Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 14
J4 - DAGUR - Föstudagur 11. desember 1992 „Halldór er helvítís kjaftur...“ - spaugileg atvik og uppákomur úr heimi alþingismanna Spaugileg atvik og uppákomur sem tengjast þingheimi eru vettvangur nýrrar bókar sem þeir Árni Johnsen alþingis- maður og Sigmund Jóhanns- son teiknari hafa sett saman. Bókin nefnist „Enn hlær þing- heimur“ og er óbeint framhald af bókinni „Þá hló þingheim- ur“ sem kom út í fyrra og hlaut ágætar viðtökur. Hér á eftir birtum við nokkrar gamansögur og vísur úr bókinni, ásamt tilheyrandi myndskreyt- ingum Sigmunds. „Gáfur hefur Guð þér lánað, get ég svaríð, en eðlið hefur ekkert skánað, undanfaríð, “ orti Hjálmar Jónsson prestur og þingmaður til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra eftir skemmti- lega yrkingalotu margra alþing- ismanna í þingveislu veturinn 1992. Sumarið sama ár í tilefni sextugsafmælis Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráðherra orti séra Hjálmar: Við þig gjaman vildi ég skála, veita lofmeð orðsins brandi, höfuðskepnu menntamála og menningar í þessu landi. Honum kippir í kynið, séra Hjálmari á Sauðárkróki, afkom- anda Bólu-Hjálmars, og sneggri að semja og flytja í bundnu máli en óbundnu. Alloft hefur hann tekið sæti á Alþingi á undanförn- um árum sem þriðji maður Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra og þá liggur oft beint við að fanga stemmninguna í vísnabönd. Á þingi veturinn ’92 var nokk- ur umræða vegna fyrirspurnar séra Hjálmars Jónssonar um samkomulag sem landbúnaðar- ráðuneytið var að gera um sér- stakt frystigjald á nautakjöt þar sem það var orðið hvetjandi að; koma kúnum í frost og vildi séra Hjálmar meina að þessar skýrslu- kýr í kerfinu gætu kallast Blön- dalskýr ef úr yrði. Kastaði fyrir- spyrjandi fram vísu í tilefni máls síns: Vandi bænda nú er nýr og neytendur í losti. Bráðum verða Blöndalskýr borðaðar úr frosti. Baulaðu nú skrattakollan mín „Aðeins fyrir brjósti ber beljurnar í neðra.“ VEITINGASALIR II. HÆÐ Glæsilegt jólahlaðborð Föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 18.00-21.30 Níels Ragnarsson leikur Ijúf jólalög á píanóið Kjörið tækifæri fyrir starfsfólk fyrirtækja og verslana. ★ Á aÖ halda árshátíð? Litla, stóra, dýra, ódýra, fína eða frjálslega. Veitingasalir okkar bjóða upp á fjölbreytta möguleika á árshátíðum fyrir 15 til 250 manna hópa. Útbúum allan mat og aðrar veitingar allt eftir óskum hvers og eins. AHarnánarí upplýsingar gefnar hjá veitingastjóra ísíma 22200. Hreiðar Karlsson á Húsavík var ekki aldeilis hress með framgang málsins, því landbúnaðarráð- herra gekk aldrei frá samkomu- laginu um málið og skaut Hreiðar vísu að séra Hjálmari vegna fram- gangs hans. Heldur illa hagar sér í hópi landsins feðra, aðeins fyrír brjósti ber beljurnar í neðra. Halldór Blöndal er frægur fyrir langar ræður og málgleði í sölum Alþingis, þó minna hafi farið fyr- ir því síðan hann varð ráðherra. Sighvatur Björgvinsson orti: Þú varst heppinn ad vera ekki með bindið sem þú varst alltaf með á EES fundunum, Nonni minn. Halldór er helvftis kjaftur, hann er þann veginn skaptur, að þegar hann þagnar og þingheimur fagnar, þá opnar hann kjaftinn aftur. Á Norðurlandaráðsþingi í mars 1992 talaði Hjörleifur Guttorms- son mikið en Sighvatur orti: Pegar hann endar sín hjörl, hjörl og heldur því öllu til streitu er þá furða þó örl-, örl- i talsvert á þreytu. Góða veislu gjöra skal Davíð Oddsson forsætisráðherra brá sér út í búð til kaupmannsins á horninu og keypti slatta af mat handa hundinum sínum. Granni Davíðs kom inn í búðina í þann mund sem Davíð var að setja dósamatinn ofan í innkaupa- poka. Hann horfði kankvís á forsætisráðherra um leið og hann sagði: „Ég sé að þú ert með ríkis- stjórnina í mat í kvöld.“ Þegar Jón Baldvin seldi hattinn sinn á uppboði á skemmtun á Dalvík til þess að létta undir með fjárhagsafkomu hátíðarinnar og í kjölfarið var seldur á uppboðinu dans við Bryndísi Schram, þá orti séra Hjálmar: Til að forða fjárhagstjóni flest var leyft. Ofan afog undan Jóni allt var keypt. Um sama tilefni orti Sighvatur Björgvinsson í orðastað flokks- bróður síns: Ógnarstuð er á mér núna, yfirbragðið glæst. Ég seldi hattinn, síðan frúna, nú sel ég landið næst. Ólafur f>. Þórðarson brá sér út úr rútu í ferðalagi fjárveitinga- nefndar um Norðurland og sprændi mikið eftir langa aksturslotu. Þegar hann kom aft- ur inn í rútuna og var að loka buxnaklaufinni sagðist hann stoltur á svip vera búinn að bjarga náttúru íslands með bunu sinni. „Þetta hlýtur að hafa verið geldingahnappur,“ sagði Málm- fríður Sigurðardóttir að bragði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.