Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. desember 1992 - DAGUR - 5 Hvað er að gerast? Tónlisi Fjáröflunartónleikar í Glerárkirkju Á morgun, laugardag, kl. 16 verða haldnir fjáröflunartónleikar í Gler- árkirkju vegna byggingar kirkj- unnar. Kammerhljómsveit Akur- eyrar kemur fram undir stjóm Jóhanns Baldvinssonar. Þrír kórar syngja, Kór Glerárkirkju, Kór Ákureyrarkirkju og Kór Verk- menntaskólans. Þá kemur fram söngkvartett, einsöngvarar og ein- leikarar. Kynnir á tónleikunum verður Þráinn Karlsson, leikari. Á efnisskránni eru fyrst og fremst kirkjuleg verk, sum þeirra eru tengd jólum og aðventu. Lúsíúhátíð í Akureyrarkirkju Árleg Lúsíuhátíð verður í Akureyrarkirkju í kvöld, föstudag, og annað kvöld, laugardagskvöld. Hátíðin hefst bæði kvöldin kl. 20.30. Flytjendur verða Karlakór Akureyrar-Geysir undir stjóm Ro- ars Kvam og Bamakór Lund- arskóla undir stjóm Elínborgar Loftsdóttur. Lúsía að þessu sinni verður Sigrún Sif Jóelsdóttir, sem söng lagið Til botns svo eftir- minnilega í keppninni um Landslagið 1992. Björn Steinar með orgeltónleika Bjöm Steinar Sólbergsson, organ- isti Akureyrarkirkju, heldur að- ventuorgeltónleika í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag, 13. desem- ber, kl. 17. Á efnisskránni em verk eftir Bach (sálmforleikur úr Orgelbuchlein sem tengist að- ventu og jólum), Messiaen og Dumflé. Björg Þórhallsdóttir les þá sálma sem tilheyra þessum sálmforleik úr Orgelbiichlein Bachs. Aðgangur er ókeypis og em allir velkomnir. Myndlist Yfir 100 verk í Listagilinu I gærkvöld var opnuð sýning í Grófargili á Akureyri á yfir 100 verkunl eftir 65 myndlistarmenn víðsvegar að af landinu. Sýningin, sem er hluti af svokallaðri Desembervöku Gilfélagsins, er að vonum fjölbreytt og athyglisverð. Öll verkin em til sölu og rennur ágóði til uppbyggingar Lista- gilsins. Skemmtanir Úrslitakeppni í karaokesöng í kvöld kl. 21 verður í Sjallanum á Akureyri úrslitakeppni í Norðurlandsmótinu í karaoke- söng. Tólf söngvarar syngja til úr- slita. f október s.l. hófst und- anúrslitakeppni í Kjallaranum og komust tólf söngvarar áfram í keppninni sem verður í kvöld. Hver söngvari syngur tvö lög, þ.e. lagið sem kom honum í úrslit og annað til. Átta mánaða dómnefnd velur í samvinnu við gesti hússins tvo sigurvegara sem keppa fyrir hönd Norðurlands í Danshúsinu í Glæsibæ í janúar. Kynnir á kvöld- inu verður útvarpsmaðurinn Jón Axel Ólafsson og leikur hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi eftir keppnina og einn- ig annað kvöld. Rúnar Þór og fél- agar spila í Kjallaranum í kvöld og annað kvöld. Mikið að gerast á Desembervöku Mikið verður um að vera um helg- ina á Desembervöku Gilfélagsins í Grófargili á Akureyri. í kvöld kl. 20.30 verður spunadans Önnu Richardsdóttur, Karl Petersen sér um ásláttarspuna og höfuðskúlpt- úrar og myndverk er í höndum Brynhildar Kristinsdóttur. Á morgun, laugardag, kl. 17 verður atriði úr Eyjafjarðarsveit í umsjá Hannesar Ámar Blandon, Huldu Bjarkar Garðarsdóttur og Eiríks Bóassonar. Á sunnudag kl. 17 verður atriði úr Hörgárdal í umsjá Bjama Guðleifssonar og á mánudagskvöld kl. 20.30 verður dr. Kristján Kristjánsson með er- indi um Súrealisma. Jólahlaðborð í Staðarskála Norrænt jólahlaðborð verður í Staðarskála í Hrútafirði í kvöld, föstudaginn 11. desember, og annað kvöld, 12. desember og hefst borðhald kl. 19 bæði kvöldin. í kvöld verður fjölskyldutilboð; frítt verður fyrir böm yngri en 6 ára og 50% af- sláttur fyrir 7-12 ára. Ingi Gunnar Jóhannsson, söngvari og gítar- leikari hljómsveitarinnar Island- ica, tekur lagið. Annað kvöld verður aðeins opið fyrir matargesti. Ingi Gunnar tekur lagið og sömuleiðis sönghópurinn Hvers vegna úr Miðfirði. Afmælishóf Kórs Grundarkirkju í tilefni af 50 ára afmæli Kórs Gmndarkirkju verður efnt til afmælisfagnaðar í Laugarborg nk. sunnudag, 13. desember, kl. 14.30. Fyrrverandi kórfélagar og makar þeirra em sérstaklega boðnir velkomnir. Vörður með glögg Vörður - félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri býður öllum sjálfstæðismönnum í jólaglögg í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Kaupangi annað kvöld, laugar- dagskvöld, kl. 20.30. Heiðurs- gestur kvöldsins verður Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Jólafagnaður hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar F.H.H. og H.F.I. halda sameiginlegan jólafagnað í kvöld, föstudag, á Hótel Hörpu á Akureyri kl. 20. í boði er fordrykkur og jóla- hlaðborð fyrir 1590 krónur og auk þess verður létt dagskrá og óvænt- ar uppákomur. Skák Fimmtán mínútna mót á sunnudag Næstkomandi sunnudag, 13. desember, kl. 14 stendur Skák- félag Akureyrar fyrir fimmtán mínútna móti í húsnæði Skákfélagsins að Þingvallastræti 18. Allir em hjartanlega velkomn- ir. Kvikmyndir Hinir vægðarlausu í Borgarbíói Hinir vægðarlausu, eða Unforgiven, með Clint Eastwood, Gene Hackman, Morgan Freeman og Richard Harris í aðalhlut- verkum, verður aðalmynd Borgar- bíós á Akureyri um helgina. Hún Aðvenlukvöld Munkaþverárkirkja Næstkomandi sunnudagskvöld, 13. desember, kl. 21 verður haldið aðventukvöld í Munka- þverárkirkju. Ræðumaður verð- ur Pétur Pétursson, heilsugæs- lulæknir á Akureyri. Tónlistar- flutningur verður í höndum Kirkjukórs Kaupvangs- og Munkaþverársókna undir stjóm Þórdísar Karlsdóttur, bamakórs úr Hrafnagilsskóla undir stjóm Geirs Gunnarssonar og nem- enda úr Tónlistarskóla Eyja- fjarðar undir stjóm Atla Guð- laugssonar Dalvíkiirkirkja Fjölbreytt dagskrá verður á aðventukvöldi í Dalvíkurkirkju nk. sunnudagskvöld, 13. des- ember, kl. 20.30. Kirkjukór Dalvíkurkirkju syngur og sömuleiðis Bamakór Dalvík- urskóla. Ræðumaður kvöldsins verður Guðlaug Bjömsdóttir. Kveikt verður á aðventukertum og í lokin verður helgistund við kertaljós. Á eftir gefst fólki kostur á að skoða safnað- arheimili kirkjunnar sem verður formlega vígt kl. 14 þennan sama dag . Glerárkirkja Fyrsta aðventukvöldið í ný- vígðri Glerárkirkju verður nk. sunnudagskvöld, 13. desember, kl. 20.30. Ræðumaður kvölds- ins verður sr. Pétur Þórarins- son, sóknarprestur í Laufási og fyrrverandi sóknarprestur við Glerárkirkju. Einnig verður kórsöngur og ljósaathöfn. Húsavíkurkirkja Aðventustund verður í Húsa- víkurkirkju nk. sunnudag, 13. desember, kl. 15. Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, sóknar- prestur á Grenjaðarstað, flytur hugvekju. Natalia Chow syngur og Kirkjukór Húsavíkurkirkju syngur nokkur lög. Nemendur úr Tónlistarskólanum koma fram. Ólafsfj ar ðarkirkj a Aðventustund verður í Ólafs- fjarðarkirkju nk. sunnudag, 13. desember, kl. 17. Kirkjukór Ól- afsfjarðarkirkju syngur að- ventu- og jólalög. Kveikt verð- ur á aðventukertunum og jóla- kvæði lesið. Hugvekju flytur Helga Magnúsdóttir. Vallakirkja Gunnlaugur V. Snævarr flytur hugvekju á aðventukvöldi í Vallakirkju í Svarfaðardal ann- að kvöld, laugardagskvöld, kl. 21. Kirkjukór Svarfdæla syngur og hljóðfæraleikarar úr Tónlist- arskólanum leika nokkur lög. Þá verður lesið jólakvæði, kveikt á aðventukertunum og endað á helgistund við kerta- ljós. verður sýnd kl. 21 og á sama tíma í hinum salnum verður sýnd myndin Steiktir grænir tómatar, sem var tilnefnd til tveggja Ósk- arsverðlauna. Lostæti verður sýnd kl. 23 og á sama tíma í kvöld og annað kvöld birtist Rush á sama tíma í hinum salnum. Á sunnu- dagskvöld kl. 23 verður sýnd grín- myndin Lygakvendið. Á bama- sýningum á sunnudag kl. 15 verða sýndar myndimar Prinsessan og durtamir og Öskubuska. Ýmislegt Baggi Bjarna áritar Ragnar Bjamason, söngvari, verður á Akureyri á morgun, laug- ardag, og áritar viðtalsbók sína. Söngferill hans hófst á Akureyri á sínum tíma eins og fram kemur í bókinni og í gegnum árin hefur Ragnar oft troðið upp í bænum. Ragnar mun árita og taka lagið á eftirtöldum stöðum á morgun: Hagkaup kl. 14-15, Möppudýrinu Sunnuhlíð kl. 15-16.30 og Bók- valikl. 16.30-18. Kiwanismenn í göngugötunni Félagar í Kiwanisklúbbnum Kald- baki verða í göngugötunni á Akureyri á morgun, laugardag, laugardaginn 19. desember og á Þorláksmessu. Þeir selja laufa- brauð, kerti og skreyttar greni- greinar sem m.a. em notaðar á útidyr og sem skreytingar á leiði. Ágóðinn rennur í styrktarsjóð klúbbsins, en síðan verður úthlut- að úr honum í anda Kiwanishreyf- ingarinnar, en hún hefur fyrst og fremst lagt áherslu á málefni bama og unglinga. Opinn dagur á Hólum á morgun Hestamannafélagið Hreinn og Bændaskólinn á Hólum í Hjalta- dal standa fyrir opnum degi í Bændaskólanum á morgun, 12. desember, og hefst dagskráin kl. 13.30. Haldin verður hestasýning og verða ýmis sýningaratriði, s.s. gangskiptingar, fimiæfingar og frumtamning. Mikið verður um glens og grín. Að lokinni hesta- sýningu verða sýnd reiðtygi. Að lokum verður boðið upp á kaffi og veitingar í Bændaskólanum. Fatasöfnun B.K.Í. Á morgun, laugardag, kl. 13 til 22 stendur Ungmennahreyfing R.K.Í. Akureyrardeild fyrir fatasöfnun. Fólk getur haft samband við skrif- stofu R.K.Í. Kaupangi í síma 24402 og fengið fötin sótt heim til sín. Einnig er hægt að koma fatagjöfum á skrifstofu Rauða krossins. Ungmennahreyfingin verður einnig með sölutjald í göngugötunni á Akureyri á morgun kl. 10-16. Til sölu verða handgerðar vömr frá Afríku. Ágóðinn rennur til styrktar þróu- narverkefni í Gambíu sem Ungmennahreyfing R.K.Í. vinnur að. Hljómplatan Minningar 2 og bamabókin Sól skín á krakka eftir Sigrúnu Eldjám, sem R.K.Í. gefur út, verður einnig til sölu. Akur- eyringar og nærsveitamenn em hvattir til að leggja góðum mál- stað lið. Jólamarkaður á Stórutjörnum Jólamarkaður Handverkskvenna milli heiða verður haldinn í Stórutjamarskóla nk. sunnudag kl. 14. Þar verða á boðstólum ýmsar heimaunnar vömr, s.s. skrautmun- ir og nytja- og gjafavömr. Einnig verður selt kaffi og með því fyrir 500 krónur Miðnætursamkoma í Glerárkirkju í tilefni af vígslu Glerárkirkju um síðustu helgi mun æskulýðsfélag kirkjunnar, Glerbrot, standa fyrir miðnætursamkomu annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 23.30. Til- gangurinn með þessari stund er að ungt fólk geti komið saman til þess að lofa Guð og hlýða á hans orð. Stundin verður byggð upp á miklum og líflegum söng og vitn- isburðum. Allir em hjartanlega velkomnir og þá sérstaklega ungt fólk sem vill fá tækifæri til að sjá jafnaldra sína vitna í orði og söng. Jólatilboð! 30-40% afsláttur Öll jakkaföt og fínni buxur íþróttagaHar á aUa fjölskylduna adidas^ Verð'nú kr. 2.990,- Verð áður kr. 5.600,- Nýtt kortatímabil 6H TOPPMENN HERRAFATAVERSLUN ($ RÁÐH ÚSTORGI 7 TOPPSPORT SPORTVÖRUVERSLUN SflVII 11855

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.