Dagur - 08.01.1993, Síða 4

Dagur - 08.01.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 8. janúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ekkí skattlagning! Flestir muna eflaust eftir þeim loforðum sem núverandi stjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrir síðustu alþingis- kosningar. Á meðal þeirra fyrirheita er forystumenn flokkanna og frambjóðendur tjáðu almenningi að unnið yrði eftir var að skattar myndu ekki hækka. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru einkum iðnir við að vekja slíkar vonir með þjóðinni. Kratar fóru sér hægar í loforðum - enda ekki örugg vissa fyrir með hverjum þeir myndu vinna er myndun ríkisstjórnar færi fram. Skattar eru eitt af því sem almenningur kýs að vera laus við - einkum ef hlutfall þeirra fer yfir þau mörk sem fólki finnast eðlileg. Því voru eyru margra opin fyrir lof- orðagjálfri þessara stjórnmálamanna þótt aðrir vöruðu við þeim málflutningi og teldu ástand efnahagsmála ekki vera með þeim hætti að unnt yrði að draga úr skattlagn- íngu á aímenning í bráð þótt slík markmið væru eðlileg og sjausogö þegar til lengri tíma væri htið. Raunin hefur einnig orðið sú að þeir stjórnmálamenn er töldu að ekki yrði komist hjá aukinni skattheimtu höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur orðið að demba hverri skattahækkuninni eftir aðra yfir á almenning þvert ofan í öll ioforð og fyrirheit í kosningabaráttunni. En minnugir málflutnings síns á kosningafundum og í fjölmiðlum hafa ráðherrar stjórnarflokkanna reynt að færa þessar skatta- hækkanir í einhvem þann búning að nefna megi þær öðr- um nöfnum og slá ryki í augu fólks. Margir hafa eflaust tekið eftir orðfæri forsætisráðherra og samstarfsmanna hans í ríkisstjóminni þegar þeir eru inntir eftir hvort nýjar og nýjar álögur á almenning, sem birtast oft með fárra daga millibili, séu ekki beinar hækk- anir á sköttum. „Nei þetta em ekki skattahækkanir - það er verið að gera allt annað,“ segja þeir og látast vera trú- verðugir. Nýjasta dæmið um aðferðir ríkisstjórnarinnar til að ná fjármunum af almenningi er ákvörðun hennar um að lækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af eggjum og kjöt- vörum öðrum en kindakjöti - matarskattsins - um 64,7%. Með þeirri ákvörðun er verið að taka milljónir króna úr vösum hins almenna neytanda, samkvæmt útreikningi landbúnaðarráðuneytisins, og færa í fjárhirslur hins opin- bera. Ljóst er að miðað við þann árangur, sem fram- leiðendur hafa náð hvað verðlækkun varðar og kröfur um áframhaldandi lækkun á framleiðsluvömm þeirra, hafa þeir engin tök á að taka þær álögur sem hækkandi matar- skattur hefur í för með sér á sínar herðar. Ákvörðun stjórnvalda er því hrein álagning á neytendur og breyta deilur einstakra ráðuneyta um hækkunarþörf á verði til- tekinna matvæla engu þar um. Yfirlýsingar ráðamanna um að ekki sé verið að hækka skatta eru orðaleikir og blekkingar einar. Neysluskattar og margskonar þjónustugjöld em ekkert annað en skatt- lagning á almenning. Og þessir skattar koma jafnt við alla burtséð frá því hvaða tekjur þeir hafa. Skattlagningu er tekur mið af tekjum fólks má hinsvegar ekki nefna. Þær aðferðir sem nú em viðhafðar til að ná fjármunum af fólki til reksturs hins opinbera miða fyrst og fremst að því að vernda hina betur settu á kostnað þeirra sem minna mega sín. Þess vegna má ekki tala um skattlagningu - heldur eitthvað annað. ÞI andvana fætt EES - Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er nú til lokaaf- greiðslu á Alþingi. Þrátt fyrir að allar forsendur samningsins og framtíðarhorfur fyrir því sam- starfi sem á að semja um hafi gjörbreyst, er ekki annað að heyra en bera eigi samninginn upp til synjunar eða samþykkis. Eins og allir muna höfnuðu Svisslendingar aðild að EES í þjóðaratkvæðagreiðslu í desem- ber sl. í kjölfar þess settu Spán- verjar fram fyrirvara fyrir sam- þykkt sinni um samstarf við EFTA á grundvelli EES og segj- ast vilja endurskoðun á samn- ingnum áður en frá honum verði endanlega gengið. Það sem hins vegar er mikilvægast í þessu máli er að þegar hafa fjórar EFTA þjóðir óskað eftir aðild að Evrópu- bandalaginu og jafnvel talið að þær fái aðild frá og með árinu 1995, þ.e. eftir aðeins tæp tvö ár. Öllum má því ljóst vera að enda þótt EES samningurinn verði staðfestur, þá verður hann and- vana fæddur. Annar samningsað- ilinn verður innan tíðar að mestu horfinn inn í hinn! Verulega breyttur samningur Það var undir ríkisstjórnarfor- ystu Framsóknarflokksins sem samningar um Evrópskt efna- hagssvæði hófust. Því hefur verið haldið fram að þess vegna eigi flokkurinn að styðja EES samn- inginn. Annars sé flokkurinn að hlaupa frá málinu. Þetta er ein- faldlega ekki rétt. Þegar samn- ingurinn var undirritaður í Portúgal í vor, voru í honum efn- isatriði sem ekki var ætlunin að hafa í samningnum í upphafi. Dæmi um það eru landbúnaðar- málin. Þá var ljóst að íslending- um hafði heldur ekki tekist (eða ekki viljað) að ná fram ýmsum atriðum sem a.m.k. framsókn- armönnum þykja mikilvæg, s.s. ákvæði um eignarhald á landi og ótvíræð yfirráð orkulinda. Við- unandi lausn á sjávarútvegs- þættinum hefur heldur ekki feng- ist. Það er því ljóst að sá samn- ingur sem nú hefur verið gerður Guðmundur Stefánsson. og ætlunin er að staðfesta á Alþingi einhvern næstu daga, er ekki sá samningur sem menn gerðu sér vonir um við upphaf samningaviðræðna. Að mati Framsóknarflokksins er fjarri því að „allt hafi fengist fyrir ekki neitt“ eins og þetta mál hefur þróast. Þar fyrir utan hefur ríkis- stjórnin, með utanríkisráðherra í broddi fylkingar, staðið illa að kynningu þessa máls og í raun skapað sundrungu í stað sam- stöðu um mikilvægt hagsmuna- mál þjóðarinnar. Síðast en ekki síst leikur svo vafi á um hvort samningurinn sé í samræmi við stjórnarskrána sem að sjálfsögðu er óásættanlegt. Stutt millibilsástand Hvort sem EES samningurinn verður samþykktur á Alþingi eða ekki, þá er afar ólíklegt að hann verði nokkurn tímann að veru- leika. Mikilvægustu forsendur hans eru brostnar, þ.e. annar samningsaðilinn er að hverfa inn í hinn, og líklegt að hvorki EB né EFTA þjóðirnar vilji leggja í þá vinnu og þann kostnað sem þarf til að samningurinn komist í raun á, þegar samningstíminn muni jafnvel aðeins vara f hálft annað ár. Við íslendingar verðum þá einir eftir og höfum enga mögu- leika á að uppfylla kvaðir samn- ingsins. EES verður því aldrei annað eða meira en stutt milli- bilsástand. Hvort þingmenn greiða atkvæði á móti samningn- um eða skila auðu skiptir ekki öllu máli. Má segja að á því sé fyrst og fremst áherslumunur. Tvíhliða samningur - eina rökrétta leiðin Þingmennirnir Steingrímur Her- mannsson og Halldór Ásgríms- son hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um gerð tvíhliða samnings íslands og Evr- ópubandalagsins á grundvelli við- skiptahluta EES samningsins. Þetta sýnist vera eina rökrétta leiðin að fara eins og mál hafa þróast. EES undirbúninginn á að nýta við gerð slíks samnings, en eyða verður óvissu og tryggja betur ákveðna hagsmuni, ekki síst í sjávarútvegi og landbúnaði. Þannig er nauðsynlegt að beint og ákveðið sé samið um landbún- aðarmálin, en ekki við þau skilið með óskýrum bókunum eins og gert var í EES samningnum. Þá er afar mikilvægt að ef semja verður um gagnkvæmar veiði- heimildir, þá séu þær jafngildar, en ekki séu í raun látnar veiði- heimildir fyrir markaðsaðgang. Þó tvíhliða samningur eigi fyrst og fremst að vera viðskiptasamn- ingur er fullkomlega eðlilegt að samhliða sé samið um samvinnu á sviði mennta, menningar og vísinda, enda nú þegar samstarf á þeim sviðum milli Islands og EB sem þarf að auka og efla. Tiltrú í stað tortryggni Með þessu móti getum við tryggt viðskiptalega hagsmuni okkar, en jafnframt tekið af öll tvímæli um sjálfsforræði og rétt okkar til að verða áfram sjálfstæð þjóð í eigin landi. Afar miklu máli skiptir þó að þannig verði unnið að þessu máli að það þjappi þjóð- inni saman en sundri henni ekki, að það skapi tiltrú en ekki tor- tryggni. Guðmundur Stefánsson. Höfundur er varaþingmaður Framsókn- arflokksins I Norðurlandskjördæmi eystra. Af bæjarmálum í Ólafsfirði Nýr bæjarstjóri í dag, föstudag, tekur nýr bæjar- stjóri, Hálfdán Kristjánsson, væntanlega til starfa hér í Ólafs- firði. Miklar væringar hafa verið innan meirihluta bæjarstjórnar þetta kjörtímabil vegna starfa fráfarandi bæjarstjóra, Bjarna Kr. Grímssonar, sem eins og alþjóð veit lauk með því að hann var rekinn frá störfum í lok nýlið- ins árs. Bjarni hefur nú verið ráð- inn sem fiskimálastjóri og hefur þegar tekið við því embætti. Ég óska honum alls hins besta í nýju starfi þar sem vonandi verður tekið betur á móti honum en hér var gert. Hálfdán Kristjánsson var ráð- inn hingað með öllum greiddum atkvæðum í bæjarstjórn og von- andi verður það einnig svo með aðra bæjarbúa og nýráðinn bæjarstjóri finni fyrir almennum stuðningi er hann kemur til starfa. Nauðsynlegt er að það náist að mynda einhverja festu í bæjarmálum í stað þeirrar lausungar og upplausnar sem ver- ið hefur. Ég býð Hálfdán Kristjánsson velkominn til starfa fyrir Ólafs- fjarðarkaupstað og óska honum alls hins besta í starfi bæjarstjóra. Björn Valur Gíslason. Eftirlitsmaður Talsverðar deilur urðu um endur- ráðningu eins bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins sem eftirlits- manns við íþróttahúsið nú í haust. Ráðning hans þótti stang- ast á við öll rök enda hafði engin beiðni komið um þá ráðningu, hvorki frá byggingarnefnd íþróttahúss né öðrum. Ráðningin var því eingöngu pólitísks eðlis en ekki byggð á faglegum grunni. Meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti þessa ráðningu þó ekki lengur en til áramóta. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðið var í þetta starf tímabundið. Þegar umræddur tími var runninn út var hins vegar ráðið aftur og að sjálfsögðu tímabundið sem áður. Á fundi í byggingarnefnd íþróttahússins, sem haldinn var fyrir jól, voru þessi mál rædd og kom þar fram að ekki væri talin ástæða til að ráða eftirlitsmann við íþróttahúsið við næsta áfanga. Mörgum þykir því undar- legt að enn og aftur skuli ákveðið að ráða bæjarfulltrúa (bráðum fyrrverandi) meirihlutans sem eftirlitsmann við íþróttahúsið og nú til fimm mánaða, hvað sem svo síðar verður. Þessi ráðning verður væntan- lega staðfest á fundi bæjarstjórn- ar næstkomandi þriðjudag. Ég mun ekki styðja þá ráðningu fremur en áður enda finnst mér að þetta mál sé að verða með ein- dæmum sóðalegt og ekki til fyrir- myndar fyrir okkar ágæta bæjar- félag. Björn Valur Gíslason. Höfundur er bæjarfulltrúi I Ólafsfirði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.