Dagur - 28.11.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 28. nóvember 1992
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 30. nóvember
1992 kl. 20-22 verða bæjarfull-
trúarnir Sigríður Stefánsdóttir
og Þórarinn E. Sveinsson til
viðtals á skrifstofu bæjarstjóra
að Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara
símaviðtölum eftir því sem
aðstæður leyfa.
Síminn er 21000.
„Von í veruleikans kalda“
Nú um mánuði frá því nýjasta
afurð Bubba Morthens, Von, kom
á markað, er von að maður spyrji
hvort þessum vinsælasta tónlist-
armanni þjóðarinnar á annan
áratug séu engin takmörk sett.
Hvort hann geti endalaust endur-
nýjað sig, vaðið úr einni tónlistar-
stefnu yfir í aðra, án þess að fat-
ast hið minnsta flugið. Það er
nefnilega með Von í hreinskilni
sagt að sjaldan eða aldrei hefur
Bubba tekist í heild eins vel upp
að mati Poppskrifara Dags og
hafa þó fyrri verk hans ekki verið
neitt slor. Eru þetta stór orð, en
Leiðalýsing
St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkju-
garðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntun-
um í símum 22517 og 21093 fram til sunnudagsins 6.
desember. Verð á krossi er kr. 1200.
Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum.
Bridgefélag Akureyrar
Viking Brugg
hraðsveitakeppni
Þriggja kvölda hraðsveitakeppni hefst þriðju-
dagskvöldið 1. desember. Verðlaun mótsins gef-
ur Viking Brugg.
Þátttaka tilkynnist Páli Jónssyni í síma 21695 (vinnu-
sími: 25200) í síðasta lagi sunnudaginn 29. nóvember.
Spilamennska hefst kl. 19.30 og eru spilarar hvattir til
að mæta stundvíslega.
Stjórn Bridgefélags Akureyrar.
Skautafélag
Akureyrar
Islandsmótið
í íshokkí
Bauerdeildin
Skautafélag Akureyrar- Björninn
á skautasvellinu
laugardag kl. 16.00.
IjUjl Boðskort
Félagar í Framsóknarfélagi Húsavíkur og stuðn-
ingsmenn eru boðnir til hátíðar í tilefni 60 ára
afmælis félagsins sunnudaginn 6. des. kl 17.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 20 mánudag-
inn 30. nóv. til Kristrúnar s. 41610, Sigurgeirs s.
41097, Egils s. 41422 eða Lilju s. 41539.
Framsóknarfélag Húsavíkur.
suðræna sveiflan frá Kúbu og
tónsköpun Bubba blandast hreint
óaðfinnanlega á Von.
Það var í maí á þessu ári sem
Bubbi lét draum sinn rætast að
halda til Kúbu og vinna þar plötu.
Fór hann þangað ásamt þeim
Eyþóri Gunnarssyni upptöku-
stjóra og Gunnlaugi Briem
trommuleikara og dvöldust þeir
þar í um tvær vikur. Tóku þeir
mestan hluta af plötunni upp þar
ásamt mörgum af vinsælustu
tónlistarmönnum Kúbu í hljóm-
sveitinni Sierra Maestra. (Mun
nafnið vera dregið af fjalli nokkru
á Kúbu.) Alls voru lögin tólf sem
hljóðrituð voru í ferðinni og er
þau að finna á Von. Er Bubbi
einn af fyrstu vestrænu tónlistar-
mönnunum sem sækir Kúbu
heim til að taka upp plötu og var
honum og félögum tekið með
kostum og kynjum.
Þegar heim var komið aftur var
bætt við upptökurnar, endanleg-
ur söngur tekinn upp o.fl. undir
stjórn Óskars Páls Sveinssonar í
félagi við Eyþór. Lauk þeirri vinnu
síðan um miðjan ágúst og kom
platan út í lok október eins og
áður segir.
Eins og kunnugt er kom svo
Sierra Maestra hingað til lands í
byrjun nóvember og hélt tónleika
með Bubba víða um land með
góðum árangri. Meðal annars
hér á Akureyri. Má segja að það
hafi sannast sem aldrei fyrr að
tónlistin þekki engin landamæri
i með þessu samstarfi Bubba og
Sierra Maestra, því vart er hægt
að ímynda sér tvo jafn ólíka aðila
ná eins vel saman og raunin er
hér. Verður Von seint hrósað of
mikið að mati Poppskrifara og er
platan sannkallaður gleðigjafi í
svartnættinu sem nú hvílir yfir
þjóðinni. Það er nefnilega von í
Von.
Landslagsgleði
Það hefur væntanlega ekki farið
framhjá neinum á Akureyri og
víðar allt umfangið og herlegheit-
in kringum Landslagskeppnina,
sem haldin var hér í bænum með
glæsibrag um síðustu helgi. Var
keppninni bæði útvarpað og
sjónvarpað á Stöð tvö og Bylgj-
unni, þannig að sem flestir gætu
notið hennar ásamt þeim sem
mættir voru í Sjallann. Verður
vart annað sagt en að vel hafi til
tekist með framkvæmd keppn-
innar og hún komist til skila án
meiriháttar áfalla.
Var keppnin líka hin ágætasta
skemmtun og mikið fyrir augað
að mati skrifara Popps, sem við-
staddur var í Sjallanum. Voru
það tíu lög af um tvö hundruð og
fimmtíu sem kepptu til úrslita og
eins og kunnugt er var það lagið
Ég man hverja stund eftir Jón
Kjell, sungið af Pálma Gunnars-
syni og Guðrúnu Gunnarsdóttur,
sem bar sigur úr býtum. Hlutu
þau Pálmi og Guðrún svo einnig
útnefningu sem bestu flytjend-
urnir, en athyglisverðasta lagið
varvalið, Sjallagestum til mikillar
ánægju, Til botns, lag þeirra
Akureyrarpilta Jóns Andra og
Trausta, sungið af bráðefnilegri
söngkonu Sigrúnu Sif Jóelsdótt-
ur.
Að mati poppskrifara voru flytj-
endurnir Pálmi og Guðrún og
akureyrsku strákarnir Jón og
Trausti vel að sínum viðurkenn-
ingum komin, en þótti á hinn bóg-
inn önnur lög sigurvænlegri en
Ég man hverja stund. Vissulega
er lagið nokkuð faglega saman-
sett og útsett hjá Jóni Kjell, en
samt ekki líklegt til að eiga of
langa lífdaga í hugum fólks.
En hvað sem því líður hvort vinn-
ingslagið hafi ekki endilega verið
það rétta eða besta, þá hyggur
Poppskrifari að breiddin sem
fram kom tónlistarlega í lögunum
tíu sanni endanlega að Lands-
lagskeppnin eigi fullan og nauð-
synlegan rétt á sér. Er það t.a.m.
ekki spurning að þessi góði
árangur þeirra Jóns og Trausta
verður þeim hvatning til frekari
dáða um leið og að verða öðrum
ungum tónlistarmönnum hvatn-
ing til að koma sér og sínu á
framfæri. Er ekki að öðru leyti
ástæða til að dæma lögin tíu sér-
staklega. Það gera tónlistarunn-
endur og hafa reyndar nú þegar
gert, best sjálfir. Er diskur með
lögunum nú kominn út á vegum
Japis og er óhætt að mæla með
honum sem góðri heimild um vel-
heppnaða keppni. Til lukku með
Landslagið.
Treginn tjáður
- Tregasveitin kveður sér hljóðs
Vegur blústónlistarinnar hefur á
ný farið vaxandi síðustu árstiðir
bæði erlendis og hér heima. Má
á margan hátt rekja það til þeirrar
viðleitni sem nú er í algleymi, að
hverfa aftur í grasrótina í tónlist-
arsköpun og tónlistartúlkun.
Svokallaða fortíðarhyggju sem
Poppskrifari vill nefna svo og
sem hann hefur fjallað nokkuð
um áður. Vinir Dóra hafa hingað
til verið í fararbroddi í íslenskum
blús og sent frá sér eins og kunn-
ugt er tvær geislaplötur annars
vegar með Jimmy Dawkins og
Chicago Beau og hins vegar
með Beau og píanóleikaranum
aldna Pinetop Perkins. Er svo
von á meiru góðu frá þeim í
náinni framtíð eins og fram hefur
komið. (Með munnhörpuleikar-
anum Billy Boy Arnold og líklega
önnur plata með Pinetop.)
Nú hefur hins vegar önnur blús-
hljómsveit, Tregasveitin, einnig
kvatt sér hljóðs með útgáfu á
sinni fyrstu samnefndu plötu.
Tregasveitin er þó ekki ný af nál-
inni, stofnuð árið 1989, en samt
til að byrja með aðeins til
skemmtunar. Hafa mannabreyt-
ingar verið nokkuð tíðar í hljóm-
sveitinni, en þeir feðgar Pétur
Tyrfingsson (gítar, söngur) og
Guðmundur Pétursson (gítar,
líka ( Vinum Dóra), hafa verið í
henni frá upphafi ásamt Sigurði
Sigurðssyni söngvara og munn-
hörpuleikara, sem áður hefur
gert garðinn frægan í Centaur. Á
plötunni sjá svo Björn Logi Þórar-
insson (bassi) og Guðvin Flosa-
son (trommur) um taktspilið, en
þeir hafa síðan platan var unnin
1 horfið á braut og Jóhann Hjör-
leifsson (trommur) og Stefán Ing-
ólfsson (bassi) komið í þeirra
stað.
Áplötunni, sem lengi hefurverið
í fæðingu, eru níu lög, sjö eftir
marga af helstu meisturum
blúsins, en tvö frumsamin. Ain’t
Got Nobody eftir Guðmund og
Broken Heart Blues eftir Pétur.
Líkt og Vinum Dóra tekst Trega-
sveitinni hreint makalaust vel
upp í túlkun sinni og tjáningu á
blúsnum svo að ekki verður hjá
því komist að hrífast af. You
Upset Me eftir B. B. King, I
Believe To My Soul eftir Ray
Charles og Same Thing eftir
Willie Dixon, svo dæmi séu tekin,
eru allt mjög góðar túlkanir, en
hæst rís þó treginn í lagi Péturs
Broken Heart Blues, sem er við
hæfi lokalag plötunnar. Þar er
innlifun þeirra feðga Péturs og
Guðmundar í söng og gítarleik
slík, að maður verður beinlínis
orðlaus af hrifningu. Frá því
Popþskrifari heyrði þetta lag fyrst
í sumar hefur hann það meira og
minna á heilanum og telur það
tvímælalaust eitt besta, ef ekki
allra besta lag ársins. Er treginn
þar tjáður á eins hreinskiptinn
hátt og hugsast getur, af manni
(Pétri) sem greinilega hefur upp-
lifað sorgina á djúpan hátt. Með
slíkri tjáningu er óhætt að mæla.