Dagur


Dagur - 19.01.1993, Qupperneq 10

Dagur - 19.01.1993, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 19. janúar 1993 ENSKA KNATTSPYRNAN__________________________________________ Þorleifur Ananíasson Litll fyrirstaða í Liverpool þessa dagana - „Toddi“ skoraði fyrir Nott. For. - Tony Cottee kom inn úr kuldanum og afgreiddi Leeds Utd. Það er óhætt að segja að laug- ardagurinn hafi verið dagur botnliðanna í ensku knatt- spyrnunni, en þrjú neðstu liðin í Urvalsdeildinni sigruðu í sín- um leikjum. Aston Villa og Man. Utd. léku ekki á laugar- dag og því notaði Nonvich tækifærið til þess að komast í toppsætið að nýju, en senni- lega helst þeim þó ekki lengi á því. En þá eru það úrslit laug- ardagsins. ■ Síðasta vika reyndist Liver- pool liðinu ömurleg í alla staði, tap heima gegn Aston Villa í deildinni, síðan var liðið slegið úr FA-bikarnum á heimavelli af 2. deildar liði Bolton og þá tap gegn Wimbledon á laugardag. Margir vilja framkvæmdastjórann Graeme Souness í burtu, en hvort það bjargi einhverju skal ósagt látið og raunar hefur Liverpool alltaf átt í erfiðleikum með Wimbledon liðið. Wimbledon sigraði í fyrri leik liðanna á An- field 3:2 fyrr í vetur og eftir 2:0 sigur á laugardag hefur því liðið sigrað í báðum leikjum liðanna í vetur. Eins og oft áður var það afar slakur varnarleikur sem varð Liverpool að falli um helgina. John Fashanu náði forystu fyrir Wimbledon með marki úr víta- spyrnu í fyrri hálfleik og Steve Cotterill bætti síðara marki Wimbledon við um miðjan síðari Úrslit 1. deild Swindon-Birmingham 0:0 Deildabikarinn, fjórdungsúr- sllt. Arsenal-Nottingham For. 2:0 FA-bikarinn, 3. umferð. Oxford-Swansea 4:5 Bumley-Sheffield Utd. 2:4 Everton-Wimbledon 1:2 Tranmere-Oldham 3:0 Crewe-Marine 3:1 Ipswich-Plymouth 3:1 Northampton-Rotherham 0:1 Notts County-Sunderland 0:2 Liverpool-Bolton 0:2 Cambridge-Shellield Wed. 1:2 Leicester-Barnsley 2:2 Middlesbrough-Chelsea 2:1 Norwich-Coventry 1:0 Southend-Millwall 1:0 Charlton-Leeds Utd. 1:3 Huddersfield-Gillingham 2:1 Reading-Manchester City 0:4 Úrvalsdeild Everton-Leeds Utd. 2:0 Manchester City-Arsenal 0:1 Norwich-Coventry 1:1 Nottingham For.-Chelsea 3:0 Oldham-Blackburn 0:1 Sheffield Utd.-Ipswich 3:0 Southampton-Crystal Palace 1:0 Tottenham-Sheflield Wed. 0:2 Wimbledon-Liverpool 2:0 Aston Villa-Middlesbrough 5:1 Q.P.R.-Manchester Utd. mánudag 1. deild Tranmere-Oxford 4:0 Barnsley-Bristol City 2:1 Bristol Rovers-Sunderland 2:2 Cambridge-Grimsby 2:0 Leicester-Watford 5:2 Luton-Notts County 0:0 Newcastle-Peterborough 3:0 Southcnd-Dcrby 0:0 Swindon-Charlton 2:2 West Ham-Portsmouth 2:0 Millwall-Brentford 6:1 Wolves-Birmingham 2:1 hálfleik. Markið sem Cotterill skoraði kom eftir aukaspyrnu og at í teignum sem lauk með því að David James í marki Liverpool missti frá sér boltann eftir skalla Fashanu og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Cotterill. Það er því fátt spennandi framundan fyrir Liverpool til vorsins nema ef vera skyldi fallbarátta. ■ Norwich náði að komast í efsta sætið að nýju eftir 1:1 jafn- tefli á heimavelli gegn Coventry. Chris Sutton náði forystu fyrir Norwich í fyrri hálfleik, en í síð- ari hálfleik náði Coventry undir- tökunum í leiknum. Mick Quinn náði að koma boltanum í netið hjá Norwich, en dómarinn hafði blásið of snemma í flautuna og dæmt vítaspyrnu. Bryan Gunn hinn ágæti markvörður Norwich gerði sér lítið fyrir og varði glæsi- lega vítaspyrnu Brian Borrows en hélt ekki boitanum sem barst út til Quinn, en skot hans hafnaði í þverslá. Aðeins 2 mín. síðar tókst þó Coventry að jafna eftir góða sókn upp vinstri vænginn, Quinn fékk boltann fyrir markið og skoraði af öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki og segja má að Nor- wich hafi sloppið með skrekkinn því Coventry iiðið lék betur og hefði átt að sigra í leiknum. ■ Hann var slakur leikur Old- ham gegn Blackburn sem átti að sýna í sjónvarpinu, en Blackburn var þó skárra liðið og verðskuld- aði sigurinn. Sóknarleikur Old- ham liðsins mjög bitlaus og sama má raunar segja um Blackburn eftir að iiðið missti Alan Shearer út af vegna meiðsla. Eina mark leiksins kom er 10 mín. voru til leiksloka, Jason Wilcox braust upp kantinn fyrir Blackburn og eftir mikinn einleik sendi hann fyrir mark Oldham þar sem Stuart Ripley afgreiddi sendingu hans vandræðalaust í netið. Blackburn liðið er því enn í hópi efstu liða og hefur greinilega ekki gefið meistaratitilinn upp á bátinn enn sem komið er. ■ Stórleikur Brian Deane mið- herja Sheffield Utd. skilaði hon- um þrem mörkum gegn Ipswich og var það hans önnur þrenna í vikunni. Hann skoraði einnig þrjú gegn Burnley í FA-bikarn- um og miklar líkur á að hann1 Aston Villa komst í efsta sæti Úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í vetur er liðið sigraði Middles- brough auðveldlega á sunnu- dag. Liðið tók efsta sætið af Norwich sem þangað hafði komist á laugardag, en Man. Utd., þriðja liðið sem var með 41 stig fyrir helgina átti síðan möguleika á að taka toppsætið að nýju með því að sigra Q.P.R. á mánudagskvöldið. Sigur Aston Villa gegn Middlesbrough var glæsilegur og sýnir svo ekki verður um villst að liðið getur hæglega orðið meistari í vor. 5-1 sigur liðsins var ekki of stór, hefði hæglega getað orðið stærri því bæði Dean Saunders og Dwight Yorke voru heldur óheppnir upp við mark Middles- brough. Yorke hefði auðveldlega getað skorað þrennu í leiknum og Saunders átti skalla í þverslá, en þetta kom þó ekki að sök þrátt fyrir að Villa-menn leggi nú áherslu á að bæta markahlutfall sitt, þar sem búist er við mjög vinni sæti í enska landsliðinu. Mörkin þrjú á laugardag voru þó hans fyrstu deildamörk í síðustu 9 leikjum. Á 31. mín. kastaði hann sér fram og skallaði í mark, annað skallamark fylgdi á 73. mín. og síðan kom gott skot 2 mín. síðar og Ipswich átti ekkert svar. ■ Arsenal kom nokkuð á óvart og sigraði Manchester City á úti- velli 1:0 í miklum baráttuleik þar sem fátt gladdi augað. Leikurinn hnífjafn, en sigurmark Arsenal kom er 10 mín. voru til leiksloka. Það var hinn ungi og óreyndi Mark Flatts sem iagði upp mark- ið er hann lék á tvo leikmenn City og Paul Merson skallaði síð- an inn góða sendingu hans fyrir markið. ■ Það var fagnað mjög á Goodi- son Park heimavelli Everton er leikur þeirra gegn Leeds Utd. var flautaður af. Ekki nóg með það að Everton hefði sigrað, heldur hafði aðalkeppinauturinn Liver- pool tapað og það kunnu áhorf- jafnri keppni á toppnum sem gæti ráðist af markahlutfalli. Villa hafði yfir í hálfleik 3-0 eftir gott skot Garry Parker, skallamark Paul McGrath eftir baráttu við markvörðin Stephen „Það er nú alveg óþarfi að vera að fá mörk á sig,“ sagði Ron Atkinson stjóri Aston Villa eftir 5:1 sigur á Middlesbrough. endur vel að meta. Þetta var ann- ar sigur Everton í röð í deildinni, en Leeds Utd. hefur enn ekki unnið útisigur í deildinni í vetur. Tony Cottee var hetja Everton í leiknum, á 30. mín. afgreiddi hann sendingu Peter Beardsley í netið og á 50. mín. var það Gary Ablett sem lagði upp síðara mark Cottee sem hefur átt mjög erfitt uppdráttar hjá liðinu að undan- förnu. ■ Southampton vann kærkom- inn sigur á heimavelii gegn Cryst- al Paiace með eina marki leiks- ins. Neil Maddison skallaði inn sigurmarkið á 49. mín. í slökum leik eftir góðan undirbúning Micky Adams og Perry Groves. Nicky Banger hleypti þó lífi, í leikinn er hann kom inná sem varamaður hjá Southampton, en eina færi Palace í leiknum kom 3 mín. fyrir leikslok er Geoff Thomas átti skot í þverslá. ■ Nottingham For. er nú komið á sigurbraut, hefur unnið tvo deildaleiki í röð, en er þó enn í Pears og síðan kastaði Yorke sér fram og skallaði í netið eftir að Saunders hafði átt þrumuskot í þverslá er hann var sloppinn einn í gegn. Það sama var upp á ten- ingnum í síðari hálfleik þó segja megi að leikmenn Middles- brough hafi aldrei gefist upp í leiknum. Saunders skoraði fjórða markið eftir langt útspark mark- varðarins Nigel Spink og Shaun Teale átti lokaorðið fyrir Villa með viðstöðulausu skoti eftir góða fyrirgjöf. Craig Hignett náði að laga stöðuna lítillega fyrir Middlesbrough með laglegu skoti eftir góðan samleik undir lokin. Saunders sagði eftir leikinn að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmist í efsta sæti deildarinnar og kvaðst myndi reyna að njóta þess vel því ekki væri víst að hann kæmist þangað að nýju. Framkvæmdastjóri Villa, Ron Atkinson, var sáttur við leik sinna manna, en var þó hundóánægður yfir markinu sem liðið fékk á sig. Þ.L.A. neðsta sætinu. Þess verður þó vart langt að bíða að liðið fari að krafla sig upp stigatöfluna. For- est vann góðan sigur á heimavelli gegn Chelsea 3:0 á laugardag. Gary Bannister skoraði tvívegis fyrir Forest í upphafi hvors hálf- leiks og þriðja markið gerði síðan Þorvaldur Örlygsson undir lokin af stuttu færi. Forest lék mjög vel, en Chelsea liðið var þó óheppið að skora ekki í leiknum og átti tvívegis skot í stöng. Það er ánægjulegt að Þorvaldur skuli nú kominn í liðið að nýju og von- andi að hann haldi sæti sínu. ■ Leikur Tottenham gegn Shef- field Wed. olli vonbrigðum, en það var búist við betri leik af þessum skemmtilegu liðum. Aðeins glæsimark David Hirst fyrir Sheff. Wed. 2 mín. fyrir leikslok yljaði áhorfendum. Mark Bright hafði skorað fyrra mark Sheff. Wed. snemma í síð- ari hálfleik og 2:0 sigur liðsins sanngjarn því leikmenn Totten- ham náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit í leiknum. 1. deild ■ Newcastle er óstöðvandi á toppi 1. deildar og vinnur hvern leikinn á fætur öðrum. Lee Clark skoraði tvívegis og David Kelly það þriðja í 3:0 sigri liðsins á Pet- erborough. ■ Tranmere og West Ham eru síðan í öðru og þriðja sæti, John Aldridge skoraði tvívegis fyrir Tranmere gegn Oxford og Trev- or Morley kom West Ham á bragðið gegn Portsmouth. Staðan Staðan í úrvalsdeild: Aston Villa 24 12- 8- 4 39:26 44 Norwich 24 12- 6- 6 35:36 42 Man. Utd. 23 U- 8- 4 34:18 41 Blackbum 24 11- 8- 5 35:20 41 Ipswich 24 8-12- 4 32:28 36 QPR 22 10- 5- 7 31:25 35 Arsenal 24 10- 5- 9 25:23 35 Chelsea 24 9- 8- 7 30:29 35 Man. City 24 9- 6- 9 34:27 33 Sheff.Wed. 24 8- 9- 730:2933 Coventry 24 8- 9- 7 34:34 33 Liverpool 23 8- 5-10 36:37 29 Tottenham 24 7- 8- 9 23:33 29 Everton 24 8- 5-11 27:30 29 Leeds 24 7- 7-10 35:40 28 Southampt. 24 6- 9- 9 24:28 27 Middlesb. 24 6- 9- 9 34:39 27 Crystal Pal. 24 6- 9- 9 29:36 27 Sheff. Utd. 23 6- 7-10 22:29 25 Wimbledon 24 5- 9-1028:3324 Oldham 22 6- 6-10 35:41 24 Nott. For. 23 S- 6-12 24:33 21 Staöan -1. deild: Newcastle 25 19- 2- 4 50:22 59 West Ham 25 13- 6- 6 47:25 45 Millwall 25 12- 9- 4 43:22 45 Tranmere 24 13- 6- 5 48:28 45 Leicester 25 12- 5- 8 37:31 41 Portsmouth 25 11- 7- 7 44:30 40 Swindon 24 10- 8- 6 43:38 38 Wolves 26 9-10- 7 37:32 37 Charlton 26 8-11- 7 31:27 35 Derby 25 10- 4-1140:35 34 Barnsley 25 10- 4-1132:29 34 Grimsby 25 10- 4-1136:34 34 Brentford 25 9- 6-10 37:36 33 Watford 26 8- 9- 9 37:43 33 Peterbor. 22 8- 8- 6 32:30 32 Sunderl. 24 8- 6-10 27:36 30 Oxford Un. 24 6-11- 7 34:32 29 Bristol City 25 7- 6-12 30:48 27 Birmingh. 23 6- 6-1121:38 24 Cambr.Un. 25 5- 9-1128:4524 Bristol Rov, 26 6- 5-15 34:57 23 Southend 25 5- 7-13 24:35 22 Luton 24 4-10-10 26:45 22 Notts Co. 25 4- 9-12 24:44 21 Stórleikur hjá Aston Villa og liðið komst á toppinn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.