Dagur - 19.01.1993, Síða 8

Dagur - 19.01.1993, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 19. janúar 1993 ÍPRÓTTIR Úrslit Körfubolti, 1. deild karla Urslit: Þór-ÍS UFA-ÍS Reynir-Höttur ÍR-Höttur Staðan: 87:64 62:69 95:88 101:87 A-riðiii: Reynir 14 H 3 1308:1181 22 Þór 13 9 4 1129:1005 18 Höttur 14 3 111011:1105 6 UFA 10 2 8 728: 891 4 B-riðill: Akranes 1010 0 950: 695 20 ÍR 12 7 5 958: 909 14 ÍS 12 6 6 771: 811 12 UMFB 13 112 918:1165 2 Körfubolti, 1. deild kvenna Urslit: ÍS-Tindastóll ÍR-Tindastóls 50:40 41:68 Stelpurnar í Tindastóli töpuðu því báðum leikjum sínum í þessari ferð. Birna Valgarðs- dóttir og Kristín Magnúsdóttir voru bestar í hinu unga liði Tindastóls, sem er í raun stúlknaflokkur félagsins. Stað- an í deildinni verður vonandi tilbúin á morgun og verður þá birt í blaðinu. Blak, 1. deild karla Úrslit: Stjarnan-Þróttur R 1:3 ÍS-HK 2:3 Staðan: ÍS 12 10 2 33:18 33 HK 12 9 3 32:17 32 Þróttur R 13 8 5 31:23 31 Stjarnan 13 6 7 23:25 23 KA 10 3 7 21:22 21 Þróttur N 14 113 6:41 3 íþróttamaður Norðurlands 1992: Freyr Gauti Sigmundsson með flest atkvæi - Rut Sverrisdóttir í 2. sæti Á laugardaginn var lýst kjöri íþróttamanns Norðurlands 1992 á Hótei KEA. íþrótta- maður Norðurlands 1992 er Freyr Gauti Sigmundsson, júdómaðurinn snjalli úr KA. I 2. sæti hafnaði sundkonan Rut Sverisdóttir úr Óðni. Ekki munaði miklu á henni og Frey Gauta en sigur hans var þó öruggur. Þau sem höfnuðu í 5. efstu sætunum fengu öll bikara til eignar og Freyr Gauti varð- veitir næsta árið farandbikar sem fylgir kjörinu. Kjör Freys Gauta þarf varla að koma á óvart, í það minnsta var það skoðun lesenda Dags að hann ætti heiðurinn fyllilega skilinn. Afrekaskrá Freys Gauta á síðasta ári er löng. í flokki yngri en 21 árs er hann: Norðurlanda- meistari, íslandsmeistari, íslandsmeistari í sveitakeppni, í 1. sæti á afmælismóti JSÍ, íslandsmeistari í flokki karla, handhafi tækinverðlauna JSÍ og í 9. sæti á heimsmeistaramótinu. í fullorðinsflokki er hann: íslands- meistari, í 2. sæti á Norðurlanda- mótinu, í 1. sæti á Afmælismóti JSÍ, 9. á opna skoska meistara- mótinu og í 13. sæti á opna aust- urríska og opna breska meistara- mótinu. Síðast en ekki síst þá var hann valinn til þátttöku í Ólymp- íuleikunum í Barcelona. Af þessu sést að hann er vel að titlin- um kominn. Freyr Gauti er lýsandi dæmi um íþróttamann sem með ástundun og eljusemi hefur kom- ist í fremstu röð. Að baki þessum glæsilega árangri liggja þrotlaus- ar æfingar, það geta þeir vitnað um sem til hans þekkja. Freyr Gauti er hógvær þegar kemur að eigin afrekum, en lætur þess í stað verkin tala. Hann er góð fyrirmynd öllum þeim fjölda barna og unglinga sem nú stunda æfingar hjá júdódeild KA, en lík- ast til er hún öflugasta júdódeild landsins. Þrátt fyrir að hafa náð jafn langt og raun ber vitni fer því fjarri að Freyr Gauti sé á hátindi ferils síns. Miklu frekar má segja að nú fyrst sé ferill hans að byrja fyrir alvöru. Hann ætti með góðu móti að geta verið á toppnum í 10-15 ár í viðbót, enda sagði hann sjálfur að hann væri alls ekki á þeim buxunum að hætta. Það verður spennandi að fylgjast með afrekum þessa snjalla júdó- manns í framtíðinni en ef að lík- um lætur á hann eftir að vinna marga titla enn. Rut Sverrisdóttir, sundkona, hafnaði í 2. sæti. Rut tók þátt í Ólympíumótinu í Barcelona og kom þaðan heim með 2 brons- verðlaun, en Rut keppir í flokki sjónskertra. Hún bætti einnig heimsmetið í 200 m flugsundi og setti tvö íslandsmet, í 100 m baksundi og skriðsundi. Þá á hún fjölda annarra íslandsmeta í flokki sjónskertra. Þrátt fyrir fötlun sína keppir Rut með ófötluðum og þar er hún einnig í fremstu röð. íþróttamaður Norðurlands frá fyrra ári, Eyjólfur Sverrisson, hafnaði í 3. sæti að þessu sinni. Eyjólfur hefur verið að festa sig í sessi sem einn besti knattspyrnu- maður Evrópu og átti hann stór- an þátt í að gera Stuttgart að þýskum meisturum síðastliðið vor. Hann er fastamaður í íslenska landsliðinu og frami hans á knattspyrnuvellinum er ævintýri líkastur. Þátt fyrir það einkennist framkoma hans af sömu hógværðinni og fyrr. Alfreð Gíslason hafnaði í 4. sæti. Alfreð er nýkjörinn íþrótta- maður KA 1992 og hefur á löng- um ferli sínum unnið til margvís- legra viðurkenninga. Hann er enn í fremstu röð, það hefur hann sýnt að undanförnu. Knatt- spyrnumaðurinn úr Þór, Hlynur Birgisson, varð 5. í kjöri íþrótta- manns Norðurlands 1992. Hlynur átti eitt sitt besta tímabil til þessa, var lykilmaður í Þórslið- inu, sem afsannaði á eftirminni- legan hátt allar hrakspár í upp- hafi móts síðastliðið vor. Það kom engum á óvart að hann skyldi vera valinn til æfinga með landsliðinu nú í haust, en það kom kannski meira á óvart að hann skyldi ekki vera valinn í endanlega hópinn. Hlynur var einnig kjörinn knattspyrnumaður Akureyrar 1992 í haust. Þátttaka lesenda í kjörinu var óvenju góð að þessu sinni. Alls fengu 57 íþróttamenn atkvæði en hugur lesenda varðandi 2. efstu sætin var mjög eindreginn. í sæt- um 6-10 höfnuðu: 6. Kristinn Björnsson, skíði. 7. Baldvin Ari Guðlaugsson, hestaíþróttir. 8. Sveinbjörn Hákonarson, knattspyrna. 9. Stefán Thorarensen, frjáls- íþróttir. 10. Sigurpáll Á. Aðalsteinsson, handknattleikur. Freyr Gauti með sigurlaunin, eignabikar o| bikar sem hann varðveitir í 1 ár. m Kjarnamótið í skíðagöi Veður og færi með Kjarnagangan 1992 fór fram á laugardaginn í Kjarnaskógi. Veður var mjög gott og allar aðstæður eins og best verður á kosið, enda fjölmennti göngu- fólk á svæðið. Gengið var með hefðbundinni aðferð og 6 vegalengdir voru í boði, allt eftir flokkum. Styst var gengið 1 km en karlar 17-34 ára og 35- 40 ára gengu lengst, eða 10 km. íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Uð HSÞb í 1. defld - Dalvíkingar óheppnir Mývetningar tryggðu sér um helgina þátttökurétt í 1. deild Islandsmótsins í innanhúss- knattspyrnu að ári, en lið HSÞb vann sigur í A-riðli 2. Jónas Hallgrímsson hefur gengið til liðs við HSÞ og mun hann án efa styrkja liðið í baráttunni næsta sumar. deildar á laugardaginn. Alls voru 6 lið af Norðurlandi meðal þátttakenda í 2. deild. HSÞb tapaði fyrsta leik sínum á móti Bolungarvík, en náði samt efsta sæti riðilsins með 8:2 sigri á Víkingi Ólafsvík og úrslitaleikur- inn var í raun viðureign Gróttu og HSÞ, sem HSÞb vann 7:5. KS var í B-riðli og hafnaði í öðru sæti riðilsins. í þeim riðli fóru Haukar upp í 1. deild. Tinda- stóll hafnaði einnig í 2. sæti C- riðils, töpuðu 7:3 fyrir Stjörnunni sem vann riðilinn og fór því upp. Einna mesta baráttan og skemmtilegasta keppnin var i D- riðli. Þar voru 3 norðanlið, Dalvík, Hvöt og Leiftur og einnig Keflavík. Fór svo að lok- um að Keflvíkingar fóru upp með 4 stig, jafn mörg og Dalvík og Hvöt en með hagstæðari marka- mun. Leikurinn sem réði úrslit- um var viðureign Keflvíkinga og Leifturs, sem Keflvíkingar unnu 9:1 og fóru því upp á kostnað Dalvíkinga. Viðar Viðarsson og Eðvarð Matthíasson. Stigamót í billiard: Eðvarð sigraði Um helgina var 5. stigamót Billiard- og snókersambands íslands haldið ■ Billiardstof- unni Gilinu á Akureyri. Til leiks mættu 25 keppendur, þar af 21 frá Norðurlandi. í úrslita- leik mótsins mættust Viðar Viðarsson frá Akureyri og Eðvarð Matthíasson frá Vest- mannaeyjum. Sá síðarnefndi sigraði 4:0 og er nú í efsta sæti listans yfír stigahæstu menn. í undanúrslitum sigrði Viðar, Jóhannes B. Jóhannesson 4:2 og Eðvarð sigraði Kristján Helgason 4:0. Hæsta stigaskor í einum leik (hæsta ,,break“) átti Jóhannes B. Jóhannesson, 87, í leik gegn Daníel Péturssyni. Nú eru 2 stigamót eftir og að þeim loknum keppa 32 stiga- hæstu menn um íslandsmeistara- titilinn. Eins og er eru 5 Akureyr- ingar inn í þessum hópi og efstur af þeim er Viðar Viðarsson sem er í 6. sæti. Menn fyrir norðan gera sér vonir um að allt að 10 spilarar verði í 32 manna hópn- um þegar yfir lýkur. Mótið var haldið af Billiard- og snókersambandi Akureyrar og vill sjórn þess koma á framfæri þakklæti til veitingahússins Greifans og til Gilsins fyrir ómetanlegan stuðning. Þess má að lokum geta að 21 þátttakandi frá Akureyri samsvarar því að um 200 manns hefðu mætt frá Reykjavík, en þar eru að jafnaði um 40 manns á stigamótum. Úrslit urðu sem hér segir: Drengir 8 ára og yngri (1 km): 1. Páll Ingvarsson, Ak. 2. Bjarni Árdal, Ak. 3. Guðni Guðmundsson, Ak. 5.54 6,34 7.54 Drengir 9-10 ára (1,5 km): 1. Björn Blöndal, Ák. 2. Jón Þ. Guðmundsson, Ak 3. Einar Egilsson, Ak. 6,07 6,50 7,30 Drengir 11-12 ára (2,2 km): 1. Árni G. Gunnarsson, Ól. 2. Baldur Ingvarsson, Ak. 3. Grétar Kristinsson, Ak. 9,52 10,06 10,25 Stúlkur 12 ára o.y. (1,5 km): 1. Lisebet Hauksdóttir, Ól. 2. Arna Pálsdóttir, Ak. 3. Brynja Guðmundsdóttir, Ak. 5,45 6,51 11.00 Piltar 13-16 ára (5.0 km): 1. Þóroddur Ingvarsson, Ak. 2. Gísli Harðarson, Ak. 3. Helgi Jóhannesson, Ak. 14,10 14,51 15,23 Karlar 17-34 ára 10 km): 1. Dan Hellström, Ak. 2. Kári Jóhannesson, Ak. 3. Ámi Antonsson, Ak. 26,20 28,10 28,27 Karlar 35-49 ára (10 km): í, 01. 1. Haukur Sigurðsson, 2. Jóhannes Kárason, Ak. 3. Sigurður Aðalsteinsson, Ak. 29,55 30,10 30,14 Karlar 50 ára o.e. (5 km): í, 01. 1. Björn Þór Ólafsson, 2. Þorlákur Sigurðsson, Ak. 3. Stefán Jónasson, Ak. 16,31 16,47 18,14 Konur 13 ára o.e. (5 km): 1. Svava Jónsdóttir, Ól. 2. Ragna Finnsdóttir, Ak. 3. Þórhildur Kristjánsdóttir, Ak. 18,26 20,36 21,34 Blak, 2. deild karla: Snörtur vann Á laugardaginn var fyrsti leik- ur í 2. deild karla í blaki. Snörtur frá Kópaskeri vann þá Völsung 3:1. Leikurinn fór fram á Húsavík og var sigur Snartar öruggur. Hrinurnar fóru: 10:5, 9:15, 15:9 og 6:15. Hau Snjó en n

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.