Dagur - 17.03.1993, Page 6

Dagur - 17.03.1993, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 17. mars 1993 Spurning vikunnar Hvaða bók ertu að lesa núna? Ertu búin(n) að lesa margar bækur í Lestrarkeppni grunnskólanna? Ólöf Björnsdóttir: „Núna er ég að lesa Ronju ræningjadóttur. Ég er búin að lesa tólf bækur í lestrar- keppninni." Elsa Sif Björnsdóttir: „Ég er búin að lesa tvær sem eru tvö hundruð og eitthvað blaðsíður. Ég er að byrja á þriðju bókinni. Hún heitir Kalli og sælgætiskerið." Þórdís Jóhannsdóttir: „Ég er að lesa Fyrstu athuganir Berts. Nei, ég er ekki búin með margar, bara eina.“ Gunnar Torfi Hauksson: „Ég er á þriðju bókinni núna. Það er Lalli Ijósastaur eftir Þorgrím Þráinsson." Ragnheiður Sara Grímsdóttir: „Ég er búin með sex. Núna er ég að lesa bók sem heitir Kóngsdóttirin fagra.“ Nefnd um mótun nýrrar menntastefnu vill færa faglega og flárhagslega ábyrgð á skólum sem næst starfsvettvangi: Verða kennarar á uppboðsmarkaði við að gerast starfsmenn sveitarfélaga? - spurði Jóhannes Sigfússon, oddviti Svalbarðshrepps í byrjun þessa árs skilaði nefnd um mótun menntastefnu áfangaskýrslu þar sem m.a. er rætt um valddreifingu, eftirlit og ábyrgðarskyldu, stuðning við skólastarf og mat á íslensk- um skólum. Nefndin leggur til að stefnt verði að því að verk- efni eins og fagleg og fjárhags- leg ábyrgð á skólum, eftirlit, mat á skólastarfi og ráðgjöf við skóla og kennara verði sem næst starfsvettvangi t.d. hjá sveitarfélögum, skólum, rann- sóknarstofnun uppeldis- og menntamála og kennara- menntunarstofnunum á há- skólastigi. Hlutverk og ábyrgð ráðuneytis, sveitarstjórna, skólanefnda, skólastjóra og kennara verði afmörkuð skýr- ar en nú er í reglugerð og erindisbréfum og á árinu 1995 hafi allir skólar í landinu kom- ið á innra eftirliti (gæðastjórn- un) sem nær til helstu þátta skólastarfsins. Heildarmat á menntakerfinu verði tekið upp á næstu árum til að afla áreiðanlegra upplýsinga um þætti eins og skólanámskrá, námsárangur nemenda, umgengni nemenda og aga í skólum, kennsluhætti og áhrif þeirra á námsárangur svo og tengsl skóla og nemenda. Við útfærslu grunn- skóla til sveitarfélaga verður að tryggja þeim tekjur til að standa undir kostnaði og í því skyni þarf að endurskoða lög um tekju- stofna þeirra en árlegur kostnað- ur ríkisins við grunnskóla eru rúmir 5 milljarðar króna en þau útgjöld gætu þó aldrei orðið nema til viðmiðunar. í áfanga- skýrslunni er bent á nauðsyn þess að kjararéttindi kennara skerðist ekki við það að gerast starfsmenn sveitarfélaga og gera þarf úttekt á réttarstöðu þeirra m.a. með tilliti til lífeyrisréttinda. Á uppeldismálaþingi Kennara- sambands íslands sem nýlega var haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri ræddu tveir oddvitar um viðhorf sveitarfélaga til þeirr- ar ákvörðunar ríkisvaldsins að færa rekstur grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaga., Þetta voru þeir Jóhannes Sigfússon oddviti Svalbarðshrepps og Birgir Þórð- arson oddviti Eyfjarðarsveitar. Jóhannes Sigfússon sagði mál- ið vera á umræðustigi og skoðan- ir mjög skiptar og engan veginn séð fyrr hver niðurstaðan verður. Á nýafstöðnum fundi fulltrúa- ráðs Sambands sveitarfélaga var allur æðibunugangur í þessu máli dempaður að mati Jóhannesar en engu að síður lagt til að grunn- skólinn yrði fluttur til sveitar- félaganna. Jóhannes segir það athyglisvert að í umræðum um þetta mál meðal sveitarstjórn- armanna á Norðurlandi eystra og víðar sé ríkisvaldinu lítið treyst í þessu máli og alls ekki til þess að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir sveitarfélögin til að kljúfa rekstur á grunnskóla. Á nýlegum fundi „Eyþings", sambandi sveit- arfélagi á Norðurlandi eystra, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Stjórn Eyþings leggur áherslu á að öll umfjöllun í álitsgerð um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga byggist á þeirri for- sendu að jafnframt verkaskipt- ingunni semjist um tekjustofna eða tilfærslu fjármuna til að standa straum af verkefnum". „Hver á að tryggja að jöfnuður ríki meðal allra þegna þessa lands til náms burtséð frá búsetu? Einhverjir munu segja, látum sveitarfélögin um þetta alfarið en ég hygg að miklu stærri hópur álíti að það eigi sameiginlegur sjóður landsmannna, ríkissjóður, að tryggja. í dag er farin blönduð leið í þessum efnum því ríkis- sjóður greiðir laun kennara beint en skólaakstur og uppbygging skólamannvirkja í fámennum sveitarfélögum nýtur styrkja úr Jöfnunarsjóði en ríkið kostar fræðsluskrifstofu, sérskóla og námsgagnastofnun. Ég hef ekki heyrt nein rök gegn þessu kerfi sem samfærir mig um að þörf sé á algjörri byltingu og ekkert í dag bannar sveitarfélögunum að gera betur við sína skóla en ströngustu reglur segja til um,“ sagði Jóhann- es Sigfússon, oddviti Svalbarðs- hrepps. „Mörg minni sveitarfélög eru uggandi um sinn hag í þessu sambandi og óttast er að þarna sé einungis á ferðinni hagkvæmni hinna stóru eininga sem nærist á því að draga úr þjónustu á kostn- að hinna fáu því skóli í litlu sveit- arfélagi þarf ekki endilega að vera svo dýr og það er einnig hægt að benda á verulegan fjár- hagslegan sparnað við að leggja hann niður. Ég er í forsvari fyrir lítið sveitarfélag sem rekur eigin grunnskóla fyrr sjö neðstu bekk- ina og jafnframt er þessi skóli félagsmiðstöð sveitarinnar og margir sem ég hef rætt við segjast vera á móti sameiningu einmitt vegna þess að þar með verði skól- inn lagður niður. Meirihlutinn gæti ákveðið að enginn skóli verði rekinn áfram þrátt fyrir að sveitarfélagið hefði til þess fjár- hagslega getu en flutningur grunn- skólanna til sveitarfélaga kallar ekki aðeins á flutning tekjustofna til sveitarfélaga heldur einnig á aukna tekjujöfnun milli sveitar- félaga.“ Jöfnun námsaðstöðu hentistefna stjórnmálamanna „Að fenginni reynslu óttast ég að jöfnun aðstöðu til náms eigi í vaxandi mæli allt sitt undir henti- Jóhannes Sigfússon, oddviti Svalbarðshrepps.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.