Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Föstudagur 11. desember 1992
Mikib úrval verkfœra
Rafmagns- og handverkfæri
vib allra hæfi
á mjög góbu verbi
(Því ekki ab gefa nytsama jólagjöf?)
Leitin
eftir Vigfús Björnsson hefur
að geyma 25 sögur og þætti.
Leitin
er fyrir ungt fólk sem
leitar róta sinna - einnig þá
sem leita skemmtilegs prósa.
Leitin
eflir skilning á mannssálinni
- þó einkum mannlífinu.
Leitin
er spennandi bók, full af
dulúð, þarsem harpa þjóðar-
sálar er slegin á hvassan - en
jafnframt seiðmagnaðan hátt.
Leitin
er ramm-íslensk bók
fyrir íslendinga á öllum aldri
- heima og heiman.
KORNIÐ
Fæst í öllum
bókabúðum
IUýjar bækur
Smyglara-
hellirinn
Smyglarahellirinn nefnist nýútkom-
in spennusaga fyrir drengi og stúlk-
ur á öllum aldri sem Skjaldborg hef-
ur gefið út.
Sagan gerist í rammíslensku
umhverfi þar sem aftakaveður kem-
ur meðal annars við sögu. Aðal-
söguhetjurnar eru Jói Jóns, Pési,
Kittý Munda skátaforingi og vin-
konur hennar í Tígrisflokknum.
Dularfull ljósmerki sjást úti við Sjö-
mannabana. Söguhetjurnar brjótast
gegn óveðrinu til að athuga hvort
þar kunni að vera menn í sjávar-
háska, lenda í æsilegum ævintýrum
áður en öll kurl koma til grafar.
Höfundur bókarinnar er Kristján
Jónsson en Bjarni Jónsson teiknaði
myndir. Bókin kostar kr. 990.
Bókín um
simpansana
Út er komin hjá Æskunni Bókin um
simpansana - eftir Jane Goodall.
Guðni Kolbeinsson íslenskaði.
Bókin hlaut fyrstu verðlaun
alþjóðlegs verðlaunasjóðs barna-
bóka 1989. Hún er í flokki bóka sem
fjalla um fjölskyldur dýra - einkum
tengsl móður og afkvæmis.
Konrad Lorenz, sem hlaut Nóbels-
verðlaun 1973 fyrir rannsóknir sínar
á einstaklings- og hópatferli dýra,
segir um bókina: „Til þess að geta
boðið börnum bók um dýr og mælt
skilyrðislaust með henni verður
maður að vera fullviss um að höf-
undurinn hafi til að bera staðgóða
og trausta þekkingu á efninu. Eng-
inn í heiminum skilur simpansa bet-
ur en Jane Goodall. Þar við bætist
að hún lýsir þeim með hlýju og gam-
ansemi svo að umfjöllun vísinda-
mannsins verður bæði börnum og
fullorðnum sannur skemmtilestur.“
Bókin er 68 blaðsíður með lit-
myndum á hverri síðu. Flestar
þeirra tók Michael Neugebauer.
Vatnsberamir
Almenna bókafélagið hefur sent frá
sér nýja barnabók eftir Herdísi
Egilsdóttur. Bókin ber nafnið
Vatnsberarnir.
Vatnsberarnir eru aðlaðandi líf-
verur, öðruvísi en menn í útliti en
hugsa líkt. Ung vatnsberahjón eign-
ast tvíbura, stelpu, sem er eðlilegur
vatnsberi, og strák sem er allt öðru-
vísi svo að vatnsberunum jafnvel
býður við honum - enginn vill sjá
hann nema foreldrarnir sem eru þó
afar áhyggjufullir út af þessu.
Drengurinn á því ekkert sældarlíf
fyrir höndum - hrakinn og smáður
af öllum, jafnöldrum sem fullorðn-
um. Það er erfitt að vera öðruvísi en
aðrir.
Bókin er skreytt litmyndum Erlu
Sigurðardóttur á hverri síðu. Vatns-
berarnir eru 36 bls. í stóru broti og
kostar kr. 1.195.
Bangsímon
ogjólin
Vaka-Helgafell hefur gefið út bók
um Bangsímon og vini hans. Bókin
heitir Bangsímon og jólin.
Þar koma við sögu auk Bangsí-
mons þeir Eyrnaslapi, Tumi tígur,
Grislingur og allir hinir. Komið er
fram á aðfangadagskvöld og Bangsí-
mon bíður þess eins að hátíðin
gangi í garð. Hann er búinn að öllu
en finnst samt eins og eitthvað
vanti. Og allt í einu man aumingja
Bangsímon hvað það er: Hann
steingleymdi öllum gjöfunum handa
vinum sínum! Nú er úr vöndu að
ráða...
í skotlínu
Út er komin bókin „/skotlínu - sigl-
ingar og skipskaðar Eimskipafélags-
ins í síðari heimsstyrjöld“, eftir
Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttur.
í kynningu frá útgefanda segir
m.a.: „Bókin / skotlínu er sagn-
fræðilegt rit um þá íslendinga sem
stóðu í eldlínu baráttunnar í seinni
heimsstyrjöldinni - sjómennina og
þá sem um skipaferðirnar sáu til að
brauðfæða þjóðina. Þessi bók er
takmörkuð við sjómenn og annað
starfsfólk Eimskipafélagsins í þess-
um hildarleik og er þar af nógu að
taka. Tvö af skipum Eimskipafé-
lagsins voru skotin niður seint í
stríðinu og fórust margir af báðum.
Einnig segir bókin frá baráttunni í
landi, mögnuðum verkföllum sem
sjómenn gerðu sumarið 1942.“
Þór Whitehead prófessor ritar
formála fyrir bókinni, en höfundur-
inn er ungur sagnfræðingur og „/
skotlínu“ er hans fyrsta bók.
Bókin er 280 bls. með myndum
og kortum sem sýna siglingaleiðirn-
ar. Útgefandi er Almenna bókafé-
lagið. Bókin kostar kr. 2.995.
Hundaeigendur!
Bólusetning gegn Parvo-vírus sýkingu er hafin.
Vinsamlegast pantið tíma fyrir hund ykkar í síma
22042 á milli kl. 09 og 11 á föstudaginn 11. og laug-
ardaginn 12. desember.
Alla daga næstu viku er símatími milli kl. 9 og 10 í
sama númeri.
Haldið hundi ykkar helst frá öðrum hundum og þar
sem smit berst með hundasaur ber einnig að forðast
hann. Allir hundaeigendur verða að þrífa upp skít eftir
sinn hund!
Ágúst Þorleifsson, héraðsdýralæknir.
Gudmund Knudsen, héraðsdýralæknir.
Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir.
Frænka okkar,
HELGA VILHJÁLMSDÓTTIR,
handavinnukennari,
frá Bakka í Svarfaðardal,
lést að Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, 9. desember sl.
Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju, mánudaginn 14. des-
ember nk. kl. 13.30.
Jarðsett verður að Tjörn.
Systkinabörn.