Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 1
76. árgangur Akureyri, þriðjudagur 19. janúar 1993 n. töiublað HERRADEILD Verð kr.12.900 Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Akureyri: Ölvaður maður veittist að ungd stúiku Aðfaranótt sunnudags kvart- aði ung stúlka til lögreglunnar á Akureyri vegna ölvaðs manns sem hafði veist að henni. Lögreglan leitaði mannsins en án árangurs. Tilkynning um manninn barst lögreglunni á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins en þá var stúlkan komin til síns heima. Að sögn varðstjóra hjá Akureyrarlögreglunni tókst manninum ekki að leggja á stúlk- una hendur en þrátt fyrir eftir- grennslan lögreglunnar í Glerár- hverfi sást ekkert til mannsins. Helgarvakt lögreglunnar á Akureyri var að mestu friðsæl og umferð gekk vel fyrir sig. Bíl- velta varð þó við Ytra-Gi! í Eyjafjarðarsveit síðla laugardags en ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla. JOH Hvammstar Greiddi lObús. bréf í Arbli Hvammstangahreppur hefur keypt hlutabréf Byggðastofn- unar í ullarfyrirtækinu Árbliki hf. í Reykjavík og saumastof- unni Drífu á Hvammstanga. Á fundi stjórnar Byggðastofn- unar fyrir helgina var samþykkt að taka tilboði Hvammstanga- hrepps í hlutabréfin. igahreppur: kr. fyrir hluta- kiogDrífii Hlutabréf Byggðastofnunar í Árbliki voru að nafnvirði 7 mill- jónir króna og hlutabréfin í Drífu að nafnvirði 850 þúsund. Sam- kvæmt upplýsingum Byggða- stofnunar staðgreiddi Hvamms- tangahreppur 10 þúsund krónur fyrir hlutabréfin í báðum þessum fyrirtækjum. óþh Skagafjörður: Blikkljósin brotin á löffffubflnum Síðastliðið föstudagskvöld voru Ijóskúplar á bifreið lög- reglunnar á Sauðárkróki brotnir. Þetta gerðist við Mið- garð í Varmahlíð. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns lék fyrir dansi í Miðgarði á föstudagskvöld og sóttu dans- leikinn á fimmta hundrað manns, að sögn lögreglunnar. Fór dans- leikurinn að mestu friðsamlega fram. Einhverjir framtakssamir einstaklingar tóku sig þó til og brutu ljósakúpla á toppi lögreglu- bifreiðarinnar meðan lögreglu- menn þurftu að bregða sér frá. Þetta eru m.ö.o. blikkljós lög- reglubílsins, en hann er í eigu lögreglunnar á Sauðárkróki. sþ Útför Ingimars Eydal Útför Ingimars Eydal, kennara og hljómlistarmanns, var gerð frá Akureyrarkirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Pétur Þórarinsson í Laufási flutti minningarorð og séra Birgir Snæbjörnsson og séra Þórhallur Höskuldsson þjónuðu fyrir alt- ari. í upphafi athafnar fluttu Bjöm Steinar Sólbergsson, orgel og Guðrún Þórarinsdóttir, lág- fiðla, Ave Maria eftir J.S. Bach. Kór Akureyrarkirkju söng undir stjórn Björns Stein- ars, m.a. ættjarðarlagið Hver á sér fegra föðurland, lag Emils Thoroddsen við ljóð Huldu, og Slá þú hjartans hörpustrengi, lag J.S. Bachs við sálm Valdi- mars Briem. Óskar Pétursson, tenór, söng Hér ríkir himneskur friður, lag Toveys við sálm Pét- urs Sigurgeirssonar og Þorvald- ur Halldórsson söng við undir- leik Gunnars Gunnarssonar 23. sálm Davíðs við lag Margrétar Scheving. Kistu báru úr kirkju þeir Indriði Úlfsson, Baldvin Bjarnason, Brynleifur Halls- son, Rafn Hjaltalín, Grímur Sigurðsson, Sveinn Óli Jónsson, Kristinn Jónsson og Ómar Ragnarsson. Að athöfn lokinni var kirkjugestum boðið til kaffi- drykkju í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. óþh Atvinnuleysi eykst: Yflr ein milljón atvinnuleysisdagar á landinu á síðasta ári - um sjö þúsund manns á atvinnuleysisskrá á gamlársdag Sauðárkrókur: Slátursamlagið fær hross úr Borgarfirði - til að selja til Japans Slátursamlag Skagfirðinga hef- ur nú samið við Borgnesinga um að slátra hrossum fyrir sig til að eiga upp í sölusamninga við Japani næsta mánuðinn. Að sögn Gísla Halldórssonar er alltaf næg eftirspurn á þess- um markaði. Á síðasta ári var slátrað 490 hrossum fyrir Japansmarkað hjá Slátursamlaginu. Fram að þessu hefur verið slátrað hrossum úr Skagafirði og tekist að fá nóg upp í samninga, en nú fást ekki fleiri hross þaðan, né annars staðar af Norðurlandi, að því er Gísli sagði. Því var brugðið á það ráð að fá hross úr Borgarfirði sem slátrað verður í Borgarnesi. Það dugar í mánuð að sögn Gísla, síðan verður væntanlega bið fram á sumar er skagfirsk hross fást á ný. sþ Frystitogarinn Solbakur EA kom til hafnar á Akureyri í nótt vegna bilunar. Aflaverð- mæti þess afla sem verið er að landa er um fimmtán milljónir króna. Alls voru 466 einstaklingar atvinnulausir á Akureyri í des- ember. I Norðurlandskjör- dæmi eystra voru 910 atvinnu- lausir á sama tíma eða 7,6% af vinnuafli. I Norðurlandskjör- dæmi vestra var atvinnuleysi heldur minna. Þar voru alls 302 atvinnulausir í desember eða 5,8%. Alls var atvinnu- leysi á landinu 4,8% í desem- ber; 3,7% á höfuðborgarsvæð- inu en allt að 6,4% á lands- byggðinni. Atvinnuleysi á Norðurlandi eystra er því yfir meðaltali landsbyggðarinnar „Sólbakur EA var bókaður í slipp hjá Slippstöðinni-Odda hf. í byrjun næstu viku. Auk minni- háttar lagfæringa átti að mála togarann, en nú kemur inn í dæmið viðgerð á afgasblásara við aðalvél. Að svo komnu máli get og langt yfir meðaltali á lands- vísu. í desember síðastliðnum voru skráðir 132 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu; um 70 þús- und hjá körlum en um 62 þúsund hjá konum og hafði þá skráðum atvinnuleysisdögum fjölgað um tæplega 40 þúsund frá mánuðin- um á undan en allt að 67 þúsund ef miðað er við desember árið 1991. Fjöldi atvinnuleysisdaga í desember 1992 er sá mesti sem skráður hefur verið í einum mán- uði hér á landi frá því skráning atvinnuleysis hófst og jafngildir því að allt að 6100 manns eða ég ekki tjáð mig um hvenær togarinn fer til veiða á ný, en við- gerð verður hraðað sem kostur er,“ sagði Gunnar Larsen, sviðs- stjóri tæknisviðs hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hf. ój 4,8% af áætluðum mannafla hafi verið án vinnu á þessu tímabili. Á öllu árinu 1992 voru skráðir rúmlega ein milljón atvinnuleys- isdagar á landinu öllu er svarar til um 3% mannafla á vinnumark- aði. í Norðurlandskjördæmi eystra voru atvinnuleysisdagar í des- ember 19751 á móti 9528 dögum í nóvember og 6260 í desember 1991. í Norðurlandskjördæmi vestra voru 6532 atvinnuleysis- dagar í desember síðastliðnum á móti 2499 í nóvember og 2003 í desember árið 1991. Síðasta virka dag liðins árs voru samtals 7000 manns skráðir atvinnulausir hér á landi. Þá áttu 3A hlutar þeirrar aukningar er varð á atvinnuleysi á milli tveggja síð- ustu mánaða ársins upptök sín á landsbyggðinni. Þess ber að geta á venjubundin árstíðasveifla í fiskvinnslu hefur meiri áhrif á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu og einnig hamlar rysjótt veðurfar framkvæmdum úti á landi fremur en á höfuðborgar- svæðinu. ÞI Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Sólbakur EA til hafiiar vegna bilunar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.