Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 03.12.1992, Blaðsíða 16
Lögreglan á Akureyri: Umferðaróhapp við SamtÚD í Kræklingahlíð - kona flutt á Fjórðungssjúkrahúsið Laust eftir hádegi í gær varð umferðarslys á þjóðvegi eitt, neðan Samtúns í Kræklinga- hlíð. Kona var flutt af slysstað á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en ekki er vitað um meiðsl hennar. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri voru tvær bifreiðar á leið suður til Akureyrar. Ökumaður aftari bifreiðarinnar hugðist taka framúr, en þá varð það óhapp að bifreiðarnar skullu saman. Við áreksturinn kastaðist önnur bif- reiðin út af vegarkantinum og hafnaði í djúpum skurði. „Er að var komið var ljóst að ökumanninn þurfti að flytja til sjúkrahúss og bifreiðin er nokk- uð skemmd,“ sagði talsmaður lögregiunnar. ój Safnaðarheimili Dal- víkurkirkju vígt: Verður öllu safliaðarstarfi mikil lyftistöng Safnaðarheimili Dalvíkur- kirkju verður tekið í notkun með formlegum hætti laugar- daginn 13. desember nk. kl. 2. Dagskráin hefst með helgi- stund í kirkjunni sem prófast- urinn, sr. Birgir Snæbjörns- son, annast. Kirkjukór Dalvík- ur mun syngja og börn úr Tón- listaskóla Dalvíkur leika á hljóðfæri. Síðan verður gengið í hinn nýja sal safnaðarheimilisins þar sem formaður sóknarnefndar, Friðþjófur Pórarinsson, ávarpar viðstadda. Að því loknu verður viðstöddum boðið til kaffi- drykkju og húsið sýnt. Það er neðri hæð safnaðarheimilisins sem nú er tekin í notkun, en hún er 237 fermetrar að stærð og þar verður samkomusalur, skrifstofa sóknarprestsins, eldhús, snyrt- ingar og líkgeymsla. Bygginga- framkvæmdir hófust haustið 1989 og var verktaki Daltré hf. sem skilaði húsinu fokheldu árið 1990 en Tréverk hf. hefur séð um inn- réttingar á neðri hæðinni. Bygg- ingarkostnaður safnaðarheimilis: ins er nú áætlaður um 25 milljón- ir króna. Um kvöldið verður árlegt aðventukvöld í kirkjunni og er ræðumaður Guðlaug Bjöms- dóttir bæjarfulltrúi. GG © VEÐRIÐ Veðurstofan gaf út stormspá fyrir norðurdjúpið í gærkvöldi. Norðaustlæg átt verður um allt Norðurland í dag og reiknað er með að hann hvessi er líður á daginn með éljagangi. Áfram verður svalt. Inga Björsdóttír heiðruð á tímamótum Inga Björnsdóttir, heimilis- læknir á Akureyri, lét af störf- um sl. mánudag eftir giftudrjúg læknisstörf á Akureyri í yfir 30 ár. Á þessum tímamótum efndi samstarfsfólk Ingu á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri til hófs henni til heiðurs á Hótel KEA í gær og tók ljósmyndari Dags þessa mynd við það tæki- færi. Með Ingu á myndinni er eiginmaður hennar, Sverrir Sig- urðsson. Inga Björnsdóttir útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla íslands árið 1949. Áratug síðar hóf hún störf á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og starfaði þar til árs- loka 1960. Hún hóf síðan störf sem heimilislæknir á Akureyri árið 1961 og hefur verið það í 31 ár. óþh Framleiðslustöðvun í Kísiliðjunni: Borgarastyqöldiii í Júgóslavíu hefur sett strik í reikningiim Næstkomandi mánudag verður stöðvuð framleiðsla hjá Kísil- iðjunni í Mývatnssveit vegna tregðu í sölu á kísilgúr. Hjól Kísiliðjunnar munu ekki snú- ast á nýjan leik fyrr en eftir áramót. Engum starfsmönnum verður sagt upp, en þeir hafa I fallist á að taka út vetrar- og verslunarleyfi meðan á fram- leiðslustöðvuninni stendur. ! stór markaður fyrir kísilgúr, en borgarastyrjöldin hafi sett strik í reikninginn. „Eigi ég að nefna 'einn markað þar sem orðið hefur verulegur samdráttur, þá nefni ég Júgóslavíu. Einnig hefur orðið samdráttur í sölu til fyrrum iSovétlýðvelda." í dag er boðaður fundur stjórn- ar Kísiliðjunnar þar sem Friðrik Sigurðsson mun kynna hugmynd- ir um að aðlaga framleiðslu Kísil- iðjunnar betur að þörfum nýrra markaða. Hann vildi að svo stöddu ekki upplýsa í hverju þær tillögur felast. óþh Rauðinúpur ÞH-160 í ljósavélaskipti: Fiskiðjan hyggst kaupa Barents- hafsþorsk Togarinn Rauðinúpur ÞH-160 landar í heimahöfn, Raufar- höfn, 8. desember nk. og síðan verður skipt um Ijósavél í skip- inu. Þetta verður síðasta lönd- un Rauðanúps á þessu ári en skipið fer væntanlega á veiðar strax í ársbyrjun. Til að tryggja frystihúsinu hráefni fram undir jól og í byrjun næsta árs og tryggja stöðuga atvinnu í hús- inu er hugmyndin að kaupa fisk úr Barentshafi af Rússum með milligöngu Fiskmiðlunar Norðurlands hf. á Daivík. Porsteinn Óli Sigurðsson fram- kvæmdastjóri segir að ekki sé alveg ákveðið með vinnutilhögun um jólin, það ráðist að sjálfsögðu hvort og hversu mikið af þorski þeir fái úr Barentshafi og hvort afli fáist af bátunum. Þó er ekki reiknað með að unnið verði milli jóla og nýjárs. Vinnuaflsskortur hefur verið hjá Fiskiðju Raufar- hafnar, aðallega hefur vantað konur í snyrtingu og pökkun, sem hefur leitt til þess að fiskur- inn hefur verið unninn í ódýrari pakkningar. Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri segir aðeins tvær konur á atvinnuleysisskrá í Rauf- arhafnarhreppi, en þeim var sagt upp störfum vegna hagræðingar í rekstri Verslunarfélags Raufar- hafnar. 11 starfsmenn við loðnu- bræðslu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins koma inn á atvinnuleysis- skrá þegar hráefni þrýtur hjá verksmiðjunni, en þeir dagar eru tiltölulega fáir síðan loðnuveið- arnar hófust á þessari haustver- tíð. Einnig koma trillukarlar nú inn á atvinnuleysisskrá vegna banndagakerfisins, en veiðar báta undir 10 tonnum eru bann- aðar frá 1. desember til 31. janú- GG ar. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra: Hyggst beita sér fyrir effingu á þætti verkmenntunar í skólakerfinu Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, seg- ir að salan á liðnu hausti hafi ver- ið lakari en gert hafi verið ráð fyrir og því hafi menn ákveðið að grípa til ráðstafana í tíma. Hann segir að menn geri ráð fyrir að solutregðan sé tímabundið vanda- mál, áætlanir miðist við sölu- aukningu á næsta ári. Friðrik sagði að ástæða þessara erfiðleika nú væri fyrst og fremst ástandið í Júgóslavíu. Þar væri Hlutafélagið Hjá á Akureyri, sem hefur rekið verslunina Bynor og timburvinnslu að Glerárgötu 30, var lýst gjald- þrota hjá Héraðsdómi Norður- lands eystra sl. þriðjudag. Versluninni var lokað í fyrra- kvöld. Hjá hf. var stofnað í mars 1988. Skuldir fyrirtækis- ins voru um 25 milljónir króna. Björn Jósef Arnviðarson, lög- Ólafur G. Einarsson, mennta-1 málaráðherra, segir að á undanförnum árum hafi verk- legt nám átt undir höjgg að sækja í skólakerflnu á Islandi og mikilvægt sé að ráða bót á i fræðingur á Akureyri, hefur verið skipaður bústjóri þrotabúsins. Hann sagði í gær að næsta skref væri innköllun krafna og síðan lægi fyrir að rýma húsnæði fyrir- tækisins, sem Bynor leigði annars vegar af Landsvirkjun (húsnæði við Glerárgötu) og hins vegar af Efnaverksmiðjunni Sjöfn (hús- næði trésmiðjunnar við Hvanna- velli). óþh því. Nefnd sem vinni nú að1 mótun menntastefnu í landinu hafi þetta m.a. til skoðunar í starfi sínu. Þessar upplýsingar koma fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur á Alþingi þar sem hún spyr ráðherrann hvort hann hyggist efla þátt verk- menntunar í framhaldsskólakerf- inu og auka jafnframt tengsl verkmenntakennslu og atvinnu- lífsins. Þessu segir ráðherrann óhætt að svara játandi. „Nefnd um mótun mennta- stefnu er meðal annars að athuga hvernig efla megi þátt verk- menntunar í framhaldsskólakerf- inu og gera verklegt nám og starfsnám að raunhæfum kosti fyrir breiðari hóp nemenda en nú er. í þessu efni þarf að mörgu að huga áður en ákveðin stefnu- mörkum liggur fyrir,“ segir í svari Ólafs G. Einarssonar. „í þessu sambandi má benda á nauðsyn þess að atvinnulífið verði mun virkara við skipulagn- ingu verklegs náms á framhalds- skólastigi og taki jafnvel á sig hluta kennslu þar sem við á,“ segir ennfremur í svarinu. JÓH Bynor á Akureyri lýst gjaldþrota

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.