Dagur - 17.03.1993, Side 7

Dagur - 17.03.1993, Side 7
Miðvikudagur 17. mars 1993 - DAGUR - 7 Myndir og texti: Geir Guðsteinsson Kcnnarar fjölmenntu á Uppeldismálaþing. stefnu stjórnmálamanna. Verði skólinn fluttur til sveitarfélag- anna mun það skerpa skilin milli skólastiganna í landinu og mynda vissa spennu milli framhaldsskól- ans og grunnskólans þegar náms- ferillinn til stúdentsprófs eða almennrar verkmenntunar hefur verið algjörlega klofinn milli rekstraraðila, því ríkisvaldið mun eftir sem áður stjórna lög- gjafarvaldinu og hafa í hendi sér hvaða kröfur verða gerðar til grunnskólans og ekki síst hvernig á að veita þessa þjónustu. Rökin fyrir umræddri breyt- ingu eru þau að færa stjórnun og fjárhagslega ábyrgð á sömu hendi en ég spyr hvað það er sem breyt- ist svo mikið við stjórnun skól- anna þótt sveitarfélögin borgi brúsann? Það horfir hins vegar allt öðru vísi við þegar horft er til þess að leggja fræðsluskrifstof- urnar niður og sveitarfélögin taki við þeirra verkefnum. Það er bæði vanhugsað og óraunhæft því stærstu sveitarfélögin geta það en ekki þau minnstu og það sama gildir um útgáfu námsefnis. Uppboðsmarkaður á kennurum? Það gleymist stundum í umræð- unni um flutning grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna að langstærsta breytingin snýr að kennurunum sjálfum sem felst í því að í stað þess að hafa einn sameiginlegan vinnuveitanda verða þeir starfsmenn fjölda sveitarfélaga víðs vegar um land- ið og það vekur upp fjölmargar spurningar sem enginn sveitar- stjórnarmaður er tilbúinn að svara hér og nú. Hvað með kjara- mál kennara? Verður sérstakur samningsaðili fyrir hönd sveitar- félaganna eða skapast kannski ákveðinn uppboðsmarkaður á kennurum? Hvað með lífeyris- réttindi og rétt kennara til endur- menntunar og á að flytja áunnin réttindi þeirra frá ríki til sveitar- félaga og eiga kennarar síðan að geta flutt þessi áunnu réttindi milli sveitarfélaga? Ég held að sú staða geti komið upp að fámenn- ari og efnaminni sveitarfélög verði að láta efnahagslegar en ekki faglegar ástæður ráða þegar um kennararáðningar verður að ræða. Öll umræða milli ríkis- valdsins og sveitarfélaganna um framtíð grunnskólans í landinu snýst fyrst og fremst um fjármál og aftur fjármál en fagleg um- ræða er oft á tíðum úti á klakan- um. Öll ákvarðanataka þarf að vera skólanum fyrir bestu en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að til að reka góðan skóla þarf peninga og að góður skóli verður aldrei keyptur fyrir pen- inga eða metinn til fjár,“ sagði Jóhannes Sigfússon oddviti Sval- barðshrepps. Tveir hópar sveitarfélaga Sveitarfélaganefnd félagsmála- ráðuneytisins fékk það verkefni á sínum tíma að leggja fram tillögu um hvernig staðið skyldi að sam- einingu og stækkun sveitarfélaga og einnig færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga og því er frum- kvæðið ekki frá henni komið heldur er sveitafélaganefndin eins konar umsagnaraðili í mál- inu. Mörg sveitarfélög í landinu eru það stór að þau geta með góðu móti tekið við grunnskólan- um frá ríkinu og mörg þeirra gera meira að segja auknar kröfur um aukin verkefni. Með tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna er hætta á að þeim verði skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar þau sem eru þess megnug að taka við verkefnum frá ríkinu og hins veg- ar hin sem eru það ekki og það er vissulega uggvænleg staða ef staðreyndin yrði sú. Birgir Þórðarson oddviti Eyjafjarðarsveitar segist af þeirri ástæðu vera hlynntur því að á næstu árum verði komist að sam- komulagi um sem víðtækasta sameiningu sveitarfélaga þannig að þau geti tekið á sig aukin verk- efni til þess að öll sveitarfélög landsins sitji við sama borð. Vegna breytinga á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga hefur grunnskólinn í auknum mæli ver- ið að færast til sveitarfélaganna og er kominn á þeirra hendur að mestu leyti að mati Birgis Þórð- arson. „Ef menn eru sammála um að núverandi samrekstur sé óheppi- legur þá er það augljóslega miklu minni breyting að færa hann til sveitarfélaganna heldur en að færa hann aftur til ríkisins því það væri nánast bylting en ekki ef hann væri færður alfarið til sveit- arfélaganna þangað sem hann er að mestu leyti kominn,“ sagði Birgir Þórðarson. „Ég hygg að það sé álit flestra sveitarstjórnarmanna að skóla- hald sé sá málaflokkur sem mestu þykir um vert að sé í góðu lagi enda geta þeir sveitarstjórnar- menn sem sækja eftir endurkosn- ingu og ekki hafa sýnt skólamál- um nægjanlegan skilning gleymt öllum framadraumum á því sviði og eins verða skólamál að vera í góðu lagi til þess að viðhalda eðlilegri mannfjöldaaukningu. Það væri hins vegar bjarsýni að halda að með yfirtöku sveitar- félaga á grunnskólahaldi væru öll vandamál úr sögunni en auðvitað þarf að tryggja þeim tekjustofna í því augnamiði og auka verður það svigrúm til að gera enn betur en verið hefur. Kennarar hafa skiljanlega áhyggjur af því ef þeir skipta um vinnuveitendur, þ.e. verða starfsmenn sveitarfélaga í stað ríkisins, en það eru varla nægjanlegar ástæður til þess að leggjast gegn væntanlegum breyt- ingum. Reynslan sýnir að sveitar- stjórnir verði varla verri hús- bændur en sú ríkisstjórn sem er við völd á hverjum tíma og auk þess er sveitarstjórnarmönnum það betur ljóst en ýmsum öðrum að ein af forsendum fyrir góðum skóla er að þeir sem þar starfa séu sæmilega sáttir við sín kjör. Mikill metnaður fyrir góðum skóla En hvaða kostir eru þá því sam- fara að flytja skólana alveg til ríkisins? Ég sé enga kosti því samfara því metnaður heima- manna og þar með sveitarstjórn- armanna er mikill til þess að halda úti góðum skóla. Skóla- nefnd mundi væntanlega starfa áfram en þó verður mikill munur á því. Þeir sem þar sætu væru þar í umboði ráðherra eða einhverrar yfirskólanefndar án tenglsa við heimabyggðina. Til samanburðar má geta þess að í öðrum mála- flokki sem rætt hefur verið um að færa til sveitarfélaganna, heilsu- gæslustöðvarnar, eru stjórnirnar skipaðar af þremur fulltrúum sveitarfélaganna, einn skipaður af starfsfólki og annar af ráð- herra. Þessi skipan er mjög gagn- rýnd af ráðuneytinu því þar sem reksturinn sé kostaður af þeim sé óeðlilegt að sveitarstjórnirnar hafi meirihluta í stjórnum þeirra og það má búast við að svipað yrði upp á teningunum ef rekstur grunnskólanna yrði færður til ríkisins, þ.e. að skólanefndar- menn yrðu skipaðir af ríkisvald- inu en ekki sveitarstjórnunum og því mundu tengsl þeirra og skóla- stjórnenda slitna að miklu leyti," sagði Birgir Þórðarson. Birgir sagði að lokum að hann treysti sveitarstjórnarmönnum betur til að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi heldur en ráðuneytisfólki og sagðist láta í ljósi þá von að sama hvaða menntastefna yrði ofan á og á hvers hendi grunnskólinn yrði þá geti sveitarstjórnarmenn, kenn- arar og þingmenn sameinast um það að gera grunnskólann sem bestan fyrir nemendur. GG Aðlögunamámskeið fyrir fatlaða - haldið í Mosfellsbæ í apríl Dagana 16.-18. aprfl nk. gengst Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra, fyrir námskeiði, sem ætlað er hreyfihömluðu fólki. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt námskeið er haldið en þau eru sniðin eftir finnskri fyrir- mynd og hafa gefið mjög góða raun. Á námskeiðinu verður fjallað um félagslegar afleiðingar fötlun- ar. Fluttir verða stuttir fyrirlestr- ar um viðhorf almennings til fötl- unar, viðbrögð vina og vanda- manna og viðbrögð einstaklings- ins við nýjum og breyttum að- stæðum. A námskeiðinu verður einnig fyrirlestur um trygginga- mál og réttindi fatlaðra varðandi ýmsa þjónustu og starfsemi, sem tengist fötluðum. Einnig verður kynnt starfsemi Öryrkjabanda- lags íslands, Sjálfsbjargar og íþróttasambands fatlaðra. Á námskeiðinu verður unnið í litlum hópum. Þar verða rædd ýmis mál sem snerta daglegt líf fatlaðs fólks, bæði mál sem öllum eru sameiginleg og svo sérstök vandamál þátttakenda. Hópstjóri Tónleikar á Hvamms- tanga í kvöld Tónlistarfélag Vestur-Húna- vatnssýslu býður Húnvetningum, Strandamönnum, félagsmönnum sínum og öllum öðrum á tónleika í félagsheimilinu Hvammstanga í kvöld, 17. mars, kl. 21. Á þessum 6. tónleikum félagsins er það hljómsveitin Þórgísl sem sækir okkur heim, en Þórgísl skipa þeir Eyjólfur Kristjánsson á gítar, en hann sér jafnframt um sönginn, Gísli Helgason á blokkflautur, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Pétur Grétarsson á trommur og Þórir Baldursson á píanó. Þeir ætla aðallega að flytja okkur frumsamið efni eftir þá Gísla og Þóri af plötunni Heimur handa þér. Á starfsárinu 1992-1993 hefur Tónlistarfélag V.-Hún. nú þegar boðið félagsmönnum sfnum og öðrum tónlistarunnendum upp á einleik á gítar, jass, harmoniku- 1 Reykingar á meðgöngu ógna heil- brigði móður og barns. LANOLÆKNIR tónlist, samspil á fiðlu og gítar, stórtónleika með heimamönnum og núna hljómsveitina Þórgísl. Þrennir tónleikar eru eftir enn, en það er m.a. rokktónleikar og OrgeltÓnleÍkar. (Fréttatilkynning) er í hverjum hópi sem hefur menntun og reynslu af vinnu með fötluðu fólki. Hins vegar fer eng- in bein líkamleg þjálfun fram á námskeiðinu. Námskeiðið er einkum miðað við fólk eldra en 16 ára, sem hef- ur fatlast af einhverjum orsök- um. Dæmi um slíkt eru mænu- sköddun, vöðva- og miðtauga- kerfissjúkdómar, liðagigt, klof- inn hryggur, helftarlömun, út- limamissir, fólk með MS-sjúk- dóminn og fleira. Auk hreyfi- hamlaðra eru aðrir ættingjar, makar og vinir einnig boðnir velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið er haldið á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, í Reykjadal, Mosfellsbæ. Námskeiðsgjald er kr. 5.200 og er fæði, gisting og námskeiðsgögn innifalin. Ferða- kostnaður er greiddur fyrir fólk af landsbyggðinni. Tilkynna þarf þátttöku fyrir mánudaginn 5. apríl til Lilju Þorgeirsdóttur á skrifstofutíma í síma 91-29133. Viðskiptavinir athugið! %> Kaffi .7- V\ ■Sultur > St*rfsfólk Sápubú^ cnvrtWÖfur G^X**»°ru[ ^ '*«komin • starf'ló"l<>a9

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.