Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. febrúar 1993 - DAGUR - 15
IWIlNNING
cjja Sigríður Pálína Jónsdóttir
o g Jóhann Ögmundsson
- kveð
'Með stuttu millibili létust tveir af
máttarstólpum Leikfélags Akur-
eyrar.
Sigríður Pálína Jónsdóttir lést
20. janúar sl.
Hún starfaði mikið fyrir Leik-
félag Akureyrar. Hún tók m.a.
þátt í öllum óperettum sem leik-
félagið setti á svið, „Meyjar-
skemmunni“, „Bláu kápunni“ og
„Nitouche“.
Um langt árabil var hún
umsjónarmaður leikbúninga.
a frá Leikfélagi Akureyrar
Það hefur sagt mér fólk sem
starfaði með henni að hún hafi
verið hin mesti dugnaðarforkur
og hvergi hlíft sér.
Ég kynntist Siggu Pöllu lítil-
lega, og ég gleymi ekki þeirri
ánægjustund þegar ég heimsótti
hana á Spítalaveginn og við
drukkum saman kaffi og
spjölluðum um leiklist.
Eftirlifandi eiginmanni
hennar, Haraldi Sigurgeirssyni,
og börnum þeirra sendir Leikfé-
lag Akureyrar samúðarkveðjur.
Jóhann Ögmundsson lést 15.
febrúar sl.
Leikfélag Akureyrar fékk að
njóta hæfileika hans í langan
tíma. Ég man hvað hann var
þakklátur þegar ég heimsótti
hann á sjúkrahúsið og færði hon-
um blómvönd frá Leikfélaginu í
tilefni 80 ára afmælis hans. Auk
þess að vera framúrskarandi leik-
ari, söngvari og leikstjóri var
tJóhann Ögmundsson
Fæddur 16. ágúst 1910 - Dáinn 15. febrúar 1993
Mig langar að votta virðingu
mína með nokkrum orðum, afa
mínum sem dó sl. mánudag eftir
löng veikindi.
Minningarnar um afa eru ófáar
og margar tengjast þær leikhúsi.
Eina af mínum fyrstu minningum
um afa á sviði var í „Munkunum
frá Möðruvöllum" þar sem hann
lék „vondan“ karl og ég fór grát-
andi baksviðs eftir sýningu til að
athuga hvað hefði komið fyrir
hann afa minn, hvernig hann gæti
verið svona vondur.
Árin liðu og afi tók upp á því
að leikstýra út um allt land, á Isa-
firði, Höfn í Hornafirði, Dalvík,
Akureyri og fleiri stöðum. Okkur
fannst þetta hálf skrítið, skildum
illa hvað gat verið svona
skemmtilegt langt í burtu frá
okkur öllum. Nú skilur maður að
þarna fékk hann tækifæri til að
gera það sem honum fannst
skemmtilegast og umbunin var
mikil.
Pær voru margar ferðirnar sem
ég fór með honum út á Dalvík!
eða fram í Eyjafjörð á æfingar á
verkum sem hann setti þar upp.
Sögurnar sem ég fékk að heyra á
ferðalögunum voru margar og
þetta voru mér ógleymanlegar
stundir þar sem ég hafði afa
algjörlega út af fyrir mig. Það að
sitja frammi í sal, æfingu eftir
æfingu án þess að segja orð var
vel þess virði.
Yndislegar stundir áttum við
krakkarnir heima hjá afa og
ömmu. Afi spilaði á píanóið og
söng og amma átti alltaf eitthvað
handa okkur. Við eigum fleira en
minningarnar um sönginn því afi
var duglegur að taka upp á
„stóra“ segulbandið þegar við
vorum lítil. Alltaf gat hann
brugðið sér í skemmtileg gerfi til
að hafa ofan af fyrir okkur
krökkunum þó oft væri þröngt á
þingi í kring um hann því allir
vildu vera hjá afa.
Afi að leika, afi að syngja, afi
að segja okkur frá og örva
ímyndunarafl og frásagnargleði
hjá okkur krökkunum, þannig
munum við minnast hans.
Eftir að afi veiktist var sárt að
sjá þegar hann gat ekki lengur
sagt eins vel frá og hann vildi.
Hann reyndi þó alltaf að halda
fyrri krafti sem hafði alltaf ein-
kennt hann og spaugið var aldrei
langt undan.
Að lokum vil ég þakka afa
mínum, fyrir allar góðu stundirn-
ar.
Lína.
Lífið er fallið.
Hvíslarinn hefur lagt frá sér
handritið.
Merkilegum áfanga á leiksviði
lífsins er lokið.
Jóhann Ögmundsson heldur
nú heim.
Dómar verða allir á svipaða
lund; hann tók af alhug þátt í leik
lífsins og gerði það mjög fallega.
Eftir sitja einungis bestu
minningar um gleðileg augna-
blik, listfengi mannsins og söng-
færni.
Löngum sat ég f horni hjá
Jóhanni Ögmundssyni, oftast á
verkstæðinu, þar sem allt ilmaði
af ungu tré, sem lifði þrátt fyrir
dauðann. Það fyllti mann unaði
og Jóhann renndi þykkum smiðs-
fingrum utan um gamlan pípu-
haus, tróð lifandi tóbaksglóðinni
dýpra í hausinn, dæsti af gleði,
því nú ætlaði hann að pása frá
söginni og ræða dálítið um
hugðarefni sitt, leiklist.
Þegar ég kom ungur til Akur-
eyrar til að vera um stund, lék
hann hjá mér, ásamt nokkrum af
helstu leikurum LA í þá daga.
Ég, ungur og reynslulítill, í góð-
um hugarfaðmi þessa fólks, og
hefur síðan lifað fallegur vináttu-
strengur á milli mín og þeirra
leikara LA, sem voru áhuga-
menn fyrir tæpum 40 árum.
Við Jóhann hittumst síðast á
afmælissýningu LA. Hann kom
þá í sitt gamla leikhús, studdur
blíðu, enda orðinn veikur og
byrjað að slokkna á augum hans.
Þegar hann sá mig, opnuðust
augu hans og snöggvast kom
gamall glampi og gamlar gleði-
stundir þjöppuðust í hlýju hand-
taki.
Orð þurfti engin þá og varla
nú, en koma samt til hans, með
djúpri þökk fyrir allt og allt.
Jónas Jónasson.
Það er komið að kveðjustund.
í dag kveð ég elskulegan afa
minn, Jóhann Ögmundsson, sem
lést 15. þessa mánaðar eftir
hetjulega baráttu við löng og erf-
ið veikindi.
Á kveðjustund sem þessari
streyma minningar gegnum hug-
ann um Jóhann afa og Karólínu
ömmu, sem lifir mann sinn.
Mínar minningar um afa og
ömmu tengjast helst þeim árum
þegar ég var lítil stelpa og alltaf
var sumar og sól að manni fannst.
Afi sagði mjög skemmtilega frá
og gerði óspart grín að sjálfum
sér og öðrum. Hánn skreytti frá-
sögnina oft ótæpilega þannig að
amma fann sig knúna tíl að grípa
inn í.
Það var alltaf gott að leita til
afa. Hann var alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd. Skipti þá engu
hvort um var að ræða smíði á
rúmi og hillum eða aðstoð við val
á bókum úr bókasafni hans til
notkunar við gerð heimildarrit-
gerða. Áhugi hans á því hvernig
okkur krökkunum gekk í náminu
var einlægur og hrós eða hvatn-
ing frá afa skipti ávallt miklu máli.
Afi elskaði leiklist og söng.
Það var yndislegt að hlusta á
hann spila á píanóið með sínum
þykku og sterku fingrum. Sjálfur
tók hann virkan þátt í leiklistar-
starfi á Akureyri og vfða um
landið og hann naut þess um
árabil að syngja með karlakórn-
um Geysi.
Náttúrufegurð íslands hafði
mikil áhrif á afa. Öræfi og
óbyggðir heilluðu hann og ég á
ljúfar minningar um ferð sem
fjölskyldan fór inn að Herðu-
breið og Öskju á gamla Land-
Rovernum hans. Afi kenndi okk-
ur að meta fegurð landsins og
gæddi landslagið auknu lífi með
því að segja okkur sögur af úti-
legumönnum og felustöðum
þeirra á þessum slóðum.
Honum afa fannst svo sannar-
lega gaman að lifa og ég mun
ávallt varðveita allar ljúfar
minningar um hann.
Guð blessi minningu Jóhanns
afa.
Arna.
Hann elsku afi minn er dáinn.
Það er svo skrítið að hugsa til
þess að aldrei eigi maður eftir að
fá að sjá hann aftur. Það var eng-
inn sem afi, alltaf hress og
skemmtilegur, jafnvel þó hann
ætti við erfið veikindi að stríða,
alltaf reif hann sig upp.
Ég mun sakna hans svo mikið.
Þegar ég var lítil voru mínar
bestu stundir að fá að fara og
gista hjá afa og ömmu. Ég var
viss um að afi gæti allt og sögurn-
ar sem hann sagði manni voru
svo skemmtilegar og lifandi,
enda lék hann yfirleitt allar per-
sónurnar jafnóðum.
Ég bjó hjá þeim tvo vetur þeg-
ar ég var í skóla og þá brölluðum
við ýmislegt. Hann kenndi mér
að meta góða tónlist, enda mátti
ekki tala ef verið var að hlusta á
hina ýmsu stórsöngvara, það var
synd, hann hlustaði með svo
mikilli innlifun, þó að við amma
læddumst stundum fram til að fá
okkur kaffisopa þegar okkur
fannst nóg komið.
Margar af mínum bestu
minningum eru tengdar afa, hann
var mér alltaf svo góður, og ég
veit að þegar við hittumst hinum
megin, förum við í bíltúr á Tuma
Jonsen og hver veit nema við
finnum þar einhvern Jón í
Strumpu.
Hrefna M. Helgadóttir.
Jóhann formaður Leikfélags
Akureyrar fyrst 1957-59 og síðar
1963-65.
Hann var gerður að heiðurs-
félaga Leikfélags Akureyrar
1987. Eftirlifandi eiginkonu hans
Karólínu Jóhannesdóttur og
skyldmönnum öllum sendir Leik-
félag Akureyrar samúðarkveðj-
ur.
Stjórn Leikfélags Akureyrar
og annað starfsfólk minnist Sig-
ríðar Pálínu Jónsdóttur og
Jóhanns Ögmundssonar með
söknuði og þakklæti fyrir margar
ánægjustundir á leiksviði og utan
þess.
Fyrir hönd stjórnar
Leikfélags Akureyrar,
Sunna Borg, formaður.
^mriiirBjaj7Di!3^ní2^
Landbúnaðarráðherra boðar
til opins kynningar-
og fræðslufundar
um stöðu og framtíð íslenskrar mjólkur-
framleiðslu á Hótel KEA, miðvikudaginn 24.
febrúar 1993 kl. 13.00-17.00.
Markmið fundarins er að kynna fjölmiðlum, starfs-
fólki landbúnaðarins og öllu áhugafólki stöðu og
framtíðarsýn íslenskra mjólkurframleiðenda, afurða-
stöðva, og markaðsmálum búgreinarinnar.
Fundarstjóri: Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra.
13.00 Ávarp landbúnaðarráðherra.
Halldór Blöndal.
13.15 Áhrif alþjóðasamninga á íslenska mjólk-
urframleiðslu.
Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri.
13.45 Umræður og fyrirspurnir.
14.00 Áhrif innflutnings mjólkurafurða á
íslenska framleiðslu.
Óskar H. Gunnarsson, formaður Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði.
14.15 Fjölbreytni og gæði íslenskra mjólkur-
afurða samanborin við erlenda fram-
leiðslu.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna.
14.30 Umræður og fyrirspurnir.
14.50 Breytingar á verðlagningu mjólkurafurða.
Þórarinn Sveinsson, mjólkurbússtjóri Mjólk-
ursamlags KEA.
15.05 Búvörusamningarnir og viðskipti með
mjólkurkvóta.
Guðmundur Lárusson, formaður Lands-
sambands kúabænda.
15.20 Umræður og fyrirspurnir.
15.40 Kaffihlé.
16.00 Staða mjólkuriðnaðarins - horft til fram-
tíðar.
Vilhelm Andersen, fjármálastjóri Mjólkursam-
sölunnar.
16.15 Sameining og samstarf mjólkurbúa frá
sjónarhóli minni afurðastöðvanna.
Páll Svavarsson mjólkurbússtjóri Mjólkur-
samlags S.A.H. Blönduósi.
16.30 Umræður og fyrirspurnir.
16.50 Sameiginlegt markaðsstarf íslensks land-
búnaðar.
Níels Árni Lund, formaður Markaðsnefndar
landbúnaðarins.
17.00 Fundarslit.
Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra.
Allir velkomnir.
Landbúnaðarráðuneytið.