Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. desember 1992 - DAGUR - 9 Ábyggilega hægt að setja mig á einhveija hillu - segir Sverrir Páll Erlendsson, höfundur bókarinnar Litlar sögur Jólapakki veiðimannsins Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakennari á Akur- eyri, er einn þeirra norðlensku höfunda, sem kveða sér hljóðs fyrir þessi jól. Litlar sögur heitir bók hans og hefur aö geyma sextán smásögur. Utgefandi er Skuggsjá. „Þesssar sögur hafa orðið til á tíu árum eða svo. Þær elstu lentu hins vegar niðri í skúffu á meðan ég vann að ljóðabókinni minni, Þú og heima. sem kom út 1988. Ég kann einhvern veginn ekki þá list, sem sumir höfundar guma af, að vinna að tvenns konar hug- verkum í einu. Yngstu sögurnar eru þriggja til fjögurra ára þannig að ég hef verið tilbúinn með þetta handrit í tvö til þrjú ár,“ sagði Sverrir Páll þegar hann var spurður um bókina. - Hvað hefur rekið þig til að skrifa þessar sögur? „Ég veit það eiginlega ekki. Þetta er einhver ólýsanleg þörf eða þrá til að skrifa. Stundum dett ég ofan á hugmynd eða sé eitthvert tilvik sem mér finnst ástæða til að vinna með, skrifa niður glefsur og safna þeim saman. Mér finnst einhvern veg- inn betra að vinna að þessu á vet- urna en á björtu sumri. Gallinn er bara sá að á veturna hefur kennari of mikið að gera og það er erfitt að finna tíma handa sjálfum sér. Auðvitað væri afskaplega gaman að geta ein- beitt sér að skriftum í nokkra mánuði. Satt best að segja langar mig til að prófa það og mér finnst ég eiga eftir að vinna úr ýmsum hugmyndum sem ég á í fórum mínum. En varðandi það að gefa út verk mín stend ég sjálfsagt að sumu leyti í svipuðum sporum og stjórnmálamaður sem fer óbeð- inn í framboð. Hann lýsir því þá gjarnan fjálglega að hann hafi verið hvattur mjög til þess! Við skulum að minnsta kosti segja það hér.“ - Eiga sögurnar í Litlum sög- um eitthvað sameiginlegt? „Nei, ekki að öðru leyti en því að einn og sami maðurinn skrifar þær. Þetta eru afskaplega ólíkar sögur. Sumar eru byggðar á minningabrotum og reynslu og aðrar eru hreint hugarflug. Þær sögur sem eru sviðsettar gerast á íslandi, að einni undanskilinni. Ég er nokkurn veginn viss um að flest af því sem fram kemur í þessum sögum er efni sem fólk þekkir úr hversdagsleikanum. Til dæmis er í einni sögunni fjallað um ýmislegt skrítið við kosningar og atkvæðasmölun, í annarri seg- ir frá leikhúsferð og í þeirri þriðju er sagt frá langri ökuferð, þar sem ökumaður er ekki alltaf að hugsa um veginn framundan. Ég held að efni bókarinnar sé umfram allt mannlegt, eitthvað sem allir ættu að þekkja." Gaman að vita hvað öðrum finnst Sverrir Páll er eins og áður segir menntaskólakennari, kennir íslensku við Menntaskólann á Akureyri, meðal annars grein- ingu bókmennta. Hvernig skyldi hann flokka eigin bók? „Þetta er ekki góð spurning. Sennilega er rétt af mér að reyna ekki að dæma eða flokka bókina sjálfur. En ég hef stundum verið að velta þessu fyrir mér, ekki síst vegna þess að ég er kennari og kenni nemendum ýmislegt í Svcrrir Páll Erlendsson: „Ég held að efni bókarinnar sé umfram allt mannlegt, eitthvað sem allir ættu að þekkja.“ Mynd: Robyn Pakki I. Kaststöng Daiwa SGE S-9. Opið hjói Daiwa J 1650X. Jólatilboð kr. 5.312,- Pakki II. Kaststöng Daiwa CR S-9. Opið hjól Daiwa MG 2650 H. Jólatilboð kr. 9.952,- Pakki lll. Kaststöng Daiwa CS 98-9S. Kasthjól Daiwa 600 M. Jólatilboð kr. 15.312, sambandi við bókmenntir. Iðu- lega fjalla ég um flokkun bók- mennta, stefnu, strauma, tákn og annað sem þar kemur við sögu og maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort þeir höfundar séu til sem skrifi beinlínis eftir ákveð- inni formúlu. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að slíka sögu væri hægt að skrifa, en ansi er ég hræddur um að hún yrði blóð- laus. Ég held að það sé ekki leið- in til að gæða verk lífi. Líklega ræður hjartað í manni sjálfum mestu um hvort sagan gengur upp eða ekki. Sjálfsagt er hægt að finna ýmsa strauma og stefnur í bókinni og ábyggilega má setja mig á ein- hverja hillu. Þó að ég ætti að hafa allar forsendur til að dæma efni bókarinnar, þá get ég ekki gert það vegna þess að viðfangsefnið stendur of nærri mér. Hins vegar , væri býsna gaman að vita hvað öðrum finnst.“ Þrautaganga milli bókaútgefenda Sverrir Páll setti bókina og bjó til prentunar. Mynd á bakhlið tók Bernharð Valsson, nemandi Sverris Páls, sem er ljósmyndari, búsettur í París, og annar nem- andi hans, Friðrik Óttar Friðriks- son, nemi í arkitektúr í Hamborg, hannaði bókarkápu. Eins og áður segir var handrit að Litlum sögum tilbúið fyrir tveim til þrem árum. En þá hófst löng þrautaganga milli bóka- útgefenda. Enginn vildi koma handritinu fyrir almenningssjón- ir. Ekki það að smásögurnar þættu ekki nógu góðar. í flestum tilfellum gáfu bókaútgefendur þá skýringu að á þessum þrenginga- tímum væri of mikil áhætta að gefa út bók eftir óþekktan höfund. En að lokum fann Sverr- ir útgefanda, sem var nægilega áræðinn. Og loks eru Litlar sögur komnar fyrir almenningssjónir. Vantar öflugt bökaforlag á Akureyri Sverrir Páll ræddi áfram um bókaútgáfu og sagði það alvar- legt að ekki væri lengur útgáfu- fyrirtæki á Akureyri, sem gæfi út annað efni en reyfara. „Mér finnst engin ástæða til að gagn- rýna að hér skuli vera útgáfa sem gefur út rauðar ástarsögur og annað slíkt, því það er afþrey- ingarefni og á fullan rétt á sér. En hins vegar finnst mér skelfilegt að á Akureyri skuli ekki lengur vera bókaforlag, sem er nægilega öflugt til að gefa út sæmilega metnaðarfullar bækur. Það er afskaplega erfitt fyrir höfunda hér á Akureyri að þurfa að leita suður til Reykjavíkur til þess að fá verk sín gefin út. Stóru forlög- in virðast þar að auki hafa marga fasta höfunda á sínum snærum og því er ekki auðvelt fyrir nýjan mann að komast inn í röðina. Ég er ansi hræddur um að seint komi ^aftur sú tíð, þegar menn gátu treyst á að Ragnar í Smára gæfi nýjum höfundum tækifæri. Ég held að sé leitun að því bókafor- lagi sem hefur þann metnað að vera tilbúið að koma nýjum höfundum á framfæri," sagði Sverrir Páll Erlendsson. óþh PakkiIV. Flugustöng Daiwa NC 98-8.5 HIC. Fluguhjol Daiwa 708. Flugulína Daiwa Osprey. Undirlína. Jólatilboð kr. 11.844,- ★ Nýtt greiðslukortatímabil Opið laugardaginn 12. desember frá kl. 10-18. EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 - Simi 22275 BÓKABÚÐ JÓNASAR Allar nýju jólabæloimar — milvið úrval eldri bóka Jólakort og gjafavara í úrvali Verið velkomin BÓKABÚÐ ;.:v„ JONASAR Jlll WIIÍb Hafnarstræti 108 - Sími 96-22685

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.