Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. janúar 1993 - DAGUR - 7 íslandsmótið í innanhússknattspyrnu, 1. deild: Þórsarar íslandsmeistarar í fyrsta sinn „Það er ekki hægt að byrja árið betur, ég held að það sé engin spurning. Liðið spilaði mjög vel og við vorum aldrei í vandræðum, enda segir markatalan sitt,“ sagði kampa- kátur þjálfari Þórsara, Sigurð- ur Lárusson, eftir að Þórsarar höfðu tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn í innanhússknatt- spyrnu með sigri á Islands- meisturum ÍA, 4:3. Þar með var fyrsti stóri titill liðsins í knattspyrnu í höfn. Þórsarar skoruðu alls 27 mörk á mótinu en fengu á sig 11, sem segir sitt um leik liðsins. í fyrsta leik riðlakeppninnar gegn ÍBV - sigruðu Skagamenn 4:3 í úrslitaleik varð jafntefli, en alla aðra leiki vann Þór örugglega. Víkingar voru lagðir í 8 liða úrslitum 8:3 og Framarar 5:1 í undanúrslitum. Allt stefndi í stórsigur Þórs í úrslitaleiknum gegn ÍA. Þór komst í 3:0 á aðeins 6 mínútum. Mörkin skoruðu Sveinbjörn, Hákonarson, Lárus Orri Sigurðs- son og Hlynur Birgisson. Þá átti, sér stað mjög umdeilt atvik er Sveinbirni Hákonarsyni var vikið af leikvelli. í kjölfarið. náðu Skagamenn að laga stöðuna í 3:2 en þá skoraði markvörður Þórs, Lárus Sigurðsson 4. mark Þórs með þrumuskoti frá miðju. Þórð- ur Guðjónsson minnkaði muninn en lengra hleyptu Þórsarar Skagamönnum ekki og titillinn var þeirra. Sigurður Lárusson sagði að nú væri liðið búið að gera það sem hann hefði lagt fyrir það í vetur. „Við settum okkur 3 markmið. Að vinna Coca-Cola mótið, Bautamótið og íslandsmótið. Þetta hefur allt gengið eftir svo það er ekki annað hægt en vera ánægður.“ KA-menn stóðu sig einnig mjög vel. Þeir komust í 8 liða úrslit með því að ná 2. sæti í riðl- inum, en töpuðu þar fyrir Fram Þórsarar í sigurvímu. Frá vinstri: Sveinn Pálsson, Þórir Áskelsson, Birgir Þ. Karlsson, Páll Gíslason, Júlíus To,ggvason °g Örn V. Arnarson. Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs. 5:2. Körfubolti, 1. deild karla: ÍS lagði UFA - leikurinn mjög sveiflukenndur Körfubolti, undanúrslit bikarkeppni karla: Stólarnir eru úr leik Ekki fór það svo að Stúdentar færu stigalausir suður yfir heiðar. Liðið tapaði fyrir Þór á föstudagskvöldið en á laugar- daginn mættu þeir körfuknatt- leiksliði UFA. AUt annað var að sjá til liðsins en kvöldið áður og fór svo að lokum að þeir höfðu sigur, 62:69. í byrjun leit allt út fyrir örugg- an sigur UFA. Leikmenn mættu mjög frískir til leiks með Guð- mund Björnsson fremstan í flokki. Þeir náðu öruggu forskoti 26:10, en þá var sem allt spil þeirra hryndi til grunna. ÍS beitti á köflum pressuvörn og lengi vel náðu leikmenn UFA ekki að koma boltanum í körfu andstæð- inganna. Á meðan raðaði ÍS inn stigum og breytti stöðunni á skammri stund í 26:30 sér í vil. Þeir skoruðu því 20 stig í röð án þess að UFÁ næði að svara. Staðan í hálfleik var 30:31. Jafnræði var með liðunum í byrjun síðari hálfleiks en þá kom mjög góður kafli hjá UFA og náði liðið góðu forskoti. Síðan endurtók sig sama sagan og í fyrri hálfleik. Ekkert gekk upp í sókn- inni og ÍS naði að jafna 52:52. Úthald gestanna virtist meira og á lokakafla leiksins sigu þeir framúr og sigruði 69:62. Guð- mundur Björnsson var stigahæst- ur í liði UFA og átti stórleik í fyrri hluta fyrri hálfleiks. í þeim síðari var Jóhann Sigurðsson áberandi bestur og sá sem sýndi lang mesta baráttu. Sólmundur Jónsson skoraði grimmt fyrir ÍS og einnig átti Helgi Gústafsson góðan leik. Gangur leiksins: 3:3, 7:7, 13:7, 20:9, 26:10, 26:30, 30:31, 34:33, 40:42, 52:44, 54:52, 54:64, 60:67 og 62:69. Stig UFA: Guðmundur Björnsson 23, Jóhann Sigursson 15, Ágúst Guðmunds- son 8, Jón Gauti Guðlaugsson 8, Nic Caragila 6, og Pórður Kárason 2. Stig IS: Sólmundur Jónsson, 21, Helgi Gústafsson 10, Héðinn Gunnarsson 10, Valdimar Guðlaugsson 10, Sigurður Sig- urðsson 7, Gústaf Gústafsson 5, Þor- björn Njálsson 3, og Jóhann Guðmunds- son 2. Dómarar: Grétar Árnason og Óskar Þ. Axelsson og voru ekki heimadómarar, svo mikið er víst, en dæmdu þó þokka- lega. Bikarkeppni í blaki: Völsungur-KA íkvöld í kvöld verður einn leikur í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla í blaki. Þá taka Völsung- ar á móti KA. Leikurinn verð- ur í íþróttahöllinni á Húsavík og hefst kl. 20.30. Tindastólsmenn eru úr leik í bikarkeppninni í körfuknatt- leik, en liðið tapaði fyrir Snæ- felli í undanúrslitum á sunnu- daginn. Litlu mátti þó muna þar sem Stólarnir náðu að minnka muninn í 4 stig þegar 4 mínútur voru eftir. Heima- menn voru þó sterkari á loka- sprettinum og sigruðu 76:74. Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli taugaveiklun beggja aðila, enda mikið í húfi. Mikið var um misheppnaðar sendingar og önn- ur mistök, sem sést á stigaskorinu Einn leikur var í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöld- ið. Þá heimsóttu Stúdentar Þórsara í íþróttahöllina á Akureyri. í heildina var leikur- inn fremur slakur. IS náði sér aldrei á strik en nokkuð góð- um leikköflum brá fyrir hjá Þórsurum. Þeir höfðu tals- verða yfirburði í leiknum, sem þeim tókst þó ekki að nýta sem skyldi en öruggur sigur þeirra, 84:67, var aldrei í hættu. Jafnræði var með liðunum í byrjun en þó voru Þórsarar alltaf skrefi á undan. Þegar staðan var 14:15 tóku Þórsarar mikinn fjör- í hálfleik, en þá var staðan 27:27. í heild var fyrri hálfleikur jafn og mest hafði Snæfell 6 stiga forystu. í síðari hálfleik léku liðin mun betur en leikurinn var í járnum þar til u.þ.b. 8 mínútur voru til leiksloka. Þá náði Snæfell 10 stiga forystu sem Stólarnir náðu þó að saxa á. Þá missti liðið Val Ingimundarson útaf og eftir það var sigur Snæfells ekki í hættu. Leikurinn einkenndist af því hversu mikið var í húfi og því var spiluð sterk vörn. Þetta bitnaði óneitanlega á sóknarleiknum. kipp og breyttu stöðunni á skammri stundu í 26:15. Á þess- um kafla lék Þórsliðið mög vel og hittni var með ágætum. Má í raun segja að með þessu hafi Þórsarar lagt grunninn að sigri sínum og hleyptu þeir Stúdentum aldrei nálægt sér eftir þetta. Munurinn í hálfleik var 11 stig, 47:36. Meira jafnræði var með liðun- um í síðari hálfleik, en þó voru Þórsarar heldur grimmari við að skora. Þeir sigu enn lengra fram- úr og höfðu á tímabili 20 stiga forskot. ÍS náði örlítið að laga stöðuna áður en leikurinn var flautaður af og lokastaðan var 84:76. Sigur Þórs var sanngjarn og getumunur liðanna of mikill til Það var síðan vamarleikur Snæ- fells sem gerði gæfumuninn í lokin. Valur Ingimundarson var að sjálfsögðu ekki ánægður með úrslitin og taldi dómarana hafa gert afdrifarík mistök undir lokin. Stig Snæfells: Damon Lopez 27, ívar Ásgrímsson 16, Rúnar Guðjónsson 10, Kristinn Friðriksson 10, Hreinn Þorkels- son 7, Bárður Eyþórsson 5 og Sæþór Þor- bergsson 2. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 22, Raymond Foster 16, Karl Jónsson 10, Ingvar Ormarsson 7, Páll Kolbeinsson 7 og Pétur Sigurðsson 2. Þórsara að leikurinn væri spennandi. Bæði lið léku talsvert undir getu og þó sérstaklega gestirnir. Konráð var að vanda sterkur hjá Þórsurum, Einar Valbergsson hitti mjög vel í fyrri hálfleik og í þeim síðari kom Þorvaldur Örn mjög sterkur inn. Helgi Gústafs- son var áberandi bestur í liði ÍS og einnig átti Jóhann Guðmunds- son góðan leik. Gangur lciksins: 5:2, 12:13, 14:15, 26:15, 33:17 , 41:25 , 47:36, 52:39, 63:47, 74:54, 81:76, 84:67. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 17, Þor- valdur Ö. Arnarson 16, Davíð Hreiðars- son 14, Einar Valbergsson 13, Helgi Jóhannesson 11, Hafsteinn Lúðvíksson 7 Birgir Birgisson 5 og Einar Davíðsson 1. Körfuknattleikur, 1. deild karla: Sanngjam sigur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.