Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 5
B Þriðjudagur 19. janúar 1993 - DAGUR - 5 Kristín R. Magnúsdóttir: Fatlaðír eiga sama umgengnisrétt og aðrir - hugleiðingar um bilastæði fyrir fatlaða og fleira Ég get ekki þagað lengur! Ég er fötluð og get alls ekki lagt bílnum mínum hvar sem er. Ég verð að geta opnað dyrnar á bílnum mínum eins mikið og hægt er. Annars kemst ég ekki inn og út úr honum. Nú kann ein- hver að spyrja: „Af hverju legg- urðu þá ekki á bílastæði merktu fötluðum?“ Jú, mikið rétt, ég fer alltaf að þeim en því miður eru þau oftast upptekin. Og ef ég hef tíma, bíð ég, og allt of oft kemur bíleigandinn, léttur á fæti hlaup- andi að bíl sínum, snarast inn og ekur á brott. Einu sinni lagði ég í bílastæði fatlaðra á móts við Islandsbanka og gleymdi að láta P-merkispjald mitt út í gluggann. Og viti menn, þegar ég kom aftur var búið að stinga stóru papjmspjaldi undir rúðuþurrkuna. A spjaldinu var mynd, sem táknar að menn eigi að virða bílastæði fatlaðra. Eftir þetta man ég alltaf eftir P-merk- inu. Ef ég ætti bunka af þessum viðvörunarspjöldum, væri marg- ur ófatlaður bílstjórinn búinn að eignast eitt eða fleiri eintök. Aðeins tvö stæði standa undir nafni Ég hef séð merkt bílastæði fyrir fatlaða á nokkrum stöðum á Akureyri, t.d. hjá KEA Nettó og KEA Hrísalundi, verslunarmið- stöðinni Sunnuhlíð og á móti íslandsbanka við Skipagötu. Aðeins tvö af þessum sérmerktu stæðum standa undir nafni en þau eru bæði hjá KEA Nettó, þökk sé þeim. Þau stæði eru breið og á góðum stað. Bílastæði fyrir fatlaða þarf að vera ein og hálf breidd venjulegs bílastæðis. Við verslunarmið- stöðina í Sunnuhlíð var bílastæði fatlaðra rétt við innganginn og ekki hægt að leggja vinstra megin. Pað var mjög gott stæði og á góðum stað en illu heilli var það fært. Það er nú við hægri inn- ganginn (í tannlæknastofurnar og fleira); er þröngt og það er hægt að Ieggja bílum báðum megin við það. Ef ég nota þetta stæði verð ég að leggja bílnum á ská og tek þá tvö stæði. Það er ekki vinsælt, eins og gefur að skilja. Bílastæði fatlaðra á móti íslandsbanka eru of þröng, mest vegna þess að gangstéttin er of nálægt og of há. Og bílastæði fatlaðra hjá Hrísalundi eru líka of þröng. Én notast má við þau ef ytri bílnum er lagt aðeins út á gangstéttina, sem er í sömu hæð og bílastæðið. En því miður, oft- ast þarf einhver frískur og spor- latur að leggja á gangstéttinni. Svo þegar ég kem út, kemst ég ekki inn í bílinn minn og verð að fá hjálp við að bakka honum út úr stæðinu. Ég hef nokkrum sinnum orðið að fá hjálp við að bakka út úr bíla- stæði fatlaðra. Ég legg til að mjóu bílastæðin fyrir fatlaða verði breikkuð og ökukennarar, aðrir kennarar og foreldrar kenni börnum og unglingum hvað þessi merki, sem eru við stæðin, þýða. Við verslunarmiðstöðina í Sunnuhlíð verði stæði fyrir fatl- aða merkt að nýju þar sem það var fyrst. Ein gerð bílastæða gæti hentað flestum, líka þeim minna fötl- uðu. Það eru ská/víxl-bílastæðin skammt frá B.S.O. Þau eru sem sagt á ská og skerast þannig að framhurð opnast fyrir framan bíl- inn við hliðina. Ég nota þessi stæði á sumrin, þ.e.a.s. ef eitt- hvert þeirra er laust. En í hálku og ófærð á veturna eru þau of langt í burtu frá göngugötunni. Við KEA Hrísalundi og versl- unarmiðstöðina Sunnuhlíð eru sebrabrautir við enda miðju-bíla- stæðanna og þar væri líka hægt fyrir fatlaða að leggja bílum sínum. En því miður eru allt of margir sem leggja bílum sínum þar. „Ég færi mig strax...“ Ég hef talað við nokkra bílstjóra, sem lögðu í sérmerkt bílastæði, og nokkrir svöruðu á þessa leið: „Eg færi mig strax og einhver fatlaður kemur og ætlar að nota stæðið. Ég verð ekki lengi, ég færi mig bara ef einhver kemur.“ En hvernig ætlar þú, bílstjóri góður að sjá hvort einhver, sem er að koma akandi inn af göt- unni, er fatlaður eður ei? Nei, enginn sér það í gegnum bíl- gluggann. Og svo hitt, sá fatlaði reynir ekki að leggja í sérmerkt stæði, ef þar er bíll fyrir. Tilgangurinn með þessu grein- arkorni mínu er að minna hina heilbrigðu á að leggja ekki í bíla- stæði merkt fötluðum. Ef þú ert ekki fatlaður sjálfur, en ert að aka fötluðum, geturðu hjálpað honum út úr bílnum og inn í hús- ið og fært svo bílinn á venjulegt stæði. Eða sótt um P-merki hjá Sjálfsbjörg og notað það í sér- merktum bílastæðum fatlaðra. Með nýju ári vona ég að þeim fækki sem brjóta umferðarregl- urnar, fyrrnefndar sem og aðrar. Aðeins meira um aðgengi fatl- aðra. Þann 10. desember sl. fór ég í KEA Hrísalundi. Þegar ég ók inn á bílastæðið sá ég mér til mikillar gleði að búið var að sandbera allt stæðið. En þegar ég kom að bílastæðunum, sem ætluð eru fötluðum, sá ég að þau voru ein glæra; enginn sandur. Ég komst ekki út og færði því bílinn þannig að ég gat stigið út á aðra gangstéttina. Afleitt aðgengi að Heilsugæslustöðinni Nokkrar verslanir á Akureyri eru ekki fyrir fatlaða. Það er of hátt upp í dyrnar eða of háar tröppur og ekkert handrið eða eitthvað til að halda sér í. Að ekki sé nú talað um Heilsu- gæslustöðina. Við anddyrið eru tröppur en ekkert hald. Til að komast í lyftuna verður að fara upp nokkrar tröppur. Mjög fatl- aður maður, t.d. í hjólastól, eða bara einhver lasinn, máttlaus í fótum o.s.frv., treystir sér ekki upp tröppurnar. Þeir sem svo er ástatt fyrir þurfa að fara í lyftuna á jarðhæð. En sá er hængur á að þá þarf að fara inn í verslunina Amaró. Þetta vita ekki allir og ekki er víst að forráðamenn Amaró séu hrifnir af því að fólk sé að ganga þarna út og inn án þess að versla. Heilsugæslustöðin er á kol- ómögulegum stað, nema hægt sé að fá inngang að lyftunni á jarðhæð. Sjúklingar sem koma á bilinu 8-9 á morgnana komast ekki að lyftunni inni í verslun- inni, eða er hún ekki opnuð kl. 9.00 eins og flestar verslanir? Sfðast en ekki síst er nauðsynlegt að 3-5 bílastæði fyrir fatlaða séu fyrir framan heilsugæslustöðina. Ófullkomin salerni fyrir fatlaða Nú eru komin salerni víðs vegar um bæinn, til afnota fyrir almenning. Það er nú gott og blessað. Nokkur eru ætluð fólki á hjólastólum. En það er ekki nóg að hjólastólamaðurinn eða fatl- aða konan komist inn í herbergið og nái að setjast á skálina. Það verður líka að vera hægt að standa upp aftur. Það er vanda- málið. Það þarf tvo arma, eða a.m.k. einn arm og góða hald- festingu, á vegginn sitt hvoru megin við salernisskálina. Flestir hífa sig beint upp og þá þurfa armurinn og veggfestingin að þola það. Ég er búin að skoða nokkra staði og það er aðeins einn sem er fullkominn en þar er ekki opið um helgar eða eftir kl. 17 virka daga. Þessi staður er á 3. hæð í Heilsugæslustöðinni. Sjálfsagt mætti telja meira upp. En ég læt þetta duga. Ég óska öllum gleðilegs árs og vona að þeir muni að fatlaðir eiga sama umgengisrétt og aðrir. Sumir eru fatlaðir ævilangt, aðrir tímabundið. Kristín R. Magnúsdóttir. „Bjartur og frú Emilía“ Níunda tölublað tímaritsins Bjartur og frú Emilía - tímarit um bókmenntir og leiklist - er komið út. Meðal efnis í þessu hefti er grein Berglindar Gunnarsdóttur um skáldakynslóð Lorca. Sigurð- ur A. Magnússon fjallar um bresku skáldin W. H. Auden, C. Day Lewis, Stephen Spender og Louis MacNeice. Skáldin Bragi Ólafsson, Charles Bukowski, Úlfhildur Dagsdóttir, Kristín Bjarnadóttir eiga ljóð í heftinu. Birtur er kafli úr hinu fræga verki Oktavio Paz, Völundarhús ein- semdarinnar, í þýðingu Ólafs Engilbertssonar. Ritnefnd tímaritsins ræðir við Þór Tuliníus leikara, einnig eru birt viðtöl við leikskáldið og rit- höfundinn Peter Handke um splunkunýtt leikrit eftir hann og hinn þekkta leikstjóra Anatolij Vassiljev. Þorvaldur Þorsteins- son á tvö leikverk í heftinu og fjallað er um nýja þýðingu Karls Guðmundssonar á verki Moliéres, Mannhataranum. Tímaritið Bjartur og frú Emilía er 125 síður. Forsíðu gerði Grét- ar Reynisson myndlistarmaður. Ritið kemur út fjórum sinnum á ári. Áskriftargjald er 1993 krónur fyrir árið 1993 og hækkar um 1 krónu ár hvert. Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur. Venjum unga hestamenn u UMFERÐAR RÁÐ Viltu lœra að dansa? Innritun hafin í alla flokka Allar nónari upplýsingar í símum 11405 og 11406 milli kl. 13 og 18. Erum flutt í nýtt húsnœðl í íþróttahöllinni Sigurbjörg D.S.f. ws* DANSSKOLI SiUu Ökuskóli íslands Dugguvogi 2, Reykjavík. Sími 91-683841. Námskeið til aukinna ökuréttinda (meirapróf) verður haldið á Akureyri ef næg þátttaka fæst. Innritun og upplýsingar hjá Svanlaugi Ólafssyni, Eyrarvegi 10, Akureyri í síma 96-22595 eftir kl. 6 e.h. Bílar til sölu: Peugeot 405 GR ....... árg. ’92 Skoda Favorit ........ árg. ’89 Skoda Favorit ........ árg. ’90 Skoda Favorit ........ árg. ’91 ★ Góðir greiðsluskilmálar. Skálafell sf. Draupnisgötu 4, sími 22255. Styrkur til náms í Finnlandi og styrkir til náms í Svíþjóð. Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islending- um til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í Finn- landi námsárið 1993-94. Styrkurinn er veitturtil níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 3.000 finnsk mörk á mánuði. Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1993-94. Styrk- fjárhæðin er 6.740 s.kr. á mánuði í átta mánuði. - Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram tvo styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Sví- þjóð á sama háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afrit- um prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 19. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið, 15. janúar 1993.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.