Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 23. febrúar 1993 Enska KNATTSPYRNAN Þorleifur Ananíasson Ryan Giggs kom Man. Utd. til bjargar - öll efstu liðin sigruðu - Tottenham burstaði Leeds Utd. - „Toddi“ og Forest á uppleið Efstu liðin þrjú sigruðu í leikj- um sínum um helgina í Úrvals- deildinni á Englandi og hafa nú náð góðu forskoti á næstu lið. Það stefnir því allt í hörku- baráttu þessara þriggja liða um Úrslit Úrvalsdeild Aston Villa-Everton 2:1 Liverpool-Ipswich 0:0 Manchester Utd.-Southampton 2:1 Middlesbrough-Nottingham For. 1:2 Norwich-Manchester City 2:1 Oldham-Arsenal 0:1 Q.P.R.-Coventry 2:0 Sheffield Wed.-Crystal Palace 2:1 Tottenham-Leeds Utd. 4:0 Wimbledon-Sheffield Utd. 2:0 Blackburn-Chelsea 2:0 1. deild Bristol Rovers-Tranmere 1:0 Cambridge-Swindon 1:0 Derby-Watford 1:2 Grimsby-Birmingham 1:1 Luton-Charlton 1:0 Millwall-Barnsley 0:4 Portsmouth-Leicester 1:1 Sunderland-Bristol City 0:0 Wolves-Oxford 0:1 Notts County-Peterborough 1:0 Southend-Brentford 3:0 West Ham-Newcastle 0:0 Staðan Úrvalsdeild Aston Villa Man. Utd. Norwich Blackbum QPR Ipswich Sheff. Wed. Coventry Tottenham Man. City Arsenal Chelsea Wimbledon Southampton Liverpool Leeds Crystal Palace Everton Middlesbrough Nottingham Forest Sheff. Utd. Oldham 30 16- 8- 6 47:31 56 29 15- 9- 5 44:23 54 28 15- 6- 7 42:42 51 28 12- 8- 8 42:30 44 28 12- 8- 8 39:32 44 29 10-14- 5 37:32 44 2711- 9- 7 37:3142 2911- 9- 9 44:40 42 2911- 8-10 36:39 41 28 11- 7-10 40:32 40 27 11- 5-11 26:25 38 30 9-10-11 32:38 37 29 9- 9-11 35:36 36 30 9- 9-1235:3736 28 9- 8-11 38:39 35 29 9- 8-1240:4633 29 8- 9-12 36:46 33 29 9- 5-15 31:39 32 29 7- 9-13 37:49 30 27 7- 7-13 28:36 28 28 7- 7-14 27:38 28 28 7- 6-15 38:51 27 1. deild Newcastle West Ham Millwall Portsmouth Tranmere Swindon Grimsby Wolves Leicester Charlton Watford Oxford United Barnsley Derby Pelerborough Sunderland Brentford Cambridge United Luton Bristol City Notts County Southend Bristol Rovers 30 19- 6- 5 52:26 63 31 17- 8- 6 56:29 59 31 14-10- 7 52:34 52 31 14- 9- 8 54:37 51 28 14- 6- 8 50:36 48 28 13- 8- 7 48:39 47 29 13- 5-1143:38 44 31 11-10-10 42:38 43 29 12- 7-10 40:37 43 3110-11-10 35:31 41 31 10- 9-12 46:55 39 29 9-12- 841:36 39 3011- 6-13 38:35 39 2911- 5-0 47:4138 29 10- 8-11 39:44 38 29 10- 7-12 31:39 37 31 10- 7-14 39:45 37 30 8-10-1234:48 34 7- 13-10 31:45 34 8- 9-0 34:53 33 7-10-0 35:49 31 7- 9-14 33:38 30 8- 5-17 38:60 29 7- 8-15 27:5129 30 30 30 30 30 30 Ryan Giggs skoraði tvívegis í lokin fyrir Man. Utd. gegn Southampton og tryggði liðinu sigur. titilinn, en þó hallast flestir að því að Norwich iiðið muni helt- ast úr lestinni þegar líður á mótið. Aston Villa hefur nú tveggja stiga forskot á Man. Utd., en hefur leikið einum leik meira og mikið taugastríð er að hefjast milli þessara liða. Tengsl eru þarna á milli þar sem Ron Atkinson stjóri Villa var um tíma við stjórnvölinn hjá Man. Utd., en var rekinn fyrir að ná ekki titlinum. En þau skyldu þó varast að afskrifa Norwich liðið strax. En þá eru það leikir laugardagsins. ■ Við fengum að sjá leik Aston Villa og Everton f sjónvarpinu þar sem Villa liðið var mun sterk- ara, sérstaklega í fyrri hálfleik og Everton er nú komið í bullandi fallhættu. Neil Cox kom Villa yfir strax á 12. mín. með skoti í stöng og inn og 6 mín. síðar bætti liðið öðru marki við. Jason Kearton sem lék í marki Everton í stað Neville Southall sem er í banni misreiknaði illa skot frá Earl Barrett sem hafnaði í markinu. Dómaranum urðu síðan á mistök 6 mín. síðar er hann gaf Everton vítaspyrnu sem Peter Bearnsley skoraði úr. Villa hefði síðan átt að fá vítaspyrnu er brotið var á Cox, en þá lokaði dómarinn aug- unum. Eeikmenn Villa héldu þó út og sigruðu í leiknum og halda því efsta sætinu í deildinni. ■ Man. Utd. sigraði Southampton á heimavelli 2:1 þar sem Ryan Giggs var hetja liðsins og tryggði sigurinn með tveim mörkum und- ir lokin þegar sigurinn virtist í höfn hjá Southampton. Er 8 mín. voru til leiksloka afgreiddi hann af öryggi sendingu Eric Cantona í netið og mín. síðar skoraði hann sigurmarkið fyrir lið sitt. Áhorf- endur fóru því ánægðir heim, en 12 mín. áður var annað uppi á Teddy Sheringham skoraði þrjú af mörkum Tottenham gegn Leeds Utd. teningnum er varamaðurinn Nicky Banger nýtti sér mistök í vörn Man. Utd. og skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Southampton. Það fór um margan Utd. að- dáandann, minnugan þess hversu taugar liðsins brugðust á loka- sprettinum í fyrra, en Giggs sem ekki hafði áður skorað meira en eitt mark í leik bjargaði liðinu með þessum gullvægu mörkum sínum. ■ Eins og hinir frægu og stóru keppinautar sínir, þá sigraði Norwich einnig 2:1 á heímavelli gegn Man. City og voru leikmenn Norwich þeirri stundu fegnastir er flautað var til leiksloka. Norwich skoraði tvö mörk á jafn- mörgum mín. í fyrri hálfleik, en síðan tóku Ieikmenn City yfir- höndina og skoruðu á 1. mín. síðari hálfleiks og sóttu síðan stöðugt til loka leiksins. Niall Quinn, David White og Gary Flitcroft voru stöðug ógn við vörn Norwich sem var í nauðvörn allan síðari hálfleikinn. Mörkin sem tryggðu Norwich sigurinn komu er 15 mín. voru til loka fyrri hálfleiks eftir einfalt spil. Mark Robins sem lék nú með Norwich að nýju eftir meiðsl og Lee Power nokkrum sek. síðar skoruðu mörkin af stuttu færi. Mike Sheron skoraði mark Man. City strax eftir hlé með góðu skoti. ■ Q.P.R. og Coventry hafa bæði staðið sig vel í vetur, ekki þó nægjanlega til þess að berjast um toppinn, en gætu hreppt sæti í Evrópukeppni. Q.P.R. sem lék án sex fastamanna sigraði í leikn- um með góðri hjálp Coventry sem gaf þeim tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Andy Pearce skor- aði sjálfsmark er hann ætlaði að hreinsa frá bolta sem markvörð- urinn Steve Ogrizovic hefði náð auðveldlega. Síðan bætti Darren Peacock öðru marki við fyrir Q.P.R. með skoti af stuttu færi eftir mistök í vörn Coventry. Coventry lék betur í síðari hálf- leik og Mick Quinn var þrívegis nærri að skora fyrir liðið og skoti Peter Ndlovu var bjargað á línu, en sigur Q.P.R. var þó sanngjarn. ■ Nottingham For. vann mjög mikilvægan sigur á útivelli í mikl- um baráttuleik gegn Middles- Öruggt hjá Blackbum gegn Chelsea Á sunnudag léku í Úrvals- deildinni Blackburn og Chels- ea, en auk þess voru þrír leikir á dagskrá í 1. deild. Þeirra á meðal var leikur tveggja efstu liðanna í 1. deild, West Ham og Newcastle og lauk honum með markalausu jafntefli. Hann var líflegur leikur Blackburn gegn Chelsea þar sem Dave Webb stjórnaði líði Chels- ea í fyrsta sinn. Mike Newell náði forystunni fyrir Blackburn snemma leiks er hann ætlaði að senda fyrir markið, en sendingin mislukkaðist og hafnaði í marki Chelsea þrátt fyrir klaufalega til- burði Kevin Hitchcock í marki Chelsea til varnar. Hitchcock bætti þó fyrir mistökin er hann varði glæsilega frá Jason Wilcox úr dauðafæri skömmu síðar. Mick Harford átti tvö góð skot af löngu færi fyrir Chelsea í fyrri hálfleik, það fyrra fór rétt fram hjá, en Bobby Mimms í marki Blackburn varði það síðara glæsi- lega. Strax í fyrstu sókn síðari hálfleiks slapp Roy Wegerle í gegnum vörn Chelsea en Hitch- cock varði glæsilega frá honum, boltinn barst út til Newell en Frank Sinclair varði skot hans með höndum á marklínu. Dóm- arinn rak Sinclair útaf, en Newell skaut síðan framhjá úr vítaspyrn- unni. Um miðjan síðari hálfleik skoraði Newell síðara mark sitt í leiknum er hann slapp í gegnum vörn Chelsea, lék á markvörðinn og skoraði af öryggi. Pað urðu úrslit leiksins þrátt fyrir að David Lee miðvörður Chelsea væri nærri að skora tvö mörk í lokin, fyrst er hann skallaði í þverslá eigin marks og síðan varði Mimms hörkuskot frá honum. Sigur Blackburn var sanngjarn í leiknum, en taka verður tillit til þess að Chelsea liðið lék manni færra allan síðari hálfleikinn. Þ.L.A. brough þar sem rok setti mark sitt á leikinn. Þorvaldur Örlygs- son lék allan leikinn með Forest og stóð sig mjög vel, var raunar óheppinn að skora ekki, en nýlið- inn Steve Stone stal af honum marki. Nigel Clough skoraði loks á 59. mín. fyrsta mark leiksins, en þá höfðu bæði lið misnotað mörg tækifæri. Forskotið stóð þó ekki lengi því Jim Phillips jafnaði fyrir Middlesbrough aðeins mín. síðar. Sigurmarkið kom síðan eftir gott spil þeirra Clough, Gary Bannister og Ian Woan er Stone skallaði inn rétt fyrir fram- an nefið á Þorvaldi sem beið eftir boltanum í enn betra færi. ■ Það eru ekki bjartir tímar á Anfield þessa dagana og ekkert gengur upp hjá Liverpool. Chesterfield og Bolton hafa verið liðinu til vandræða, Wimbledon hefur unnið þá tvívegis og Ipswich sem ekki hefur tekist að halda hreinu á Anfield sl. 40 ár gerði það án vandræða á laugardag. Með aðeins meiri ákveðni í fyrri hálfleik hefði Ipswich hæglega getað náð meiru en markaiausu jafntefli úr leiknum. Undir lokin var John Barnes tvívegis nærri að skora fyrir Liverpool, en hann getur þó huggað sig við það að baulið frá áhorfendum í leikslok var fyrir allt Liverpool liðið, en ekki hann einan eins og í lands- leiknum gegn San Marino í vik- unni. ■ Leeds Utd. heldur upptekn- um hætti og tapar á útivelli, nú síðast gegn Tottenham 4:0. Teddy Sheringham skoraði þrjú af mörkum Tottenham í leikn- um, það fyrsta á 9. mín. með skalla, bætti síðan öðru við rétt fyrir hlé og þriðja mark hans og fjórða mark Tottenham kom úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Nick Barmby. Neil Andy Linighan gerði sigurmark Arsenal gegn Oldham. Ruddock miðvörður skoraði þriðja mark Tottenham í leikn- um rétt eftir hlé og Tottenham hefur nú skorað 16 mörk í síð- ustu 5 leikjum sínum. ■ Wimbledon sigraði Sheffield Utd. 2:0 og voru bæði mörkin skoruðu í fyrri hálfleiknum. John Fashanu og Gerry Dobbs skor- uðu mörkin fyrir liðið. ■ Oldham situr nú á botni deild- arinnar eftir tap á heimavelli gegn Arsenal. Það var miðvörð- urinn Andy Linighan sem skor- aði eina mark leiksins í síðari hálfleik fyrir Arsenal. ■ Sheffield Wed. vann 2:1 sigur á heimavelli gegn Crystal Palace eftir að hafa haft yfir í hálfleik með marki Paul Warhurst. í síð- ari hálfleiknum bætti Danny Wil- son við öðru marki Sheff. Wed. og Chris Armstrong kom boltan- um í netið fyrir Palace. Þ.L.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.