Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 16
II Kodak Express Gæóaframköllu FYRIR ÞA SEM GERA KROFUR cPedí6myndir~’ Skipagötu 16 - Sími 23520 Freyr Gauti Sigmundsson íþróttamaður Norðurlands 1992 er lengst til hægri á myndinni, þá Rut Sverrisdóttir sem hafnaði í 2. sæti, Gísli Bragi Hjartarson sem tók við viðurkenningu Alfreðs Gíslasonar sem var 4. og lengst til vinstri er Birgir Antonsson, fulltrúi Hlyns Birgissonar sem var 5. f 3. sæti var Eyjólfur Sverrisson. Mynd: Robyn Freyr Gautí íþróttamaður Norðurlauds - Rut Sverrisdóttir í 2. sæti Freyr Gaufi Sigmundsson, júdómaður úr KA, var á Iaug- ardaginn útnefndur íþrótta- maður Norðurlands 1992. í 2. sæti varð sundkonan Rut Sverrisdóttir. Freyr Gauti er vel að titlinum kominn. Hann hefur þegar skip- að sér í röð fremstu júdómanna landsins, er Norðurlandameistari í sínum þyngdarflokki og tók þátt í Ólympíuleikunum. Hann hefur með dugnaði og þrotlausum æfingum náð ótrúlegum árangri og á enn mörg ár eftir á toppnum. Óvenju góð þátttaka var í kjörinu að þessu sinni. Sjá nánar Iþróttir bls. 7-10. HA Kristnesmálið hefur verið strand í viku: „Þrúgandi ástand“ Framtíð Kristnesspítala er enn óráðin. Samningar hafa ekki náðst um yfirtöku FSA á spít- alanum og sem fyrr strandar á hugmyndum í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna að taka starfs- mannahús í Kristnesi fyrir orlofíbúðir. Ólöf Leifsdóttir, formaður starfsmannaráðs, segir ástandið þrúgandi á spítalanum. Starfsfólk sé þreytt á að heyra ekki neitt og því þyki hart að sitja undir kröf- um um að fá umbun fyrir starfs- fólk Landsspítalans sem bitna eigi á stofnuninni í Kristnesi. Ekki sé minnst á umbun fyrir starfsfólkið á Kristnesspítala sem einnig tilheyri þó Ríkisspítulun- um. JÓH Málshöfðun vaxtarræktarmanna gegn Pétri Péturssyni, lækni: Beðið með málið eftir nvjum dómssal Mal vaxtarræktarmanna gegn Pétri Péturssyni, heilsugæslu- lækni á Akureyri, bíður hjá Héraðsdómi Norðuriands eystra þar til stærri dómssalur kemst í notkun. Réttarhöld í málinu verða viðamikil enda eru stefn- endurnir milli 20 og 30 talsins og þurfa þeir allir að koma fyr- ir dóm. Náist ekki sátt í málinu mun það því væntanlega koma fyrir dóm með vorinu. vegna orða sem Pétur lét falla um lyfjanotkun vaxtarræktarmanna. Ásgeir Pétur segir að sam- kvæmt áætlun eigi nýi dómssalur- inn að verða tilbúinn 1. mars og hið viðamikla vaxtarræktarmál bíði fram yfir þann tíma. JÓH Skjöldur hf.: Arsafli Elín Björnsdóttir frá Ólafsfirði íslandsmeistari í karaokesöng: Norðlendingar alltaf sigrað Elín Björnsdóttir frá Ólafsfirði varð um helgina íslandsmeist- ari í karaokesöng einstaklinga. Keppnin hefur verið haldin þrisvar og sigurinn ávallt fallið I skaut Norðlendings. Árið 1991 sigraði Inga Sæland frá Ólafsfirði, 1992 sigraði Óttar Óttarsson og nú Elín Björns- dóttir. Keppnin fór fram í Danshúsinu í Glæsibær og voru þátttakendur þar 10 af höfuðborgarsvæðinu, og fjórir af landsbyggðinni en það voru sigurvegarar úr undan- keppnum sem haldnar voru í byrjun desember. Ein af undan- keppnunum var haldin í Sjallan- um 11. desember sl. og unnu þær Elín Björnsdóttir og Jóna Fann- ey Svavarsdóttir sér rétt til að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fór sl. föstudag. Verðlaun til sigurvegarans voru 100 þúsund krónur í pening- um og gjafabréf fyrir tvo á „Söngspé" í Glæsibæ sem er skemmtidagskrá þar auk viður- Húnvetningur í þriðja sæti kenningarskjals. í öðru sæti lenti Drífa Öskarsdóttir úr Kópavogi sem hlaut í verðlaun 30 þúsund krónur, gjafabréf á „Söngspé“ og viðurkenningarskjal og í þriðja sæti varð svo Norðlendingurinn Jóna Fanney Svavarsdóttir frá Litla-Dal í A-Húnavatnssýslu sem hlaut 20 þúsund krónur, gjafabréf á „Söngspé“ og viður- VEÐRIÐ Horfur eru á að veður verði fremur óstillt á Norðurlandi í dag. Spáð er að á Norðurlandi vestra verði austan gola eða kaldi framan af degi en síðari hluta dags snúist vindur til hvassrar norðaustanáttar og élja síðdegis. Á Norðurlandi eystra verður vaxandi austan- átt framan af degi og stinn- ingskaldi undir kvöld. kenningarskjal. Auk þess hlaut Jóna Fanney útvarpsklukku frá Pioneer fyrr bestu sviðsframkom- una auk þess sem allir keppendur voru leystir út með blómum. í þriðja til sjötta sæti voru Sveina María Lárusdóttir frá Neskaupstað, Jóna deGroot frá Reykjavík og Hera Ólafsdóttir frá Reykjavík. GG „Málið stendur því þannig að við höfum ekki aðstöðu eins og er til að hafa stærri réttarhöld. Við erum ekki búnir að fá upp- tökutæki og aðstaðan sem við höfum núna er ekki til stærri réttarhalda. Þó við viidum gjarn- an taka þetta mál fyrir þá er það tæknilega ekki hægt,“ sagði Ásgeir Pétur Ásgeirsson, dómari hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Um tíma var búist við að sátt næðist milli deiluaðila en á henni bólar ekki enn og því stefnir í að málið komi fyrir dóm. Sem kunn- ugt er höfðuðu vaxtarræktar- mennirnir á sínum tíma mál Drangeyjar um tvö þús. tonn Heildarafli Drangeyjar SK-1 á árinu 1992 voru 2151 tonn að verðmæti 128,2 milljónir króna, sem er heldur minna en á árinu áður. Árið 1991 var ársaflinn 2283 tonn að verðmæti 151.6 milljónir. Á síðasta ári voru úthaldsdagar Drangeyjar 283 í 28 ferðum. Drangey landaði nær eingöngu til vinnslu heima seinni hluta ársins, samkvæmt upplýsingum hjá Skildi hf. sþ Knattpyrna: Þór íslands- meistari innanhúss Lið Þórs bar sigur úr bítum á Islandsmótinu í innanhúss- knattspyrnu sem fram fór í Laugardalshöllinni á sunnu- daginn og er þetta jafnframt fyrsti titill félagsins á Islands- mótinu innanhúss. Þórsarar sigruðu Skagamenn í úrslita- leik, 4:3, þar sem Lárus Sig- urðsson markvörður Þórs fór á kostum og skoraði m.a. fjórða mark liðsins. Flestir leikmenn og aðstand- endur liðsins komu til Akureyr- ar seinni partinn í gær og tók aðalstjórn félagsins á móti þeim með veitingum og blómum í Hamri og flutti þeim árnaðar- óskir. Sjá nánar íþróttir á bls. 7, 8, 9 og 10. Islandsmeistarar Þórs í innanhússknattspyrnu, ásamt þjálfara, stjórnarmönnum knattspyrnudeildar og formanni aðalstjórnar. Neðri röð f.v. Rúnar Steingrímsson stjórnarmaður, Ragnar B. Ragnarsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar, Gísli Gunnarsson, Birgir Þór Karlsson og Sveinbjörn Hákonarson, fyrirliði. Efri röð f.v. Sigurð- ur Lárusson, þjálfari, Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeildar, Júlíus Tryggvason, Örn Viðar Arnar- son, Þórir Áskelsson, Lárus Sigurðsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs. Á myndina vantar Svein Pálsson, Lárus Orra Sigurðsson, Hlyn Birgisson og Pál Gíslason. Mynd: kk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.