Dagur - 28.11.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 28.11.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 28. nóvember 1992 Nýjar bækur tilraun til frjálslegrar heimspekiiðk- unar. Frjálsleg iðkun heimspeki leyfir manni að henda á lofti glefsur héðan og þaðan, og leika sér að þeim eftir eigin höfði til að komast að eigin niðurstöðum.“ Þorsteinn Gylfason er prófessor í heimspeki við Háskóla Islands og hefur ritað og rætt margt um fræði sín og önnur málefni. Bókin er 161 blaðsíða og kostar 2680 kr. Engíll meðal áhorfenda Út er komin bókin Engill meðal áhoríenda eftir Þorvald Þorsteins- son. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Það kemur á daginn að Engill meðal áhorfenda er ekki venjuleg sögubók. Lesandi fær það skemmti- lega hlutverk að vera þátttakandi og áhorfandi að sérkennilegu sjónar- spili sem sviðsett er á síðum bókar- innar. Þorvaldur Þorsteinsson hefur samið um fimmtíu stuttar sögur þar sem hann snýr upp á lögmál leik- sviðs, sögusviðs og veruleika þannig að til verður ný og óræð vídd. Hér er magnaður seiður með galdri leik- hússins og töfrum frásagnarinnar. Sögurnar eru bæði ærslafullar og alvarlegar, fáránlegar og hversdags- legar, nýstárlegar og hefðbundnar." Engill meðal áhorfenda er kilja, 96 síður að stærð. útgefandi er Bjartur. Bókin kostar 1.595 krónur. Leiðalýsing í Hrísey Þeir sem vilja leigja Ijósakrossa í Hrísey hafi sam- band í síma 96-61070 eða 96-61749 (Hjörtur) sem fyrst. Þeir sem leigðu krossa í fyrra þurfa ekki að hafa samband ef þeir vilja hafa þá áfram. Lionsklúbbur Hríseyjar. PÓSTKORT FRÁ PAU ÞORSTEINN GYLFASON TiJraunum heiminn Tilraun um heiminn Út er komin hjá Heimskringlu - háskólaforlagi Máls og menningar heimspekiritið Tilraun um heiminn eftir Þorstein Gylfason. Gerir heimspeki gagn? Er andinn ódauðlegur? Er geðveiki til? Á meirihlutinn að ráða? Skiptir rétt- læti máli? - Þessar stóru spurningar eru viðfangsefni bókarinnar. Til- gangi sínum með ritun hennar lýsir höfundur svo: „Kver mitt er ekki kennslubók í samtímaheimspeki, hlutlaus endursögn á kenningum helstu heimspekinga, heldur er það í UPPÁHALDI Guðmundur Ármann Sig- urjónsson, myndlistarmað- ur hefur staðið í eldlínunni varðandi uppbyggingu Listagilsins á Akureyri. Guðmundur er sunnlenskur að ætt og uppruna - kvaðst eiga ættir að rekja í Mýrdal og Landbrot. Akureyringum finnst þeir ciga orðið þó nokkuð í honum því hann fluttist til bæjarins að loknu myndlistamámi og hefur starfað þar við kennslu og Iistsköpun síðan. Guðmundur Ármann hefur sett nokkum svip á myndJistarlífið t bænum en hvað er t' uppáhaldi hjá honum hefur verið hulið fram að þessu. Dagur skyggnist á bak við tjöldin f líft formanns Gilfélagsins að þessu sinni. HvoO gerirðu helst ífrístundunum? „Ef satt skal segja þá á ég eiginlcga engar frístundir. Þegar kennslunni lýkur nota ég tímann til að mála - sinna listsköpuninní - og síðan taka félagsmálin einnig sinn tfma. Það lilla sem þá cr eftir fer til að vera með fjöl- skyldunni." H vaðo matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Fiskurinn hefur verið að vinna á að undanfömu. I mcstu uppáhaldi cr sigin grásleppa með góðum kartöflum. Þetta er herramannsmatur og ég fæ hana stundum senda að sunnan eða frá Hásavík. Þetta cm eiginlega hjónakvöld því ungviðið er lílið hrifið af þessum matarsmekk. Við fáum að matbúa hana með þvf skilyrði að lofta vel út á eftir." En uppáhalásdrylikur? „Ég hef lengi hugsað nokkuð um holl- ustuna og því cr mysa cinn af núnum uppáhaldsdrykkjum. Og þá þarf fem- an Itelst að vera búin að standa dálítið og vera farin að bólgna. Þá er komið gos í mysuna. Af öðrum drykkjum scm ekki teljast eins hollir má nefna gott rauðvín og gott öl.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heimil- inu? „Ég Iteld að ntér hafi farið nokkuð aftur í því efni á undanfömum árum. Og þar kemur tvcnnt til. Bömin eru að Guðmundur Árniann Sigurjónsson. verða fullorðin og farin að taka þátt í hcimilishaldinu og ég hef fallið í þá freismi að hafa sífellt meira og meira að gera á öðrum vettvangi. Ég er sennilega að verða hálfgerð karlremba að þessu leyti en lofa bót og betrun hér og nú.“ Spáirðu mikið í heilsusamlegt lifemi? ,JÉg er hlynntur því en erfiðar er að fylgja því eftir. Eg drekk mikið kaffi en er þó hættur að reykja. Ég hef aukið að borða fisk og grænmeti - gcng og stunda nokkuð sund. Svo má ekki gleyma þvf að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Hvaða blöð og timarit lcaupirðu (lestu)? „Síðan Þjóðviljinn hætti að koma út er ástandið bágt. Ég les þó Morgun- blaðið og núorðið les ég einnig Dag. Dagur er reglulega gott biað - hefur verið að batna að undanfömu en mér finnst að fjalla mætti meira um menn- ingarmál. Mætti gera það á meðal almennra frétta en stður í einhveijum upphöfnum römmum. Til að fá pláss mætti klippa dálíúð að skrifum um íþróttir." Hvaða bók er á náttburðinu hjá þér? „Margar bækur. Ég les mikið af skáldsögum - bæði innlendum og þýddum auk þess sem ég Ies alltaf eitthvað af fagbókmenntum um myndlist. Ég er að komast á þann aldur að þurfa að fá mér gleraugu en hef ekki gert það ennþá og því hefur lesturinn heldur minxtkað að undan- fömu. Ég verð að bæta úr því. Hvaða tónlist er i mestu uppáhalái hjá þér? „Klassísk tóniist og þjóðlög. Ég hafði gaman af rokki á sjöunda áratugnum cn hef verið bóluscttur fyrir því frá þv/ 1967 eða 1988. Ég hlusta ekki heldur á popptónlistina í dag.“ „Nei - ég er svo mikiil antisportisti. Ég gæti heldur nefnt fallega konu.“ Hvað horfirðu helst á í sjónvarpinu? „Fréttimar - ég verð að sjá fréttimar og verðurfréttimar á eftir. Mér finnst fréttatíminn ekki búinn fyrr en verðurfræðingurinn hefur lokið sér af. Svo spái ég í verðurfarið með sjálfum mér á eftir." Á hvaða s(jómmálamanni hefurðu mest álit? „Engum síðan Brynjólfur Bjamason var allur.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimabceinn? „f Vík í Mýrdal. Syðst þar sem risandi úthafsaldan og svartur sandurinn fall- ast í faðma. Svo er ég í raun ættaður þaðan." Hvað myndirðu kaupa ef þú fengir 100 þúsund krónur upp úrþurru? „Ég mundi ekki kaupa ncitt annað cn happdrætlismíða í happdrætti Gil- félagsins fyrir helminginn. Hinn helmingurinn færi til að greiða skuldir."1 Hvernig myndirðu eyða þriggja vikna vetrarfríi? „Ég myndi fara t' pflagrímsför til Frakkands og reyna að finna George Broqeu." Að lokum - hvað œtlarðu að gera um helgina? „Fundur í stjóm Gilfélagsins - nei annars eigum við nokkuð að upplýsa meira um það - nei það heid ég ekki.“ ÞI Sykrað popp Kæri vinur. Bíómenning er ákveðið fyrirbæri á íslandi sem við báðir þekkjum mætavel. Oft höfum við farið í bíó, bæði saman og með öðrum, og þó í einstaka tilfellum hafi myndirnar ekki reynst eins skemmtilegar og við bjuggumst við, hefur kókið og poppkornið aldrei brugðist vonum okkar. í ljósi þessarar reynslu ákvað ég um daginn að skella mér í bíó hér í Pau. Ætlunin var að berja augum stórmynd um Kristófer Kólumbus, sem nýlega var byrj- að að sýna í öðru af kvikmynda- húsum borgarinnar. Ég vissi að á þessu var einn hængur því ein- hvern tímann áður en ég hélt utan, sagði mér spakur maður að ég skyldi ekki láta mér bregða, ef ég færi í bíó í Frakklandi, þótt raddir leikaranna hljómuðu öðruvísi en ég ætti að venjast og jafnvel þeir allra amerískustu töl- uðu frönsku. Meinið væri nefni- lega það að Frakkar eyddu stórfé í að tala inn á flestar myndir en textuðu þær ekki. Þrátt fyrir að franskan væri ekki, og sé ekki enn, orðin reip- rennandi í munni mínum og eyr- um, ákvað ég að láta mig hafa það. Laugardagskvöld varð fyrir valinu en því miður fann ég eng- an til að taka með mér í bíó. Eg skundaði því einn af stað upp úr klukkan átta en myndin átti að hefjast hálfníu. Biðröðin við miðasöluna var stutt og fyrir mið- ann greiddi ég 42 franka. Með það var ég kominn inn. Það fyrsta sem við mér blasti voru fjórir sjálfsalar; einn með gosi, annar með nammi, sá þriðji með heitum drykkjum og sá fjórði með poppkorni. Eftir að ég hafði gengið úr skugga um að 1 þetta væru einu „söludömurnar“ í anddyrinu, tróð ég klinki í gos- sjálfsalann og poppmaskínuna. Aldrei þessu vant virkaði sjálf- virknin án teljandi barsmíða og ánægður með fenginn leitaði ég uppi salinn þar sem Kólumbus átti að sýna sig. Hann var auð- fundinn en þéttsetinn. Ekkert sætisnúmer var á miðarifrildinu í hendi minni svo að ég tyllti mér bara á skásta mögulega stað. Eft- ir að hafa smeygt mér úr frakkan- um og sett upp gleraugun var ég til í slaginn, með kókdósina og poppboxið við höndina. Klukkan sló hálfníu. Auglýs- ingatjaldið rúllaðist upp og ljósin slokknuðu. - En hvað var nú þetta? Atriði sem áttu ekkert skylt við Kristófer Kólumbus og fimmtándu öldina rúlluðu yfir tjaldið. Verið var að auglýsa væntanlegar myndir. Ekki bara eina og ekki bara tvær eða þrjár. Ónei, þessar auglýsingar stóðu yfir í stundarfjórðung og þá kviknuðu ljósin aftur. Ég tók þetta svo sem ekkert stinnt upp við sýningarstjórann; sjálfsagt mál að láta bíógesti vita hvaða myndir yrðu sýndar á næstunni. og auglýsingafargan En þegar ljósin dofnuðu á nýjan leik og á tjaldinu fóru að birtast venjulegar sjónvarpsauglýsingar um drykki, ís og veitingahús, var mér nóg boðið. Ég hafði komið þarna til að skemmta mér yfir kvikmynd en ekki til að glápa á eintómar auglýsingar. Frankarnir fjörutíu og tveir héldu mér þó niðri í sætinu. Meðan á öllu þessu auglýsinga- flóði stóð, gekk í salinn sælgætis- söludama. Hún var að vísu kom- in af léttasta skeiðinu en þramm- aði samt um, bísperrt, með bakka framan á sér, fullan af súkkulaði og annarri óhollustu. Þar sem ég hafði stillt mig um að snerta kókið og poppið til þessa, lét ég alveg vera að ónáða bless- aða konuna með minni hræðilegu frönsku en bölsótaðist þess í stað áfram yfir auglýsingunum. Klukkan sló níu. Loksins var auglýsingafarganið uppurið og ljósin endanlega slökkt. Bravó! Sýning myndarinnar var hafin. Ég setti einbeitinguna á fullan styrk til að reyna að skilja hvað um var að vera á tjaldinu, því það stóð heima þetta með franska talið. Af gömlum vana seildist hægri höndin síðan fljót- lega eftir poppkorni og leitaði uppi munninn. En stopp nú! Það munaði minnstu að ástfangna parið fyrir framan mig fengi yfir sig stóra gusu af hálftuggðu poppi. Svo vont var það á bragðið. Ég náði þó að hemja munninn á mér og gerði frekari bragðkönnun. Niðurstaðan var sú að að poppkornið væri með sykurhúð. Ekki saltað heldur sykrað. Það þurfti ekki mikinn sjálfsaga til að ég legði frá mér poppboxið. Sem betur fer var kókið ósköp venjulegt á bragðið og ég snéri mér aftur að mynd- inni, ákveðinn í að sannreyna í hléinu að ekkert saltað poppkorn fyndist í sjáfsölum bíósins - því hvað er bíóferð án poppkorns? Klukkutími leið og annar. Myndin var ágæt þó að ég skildi lítið hið talaða mál. En ég var farinn að örvænta um hléið. Enda reyndist það ekkert vera. Klukkan hálftólf rúlluðu síðustu metrarnir af ræmunni í gegnum sýningarvélina og ljósin kvikn- uðu. Þá var andrúmsloftið í saln- um orðið mjög þungt og hitinn óbærilegur. Sveittur, svangur og svekktur gekk ég út í franska haustnóttina, ákveðinn í að næst þegar ég færi í bíó, tæki ég með mér saltað poppkorn, nóg af kóki og klæddist mínum þynnstu flíkum. Þannig fór um sjóferð þá og þín vegna vona ég að ennþá sé til saltað popp í bíóhúsum á Fróni. Annars er ég að mestu búinn að jafna mig eftir þessa hrikalegu reynslu. Bið kærlega að heilsa öllum. Ton ami, SBG.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.