Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Föstudagur 11. desember 1992
Ponni og fuglamir
- gullfalleg ævintýrabók Atla Vigfússonar
og Hólmfríðar Bjartmarsdóttur
Ponni og fuglarnir, þriðja bók
Atla Vigfússonar frá Laxamýri
er komin út. Bókina prýða
myndir Hólmfríðar Bjartmars-
dóttur frá Sandi. Þetta er
sjötta bókin sem Hólmfríður
myndskreytir, en í fyrra hlaut
hún verðlaun ásamt Jóhönnu
Á. Steingrímsdóttur fyrir bók-
ina Þyt.
Á bókarkápu Ponna og fugl-
anna segir: „Glæsileg íslensk
bók. Efnið kemur beint úr
íslenskri náttúru. Samspil texta
og mynda er sérstaklega skemmti-
legt og kemur efninu mjög vel til
skila. Hér er lýst lífi fuglanna við
ár og vötn. Gleði og sorgir og erf-
ið lífsbarátta þeirra er meginefni
bókarinnar. Hér læra lesendur
um lifnaðarhætti íslensku fugl-
anna, endurnar, kríuna, æðar-
fuglana, hrafninn, svartbakinn og
svanina. Sagt er frá minkum og
rebba gamla, þegar þeir gera usla
í varpinu. Hér er á ferðinni ein-
stök bók fyrir íslensk börn.“
Bókin segir frá heimi sem fá
íslensk börn hafa tækifæri til að
fylgjast með í dag, æðarvarpi.
Grípum niður í bókina, þar sem
kollurnar eru að spjalla saman
um hreiðurgerðina:
„Ponni fylgist með af áhuga.
Býsna mikið þarf til þess að
breiða í eitt hreiður," segir
Bestakolla og er komin með mik-
ið af gömlu grasi til þess að setja
í botninn á hreiðrinu áður en hún
lætur dúninn.
„Nei, hér dugar engin leti,“
segir Dúnmjúk og krafsar í holu
fyrir hreiðrið sitt.
„Og gott skjól er hér í runnan-
um,“ segir Gullkolla og gáir í
hreiðrið hjá Hlýju sem býr undir
stærstu greininni.
„Mörg egg hver skulum við
eiga,“ segja þær Fiða og Fjöður.
„Og fagur verður sá dagur þegar
ungarnir okkar koma í heiminn.
En hvað við hlökkum til.“
„Sparið ekki sporin við hreið-
urgerðina,“ segir Gamlaspök „og
passið nú vel að fela eggin ykkar,
því þið eigið eftir að sjá að við
fáum heimsóknir frá gráðugum
gestum sem vilja borða bæði egg
og unga.
Pað þarf alltaf að gæta vel að
eggjum.“
Átli segist hafa prufað svolítið
annan stíl á þessari bók en á fyrri
bókum sínum, Kaupstaðarferð
dýranna og Hænsnin á Hóli.
Hann segir að þegar skrifað sé
um fugla leiti ljóð á hugann, í
bókinni séu setningar stundum
stuðlaðar og textinn pínulítið
ljóðrænn. Heyrum aðeins hvern-
ig krían kynnir sig í bókinni:
„Ég er hún Krí-krí-kría.
Ég er fjörugur fugl sem kann
listina að fljúga.
Ég er hún Krí-krí-kría.
Ég er komin til að vera hér, ég
er komin til að verpa hér
og ég er komin til að verja svæðið
fyrir gráðugum gestum.
Ég er hún Krí-krí-kría.
Ég er komin til að krunka í
krumma, komin til að ráðast á
rebba og ég er komin til að svífa
á svartbakinn og hrekja hann
burt.“
„Ætlar þú að gera þetta allt
ein?“ segir Ponni undrandi.
Það Ieynir sér ekki að þessi
kafli er skrifaður af manni sem
skilur kríumál. En Atli skilur
fleira, dýr sem sjaldnast eiga sér
talsmenn. Höldum áfram að
blaða í bókinni:
„Hættið nú, hættið nú,“ heyrð-
ist í minknum. „Ekki krunka
svona í kroppinn minn. Ekki
skella vængjum svona fast á
skottið mitt. Ekki höggva í nefið
mitt. Ekki gera svona sárt á mér
ennið.“
í samtali við Dag segir Atli:
„Tilgangurinn með bókinni er að
kynna fyrir börnum fuglalíf í
íslenskri náttúru. Æðarfugl og
lífið í kring um hann, gleði og
,Hér er kannski egg að fá,“ segir Koksi. Mynd úr bókinni cftir Hóimfríði.
Gerist félagar
í Amnesty International!
Ef þú styður kröfu samtakanna um virðingu fyrir mannréttindum um heim
allan, skráðu nafn þitt á miðann hér að neðan, klipptu hann út og sendu til:
íslandsdeildar Amnesty International, Hafnarstræti 15, pósthólf 618,
121 Reykjavík. Einnig er hægt að hringja í síma: 91-16940.
□ Ég vil sýna skoðanir mínar í verki með því að gerast styrktarfélagi í íslandsdeild
Amnesty International. Félagsgjaldið er kr. 1.200, sem greiðist:
□ með hjálagðri ávísun □ í peningum
□ með greiðslukorti: □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORTI
Númerkorts: QGDD DDDD DDDD DDDD Gildistími:
NAFN:_____________________________________________ HEIMILISFANG:____________________
PÓSTNÚMER:_____________ STAÐUR:_______________________
□ Ég óska eftir að fá sendar nánari upplýsingar um starfsemi Amnesty International án
skuldbindingar um þátttöku.
Atli Vigfússon með bókina. Hólmfríður Bjartmarsdóttir.
sorgir, baráttu við varginn. Varg-
urinn er látinn tapa og það góða
sigrar, eins og í ævintýrunum.
Sjálfur hef ég mikinn áhuga á
fuglum og þekki vel þetta efni.
Ég skrifa ekki til að skapa mér
atvinnu og er ekki í samkeppni
við neinn, en ég skrifa að gamni
mínu og er svo heppinn að hafa
átt gott samstarf við Hólmfríði.
Hún er mikill teiknari og hefur
náð góðu valdi á persónusköpun
í myndum sínum, bæði hvað
varðar dýr og menn. Myndirnar
þjóna mikilvægu hlutverki og
bókin er ekki síður verk Hólm-
fríðar en mitt.
Ég hef áhuga fyrir að íslensk
barnaævintýri nái inn á heimilin.
Það er ærið nóg af erlendu efni á
boðstólnum, hvert sem litið er.
íslensk barnamenning er góð og
margir hafa lagt gjörfa hönd að.
Það má ekki láta hana víkja fyrir
erlendum áhrifum, þó ég sé ekki
alfarið að hafna þeim.
Ég skrifa um hluti sem ég hef
alist upp við, fuglalífið, og það
hefur Hólmfríður einnig gert. Ég
gæti ekki skrifað um eitthvað sem
ég hefði ekki upplifað eða hugsað
um.“
Flettum upp í bókinni og sjá-
um hvað Atli hefur heyrt fossbú-
ann segja er litlu æðarungarnir
eru á leið til sjávar:
„Feikn eru hér fávísir fuglar,
sem forðast ekki strauminn
minn,
sem passa ekki ungahópinn sinn,
og vita ekki hvað áin getur orðið
straumþung.
Feikn eru hér fávísir fuglar,
sem ferðast hér um og veina og
veina,
sem heyra ekki í fossinum þar
sem vatnsþunginn stympast við
steina,
og víst er ykkur erfitt að bjarga.“
„Ég veit að krakkar hafa gam-
an af að eiga dýr, lesa um dýr og
vera með dýrum,“ segir Atli. „í
bókinni persónugeri ég fuglana
og dýrin og gef þeim nafn. í veru-
leikanum gef ég æðarkollunum
og öllum dýrum sem ég umgengst
nöfn, og nöfnin fá þau út frá
persónuleikanum. “
Það er Skjaldborg sem gefur út
þessa fallegu bók Atla og Hólm-
fríðar. IM
llngarnir synda og synda.
Mynd úr bókinni eftir Hólmfríði.
Munið að gefa
smáfuglunum