölvuþjónustuna að Garðars- braut 26 í júlí sl. IM Bændur sýndu tölvunámskeiðinu mikinn áhuga. Mynd: IM C\aWer\ TMImflancla Listagili • Akureyri Sími 96-21580 mwm IIIW

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.