Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 24
Hefurþú smakkað rétti afdanska jólahlaðborði
Bautans? Efekki, þá er tækifærið núna
í jólagrautnum er mandla og hlýtur sá heppni vegleg verðlaun,
10.000 kr. úttekt í Smiðju eða Bauta.
Jólahlaðborðið er framreitt íhádeginu og á kvöldin fram að jólum
© VEÐRIÐ
Veður fer hægt kólnandi um
allt land og búist við stormi á
flestum miðum, aðallega aust-
an til. Fer í norðaustan og
norðan stinningskalda á Norð-
vesturlandi síðdegis í dag og
áöllum miðum fyrir Norður-
landi várður allhvasst og élja-
gangur. Mun hægari verður
inn til landsins á austanverðu
Norðurlandi en einhver élja-
gangur.
Þrátt fyrir ládeyðu
á loðnumiðunum:
Loðnuaflinn sjö-
falt meiri en á
haustvertíð 1991
A yfirstandandi haustvertíð
hafa borist á land 214.404 tonn
af loðnu sem er um þriðjungur
heildarloðnukvótans á vertíð-
inni sem er 639.600 tonn. Á
sama tíma í fyrra höfðu aðeins
30.000 tonn borist á land, en
reyndar tók veiðin smá kipp
fram til jóla og náði 56.000
tonnum.
Hæsta löndunarhöfnin er
Siglufjörður með 40.685 tonn, en
til Siglufjarðar hafði ekkert bor-
ist af loðnu um sama leyti í fyrra.
Til Raufarhafnar hafa borist
32.668 tonn en aðeins 3.093 tonn
í fyrra. Til Siglufjarðar og Rauf-
arhafnar hefur engin síld borist.
Til Krossanesverksmiðjunnar
á Akureyri hafa borist 17.667
tonn í ár á móti 6.361 tonni í
fyrra og 1.788 tonn af síld. Hrað-
frystistöð Þórshafnar hefur tekið
við 16.762 tonnum í ár en hafði
fengið til bræðslu 3.745 tonn í
fyrra. Á Þórshöfn hefur einnig
verið landað 7.539 tonnum af síld,
sem bæði hefur farið til vinnslu
og bræðslu. GG
Lögreglan hefur átt annríkt við að fjarlægja skráningarnúmer af óskoðuðum bifreiðum.
Mynd: -KK
Lögreglan á Akureyri:
Númeraklippingar í algleymingi
Á síðastliðnum tveimur sólar-
hringum hefur lögreglan á
Akureyri klippt skráningar-
númer af liðlega þrjátíu
bifreiðum samkvæmt lista yfir
óskoðaðar bifreiðar sem Bif-
reiðaskoðun íslands hefur látið
lögreglunni í té.
Hafnasamlag við utanverðan Eyjaflörð:
Formlegristofium samlagsins seinkar
- beðið eftir gerð Qögurra ára áætlunar
fjörður fær 27,5 og Dalvík 13
milljónir króna. JÓH
„Niðurstaðan varð sú að láta
gera fjögurra ára framkvæmda-
áætlun fyrir hafnasamlagið
sem sýni þá skynsamlega dreif-
ingu framkvæmda- og fjár-
magnslega,“ sagði Óskar Þór
Sigurbjörnsson, forseti bæjar-
stjórnar Ólafsfjarðar en hann
og fulltrúar Dalvíkurbæjar og
Árskógsstrandarhrepps áttu
fund með samgönguráðherra
og þingmönnum kjördæmisins
á dögunum um hafnasamlag
sveitarfélaganna sem ætlunin
er að stofna.
ári. Mest fær Árskógsströnd í
sinn hlut eða 28 milljónir, Ólafs-
Næstu daga munu óskoðaðar
bifreiðar verða leitaðar uppi og
númerin tekin af þeim. Því eru
eigendur slíkra farartækja hvattir
til að færa bifreiðar sínar til
skoðunar nú þegar.
Átján ára unglingur hefur ját-
að við yfirheyrslur hjá rannsókn-
arlögreglunni að hafa brotist inn
hjá Hvítasunnusöfnuðinum í
Skarðshlíð og stolið þar pening-
um úr söfnunarbaukum. Við-
komandi unglingur hefur áður
komið við sögu hjá lögreglunni.
GG
Óskar segir ljóst á þessari
stundu að af formlegri stofnun
hafnasamlagsins um áramót verði
ekki og hún muni dragast þar til
fyrrnefnd áætlun liggi fyrir.
„Þessi áætlun verður til einhvern
tíma snemma á árinu, það fer eft-
ir hvenær Hafnamálastofnun get-
ur sinnt því að ljúka þessari áætl-
un,“ sagði hann.
Samkvæmt sundurliðun á fjár-
framlögum til hafnarmannvirkja
á næsta ári, sem lögð var fram á
Alþingi í gær, fá hafnirnar þrjár
tæpar 70 milljónir króna á næsta
Söluhæstu bækurnar á Norðurlandi:
Þórarinn og Þorgrímur
fyrir ofan ævisögumar
Sala a bókum hefur farið
fremur hægt af stað í bóka-
verslunum á Norðurlandi og
bíða bóksalar nú eftir því að
salan taki kipp. Dagur kann-
aði í gær hvaða bækur hefðu
selst best til þessa og í Ijós
kom að smásagnasafn Þórar-
ins Eldjárns er í efsta sæti og
skáldsaga fyrir unglinga eftir
Þorgrím Þráinsson í öðru
sæti. Síðan koma nokkrar
ævisögur.
Haft var samband við Bóka-
búð Jónasar, Eddu, Bókval og
Möppudýrið á Akureyri, Bóka-
búð Brynjars á Sauðárkróki og
Bókaverslun Þórarins Stefáns-
sonar á Húsavík. Metsölulistinn
er unninn upp úr þeim upplýs-
ingum sem þar fengust og hann
lítur svona út í dag:
1. Ó fyrir framan - Þórarinn
Eldjárn.
2. Bak við bláu augun - Þor-
grímur Þráinsson.
3. Lífsganga Lydiu - Helga
Guðrún Johnson.
4. Alltaf til í slaginn - Friðrik
Erlingsson.
5. Dansað í háloftunum -
Þorsteinn E. Jónsson.
6. Heimskra manna ráð -
Einar Kárason.
7. Þórunn Maggý - Guðný Þ.
Magnúsdóttir.
8. Lalli ljósastaur - Þorgrím-
ur Þráinsson.
9. Úr óvæntri átt - Sidney
Sheldon.
10. Seld - Muhsen/Crofts.
Skammt á eftir koma svo
bækurnar Hjá Báru sem Ingólf-
ur Margeirsson skráði, Dóms-
málaráðherrann sem Guðjón
Ný plata Sálarinnar hans Jóns
míns, Þessi þungu högg, virð-
ist vera söluhæsta íslenska
plata vikunnar í hljómplötu-
verslunum á Norðurlandi, ef
marka má athugun Dags í
gær. Upplýsinga um sölu var
leitað hjá Hljómdeild KEA,
Hljómveri, Tónabúðinni,
Radíóvinnustofunni Kaup-
angi og Kaupfélagi Skagfirð-
inga á Sauðárkróki.
Listi yfir tíu söluhæstu plöt-
urnar lítur svona út:
Friðriksson skrifaði, Minn hlát-
ur er sorg sem Friðrika Benónýs
ritaði og hinn löngu látni Alistair
MacLean lætur ekki deigan síga
og er ofarlega á blaði með bók-
'ina Stund hefndarinnar sem
Alastair MacNeill er skráður
fyrir. Síðan koma tvær barna-
bækur, Fríða framhleypna
kjánast og Fyrstu athuganir
Berts. SS
1. Sálin hans Jóns míns -
Þessi þungu högg
2. KK-band - Bein leið
3. Nýdönsk - Himnasending
4. Bubbi Morthens - Von
5. Jet Black Joe - Jet Black
Joe
6. Grimmsjúkheit - safnplata
7. Reif í fótinn - safnplata
8. Minningar 2 - safnplata
9. Stóru börnin leika sér -
Hókus pókus
10. Egill Ólafsson - Blátt,
Söluhæstu íslensku hljómplöturnar:
Þungu höggin
tróna á toppnum
Hæstirétturdæmdi
FSA til að greiða
8 milljónir
I gær féll dómur í Hæstarétti
í máli Ingibjargar Auðuns-
dóttur og Guðmundar Svaf-
arssonar á Akureyri gegn
Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Fjórðungssjúkra-
húsið var dæmt til að greiða
hjónunum tæplega 8 milljón-
ir króna með dráttarvöxtum.
Forsaga málsins er sú að
Ingibjörg og Guðmundur eign-
uðust dreng fyrir sex árum og
vegna súrefnisskorts í fæðingu
heilaskaðaðist hann og er 100%
öryrki. Foreldrarnir óskuðu
eftir rannsókn á fæðingunni og
í framhaldi af henni höfðuðu
þau skaðabótamál fyrir Héraðs-
dómi Norðurlands eystra.
Dómur þar féll FSA í vil. Hjón-
in áfrýjuðu málinu til Hæsta-
réttar, þar sem dómur féll í
gær, þeim í vil.
í dómsorðum segir að Fjórð-
ungssjúkrahúsinu sé gert að
greiða áfrýjendum vegna ólög-
ráða sonar þcirra 5 milljónir
króna auk vaxta og vegna þeirra
sameiginlega 2,95 milljónir
króna auk vaxta. Auk þess er
FSA gert að greiða 750 þúsund
í málskostnað í héraði, sem
renni í ríkissjóð og áfrýjendum
sameiginlega 800 þúsund krónur
í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Þá segir í dómsorðum um
dóm Héraðsdóms Norðurlands
eystra: „í héraði voru lögð fram
í málinu ýmis læknisfræðileg
gögn. í héraðsdómi er þessara
gagna að engu getið. Verður
að átelja þennan galla á dóm-
inum.“ óþh
Mest í hafinir
á Húsavík
og Blönduósi
Um 290 milljónir eru ætlaö-
ar til framkvæmda við hafn-
ir á Norðurlandi á næsta ári,
111 milljónir til Norður-
lands vestra og 178,7 millj-
ónir króna til Norðurlands
eystra. Þetta kemur fram í
breytingatiilögum fjárlaga-
nefndar Alþingis við fjár-
lagafrumvarp næsta árs,
sem lagðar voru fram á
Alþingi í gær.
Á Norðurlandi vestra er
hæsta upphæðin til Blönduóss,
50 milljónir króna. Tillaga
fjárlaganefndar að fjárveiting-
um til annarra hafna í kjör-
dæminu er sem hér segir:
Hvammstangi 600 þúsund,
Skagaströnd 16,2 milljónir,
Sauðárkrókur 35,6 milljónir,
Haganesvík 500 þúsund og
Siglufjörður 8,1 milljón
króna.
Langhæsta fjárveitingin á
Norðurlandi eystra er til
Húsavíkur, 61,4 milljónir
króna. Fjárveitingar til annarra
hafna eru ætlaðar sem hér
segir: Árskógssandur 28 millj-
ónir, Ólafsfjörður 27,5 millj-
ónir, Akureyri 21,7 milljónir,
Grímsey 19,3 milljónir, Dal-
vfk 13 milljónir, Grenivík 3
milljónir, Raufarhöfn 2,6
milljónir og Kópasker 2,2
milljónir króna. óþh