Dagur - 09.12.1992, Síða 9

Dagur - 09.12.1992, Síða 9
Miðvikudagur 9. desember 1992 - DAGLIR - 9 Tómas Eyþórsson hjá einum „gæðingnum“. Umboðsmennskan með vélsleðana og önnur Polaristæki urðu á 16 árum að stórfyrirtæki en færri vita að þetta umboð fékk Tómas í gegnum Seríospakka! „Húsið er að lang stærstum hluta fyrir Polaris-þjónustuna en ætlunin er að verða áfram með hjólbarðaþjónustu en einskorða hana við minni bfla,“ segir Tómas. um haf og þar með hófst upp- byggingin á þessu umboði sem í dag er orðið að stóru fyrirtæki. Yélsleðaíþróttin vaxandi „Vélsleðaíþróttin er vaxandi og hún stendur yfir lengri tíma en áður fyrr. Þetta er meira fjöl- skyldusport en áður og menn eru þannig útbúnir að þeir keyra með sleðana á kerrum þangað sem þeir komast á snjó. Sjálfur er ég á kafi í vélsleðamennskunni, þetta er mitt líf og yndi. Maður hrærist í þessu næstum því 365 daga á ári þannig að það þarf ekki að koma á óvart að ég sé með bakter- íuna.“ Tómas segir að auðvitað fylgi sala á vélsleðum nokkuð almennu efnahagsástandi en fyrst og fremst segir hann söluna fara eftir veðurfarinu. „Ef mikill snjór er einn vetur þá kaupa menn sleða grimmt og jafnvel næsta vetur á eftir þó hann sé snjólítill. En ef svo aftur fylgir annar snjó- leysisvetur í kjölfarið þá dettur salan niður. Samt er það svo að alltaf er einhver sala vegna þess að hópurinn sem ferðast um á hálendinu er svo stór að það breytir ekki miklu hvernig snjóa- lögin eru á láglendi." Húsið er margra ára gamall draumur - Svo við snúum okkur aftur að byggingunni þá virtist sem þú hafir sett þér einhverjar ákveðn- ar vinnureglur við hana? „Já, ég setti strax fram við hönnuðina, Arkitektastofuna Ráðhústorgi, að ég vildi hafa á húsinu sýningarsal úr gleri og húsið yrði sérkennilegt en samt fallegt. Petta leystu þeir frábær- lega vel að mínu mati og sam- vinna við þá og aðra sem að byggingunni komu var góð. Og ég einsetti mér það að frá upphafi í byggingunni þá yrði öllu haldið hreinu, ekkert rusl yrði í kring á framkvæmdatímanum og að gengið yrði strax frá húsinu að utan. Þetta varð skringilegur byggingarmáti vegna þess að segja má að húsið hafi verið byggt innan frá. Þaö hefur verið margra ára draumur að komast í snyrtilegt hús í fallegu umhverfi og geta haft virkilega fallegt í kringum fyrirtækið. Við vildum með þessu geta boðið okkar Polaris-viðskiptavinum góða þjónustu með útstillingum og aukahlutaverslun, jafnframt því sem við vildum koma hér á fót öðruvísi hjólbarðaverkstæði. Það er flísalagt með björtum litum. Ég veit að það er hægt að hafa hjólbarðaverkstæði í hjarta bæjar og halda þeim mjög þrifalegum. Hjá mér hefur alltaf verið mark- mið að hafa aldrei neitt rusl eða skít í kringum mig. Svona höfum við feðgar verið frá því fyrsta og þetta er góður ávani,“ segir Tóm- as og brosir. Akureyringar eiga að gleðjast yfir vel reknum fyrirtækjum Tómas segir alltof viðvarandi sjónarmið á Akureyri að fyrir- tæki megi ekki ganga vel. Svo virðist á stundum sem fólk vilji hegna þeim aðilum sem gengur vel í atvinnurekstrinum. Tómas bendir á að þessarar umræðu verði stundum vart út í vel rekin fyrirtæki í bænum. „Ég held að Texti og myndir: Jóhann Ólafur Halldórsson menn ættu að gleðjast yfir vel- gengni fyrirtækja og það sæist kannski best ef þau færu úr bæn- um hve miklu máli þau skipta. Ég verð að segja að þetta er leiðinda- hugsunarháttur hjá mörgum i Akureyringum og menn verða að reyna að venja sig af þessu og vera stoltir af því sem verið er að gera í bænum. Svona umræða er hrein öfundsýki.“ Þó veiting lóðarinnar við Undirhlíð til Hjólbarðaþjónust- unnar-Polarisumboðsins hafi á sínum tíma verið umdeild þá seg- ist Tómas Eyþórsson hafa fundið fyrir ánægju bæjarbúa með húsið og að fólk verði ekki fyrir von- jbrigðum með umgengni kringum það í framtíðinni. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki og með Tóm- asi stendur Eyþór sonur hans í þessum rekstri. Eignast eigin skrifstofu í fyrsta sinn Við höldum áfram spjalli okkar um nýja húsnæðið og Tómas seg- ir að í fyrsta sinn í 24 ára fyrir- tækjarekstri sínum hafi hann eignast góða skrifstofu. Sjálfur muni hann þó ekki nota hana mikið enda hafi hann aldrei verið gefinn fyrir að sitja á rassinum yfir papptrum allan daginn. Og þá kemur sagan um stresstöskuna: „Ég á stresstösku, eins og þeir kalla, en ég hef aldrei notað hana hérlendis. Ég hef tvisvar farið með hana erlendis en nota hana annars ekki. Mína pappíra fer ég með í hendinni eða í stakkvasan- um. Mér finnst vera meira atriði að vinna fyrirtækið upp heldur en búa sér til einhverja snobb- aðstöðu sem maður getur engan veginn staðið undir eða klæða sig upp í kjól og hvítt þannig að á mann megi aldrei falla ryk. Fyrst núna er ég að byggja alvöruhús undir starfsemina en þó er það þannig gert að hver einasti fer- metri er nýttur og vel skipulagð- ur.“ Fyrir nokkru hófst starfsemi í nýja húsinu og um síðastliðna helgi opnaði Tómas sýningarsal- inn fyrir vélsleðana og jafnframt verslun með aukahluti og fatnað enda er búnaðurinn í kringum vélsleðamennskuna ekki síður mikilvægur en sleðarnir sjálfir. Tómas segist hyggja á formlega vígslu hússins eftir áramót og þá koma væntanlega fulltrúar Polar- is-verksmiðjanna í Bandaríkjun- um til að vera viðstaddir. Og þá er það lokaspurningin til Tómas- ar. Er hann búinn að panta snjó í vetur. „Já, mikinn,“ svar hann og hlær. „Ég segi mönnum að það verði tvegga metra jafnfallinn I snjór í allan vetur.“ JÓH Pantanir teknar í öllum matvöru- verslunum KEA og í Brauðgerð KEA Wi BRAUOGERÐ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.