Dagur - 03.12.1992, Síða 9

Dagur - 03.12.1992, Síða 9
Fimmtudagur 3. desember 1992 - DAGUR - 9 Atli Vigfússon kennari og formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga leiðbeinir börnunum. Myndir: im Halla Loftsdóttir leiðbeinir áhugasömum bömum. Veggmynd af fjárhóp, hvert barn hefur klippt út teiknaða kind og límt ullar- lagð á belginn. Jónína leiðbeinir ungum nemanda. ast ekki til lengur. Og það er orð- ið úrelt sem til er. Það vantar síð- an algjörlega efni fyrir fram- haldsskóla. Við höfum mætt velvilja skóla- yfirvalda hér með að gera tilraun með þessa þemaviku, Upplýs- ingaþjónustan fylgist með og vettvangsheimsóknir eru aðeins byrjaðar fyrir sunnan. Land- vernd hefur staðið fyrir heim- sóknum barna á sveitabýli á sumrin. En það hefur ekki tekist að fá neina námsefnisgerð í gang.“ Að þekkja sitt umhverfi Námsefnið var nálgast frá mörg- um hliðum í þemavikunpi; teikn- að, reiknað, skrifað, ort, málað, tóvinna framkvæmd og litið á hollustu landbúnaðarafurða. En vakti fleira fyrir kennaranum og bóndanum? „Mér finnst mikilvægt að kenna krökkum að þekkja sitt heimaumhverfi. Krakkarnir, sem komin eru í þriðja bekk, þekktu ekki öll bæina sem við heimsótt- um. En nú eru þau betur meðvit- uð um þennan þátt; að það er til sveit og bær og hvað er að gerast á hverjum stað. Að vita hvað árnar og fjöllin heita er líka liður í að þekkja sitt umhverfi. Ég saknaði þess þegar ég var í skóla að fá ekki að vinna verkefni um mína heimahaga. Börnin heimsóttu Mjólkur- samlag KÞ. Þar var tekið á móti þeim, hópnum sýndar vörur og fleira, og boðið að þiggja veiting- ar. Kjötiðja KÞ bauð börnunum í pylsuveislu í Heiðarbæ í Reykja- hverfi. í ferðinni fengu þau að sjá hesta og geitur, kýr og naut, kindur, kálfa, hana, endur, hæn- ur og dúfur. Það var reynt að leyfa þeim að sjá sem flestar teg- undir húsdýra. Þegar verkefnið er unnið er síðan reynt að koma inn á dýrafræðina, hvaða dýr eru húsdýr, hvað karlkyn, kvenkyn og afkvæmi heita, hvað hús dýra heita, hvað þau borða og hvaða afurðir þau gefa af sér. Það þyrfti lengri tíma en viku til að koma inn á þetta allt. Er að sýna að þetta er hægt Til að börn verði betur meðvituð um eigin þjóðerni, held ég að meira verði að fara út í það sem er að gerast í umhverfinu. Ég hugsa að í framtíðinni, t.d. hvað Akureyri varðar, þá væri gott að hafa 2-4 svokallaða skólabændur á Eyjafjarðarsvæðinu. Það yrði í þeirra verkahring að taka á móti börnum og kennurum úr þétt- býli. Ef bóndinn á að koma í skólann líka, eins og ég er að gera núna, þá þarf hann auðvitað að fá borgað fyrir, og það er vandamálið. Það er ekki heldur hægt að ætlast til að bændur fái hópa í heimsókn að staðaldri yfir daginn, án þess að þeir fái eitt- hvað fyrir. Én eins og við vitum er ekkert fjármagn ætlað til slíkra hluta. Ég þekki til við London þar sem búgarður er gerður út í þessu skyni, og þar kemur ekki einvörð- ungu skólafólk heldur einnig elli- lífeyrisþegar. Fólk kemur að morgni og tekur þátt í störfum við búskapinn og gamla fólkið fær t.d. að stunda tóvinnu. Bændur hér hafa ekki áttað sig á að hægt sé að markaðssetja eitthvað slíkt fyrir þéttbýlisbúa. Ég held að slíkt væri ekki vandi. Að þessari tilraun lokinni mun ég hafa samband við Upplýsinga- þjónustuna og leggja ákveðna til- lögu fyrir Stéttarsamband bænda; hvort ekki sé í alvöru hægt að skipuleggja og byrja á þessu starfi. Fyrst mætti gera prufu í tveim - þrem héruðum, en síðan er draumurinn að hægt sé að sinna þessum þætti um allt land. Ég tel þetta mjög mikilvægt. Námsefni til að sinna þessum þætti þyrfti einnig að gefa út hið fyrsta. Það þarf að vera til staðar vilji hjá bændum og í skólum fyr- ir þessu samstarfi. Upplýsinga- þjónustan kvartar yfir áhugaleysi og peningaleysi en ég held að til að byrja með þyrfti þetta ekki að kosta svo mikið. Þessi þemavika hérna átti að sýna að þetta er hægt.“ IM Auglýsing um innflutning á iandbúnaðarafurðum. Aö gefnu tilefni vill landbúnaðarráðuneytiö taka fram að innflutningur landbúnaðarafurða takmarkast af lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Innflutningur landbúnaðarvara í tollskrárnúmerum 1-24, sem lotið hefur takmörkun- um skv. auglýsingu nr. 313/1990.um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi er háður leyfi stjórnvalda og því óheimill nema að fyrir liggi heimild landbúnaðarráðu- neytisins. Landbúnaðarráðuneytinu, 1. desember 1992. RAFMAGNSEFTIRUT RÍKISINS RAFVIRKJAR • RAFVERKTAKAR Próf í fagtæknilegum áföngum til löggildingar í rafvirkjun verður haldið í Tækniskola íslands mánudaginn 14. desember 1992 kl. 13.15-14.30. Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um að þeir hafi lokið námskeiðunum eða sambærilegu námi. Rafmagnseftirlit ríkisins. Auglýsing í Degi ber árangur Vevslanir okkar verða opnar nmíram leniu í desember sem hér segir: Vöruhús Raflagnadeild Byggingavörudeild Laugardagur Laugardagur Laugardagur Mlðvikudagur Fimmtudagur 5. desember 12. desember 19. desember 23. desember 24. desember kl. 10.00-16.00 kl. 10.00-18.00 kl. 10.00-22.00 kl. 09.00-23.00 kl. 09.00-12.00

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.