Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 23. febrúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Fyrsta skrefið í umræðum um samninginn um Evrópska efnahagssvæð- ið fyrir og eftir síðustu áramót var þráfaldlega á það bent af andstæðingum hans að þar væri einungis um fyrsta skrefið til aðildar að Evrópubandalaginu að ræða. Flestir stuðningsmenn samningsins brugðust hart við þeim mál- flutningi og kváðu EES og EB vera tvö aðskilín málefni. Umsókn um EB aðild væri ekki á dagskrá. Nokkuð hefur þó borið á röddum, sem telja frekari tengingu við Evrópu- bandalagið æskilega. Einkum hafa ungir jafnaðarmenn látið þvílík sjónarmið í veðri vaka auk einstakra Alþýðu- flokksmanna sem lengra eru komnir á lífsleiðinni. Almenningur virðist þó ekki hafa tekið þær yfirlýsingar mjög alvarlega - fremur talið þær til ákveðinna öfga sem oft einkenna stjórnmálaumræðu manna á vissu aldurs- skeiði. En nú hafa fleiri bæst í þann hóp sem vill í alvöru kanna möguleika á inngöngu í Evrópubandalagið. Á viðskipta- þingi Verslunarráðs íslands í síðustu viku var rætt um hugsanlega aðild að bandalaginu og reyndist meirihluti þátttakenda á þinginu hlynntur því að slíkar viðræður fari fram þegar afstaða þeirra var könnuð. Á meðal innviða Verslunarráðs íslands eru margir áhrifamenn í Sjálf- stæðisflokknum og því vekja þessar fréttir af viðskipta- þingi ráðsins verulega athygli þegar tillit er tekið til mál- flutnings þingmanna flokksins í umræðum á Alþingi fyrr í vetur. Þótt erfitt sé að átta sig til fulls á hver áhrif Verslunar- ráðs íslands geta verið á skoðanir og störf þingmanna til- tekinna stjórnmálaflokka er ljóst að hugmyndir þess um aðild að Evrópubandalaginu ná ekki eyrum allra stuðn- ingsaðila núverandi stjórnvalda. í forystugrein Morgun- blaðsins síðastliðinn sunnudag eru þessar hugmyndir harðlega gagnrýndar og fullyrt að erfitt sé að skilja hvað vaki fyrir Verslunarráði íslands með því að efna til umræðna um þetta mál. Morgunblaðið bendir einnig á að frá pólistísku sjónarmiði sé ekkert vit í að hefja slíkar umræður þótt engum komi til hugar að taka málfrelsið af verslunarráðsmönnum. Þrátt fyrir að meirihluti næðist á Alþingi fyrir samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið er ljóst að mikil andstaða er við þann gjörning á meðal almennings í land- inu og í raun ekki vitað um afdrif hans hefði verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og margir vildu. Einnig er ljóst að margir landsmenn mega ekki til þess hugsa að við leitum hófanna um inngöngu í það samfélag Evrópu- þjóða sem miðstýrt er frá Brussell. Morgunblaðið skynjar þann almenna hugsunarhátt og telur þörf á að vekja athygli á pólitískum afleiðingum fyrir þá er ganga vilja framhjá þjóðarsáhnni í þessu máh. Sem hluti af Evrópubandalaginu yrðum við aðeins einn dropi í stóru hafi. Stefna þess í fiskveiðimálum er einnig með þeim hætti að með inngöngu í bandalagið yrði auð- hnd okkar og hfsbjörg af okkur tekin. í raun er samstarf og samstaða Evrópuríkja með þeim hætti að erfitt er að sjá fyrir hverju við myndum tengjast með inngöngu í EB. Því er erfitt að sjá hvað verslunaráðsmönnum gengur til með hugmyndum um inngöngu í Evrópubandalagið. Með þeim er þó orðið ljóst að mörg varnaðarorð er látin voru faha í umræðunum um EES áttu við full rök að styðjast. TU eru þeir sem telja EES-samninginn aðeins fyrsta skref- ið tU aðUdar EB og þeir eru fleiri en nokkrir yfirlýsinga- glaðir ungkratar. ÞI Nokkur orð til Magnúsar Aðal- bjömssonar, aðstoðarskólastjóra Ágætur fyrrum flokksbróðir minn og samkennari, Magnús Aðalbjörnsson, beinir til mín nokkrum orðum á síðum Dags 17. febrúar sl. Tilefni skrifa Magnúsar eru ummæli sem hann segir mig hafa viðhaft á almenn- um stjórnmálafundi á Hótel KEA á dögunum þar sem undir- ritaður og Jón Baldvin Hanni- balsson höfðu framsögu. Magnús fer nokkrum orðum um innganginn í máli mínu og hallar í veigamiklum atriðum réttu máli. Magnús feitietrar og eignar mér eftirfarandi ummæli: að þeir (þ.e. stjórnarandstaðan) hefðu uppi stór orð og merking- arlaus. Þessi orð greiptust Magnúsi í minni vegna þess að „það voru einmitt stór orð Sigbjörns og merkingarlaus sem varð hvatinn að þessari grein.“ Eftir lestur greinar Magnúsar þá leyfi ég mér að efast nokkuð um minni hans. Svo vill til, að þau ummæli sem greiptust í huga Magnúsar, voru ummæli Jóns Baldvins, en ekki mín. Þetta er ef til vill ekki aðalatriði, en það er vægast sagt sérstætt að orð sem ekki hafa verið sögð greipist í minni. Magnús hefur ákveðnar skoðanir á því að stjórnmála- menn hafi ekki talið kennara verðuga þokkalegra launa. Ekki treysti ég mér til að alhæfa um það eins og Magnús gerir. Hitt er annað, að sem betur fer, hafa stjórnmálamenn ekkert með almenna kjarasamninga að gera eins og alþjóð veit. í grein sinni segir Magnús ummæli mín um kennarastéttina vera með eindæmum þó „hann muni ummælin ef til vill ekki orðrétt“. Engu að síður leyfir Magnús sér að raða upp orðum að eigin smekk og setja innan gæsalappa og gefur þannig til kynna að séu mín orð. íslensku- kennarar mínir í G. A. og M. A. á sínum tíma, Rafn Hjaltalín, Sverrir Pálsson, Gísli Jónsson o.fl. lögðu hart að okkur nemendum sínum að nota ekki gæsalappir nema um beina til- vitnun væri að ræða. Hafi orðið breytingar á reglum um notkun gæsalappa í rituðu máli á síðustu tuttugu árum efast ég ekki um að- íslenskukennarinn, Magnús Aðalbjörnsson, muni leiðrétta mig við tækifæri. Það er aðal- atriði að skýra rétt og satt frá, en gera fólki ekki upp orð eða hugs- Sigbjörn Gunnarsson. „Það er oft erfitt að takast á við raunveru- leikann, ekki síst þegar hann blasir við í dapurri mynd. Það var hins veg- ar aðferð riddarans ónefnda að firra sig raunveruleikanum. Því miður virðist mér Magnús Aðalbjörnsson skipa sér í sveit með riddaranum þeim.“ anir. Ég efast ekki um að Magnús fer með rétt mál þegar hann rek- ur verkfallasögðu KÍ. Hins vegar eru til tvenn samtök kennara. Tvítug dóttir mín og ég vorum að rifja upp á dögunum að þrívegis hefur hún á námsferli sínum orð- ið fyrir barðinu á verkföllum. Það sem orð mín um kennara snerust um var eftirfarandi: Ég lagði út af fréttum og Kastljósi sjónvarps kvöldið áður. Þar kom fram að forysta KÍ hygðist efna til atkvæðagreiðslu um verkfalls- boðun og á sama tíma væri vá fyrir dyrum hvað lestrarkunnáttu varðaði. Mér finnst miður að stétt kennara og aðrir opinberir starfsmenn ríði á vaðið um verk- fallshótanir þegar vá er fyrir dyrum, stéttir sem við mest og ,best réttindi búa. Það gerist á sama tíma og þúsundir verka- fólks um land allt, sem almennt búa við lakari kjör og réttindi, missa atvinnuna. í mínum huga væri það opinberum starfsmönn- um meira til sóma að taka hönd- um saman við verkalýðshreyfing- una, atvinnulíf og ríkisvald í bar- áttunni við atvinnuleysið. Á síð- ari stigum kæmi ef til vill að því að boða til verkfalls og þá í sam- floti með ASÍ. Á þann hátt gætu kennarar og samtök opinberra starfsmanna sýnt samhug með og veitt þeim stuðning sem lakast standa í samfélaginu. Slíkt bræðraþel virðist hins vegar ekki að finna meðal forystumanna í KÍ og BSRB. Síðasta orðið er hins vegar hjá hinum almennu félögum. Undir lok greinar sinnar spyr Magnús hvort kratar séu í bar- áttu við vindmyllur eins og ónefndur riddari spænskrar ættar forðum. Ef Magnúsi finnst það líkjast baráttu riddarans ónefnda að takast á við gífurlegan sam- drátt í afla með tilheyrandi tekju- falli og atvinnuleysi í samfélag- inu, þá þykir mér hugsun aðstoð- arskólastjórans vera nokkuð á skjön við raunveruleikann. Raunveruleikinn er sá að okkur berast fregnir af gífurlegum afla- samdrætti togara milli ára. Þann- ig hefur t.d. afli tveggja Akureyr- artogara, Harðbaks og Akureyr- innar, dregist saman um 20% milli ára. Hver er raunveruleik- inn sem blasir við Bolvíkingum um þessar mundir? Ótal fleiri dæmi mætti taka. Það er oft erfitt að takast á við raunveruleikann, ekki síst þegar hann blasir við í dapurri mynd. Það var hins vegar aðferð riddar- ans ónefnda að firra sig raun- veruleikanum. Því miður virðist mér Magnús Aðalbjörnsson skipa sér í sveit með riddaranum þeim. Að lokum þetta. Það er rétt hjá Magnúsi að það er betra þingmönnum, sem og öllum öðrum, að „temja sér ekki háttu þeirra er tala áður en þeir hugsa“. Það er ekki síður góð regla fyrir aðstoðarskólastjóra, sem og alla aðra, að geysast ekki fram á ritvöllinn og gera mönn- um upp orð og hugsanir sem eng- inn fótur er fyrir. Sigbjörn Gunnarsson. Höfundur er alþingismaður Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Anna G. Torfadóttir, sýnir á vegum MENOR: Klippimyndir gerðar úr eigin ljósmyndasafni Anna G. Torfadóttir, myndlist- armaður opnaði myndlistarsýn- ingu á vegum Menningarsam- taka Norðlendinga, MENOR í gær. Myndir Önnu eru til sýnis á veitingastaðnum Súlnabergi „Teríunni“ og í húsnæði Byggðastofnunar í húsi Búnað- arbankans við Geislagötu. Sýn- ing Önnu er hluti af sýninga- röð sem Menningarsamtökin standa fyrir og mun hún standa yfir næstu vikur. Þær myndir sem Anna G. Torfadóttir sýnir að þessu sinni eru klippimyndir þar sem lista- maðurinn raðar saman myndefni úr ýmsum áttum í eina myndræna heild og notar síðan liti til að skerpa myndflötinn og leggja áherslu á ýmis túlkunaratriði. Anna kvaðst eingöngu hafa not- að ljósmyndir úr eigin safni og gerir það verkin mun persónu- legri en annars. Hún sagði að ljósmyndirnar hafi hún tekið á löngu tímabili og hafi hluti vinn- unnar við undirbúning sýningar- innar farið til þess að finna „réttu“ myndirnar til að nota. Anna sagði að með nútíma ljós- ritunartækni sé mun auðveldara að vinna verk sem þessi vegna þeirra möguleika sem skapast hafa til að stækka myndefni en sumar myndanna eru stækkaðar allt að 200%. Með þessari sýn- ingu sýnir Anna G. Torfadóttir nýja hlið á sér sem myndlistar- maður - hún kvaðst ekki hafa notað þessa tækni áður og eru myndirnar sem nú eru til sýnis á Súlnabergi og í Byggðastofnun fyrstu „collage" myndir hennar. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.