Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 3. desember 1992 Fréttir Iðgjöld til Lífeyrissjóðs Norðurlands 600 milljónir á komandi ári: Eígnir aðildarsjóðanna um 6,5 milljarðar króna Staða þeirra sex lífeyrissjóða sem stóðu að stofnun Lífeyris- sjóðs Norðurlands á Blönduósi sl. þriðjudag er ærið misjöfn. Lífeyrissjóðurinn Björg á Húsavík og Lífeyrissjóður stéttarfélaganna í Skagafirði eru sýnu stöndugri en aðrir og er það fyrst og fremst betri ávöxtun sem skilur þá að frá öðrum sjóðum, en skammt þar á eftir kemur Lífeyrissjóðurinn Sameining á Akureyri. Aldurssamsetning félaga í Líf- eyrissjóði stéttarfélaganna í Skagafirði er mjög hagstæð, þ.e. félagsmenn eru yngri en í öðrum sjóðum og ennfremur er hlutfall kvenna mjög lágt í þeim sjóði, en félagsmenn í Verkakvennafélag- inu Öldunni á Sauðárkróki greiða iðgjöld til Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaganna á Norður- landi vestra, sem er afleiðing af gömlu pólitísku deilumáli á Sauðárkróki. Konur eru almennt „dýrari“ félagar í lífeyrissjóðum, sérstaklega hvað varðar örorku- lífeyri. A stofnfundinum var gert grein fyrir mati sem byggir á stöðu líf- eyrissjóðanna í árslok 1991 og þar kom fram að um 20% vanti upp á að sjóðirnir eigi fyrir skuld- bindingum miðað við 3,5% Cf ávöxtun. Ljóst er hins vegar að ávöxtun sjóðanna er töluvert hærri, hefur verið sl. fimm ár 6,5% að meðalatali og hafa líf- eyrissjóðirnir tryggt sér þokka- lega góða ávöxtun næstu tíu ár í það minnsta með fjárfestingum í skuldabréfum til lengri tíma sem gefa góða vexti. Þegar tekið er tillit til þessara staðreynda, er það mat tryggingafræðinga að sameiginlega eigi sjóðirnir fyrir skuldbindingum. Eign aðildarsjóða Lífeyris- sjóðs Norðurlands var í árslok 1991 5,2 milljarðar króna og mun hækka um rúman milljarð milli ára og verður um 6,5 milljarðar í árslok 1992. Eign annarra norð- lenskra lífeyrissjóða, sem ekki eru aðilar að hinum nýja lífeyris- sjóði, er um 3,0 milljarðar króna. Ef allir sjóðirnir hefðu verið með væri heildareign sjóðsins um 8,2 milljarðar króna, þ.e. sjóðurinn væri sá fjórði stærsti á landinu, næst á eftir Lífeyrissjóði verslun- armanna, Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins og Lífeyrissjóði sjómanna. Iðgjöld til Lífeyrissjóðs Norðurlands munu nema um 600 milljónum næsta ár, en geta má þess að um helmingur allra ið- gjalda á Norðurlandi rennur til lífeyrissjóða, sem staðsettir eru í =":........ " ; ' 'V~........ ® Hluthafafundur Hluthafafundur í Eignarhaldsfélaginu Iðnaðarbankinn hf. verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík, föstudaginn 11. desember nk. og hefst hann kl. 16.00. Á fundinum verður samrunasamningur félagsins við íslandsbanka hf. kynntur og bor- inn upp til samþykktar, en á aðalfundi 1. apríl sl. var stjórn félagsins heimilað að undirbúa samruna þess við Islandsbanka hf. Dagskrá 1. Tillaga stjórnar félagsins um samruna við íslandsbanka hf. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í íslands- banka hf., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík, dagana 8., 9. og 10. desember nk., svo og á fundardegi. Samrunasamningur við íslandsbanka hf. ásamt fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 4. desember nk. Reykjavík, 1. desember 1992 Stjórn Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. Reykjavík og ávaxta sitt pund þar að langmestu leyti. Á Norðurlandi ætti því að geta ver- ið mjög stöndugur lífeyrissjóður með iðgjaldagreiðslur að upphæð allt að 1,2 milljörðum króna ef engar iðgjaldagreiðslur færu úr fjórðungnum. Það fé sem kemur aftur heim í hérað frá sjóðunum á suðvestur- horninu er nær eingöngu í formi sjóðfélagalána. Kári Arnór Kárason, formaður Alþýðusambands Norðurlands og stjórnarformaður Lífeyris- sjóðs Norðurlands, segist viss um að fleiri norðlenskir sjóðir muni koma til liðs við hinn nýja sjóð, enda séu margir smærri lífeyris- sjóðir landsins mjög óhagstæð rekstrareining og það sé bæði þeirra hagur og þeirra félaga að sameinast í sterkari einingu. í dag eru starfandi 83 lífeyrissjóðir í landinu, 27 í Sambandi almennra lífeyrissjóða, 37 í Landssam- bandi lífeyrissjóða og 19 utan þessara lífeyrissjóðasambanda. Það er samdóma álit að lífeyris- sjóðirnir séu allt of margir, en menn greinir á um leiðir til fækka þeim og minnka þar með kostn- aðinn sem fylgir rekstri þeirra. Hjá 50 milljón manna þjóð eins og Frökkum eru starfandi 200 líf- eyrissjóðir og þykir mörgum yfrið nóg, en hér eru þeir 83 hjá 250 þúsund manna þjóð. Rekstrar- kostnaður lífeyrissjóðanna er samtals um 250 milljónir króna, eða þúsund krónur á hvert mannsbarn, en með fækkun þeirra yrði einnig að fækka starfs- fólki, sem ekki er síður viðkvæmt mál. GG Sundlaugin í Glerárhverfi lokuð vegna viðgerða: „Ýmislegt hefiir látíð á sjá þrátt fyrir að mannvirkið sé ungt að árum“ - segir Ágúst G. Berg, deildarstjóri byggingadeildar Akureyrarbæjar Sundlaugin í Glerárhverfi á Akureyri verður lokuð dagana 16. til 22. desember. Lokað verður vegna viðgerða, en ýmislegt hefur látið á sjá þrátt fyrir að mannvirkið sé ungt að árum. Að sögn Ágústar G. Berg, deildarstjóra byggingadeildar Akureyrarbæjar, er ekki ljóst enn í hve mikið verður ráðist. Tvennt verður látið sitja fyrir. í fyrsta lagi þarf að fúga upp á nýtt laugarbarmanna með enn sterk- ara efni en gert var í upphafi. í öðru lagi hefur gólfefni frá Efna- verksmiðjunni Sjöfn ekki reynst sem skyldi. Efnið hefur flagnað upp af gólfum búningsherbergja, úr sturtum og á göngum. Efnið var lagt út af starfsmönnum Híbýlis hf. þegar það var og hét. Híbýli hf. varð gjaldþrota á bygg- ingartíma sundlaugarinnar. „Gólfefnið á laugarsalnum hef- ur hinsvegar dugað með ágætum, Hér verður lokað dagana 16. til 22. desember. Mynd: Robyn en það var lagt út eftir starfslok Híbýlis, þ.e. af öðrum fagmönn- um. í fleira þyrfti að ráðast. Skápa þarf að laga sem hurðir í búningsklefum. Rætt er um að setja upp hljóðeinangrun í ganga og búningsklefa. Loka þarf sprungum í veggjum og lagfæra festingar á sturtuhönum, yfirfara dælur og setja nýjan innstreymis- loka. Já, í mörg horn er að líta og nú er að sjá hvort fjármagn fæst til að ljúka öllum verkþáttum," segir Ágúst G. Berg. ój Húsavík: Stefnt að opnun matvöru- verslunar eftir viku - Albert Arnarsson ráðinn verslunarstjóri Albert Arnarsson hefur verið ráðinn verslunarstjóri í nýja matvöruverslun að Garðars- braut 62 á Húsavík. Ekki hefur endanlega verið gengið frá kaupum Árna G. Gunnarsson- ar og Hannesar Höskuldssonar á þrotabúi Kjarabótar hf., en skrifað hefur verið undir kaup- samning með fyrirvara. Árni Grétar sagði í samtali við Dag að þeir félagar vonuðust til að fá húsnæðið afhent sem fyrst, þannig að þeir gætu opnað versl- un á fimmtudag eða föstudag í næstu viku. „Þetta verður fyrst og fremst matvöruverslun, með bónussniði. Við stefnum á að vera með lágt vöruverð og kannski færri vöruflokka en voru fyrir. Hver eining af vöru verður ekki verðmerkt og ekki tekin upp úr kössunum í öllum tilfellum. Við verðum með kjötborð, að minnsta kosti til að byrja með,“ sagði Árni Grétar. Aðspurður sagði hann að Bónus væri ekki með í fyrirhuguðum verslunar- rekstri, að öðru leyti en því að notað yrði sama innkaupakerfi og hjá Bónusverslununum og verslað með sömu vörurnar að mestu. Starfsmenn í nýju versl- uninni verða 3-4. „Ég er bjartsýnn, annars þvddi ekki að reyna þetta,“ sagði Árni Grétar. IM Akureyri: Raimsóknarlögreglan lýsir eftir vitnum - að líkamsárás í 1929 Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri lýsir enn á ný eftir sjónar- vottum að fólskulegri líkams- árás er var framin á dansgólfi skemmtistaðarins 1929 aðfara- nótt 21. nóvember. Að sögn rannsóknarlögreglu- manns á Akureyri hefur lögregl- an fengið ýmsar ábendingar vegna fólskuverksins í 1929, er piltur var barinn og skallaður í andlitið. Meiðsl piltsins voru nokkur en ekki eins alvarleg og álitið var í fyrstu. „Ekkert hald hefur verið í þeim ábendingum er lögreglunni hafa borist fram að þessu. Því er svo að við hvetjum sjónarvotta að gefa sig fram við lögregluna á Akureyri,“ segir talsmaður rann- sóknarlögreglunnar. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.