Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. janúar 1993 - DAGUR - 11 Dagdvelja Stjörnuspá eftir Athenu Lee Þribjudagur 19. janúar f#1 Vatnsberi 'N \JryK (20. jan.-18. feb.) J Einhver kann ab reyna að telja þér hughvarf varðandi ákvebnar áætl- anir. En þér gengur allt í haginn og þarft því góðar ástæbur til að breyta til. fFiskar 'N (19. feb.-20. mars) J Það verbur meira ab gera hjá þér í dag en þú bjóst vib svo reyndu ab fresta einhverjum verkefnum. Taktu þér samt frí í kvöld. fHrútur 'N (21. mars-19. apríl) J Ekkert nýtt eba óvænt skreytir daginn en þú færð samt mikib út úr því að leysa verk sem hlaðist höfðu upp. Framundan eru skemmtilegir tímar. fNaut ^ \jK,v (20. apríl-20. mai) J Þú verður fyrir óvenjulegum trufl- unum en gættu þess að láta þab ekki fara í taugarnar á þér. Taktu þér tíma til ab fara yfir fjármálin. (/jHK Tvíburar \^y\. J\ (21. mai-20. júni) J Dagurinn verður árangursríkur á mörgum svibum svo gættu þess ab halda þínu striki. Kvöldib verbur óvenju ánægjulegt og happatölur eru 5, 18 og 35. f Krabbi ^ V^ \\NSe (21. júní-22. júli) J Áhugaverðir möguleikar eru uppi á borbinu en þú hefur lítinn tíma til að íhuga þá. Þar sem hætta er á svikum skaltu halda þessu leyndu. r«f!06n ^ (23. júlí-22. ágúst) J Annað fólk hefur mikil áhrif á þig í dag; sérstaklega mun heppni þeirra spila stóran þátt þér í hag. Einhverjar breytingar þarf að gera í kvöld. fjtf Meyja A V (23. ágúst-22. sept.) J Þú ert bjartsýnn og ákafur í byrjun vikunnar og kemst ab því að aðrir eru ekki gæddir sama krafti. Einbeitt þér því ab persónulegum málum. rMv°é ^ yUr W (23. sept.-22. okt.) J Dagurinn verbur annasamur en þér verður launaö með hrósi. Þér berst svar við einhverju sem þú hefur lengi bebib eftir. ít uu/? Sporödreki^) (23. okt.-21. nóv.) J Nú er upplagt ab gera breytingar heimavið t.d. meb því ab breyta hefðum. Þú þarft kannski ab breyta áætlunum vegna óvænts atviks. rBogmaður ^ \J5lX (22. nóv.-21. des.) J Þú færð óvæntar og ánægjulegar fréttir sem leiða til breytinga. Þá er kjörib að leita frekari frama í starfi. fSteingeit ^ V^lTfi (22. des-19. jam.) J í dag er kjörib ab skiptast á skoð- unum og ræba málin við aðra. Því vingjarnlegri sem viöræðurnar eru; því árangursríkari. t O 0) as Ul Hann er gamalla og farinn úr tísku! Nýr stigi myndi hressa V upp á pessa kompu! \ i Auk þess í sagðist 1 leigjandinn J elska hann.l Ml i,y '>') A léttu nótunum Hugrenningatengsl Hjónin voru háttuð og gengin til hvílu eftir erfiöan dag. Allt í einu reis eigin- maðurinn upp og fór að tína á sig spjarirnar. „Hvert ertu að fara, maður?" spurði kona hans hissa. „Æ, þegarég sá þig geispa, væna mín, þá mundi ég allt í einu eftir því að ég gleymdi að loka bílskúrnum," svaraði eiginmaður- inn og snaraðist út. Afmælisbarn dagsíns Búðu þig undir að upp komi ágreiningur og jafnvei fjandskap- ur í byrjun árs. Hugsaðu málin vel en þú kannt hugsanlega að kom- ast að þeirri niðurstöðu að best sé að láta hlutina vera eins og þeir eru. Að öðru leyti verður árið gott, sérstaklega þar sem feröalög og tilfinningasambönd eru annars vegar. Orbtakíb Nú (þab) verbur handagangur í öskjunni Orðtakið merkir að nú (það) mun hver reyna að ná því (þeim ávinn- ingi) sem hann getur. Eiginleg merking orðtaksins er að nú munu allir beita höndum sínum til þess að ná því úr ílátinu sem unnt er. Þetta þarftu áb vita! Stór spilavél Heimsins stærsta spilavél (one armed bandit) ber nafniö „Super Bertha"n og er til húsa ÍTour Qu- eens Casino í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum. Hún er 15,71 rúmmetri ab stærð, hvorki meira né minna. í eitt skipti af hverjum 25 þúsund milljónum lætur hún af hendi milljón dala vinning gegn 10 dölum. Sæmileg ávöxt- un þab... Hjónabandib Málgalli „Konan mín er haldin lítilsháttar málgalla; hún verður að þagna öbru hverju til ab draga andann." |ack Durant. • Tamdir fiskar Margar tegundir dýra er hægt að temja, svo sem kunn- ugt er, en þess munu ekki mörg dæmi, að mönnum hafi tekist að hæna lax svo að sér, að nálega ýkjulaust mætti kalla hann húsdýr. Fyrir margt löngu hafbi manni einum heppnast að halda laxi í mjólkurgrind í bæjarlæk, í meira en fimm ár. Laxinn var látinn þangað sem örlítið seibi og var eftir þessi fimm ár orðinn um hálft pund ab þyngd. Þegar hann hafbi ver- ib þarna í fjögur ár, voru tvö seibi sett til hans, og virtust þau strax kunna vel við sig. Eigandanum tókst ab venja elsta fiskinn á að éta úr lófa sínum. Á sumrin gaf hann honum maðk, skordýr og fleira, en þorskhrogn á vetr- um. Þau kenndi hann laxinum ab éta úr skeib. í frásögn þyk- ir færandi að mjólkurgrindin var út í mibjum læknum og laxarnir höfðu því alla mögu- leika á að fara sína leið. • Sjón er sögu ríkari Kona nokkur, sem aldrei hafði snert á veibistöng, var ab leggja af stab í veibiferð meb manni sínum. Vinkona hennar í næsta húsi, sem einnig var gift veiðimanni, sá þegar þau voru ab fara, og kom út á tröppurnar og kallaði til hennar: „Færðu nú ekki nóg af veibisögunum hjá honum, þótt þú sért ekki ab fara meb honum í ferðirnar, og hlusta á þá þar?" „Jú, ég er búin ab fá nóg af þeim fyrir löngu, og meira en þab. En nú ætla ég að sjá staðreyndirnar meb eigin augum, og vita hvort hann talar þá ekki minna um þetta vib mig í vetur!" • Nýstárleg beita Mabur kom heim af veibum meb stóra urribakippu í hend- inni. Á götunni mætti hann forvitnustu kerlingu þorpsins. - Þú hefur verib ab fá hann, sé ég, sagbi hún. - Já, rétt er þab. - Hvaba beitu notarbu? spurbi sú forvitna. - Munntóbak, svarabi mabur- inn. - Er hægt ab nota munntóbak fyrir beitu? Þab hef ég aldrei heyrt fyrr. Hvernig ferbu ab því? - Þab er nú ofur aubvelt. Ég kræki bara tuggu á öngulinn, svona eins og venjulegri beitu. Svo renni ég, og innan stundar tekur fiskurinn, syndir af stab meb beituna og fer ab japla á henni. En þegar hann kemur upp til ab spýta, gefur mabur honum vel útilátib högg t hauslnn, svo ab líbur yfir hann, og kippir honum því næst upp í bátinn. - Ég held hann Björn minn ætti ab reyna þetta, sem aldrei fær bröndu á þessar bölvabar flugunefnur sínar, sagbi sú forvitna og flýtti sér heim til bóndans meb tíbind- in.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.