Dagur - 09.12.1992, Page 5

Dagur - 09.12.1992, Page 5
Miðvikudagur 9. desember 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Anton Haraldsson og Gunnar Berg, múrarar hjá Múrprýði, við gipshúðun í einbýlishúsi í Giljahverfi. A innfelldu myndinni er Hannes Oskarsson með gipsplötur sem notað- ar eru í milliveggi. Myndir: -kk Nýjung í múrverki á Akureyri: Múrað með gipsi í stað steypu - tímasparnaðurinn stærsti kosturinn, segir Hannes Óskarsson, múrarameistari Hannes Óskarsson, múrara- meistari á Akureyri, sem rekur fyrirtækið Múrprýði sf., hefur fest kaup á sérstakri gips- sprautuvél til gipshúðunar og kemur í stað venjulegrar múr- húðunar á veggjum. Að sögn Hannesar er stærsti kosturinn við slíka aðferð mikill tíma- sparnaður og vinna við hvern flöt samfelld frá upphafi til enda. Þá er þurrktími gipshúð- unarinnar mjög stuttur enda eingöngu notuð innandyra. „í venjulegu múrverki þarft fyrst að undirbúa einangrunina og síðan bíða í um hálfan mánuð. Þá er hægt að grófpússa og síðan þarf að bíða aftur í hálfan mánuð svo hægt sé að fínpússa eða sandsparsla. Með því að múra með gipsi er hægt að ljúka við vinnu í meðal einbýlishúsi á fjór- um til fimm dögum,“ segir Hannes. Á horni við glugga og dyr eru settir járnlistar og því á ekki að brotna út úr hornum eins og oft vill gerast og ekki myndast sprungur í gipshúðuðum veggj- um, auk þess sem þeir eru vist- vænir, að sögn Hannesar. Mjög auðvelt er að móta gipsið og gerir ekkert til þó einstakir veggir séu ekki með hefðbundnu lagi. Þessi aðferð er nýlunda á Akureyri og hefur aðeins verið notuð einu sinni áður, í öðru hús- inu sem Félag aldraðra byggði við Víðilund. Ekki er mikið um að þessi aðferð hafi tekið yfir Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga: Hyma frá Búvöllum stígahæst kúa í héraði Verðlaunaafliending fyrir stiga- hæstu kýr á svæði Búnaðar- sambands S.-Þing. á kúasýn- ingu 1992. Mánudaginn 7. des. var hald- inn fundur að Ýdölum á vegum BSSÞ til þess að kynna úrslit kúasýningar sem haldin var í maí s.l. og haldin er fjórða hvert ár. Jón Viðar Jónmundsson frá Búnaðarfélagi íslands var mættur á fundinn og hélt fyrirlestur um þróun kynbótastarfsins og fór yfir stöðuna eins og hún er í dag. Lagði hann áherslu á gildi rækt- unarstarfsins og hvatti bændur til dáða. Á fundinum voru afhent verð- laun fyrir stigahæstu kýrnar í hverjum hreppi á sambandssvæð- inu svo og bikar fyrir stigahæstu kúna í héraðinu. Alls voru skoðaðar 452 kýr, en 81 bú er í skýrsluhaldi og eru S.- Þingeyingar með bestu almennu þátttöku í því á landinu í prósentum talið. Stigahæsta kýrin í héraðinu var Hyrna 145 frá Búvöllum í Aðal- dal, eign Sveinbjarnar Sigurðs- sonar bónda þar og hlaut hún jafnframt verðlaun sem besta kýrin í Aðaldælahreppi. Aðrar kýr hlutu verðlaun í eftirtöldum hreppum: Stjarna 113 frá Sólvangi í Háls- hreppi. Grind 104 frá Hriflu í Ljósavatnshreppi. Bauga 71 frá Úlfsbæ í Bárðdælahreppi. Agnes 69 frá Skútustöðum í Skútustaða- hreppi. Dumba 113 frá Hólum í Reykdælahreppi. Hyrna 94 frá Reykjavöllum í Reykjahreppi. Hyrna 21 frá ísólfsstöðum á Tjörnesi. Verðlaunin afhenti Hlífar Karlsson, mjólkurbússtjóri KÞ, en samlagið gaf verðlaunagrip- ina. Athygli vakti að þrjár kúnna heita Hyrna, en því miður eru kálfar undan hyrndum kúm ekki notaðir til framhaldsræktunar á sæðingarstöðvum. Fréttatilkynning. hefðbundið múrverk en hún er þó nokkuð notuð á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta er þróun sem ekki er hægt að horfa framhjá,“ segir Hannes. Hann segir að minni málning fari á gipshúðaða veggi en veggi sem múraðir eru með gamla lag- inu. Þá skiptir hitastigið ekki máli og hægt að kynda húsin vel strax og verkinu lýkur. Þá eru Hannes og hans menn farnir að hlaða milliveggi með gipsplötum sem eru 65x50 cm að stærð. Plöturnar sem eru með mjög sléttri áferð, læsast saman og límdar þannig með lími sem þornar á um hálfri klst. Plöturnar eru líkt og gipsið, fluttar inn frá Frakklandi og þær eru til í þrem- ur þykktum. Hannes segir það ekkert vandamál að leggja lagnir eins og pípu- og raflagnir í slíkar plötur. Fræst er fyrir lögnum og síðan sprautað yfir með gipsi. -KK Hlutabréfasjóðirnir: Hlutabréfasjóður Norðurlands með bestu raunávöxtunina - eini sjóðurinn með jákvæða raunávöxtun það sem af er ári Samkvæmt nýrri samantekt Kaupþings hf. skilar Hluta- bréfasjóður Norðurlands bestri raunávöxtun hlutabréfasjóð- anna á landinu fyrstu 10 mánuði ársins. í raun er sjóðurinn sá eini sem skilar jákvæðri raun- ávöxtun. Rúmt ár er liðið frá stofnun Hlutabréfasjóðs Norð- urlands og er umfang sjóðsins nú um 35 milljónir og vonast er til að hann verði orðinn 50 milljónir um áramót. „Þetta helgast fyrst og fremst af því að okkar hlutabréfasjóður er lang yngstur, byrjaði í nóvember á síðasta ári og við sáum í janúar þegar megnið af bréfunum var selt og við vorum að byrja að fjárfesta, að hluta- bréfamarkaður var enn á niður- leið. Því væri ekki skynsamlegt að fjárfesta mikið í hlutabréfum heldur höfum við einkum haldið okkur við örugg skuldabréf og bankavíxla. En við hyggjumst að sjálfsögðu auka hlutdeild okkar í hlutabréfum þegar við horfum fram á að hlutabréfamarkaður fari að hressast á ný,“ sagði Jón Hallur Pétursson hjá Kaupþingi Norðurlands hf. í gær. Raunávöxtun eigenda bréfa í Hlutabréfasjóði Norðurlands er 5,8% fyrstu 10 mánuði ársins meðan t.d. raunávöxtun Almenna hlutabréfasjóðsins er neikvæð um rúm 12% og raunávöxtun Hámarksvísitölunnar er -19%. Á meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir ávöxtun hlutabréfasjóðanna fyrstu 10 mánuði ársins. JÓH Tryggðu þér skattaafslátt í tíma Kaup einstaklinga á hlutabréfum fyrir 94 þúsund krónur*, veita skattaafslátt upp á 37 þúsund krónur. Fyrir hjón er upphæöin 188 þúsund krónur og 74 þúsund krónur í skattaafslátt. Eigum til sölu hlutabréf í eftirtöldum félögum. Hlutabréfasjóöi Norðurlands hf., Kaupfélagi Eyfiröinga, Skagstrendingi hf., Sæplasti hf. og Útgerðarfélagi Akureyringa hf. ‘upphæð frá síðasta ári. áélKAUPÞING NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 • Akureyri • Sími 96-24700.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.