Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 11. desember 1992 - DAGUR - 13 Tómasi Ólasyni, sem rak skó- verslun ásamt Óla bróður sínum í Reykjavík, nánar tiltekið í Aðal- stræti, á svipuðum slóðum og Morgunblaðið er nú. Þau giftu sig, eignuðust böm og bum og eru nú nýlátin í hárri elli. Ég var lengi skrýtinn og er víst enn. Ég var sagður höfuðstór, búkstuttur, háls í styttra lagi, út- limalangur og lítill fyrir mann að sjá. Einnig þótti ég alvarlegur, en þó duttu stundum út úr mér kími- legar athugasemdir. Sumar þeirra man ég, og er hér ein þeirra: Maður barði að dymm. Ég fór til dyra. „Er hann pabbi þinn heima?“ var spurt. Ég svaraði: „Pabbi er ekki heima, en mamma er inni að skamma krakkana." í annað sinn kom ég heim og sá tvo hesta bundna við girðinguna kringum húsið. Á skrifstofu pabba sat séra Ásmundur Gíslason prest- ur að Hálsi í Fnjóskadal, bróðir Garðars Gíslasonar heildsala og fleiri mætra manna. Séra Ás- mundur bauð mér að ríða öðm hrossinu fram að gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands. Ég þáði boðið, og við riðum af stað. Séra Ásmundur spurði mig, hvað ég ætlaði að verða, þegar ég yrði stór. Hann sagði pabba síðar, að ég hefði litið í kringum mig til að ganga úr skugga um, að engir aðrir heyrðu svarið, og síðan sagt, að ég ætlaði að verða „Gubbandur Hólabiskup." Ég minntist áðan á Æsustaði og hús Kristjáns gamla. Fyrir ofan okkur, sunnan Hrafnagilsstrætis, var fremur lítið tveggja hæða hús, steyptur kjallari en efri hæð úr timbri. Húsið var gult að lit og hét Sólheimar. Þar bjó Jón Bjömsson með fjölskyldu sinni. Ekki man ég nú lengur tölu og aldur bama hans, og lítið lékum við okkur saman. Jón átti og rak flóabátinn Drang, er hélt uppi reglubundnum samgöngum milli Akureyrar, Eyjafjarðarhafna, Siglufjarðar, Grímseyjar og sleikti hverja höfn á Norð-Austurlandi allt til Rauf- arhafnar. Einhvem veginn finnst mér ég muna eftir Dedda, Steindóri, syni Jóns, er tók við starfi hans og rak áfram Drang eftir lát föður síns. Steindór var fremur lágur vexti, nokkuð þéttur, en góðlegur og reyndist hinn mesti framkvæmda- maður. Nú em þeir feðgar löngu látnir. Á hábrekkunni trónaði Gagn- fræðaskólinn, mikið hús og reisu- legt, byggt af Sigtryggi Jónssyni húsasmið. Ég man eftir, að við krakkamir hlupum oft eftir hinum langa gangi skólans. Ég man einn- ig eftir bömum skólameistara- hjónanna, Óla og Tótu (Ólafi og Þómnni), en lítið lékum við okkur saman. Rafmagn var lagt í hús okkar árið 1921. Þá tók til starfa gamla Glerárstöðin, sem nú er löngu lögð niður. Fyrir þann tíma var notast við olíulampa og lampa- glös. Olíulampi með hvítum kúpli hékk yfir borðstofuborðinu, og var hægt að draga hann upp og niður eftir þörfum. Þegar rafmagnið kom, var honum breytt í raf- magnslampa. Ef þrýst var á hnapp - sjá! þá varð ljós, er flæddi um allar stofur. Þetta var mikið undur og óskiljanlegt sex ára dreng. Við urðum að flytja úr hinu vandaða húsi að Eyrarlandsvegi 26 og niður í Búðargil í Lækjar- götu 3. Skal nú greint frá tildrögum þess. Árið 1919 fól aðalræðismaður Þjóðverja á íslandi, Sigfús Blöndahl, föður mínum að ferðast um Skagafjörð og Eyjafjörð og kaupa 100 hross á 100 krónur hvert, en þegar til kom, gengu kaupin til baka vegna gengishruns þýska marksins. Faðir minn, sem var stoltur maður og heiðarlegur, gekkst við kaupunum, tók víxil í Islandsbanka hjá Bjama banka- stjóra Jónssyni og greiddi hrossin með andvirði hans. Ekki reið hann feitum hesti frá þeim viðskiptum. Hann neyddist til að selja húsið okkar fallega við Eyrarlandsveg og kaupa í stað þess neðri hæðina á Lækjargötu 3 til að geta staðið í skilum við bankann. Hrossin voru honum nánast einskisvirði, þar sem menn neyttu ekki hrossakjöts í þá daga. Því voru húðir hross- anna og tögl einu verðmætin, sem af þeim fengust. Um fímm árum síðar keypti pabbi líka efri hæðina á Lækjargötu 3, en leigði hana út, þar til ég fór til náms í Kaup- mannahöfn. Þegar ég lít nú til baka, skýrist margt. Mikil þrengsli voru á nýja heimilinu, og ég tók eftir því, að foreldrar okkar drógu mjög saman seglin. Til dæmis gekk mamma í sömu kjólunum svo árum skipti, og þau hættu með öllu að taka þátt í samkvæmislífi bæjarins. Éins minnist ég þess vel, að allt óhóf var skorið við nögl. Að vísu var aldrei skortur á mat á heimilinu, en föt voru af skomum skammti, og átti ég aldrei skjólflík öll mín menntaskólaár. Þrátt fyrir þetta eða kannski einmitt vegna þess skapaðist slíkur andi friðar og samlyndis meðal fjölskyldunnar, að þegar ég horfi um öxl, vildi ég af engu missa. Ég veit, að þrátt fyrir þetta áfall skrifaði pabbi upp á víxla fyrir fjölda manna og hefir vafalaust tapað þannig þúsundum króna til viðbótar því, sem hann tapaði í hrossaviðskiptunum. Hann var lítill fjáraflamaður, en vinsæll og öllum hjálpsamur. Ég man eftir að hafa séð hjá honum fjölda dag- bóka með ótal reikningum upp á eina til fimm krónur fyrir læknis- störf, sem hann átti inni, jafnvel hjá efnuðu fólki. Ekkert var innheimt, og því tapaði hann einn- ig stórfé á þennan hátt. Margt bar til tíðinda á námsár- um Guðbrands í Kaupmanna- höfn. Við grípum næst niður í söguna þegar hann er búinn að koma sér fyrir í ofnlausu leigu- herbergi á rishæð í húsi á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Hernámsár Ég hóf nú lestur af kappi og varð sæmilega ágengt. Vorið var í nánd eftir kaldan vetur. Þá var það einn morgun snemma, að ég vaknaði við óvenjulegan gný. Himinninn var grár af flugvéíum. Innrás Þjóðverja í Danmörku var hafin. Það var 9. apríl 1940. Manna á meðal var mikið rætt um þróun hertökunnar. Danski herinn gafst fljótt upp, og kóng- urinn var í stofufangelsi til stríðs- loka í Amalienborg. Ekki varð ég mikið var við hemámsliðið eða átök. Ég hélt mig að námi mínu, umgekkst skólabræður og íslenska samstúdenta og tók nokkum þátt í félagslífi íslendinga í Kaup- mannahöfn, eins og segir nánar frá síðar. Ég komst í fæði hjá gamalli fjarskyldri frænku, er bjó á Niels J. Fjords Allé, en skammt þar frá leigðum við Skjöldur tvö samliggjandi herbergi. Haustið 1940 lauk ég annars hluta prófi dýralæknisnáms með góðum vitnisburði. Þar með var ég kominn yfir erfiðasta hjallann í námi mínu. Árið 1941 flutti ég í lítið kvistherbergi á Forch- hammersvej 2 og bjó þar það sem eftir var náms og dvalar í Kaup- mannahöfn. Herseta Þjóðverja í Danmörku hafði lítil áhrif á líf mitt, en þó var ljóst, að smám saman þrengdi á ýmsan hátt að dönsku þjóðinni. Dýrtíð óx og vömskömmtun var tekin upp, t.d. á matvöm, fatn- aði og tóbaki. Ég man, að ég keypti stundum vindla, sem voru búnir til úr einhverju efni. Þeir voru kallaðir „Flor de madras,“ en nafnið var dregið af því, að það var eins og efnið, sem var notað í vindlana hefði verið tekið innan úr dýnu. Andspymuhreyfing var skipulögð, og morð vom framin á báða bóga. Smám saman hertu Þjóðverjar tökin á, meðal annars með útgöngubanni, sem kom sér illa. Danmörku var ætlað að vera meiri háttar matarbúr fyrir þýska herinn, og því reyndu Þjóðverjar allt hvað þeir gátu að halda friði og spekt í landinu. Vélvæddar þýskar herdeildir lögðu hvert landið af öðm undir jámhæl sinn. Framan af leit illa út fyrir bandamenn. Danska útvarpið og aðrir fjölmiðlar vom undir ströngu eftirliti, og þar með varð allur fréttaflutningur einlitur. Ræður Hitlers, eða öllu heldur öskur, vom á degi hverjum í útvarpsfrétt- um. Kvikmyndir vom þýskar, blöð öll full af áróðri nasista, en samt varð mér ljóst, að þegar til lengdar lét, hlytu nasistar að fara halloka. Þeir ætluðu sér of stóran skammt, 1000 ára ríki! Eins og áður hefur komið fram, varð ég lítið var við hemám Þjóðverja. Þó minnist ég eftir- farandi atburða. Eitt sinn var ég á gangi niður Vesterbrogade og var kominn á móts við Ráðhústorgið, þegar allt í einu kvað við sprenging. Ég leit við og sá, að sprengja hafði spmngið í mannlausri bifreið. Ég tók til fótanna og slapp fyrir hom á næstu götu. Á Vesterbrogade var venjulega mikil umferð gang- andi fólks, bfla og sporvagna. Flestir, sem vom þama á ferli, forðuðu sér hver í sína áttina. Daginn eftir mátti lesa í blöðum, að sprengdur hefði verið mann- laus bfll, sem stóð fyrir utan ein- hverja vistarvem Þjóðverja. Þama vom menn úr dönsku andspymu- hreyfingunni að verki. I annað skipti var ég á gangi heim, og lá leið mín framhjá „Studenterforeningen." Skyndi- lega kvað við mikil sprenging í þeirri veglegu byggingu og gler- brotum rigndi um allt. Ég tók til fótanna og flýtti mér heim. Seinna frétti ég, að þama hefðu Þjóð- verjar verið að verki, og voru þeir að hefna einhverra verka and- spymuhreyfingarinnar. Þannig magnaðist andstaða dönsku þjóð- arinnar, en Þjóðverjar hefndu grimmilega. Skammt frá þar sem ég átti heima á Forchhammersvej, er stór bygging með glerþaki, sem nefnist Fomm. Þar vom haldnar ýmsar meiri háttar landbúnaðarsýningar og á vetuma sex daga hjól- reiðakeppni, sem er mjög vinsæl meðal Dana. Þegar andspyma Rússa og bandamanna harðnaði, var mikill þýskur her, sem var í Noregi, fluttur þaðan til austur- vígstöðvanna með viðkomu í Kaupmannahöfn. Þjóðverjar þurftu á húsnæði að halda til að hvfla herinn á leið hans heim. Iðnaðarmenn vom í skyndi látnir koma fyrir svefnstæðum í Fomm fyrir þessa þýsku hermenn. Svo var það dag einn um hádegisbilið, að nokkrir kassar af öli vom bomir inn í bygginguna. Þjóðverjar höfðu ekkert við þessa ölflutninga að athuga, enda Danir miklir öldrykkjumenn, eins og alkunna er. Innan um ölflöskumar var komið fyrir öflugum tíma- sprengjum, sem spmngu í matar- tímanum, þegar enginn maður var í húsinu. Glerþakið splundraðist, og byggingin varð óhæf til sinna nota. Þjóðverjar svömðu þessari skemmdarstarfsemi með því að taka nokkrar skólabyggingar og búa hemum, sem flytja átti um Kaupmannahöfn, svefn- og hvfld- arpláss þar. Skólunum var lokað á meðan. í Kaupmannahöfn héldu íslenskir stúdentar hópinn á þann hátt, að þar var íslenskt stúdenta- félag. Fundir þess vom haldnir einu sinni í mánuði í stórbygg- ingu, sem nefndist „Studenterfor- eningen" og ég hef áður minnst á. Fundarboð var sent öllum íslensk- um stúdentum í Kaupmannahöfn, og komu þeir flestir á fundina. Ekki man ég nú, um hvað var fjallað á fundum þessum fram að seinni heimsstyrjöld. Venjulega flutti einhver stúdent framsögu- ræðu, og síðan vom frjálsar umræður og söngur á eftir. Kæmi einhver merkismaður að heiman, var tilvalið að bjóða honum til fundar, og sagði hann þá fréttir. Oft vom þetta þjóð- kunnir menn, t.d. alþingismenn og ráðherrar, og vom þá raktar úr þeim gamimar, og þeir gáfu bollu, sem var einhvers konar vínblanda. Annars var vanalegt að kaupa einn eða tvo kassa af Grön Tuborg, sem var ágætt danskt öl. Venju- lega keyptum við eina flösku af öli, og kostaði drykkurinn 50 aura. Alltaf var ölið dmkkið beint úr flöskunum, glös vom ekki á borðum. Á þessum fundum hittust stúd- entar úr öllum borgarhlutum. Þar tókust kynni, og vináttubönd vom treyst. Ég umgekkst mest landa mína, einkum samstúdenta að norðan. Við heimsóttum hver annan, gengum um næstu hverfi, litum í búðarglugga eða fórum í kvikmyndahús, ef efni leyfðu. Allir þurftu að sinna sínu námi og búa sig undir næsta dag. Því var eðlilegt, að við hittumst á kvöldin eða um helgar. Þar sem við vomm flestir févana, vom samfundir okkar fábrotnir, enda nægði okkur að hittast og rabba saman. Það er þó enginn vafi á því, að vinir leituðu hver annars. í þessum minningum kemur glöggt fram, að við Hámundur vorum mestu mátar á námsár- unum í Kaupmannahöfn. Næstur kom Jóhann Láms. Þó að hann væri fámálugur og hlédrægur, mátum við Hámundur vináttu hans, og marga skákina tefldi ég við Jóhann Láms á lífsleiðinni, eins og áður hefur komið fram. Annars er það furða, hve fáa raunvemlega góða og nána vini ég eignaðist á námsámnum í Kaup- mannahöfn. Kunningjar vom margir, en vinir fáir. Ég missti tengsl við námsfélaga mína, þegar ég féll tvisvar í námsefni annars hluta og dvaldi tæpt ár heima á Fróni 1939-40. Þeir hurfu blátt áfram sjónum mínum, og ég sá þá aðeins endmm og eins á stígum, er lágu milli bygginga. Svo hefur lífsferill minn verið æði sundur- slitinn, eins og kemur fram í þess- um minningum. Spyrja má, hvort ég hafi ekki eignast marga danska vini á námsárunum. Vissulega kynntist ég mörgum Dönum, bæði við dýralæknanámið og jafnvel utan skóla, en ég stofnaði ekki til vináttu við þá. í byrjun seinni heimsstyrjald- arinnar þegar landar komu ekki að heiman, breyttist félagslíf Islend- inga í Kaupmannahöfn verulega. Þá stofnuðum við skákfélag ís- lenskra stúdenta. Ekki man ég nákvæmlega um tildrög þess og hvenær það var stofnað, en það var ömgglega eftir að stríðið hófst. Þá bjuggu landar í Kaup- mannahöfn við mikla einangmn, og var allt gert til þess að auka fjölbreytni í félagslífi stúdenta. Helsti hvatamaður að stofnun skákfélagsins var Guðmundur Amlaugsson, sem þá þegar var hinn mesti skáksnillingur. Auk hans vom hvatamenn að stofnun félagsins Páll Sigurðsson verk- fræðingur, Ámi Hafstað og ég. Við héldum vel undirbúna fundi með viðeigandi dagskrá. Hún var þannig, að fyrst vom rædd félagsmál, síðan var flutt erindi og að lokum var skák- keppni. Framan af var allgóð þátt- taka í starfsemi félagsins. Eftir fyrstu keppni var liðinu skipt í tvær sveitir eftir styrkleika. Þegar frá leið, heltust hinir lélegri úr lestinni og hættu að sækja æfing- ar. Ég man, að eitt sinn kepptum við á 10 borðum við Norman Hansen fyrrverandi skákmeistara Danmerkur. Ekki man ég úrslitin, en ég náði jafntefli við meist- arann. Ég hélt áfram að syngja í tvöföldum kvartett, sem ég hafði gengið í fyrir stríð. Þar söng ég 2. tenór. Þessi kvartett kom meðal annars fram 1. desember 1938 á tuttugu ára fullveldisafmæli Is- lendinga. Stjómandi hans var Haraldur Sigurðsson prófessor frá Kaldaðamesi, en Jakob Bene- diktsson sá um raddæfingar. Þegar leið á stríðið, var farið að halda sameiginlega fundi fyrir félaga í Stúdentafélaginu og ís- lendingafélaginu. Jón Helgason prófessor og Jakob Benediktsson tóku að sér að sjá um þessa fundi. Þeir skiptust á að halda feikilega vel undirbúin erindi um íslensk efni. Ég man til dæmis, að Jakob Benediktsson hafði haug fagbóka með sér á fundina og studdist við greinar og frásagnir úr þeim. Þeir félagar völdu sér efni í erindi og skiptust á að flytja þau. Þetta framtak þeirra var geysivinsælt og fundimir vel sóttir. Þeir vom haldnir í sömu byggingu og sama sal og stúdentafélagsfundimir. Salurinn troðfylltist af íslending- um. Þar var setið í hverju skoti, og það hefði mátt heyra saumnál detta, slík var eftirtektin. Jón Helgason var framúrskar- andi ræðumaður og talaði, nær undantekningarlaust, blaðalaust, og aldrei virtist hann þreytast við framsögn eða lestur. Jakob varð hins vegar rámur, þegar fór að líða á, enda stóðu þessir fundir í þrjá tíma. Síðar tóku nýútkomnar bækur Halldórs Laxness að berast okkur. Mig gmnar, að Vilhjálmur Finsen sendifulltrúi í Stokkhólmi, sem kom öðm hverju til Kaup- mannahafnar, hafi flutt bækumar yfir sundið, því að ekki var leitað í farangri hans. Þá var öllum Is- lendingum, sem til náðist, boðið á fundi í Stúdentafélaginu. Þeir Jón og Jakob brettu upp ermamar og lásu til skiptis, þannig að einni bók vom gerð góð skil á hverjum fundi. Á stríðsámnum var gefið út rit, er fékk nafnið Frón. Af því komu út þrír árgangar, og er í riti þessu skilmerkilega rakið félagslíf ís- lendinga, sem lokuðust inni í Danmörku á stríðsámnum. Ég hvarf frá Danmörku tæpu ári áður en styrjöldinni lauk og er því ekki til frásagnar um líf landans í Kaupmannahöfn síðasta stríðsárið. Guðbrandur Hlíðar á íslendingafagnaði í Kaupmannahöfn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.