Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 11. desember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BÉRGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Breiðu bökin fimdin! Oft hefur verið sagt urn núverandi ríkisstjórn að hún vaði reyk en nú virðist hún hafa ratað á leið út úr kófinu. Breiðu bökin eru fundin, bökin sem eiga að bjarga ríkisfjármálunum. Það er hins vegar undarleg tilviljun að þessi breiðu bök tilheyra sem fyrr almennu launafólki. Hin fjölmenna millistétt skal taka á sig auknar byrðar enn á ný. Fjölskyldur sem skrimta á meðaltekjum, fólk sem er að basla við að koma sér húsnæði yfir höfuðið, barnafólk, námsmenn og lítilmagnarnir fá enn einn glaðning- inn frá ríkisstjórninni, en efnahagsráðstafanirnar sem nú er verið að þrátta um á hinu háa Alþingi geta varla talist sú jólagjöf sem launafólk óskaði sér. Það er vaxandi spenna í þjóðfélaginu og þessa spennu er hægt að rekja beint til yfirlýsinga og verka ríkisstjórnarinnar. Vonir stóðu til að sátt myndi nást um að dreifa auknum álögum í sam- ræmi við efni og aðstæður. Þær vonir brugðust. Hátekjuskatturinn reyndist hjóm eitt. Sjálfstæðis- flokkurinn sér um sína. Það er engin tilviljun að þeir ríku verða sífellt ríkari og þeir fátæku fátækari. Efnafólkið er farið að berast á. Það flýgur um í einkaþotum, svo öfgafullt dæmi sé nefnt, það fjár- festir í hótelum erlendis, það hristir höfuðið yfir krepputalinu og kaupir enn dýrari jólagjafir en áður, enda herma fréttir að ekki hafi orðið sam- dráttur hjá verslunum sem selja vörur í dýrari kant- inum, og þetta fólk notfærir sér háa vexti, skatta- afslátt og aðrar leiðir til að ávaxta sitt pund. Gróði er ekki synd þótt græðgi geti verið það. Hins vegar felst hróplegt óréttlæti í stóraukinni misskiptingu tekna, sífelldum árásum á launafólk og öðrum afleiðingum af gegndarlausum svikum ríkisstjórnarinnar. Loforð um að skattar myndu ekki hækka eru löngu gleymd. Gripið er jafnt til beinna skattahækkana og þjónustugjalda. Vaxta- bætur eru skornar niður, barnabætur sömuleiðis, mæðralaun skert og byrðum varpað yfir á meðlags- greiðendur, hlutur sjúklinga í greiðslu lyfja stór- aukinn, dregið úr framlögum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og afborganir hækkaðar, auknum byrðum varpað yfir á sveitarfélögin og lof- orð um átak í atvinnumálum svikin. Þannig mætti lengi telja. Við höfum fengið yfir okkur afar vonda ríkis- stjórn, á því leikur varla nokkur vafi. Þarf ekki að benda á annað en hringlandaháttinn í heilbrigðis- kerfinu sem dæmi um vinnubrögð stjórnarinnar. Markmiðið um að auka „kostnaðarvitund" almenn- ings við kaup á lyfjum og fláttskapurinn í kringum það brölt er að leysast upp í sárgrætilegan sirkus. Á þessum nótum starfar núverandi hæstvirt ríkis- stjórn. Það kæmi ekki á óvart, og væri þjóðinni eflaust fyrir bestu, að ríkisstjórnin hrökklaðist frá völdum á vormánuðum, södd lífdaga. Reyndar eru aðrir sem spá því að hún lifi ekki af fjárlagagerðina, enda stjórnarliðar ekkert allt of samstíga, og víst er að margir myndu gleðjast yfir slíkri jólagjöf. SS Nýi sáttmáli - EES-samnmgurinn Dóttir mín 12 ára hefur í vetur verið að lesa bók í skólanum sem nefnist „Sjálfstæði íslendinga“. Þarna er meðal annars sögð sag- an af því hvernig íslendingar misstu sjálfstæði sitt. Þetta er raunarleg saga og orðið land- ráðamaður er skilgreint sem svik- ari, sá sem svíkur land sitt undan ráðandi konungi. Þjóðhöfðingjar vissu náttúrlega að besta aðferðin til að vinna þjóð á sitt band er að vingast við höfðingjana. Helsti fulltrúi íslendinga, sem lagðist á sveif með Noregskon- ungi, var Þórarinn Nefjólfsson, sem þótti einstaklega ljótur, einkum illa limaður svo sem frægt er. Hann bað íslendinga um að játast Noregskonungi og einnig að gefa konungi Grímsey. A Alþingi veltu menn vöngum yfir þessu og töldu flestir vináttu konungs meira virði en Grímsey og jafnvel sjálfstæðið. En þá reis upp Eyfirðingurinn Einar Þveræ- ingur sen benti mönnum á að landið mundi með þessu glata sjálfstæðinu um ókomna framtíð. Eftir ræðu hans vildi enginn sinna bón Þórarins Nefjólfssonar og- Noregskonungs. Þeir voru skyn- samir þingmennirnir okkar á 11. öld. í bókinni „Sjálfstæði íslendinga“ er dregin upp fremur ijót mynd af Þór- arni Nefljótssyni... ...en Einar Þveræingur er kynntur sem glæsimenni. Lagt til atlögu við höföingjana En Noregskonungur gafst ekki upp og vann síðar Gissur Þor- valdsson á sitt band, og hann lagði til atlögu við höfðingjana einn af öðrum, felldi tvo þeirra í Örlygsstaðabardaga í Skagafirði og lét menn sína höggva Snorra Sturluson. „Hér skal ég að vinna.“ Gissur Þor- valdsson heggur Sturlu Sighvatsson. úissuri, sem var klókur stjórn- málamaður, gekk þó illa að fá menn til að gangast undir vald Noregskonungs, þannig að kon- ungur sendi Hallvarð gullskó, hirðmann sinn, sem kom á samn- Bjarni E. Guðleifsson. ingum um að þingmenn sóru konungi hollustu árið 1262. Þeir gengust undir Gamla sáttmála. Þarna var því miður enginn Einar Þveræingur. Það voru 12 menn úr Norðlendingafjórðungi sem sóru eiðinn, og íslendingar glötuðu sjálfstæðinu og allir íslendingar urðu þegnar Noregskonungs. „Þegar menn sóru lögðu þeir hönd á helga bók (Biblíu líklega) og sögðu: „Til þess legg ég hönd á helga bók, og því skýt ég til guðs, að ég sver Hákoni konungi og Magnúsi land og þegna og ævinlegan skatt með slíkri skipan sem nú erum vér ásáttir orðnir og máldagabréf þar um gert vottar. Guð sé mér hollur sem ég satt segi, gramur ef ég lýg.“ Þetta máldagabréf var Gamli sáttmáli. Tólf menn sóru úr Norðlendinga- fjórðungi en ekki er tekið fram hve margir sóru úr Sunnlendingafjórð- ungi.“ (Úr „Sjálfstæði íslendinga“). Sagan endurtekur sig Ævintýri geta opnað augu okkar fyrir einföldum staðreyndum, og af sögunni getum við lært. Mér þykir við hæfi að rifja upp þessa frásögn af glötun sjálfstæðisins vegna þess að mér sýnist að sagan sé að endurtaka sig. Nú kemur hið erlenda vald ekki sem kon- ungur, heldur í líki fjölþjóða- samnings sem flestir stjórnmála- menn vilja staðfesta, en er hinum almenna borgara lítt að skapi, EES samningurinn, sem er fyrsta skrefið í Evrópubandalagið. Ekki get ég fært rök að því hvort þessi „Nýi sáttmáli“ stang- ast á við stjórnarskrána, enda deila sérfróðir menn um það, en eitt veit ég að hann stangast á við tilfinningu mína um sjálfstæði. Og í þessu máli kýs ég frekar að Kennaraháskóli Islands hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir kennsluréttindanámi fyrir framhaldsskólakennara á Akureyri. Er þetta í þriðja sinn sem boðið er upp á slíkt nám á Akureyri. Námið er ætlað kennurum í fylgja tilfinningunni en ótryggum rökum um bættan efnahag og aukinn hagvöxt. Það hlýtur að vera valdaafsal og ófrelsi að þurfa að spyrja Brussel hvort lögin, sem við ætlum að setja, séu þeim að skapi. Og okkur sem á landsbyggðinni búum þótti Reykjavíkurvaldið óþægilega fjarlægt, hvað þá heldur Brussel. Vinátta EB meira virði en land og lögsaga? Svo virðist sem stjórnendur landsins hafi vingast um of við hið erlenda vald og gangi erinda þess líkt og Þórarinn og Gissur forðum. Þingmennirnir á 11. öld töldu vináttu konungs meira virði en Grímsey og jafnvel sjálfstæð- ið, og nú virðast þingmenn 20. aldarinnar telja vináttu Evrópu- bandalagsins meira virði en land óg lögsaga, sem þeir hafa opnað. Nú var ekki nauðsynlegt að senda hingað Hallvarð gullskó til að semja, heldur fóru okkar menn á fund hans í Brussel og nú heitir hann Jaques Delors. Árið 1262 var Gamli sáttmáli gerður og nú 1992, 720 árum síð- ar þegar lýðveldið er rétt að ná fimmtugsaldrinum, þá stendur til að ganga frá Nýja sáttmála á Alþingi. Við vorum svo ólánsöm við fulltrúaval á Alþingi í síðustu kosningum, að í hópnum voru of margir Þórarnar og Gissurar (ófríðir, illa limaðir, klókir) en of fáir Einarar. Þegar Gamli sátt- máli var lögtekinn samþykktu hann 12 menn úr Norðlendinga- fjórðungi og þeirra samþykki gilti fyrir alla aðra Norðlendinga. Nú eigum við Norðlendingar 12 menn á Alþingi. Við skulum fvlgjast vel með því hvort þeir fylla flokk Þórarna og Gissura eða hvort þeir verja valdið sem Einar Þveræingur forðum. Ef þeir samþykkja EES-samning- inn, eða sitja hjá eða eru fjarver- andi, eru þeir að samþykkja samning sem þeir þorðu ekki að leggja fyrir dóm almennings, samning sem sennilega minni- hluti þjóðarinnar styður. Tökum eftir hvernig fulltrúar okkar greiða atkvæði um EES-samning- inn. Þingmenn Norðurlands Af gefnu tilefni og til öryggis vil ég rifja upp hverjir þeir eru: Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich, Pálmi Jónsson, Vilhjálm- ur Egilsson, Sigbjörn Gunnars- son, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir, Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, Páll Pét- ursson, Stefán Guðmundsson, Steingrímur J. Sigfússon og Ragnar Arnalds. Hvernig verða myndirnar af Jóni Baldvin og Davíð og þing- mönnum Norðlendinga í sögu- bókum framtíðarinnar? Bjarni E. Guðleifsson. Höfundur er ráðunautur við tilrauna- stöðina að Möðruvöllum. framhaldsskólum sem lokið hafa námi í faggrein sinni annars stað- ar og fer kennslan fram í Háskólanum á Akureyri. 13. des- ember nk. munu 18 kennarar brautskrást úr námi þessu og fer brautskráningin fram í hátíðarsal Verkmenntaskólans og hefst kl. 13.30. Fréttatilkynning Kennaraháskóli íslands: Boðið upp á nám í upp- eldis- og kennslumálum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.